Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Tólf efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Davíð Oddsson: Einkenni prófkjörsins var gott úrval frambjóöenda „ÚRSLITIN í þessu prófkjöri koma út af fyrir sig ekkert sér- staklega á óvart. Ég fékk ágætan stuðning og það var engin orra- hríð í kringum forystusætið á listanum," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, sem hlaut yfirgnæfandi meirihiuta » fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðis- manna til borgarstjórnar. „Allir þeir sem með mér hafa starfað og nýir frambjóðendur veittu mér vel í þessu prófkjöri, það var eining um fyrsta sætið og það er fagnaðarefni,“ sagði Davíð ennfremur. „Það sem mér fannst einkenna þetta prófkjör var að þarna var gott úrval frambjóð- enda, það var frambærilegt fólk sem gaf kost á sér í þessu próf- kjöri. Menn lögðu auðvitað misjafnlega mikið í þessa baráttu en ég held að allir hafi viljað gera veg flokksins sem mestan, og ég er mjög sáttur við hvernig próf- kjörsbaráttan var háð í öllum meginatriðum. Varðandi hlut kvenna þá er það gömul saga og ný, og gildir þá sama um Sjálfstæðisflokkinn og alla aðra flokka, að prófkjör virð- ast ekki vera besta leiðin til að rétta hlut kvenna á framboðslist- um flokkanna. Það hefur ekki sýnt sig í þeim prófkjörum sem hafa verið haldin hingað til. Þetta er hvorki betri né verri útkoma fyrir konur en verið hefur í prófkjörum áður. En hjá okkur í Sjálfstæðis- flokknum er borgarstjórnarflokk- urinn það afl sem tekur þær ákvarðanir sem máli skipta. Það sitja bæði varamenn og aðalmenn í borgarstjórn og hafa þar jöfn áhrif. Þegar ég lít yfir þann hóp sem líklegt er að skipi borgar- stjórnarflokk Sjálfstæðismanna næsta kjörtímabil, samkvæmt þessum úrslitum, þá sýnist mér það vera mjög vænlegur hópur." Davíð sagði að þær reglur sem nú giltu hefðu bæði kosti og galla. „Númerareglan getur gefið réttari mynd af vilja kjósenda heldur en krossinn, sem er meira háð tilvilj- unum. Númerareglan hefur þó einnig sína annmarka eins og raunar prófkjörið allt,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri. Magnús L Sveínsson: Kosning borgar- stjóra sýnir að fólk vill hafa foringja „ÉG ER að að sjálfsögðu mjög ánægður með að hafa hlotið ann- að sætið, en ég var áður í fjórða sæti. Ég vil nota ' tækifærið og þakka af ein- lægni öllum þeim sem studdu mig og stuðluðu að þessum sigri,“ sagði Magnús L. Sveinsson er úrslitin lágu fyrir í gær. Magnús hlaut alls 3.346 atkvæði og þar af 1.339 atkvæði í fyrsta og annað sæti. „Ég hefði óskað að Hulda Val- týsdóttir og Sigurjón Fjeldsted hefðu komið betur út úr þessu prófkjöri," sagði Magnús enn- fremur. „Að mínu mati hefðu þau átt það skilið miðað við störf þeirra í borgarstjórn að undan- förnu. En svona er nú pólitíkin, hún er fallvölt og þar er enginn öruggur. I þeirra stað koma hæfir fulltrúar, sem eru Árni Sigfússon, ungur og efnilegur maður, og Júl- íus Hafstein, sem hefur mikla þekkingu á íþróttamálum. Ég er mjög ánægður að sjá hversu glæsilega borgarstjórinn kom út úr þessu prófkjöri. Hið mikla og verðskuldaða fylgi sem hann fékk sýnir ótvíræðan stuðn- ing borgarbúa við glæsilega for- ystu hans í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Kosningin sýnir að fólk vill hafa foringja, sem lætur að sér kveða og hefur forystu um að koma verkum S framkvæmd. Varðandi þessar prófkjörsregl- ur, sem nú voru viðhafðar, tel ég að það sé mjög óheppilegt að vera að breyta til frá þeim reglum sem í gildi hafa verið að undanförnu, þar sem menn áður krossuðu fyrir framan nöfn frambjóðenda, en þurftu núna aö númera. Ég varð var við að fólki þótti þetta flókið og óæskilegt fyrirkomulag og ég er sammála því. Fyrir utan að þetta gerir kosningabaráttu fram- bjóðenda allt aðra, persónulegri og neikvæðari,” sagði Magnús L. Sveinsson. Katrín Fjeldsted: Hefði viljað sjá jafnari dreifíngu „ÞESSI mikla 1 þátttaka kjós- enda við val á; lista Sjálfstæð- j isflokksins er meiri en gerist í j nokkrum öðrum j flokki og sýnir ] vel styrk flokks- ins. Þetta er því lýöræöisleg að- ferð, þótt hún hafi vissa ann- marka,“ sagði Katrín Fjeldsted, sem varð í 3. sæti í prófkjörinu. Katrín hlaut samtals 3.346 at- kvæði. Hún tók ekki þátt í próf- kjörinu 1981, en skipaði 11. sætið á framboðslistanum í kosningun- um að tillögu kjörnefndar. „Ég er auðvitað ánægð með mína útkomu. Ég var sett inn í 11. sætið síðast eftir prófkjör og var þá í baráttusæti þannig að það má kannski túlka stuðning kjósenda við mig nú sem yfirlýsingu um að sú ákvörðun kjörnefndar hafi verið réttlætanleg,” sagði Katrín enn- fremur. „Ég fagna þeim afgerandi stuðningi sem borgarstjóri fékk í þessu prófkjöri og tel hann vel að þeim stuðningi kominn. Hins veg- ar finnst mér hlutur kvenna of rýr. Ég hefði viljað sjá meiri dreifingu á milli karla og kvenna. Það eru bæði vel hæfir karlmenn og vel hæfar konur sem þarna bjóða sig fram og þess vegna finnst mér ekki eðlilegt að dreifingin sé svona ójöfn. Sérstaklega vil ég nefna Huldu Valtýsdóttur, sem á sæti I borgarráði og á erindi þarna áfram. En menn verða auðvitað að hlýta dómi kjósenda. Ég held hins vegar að það sé of mikið um að menn velji bara eina eða tvær konur i örugg sæti, án nokkurs tillits til að fleiri konur kunna að vera vel hæfar til setu í borgar- stjórn. Margir gera þetta af göml- um vana og kvennaáratugurinn virðist ekki hagga Sjálfstæðis- flokknum hvað þetta snertir. Ég hef ekki tekið þátt í prófkjöri áður og hef því ekki samanburð á núgildandi reglum og fyrri reglum hvað varðar þátttöku í prófkjöri. Það má ef til vill til sanns vegar færa að númerareglan sem nú gilti hafi ruglað fólk eitthvað, sérstak- lega gamalt fólk. Krossamerking- arnar hafa hins vegar vissa ann- marka, sem númerakerfið leiðrétt- ir, en þá koma aðrir annmarkar inn í staðinn. Þetta er þvi kannski frekar spurning um hvort eigi að viðhalda prófkjöri eða ekki, frem- ur en að reglurnar sem slíkar skipti meginmáli," sagði Katrín Fjeldsted. Páll Gislason: Reglur prófkjörs- ins flóknar „MÉR líst ágæt- lega á úrslit prófkjörsins fyr- ir mína hönd og er þakklátur fyrir þann stuðning sem mér var sýndur. Ég hef aldrei fengið eins hátt hlutfall af greidd- um atkvæðunum og nú,“ sagði Páll Gislason læknir. Hann lenti í fjórða sæti I prófkjörinu og hlaut samtals 3143 atkvæði og þar af 1696 í fjórða sæti. „Reglur prófkjörsins voru óþarf- lega Uóknar. Sumir áttu í erfið- leikum með að skilja þær og ég held að það hafi valdið minni þátt- töku i prófkjörinu en áður. Liklega hefði verið einfaldara að krossa við frambjóðendur í stað þess að merkja við þá í númeraröð og tel ég að það hefði ekki breytt miklu um úrslitin. Ég er ánægðastur með það traust sem Davíð Oddssyni borgar- stjóra var sýnt. Þetta styður okkur í þeirri baráttu sem framundan er fyrir borgarstjórnarkosning- arnar. Það er nauðsynlegt að hafa örugga og styrka forystu. Hlutur kvenna er afleitur í þessu prófkjöri. Ég held að ein af orsök- unum sé sú að konum hefur ekki tekist að sameinast um nema eina konu á listanum, Katrínu Fjeldsted og er þetta áhyggjuefni fyrirflokkinn. Ég er fylgjandi opnu prófkjöri og tel það vera styrk fyrir flokkinn að sem flestir stuðningsmenn hans geti tekið þátt í að velja frambjóð- endur,“ sagði Páll Gíslason að lokum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Vona að úrslitin treysti samheldni borgarstjórnar- flokksins „ÉG vil byrja á að lýsa ánægju minni með þann afgerandi stuðn- ing sem borgar- stjóri fékk í þessu prófkjöri og sjálfur er ég mjög sáttur við minn hlut“, sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem varð í 5. sæti í prófkjörinu. Vilhjálmur hlaut alls 2.743 atkvæði og þar af 1.600 í fimm efstu sætin. Hann var í 8. sæti í prófkjörinu 1981 og kom þá inn sem nýliði. „Þetta prófkjör einkenndist nokkuð af baráttu um efstu sætin, á eftir fyrsta sæti, þar sem ýmis sjónarmið komu fram varðandi röðun á listann samkvæmt hefð- um,“ sagði Vilhjálmur ennfremur. „Það er Ijóst af þessu prófkjöri að kjósendur vildu taka tillit til þess- ara hefða og í sjálfu sér er ekki nema gott eitt um það að segja. Hins vegar má kannski segja að það feli í sér ákveðinn ókost þegar margir frambjóðendur stefna op- inberlega á ákveðið sæti þar sem það getur haft í för með sér tog- streitu milli stuðningsmanna frambjóðendanna, sem freistast þá jafnvel til að sniöganga keppi- nauta síns frambjóðanda, sem þeir kannski ella hefðu greitt atkvæði sitt. Þessi togstreita um annað sætið nú stuðlaði því að nokkuð óvenjulegri kosningabaráttu og áhrifa á niðurstöðu. í því sam- bandi var staða forseta borgar- stjórnar og kvenna mjög sterk inn í myndinni. Þessi sjónarmið áttu greinilega fylgi að fagna og ég persónulega vona að úrslitin varð- andi efstu sætin treysti þá góðu samheldni sem ávallt hefur verið til staðar í borgarsjórnarflokkn- um,“ sagði Vilhjálmur. Hilmar Guðlaugsson: Úrslit prófkjörsins mjög ánægjuleg „Mér líst mjög vel á árangur minn í prófkjör- inu. Og mér finnst úrslitin í heild vera mjög ánægjuleg" sagði Hilmar Guðlaugsson múrari sem hafnaði í 6. sæti í próf- kjörinu með samtals 2.629 atkvæði. Þar af hlaut hann 1.720 atkvæði í 6. sæti. „Hvað varðar hlut kvenna í úr- slitum prófkjörsins er hann mjög rýr. Það verður að viðurkennast. Aðeins ein kona hafnar í átta efstu sætum listans, en það er Katrín Fjeldsted í 3. sæti. Síðan er Jona Gróa Sigurðardóttir í því níunda, en miðað við þann árangur sem við náðum í síðustu borgarstjórn- arkosningum er hún einnig inni. Það hefði verið heppilegra ef öðru- vísi hefði raðast niður á listann. Ég tel að listinn hefði komið betur út og verið jákvæðari ef fleiri konur hefðu verið í efstu sætunum." Hilmar sagðist ekki telja það vera til batnaðar að raða fram- bjóðendum í númeraröð. Betra hefði verið að krossa við frambjóð- endur eins og gert hefur verið í fyrri prófkjörum. „Mér finnst rétt að hafa lokað prófkjör. Ég hef alltaf haft þá skoðun að flokksbundnir sjálf- stæðismenn eigi fyrst og fremst að hafa áhrif á gerð framboðslist- ans. En það er tímabært að endur- skoða þessi prófkjör almennt. Ég held að þau séu að renna sitt skeið á enda“ sagði Hilmar Guðlaugsson að lokum. Árni Sigfusson: Hressileg endur- nýjun á listanum ÁRNI Sigfússon rekstrarráðgjafi hafnaði í 7. sæti % ‘ # í prófkjörinu. Hann hlaut samtals 2.685 ' \ atkvæði og þar af 1.889 atkvæði í áðurnefnt sæti. -vv I B Árni er nýliði á lista Sjálfstæð- isflokksins og kvaðst vera mjög ánægður með þessi úrslit. „Mínar vonir voru bundnar við að ná öruggu sæti og það tókst,“ sagði hann. „Ég tel að það hafi átt sér stað hressilegendurnýjun á listan- um sem ég trúi að komi okkur til góða í næstu kosningum. Það er síðan kjörnefndar að kanna með hvaða hætti megi betur tryggja að þessi listi túlki sem breiðasta fylkingu sjálfstæðisfólks. Mér sýnist að á þessum lista sé mjög gott fólk. En það er alltaf leitt að nýir menn þurfi óhjá- kvæmilega að verða til þess að aðrir færist aftar á listann. Að þessu sinni færðust þau Hulda Valtýsdóttir og Sigurjón Fjeldsted neðar á listann. Þau hafa bæði starfað mjög vel að borgarmálum og ég vona að þau verði virkjuð áfram til þeirra starfa. Ég held að lokuðu prófkjöri fylgi bæði kostir og gallar. Það er ljóst að fjöldi borgarbúa styður Sjálf- stæðisflokkinn, en vill ekki vera flokksbundinn. Fyrir vikið er þeim ekki gert kleift að taka þátt í próf- kjörinu. Hins vega hafa þeir, sem tekið hafa ákvörðun um að styðja flokkinn með því að ganga í hann, skýrari og sterkari möguleika á að hafa áhrif á listann. Því er í rauninni erfitt að segja til um hvort er betra, opið eða lokað próf- kjör,“ sagði Árni. Júlíus Hafstein: Tel úrslitin sigur fyrir mig JÚLÍUS Haf- stein varð í 8. sæti í prófkjör- inu. Hann hlaut samtals 2.612 atkvæði og þar af 2.070 í átt- unda sæti. „Ég er mjög ánægður með úrslit prófkjörsins fyrir mína hönd. Ég hækka úr 15. sæti í það 8. og næ því bindandi kosningu" sagði Júlíus Hafstein. „Ég er líka mjög ánægður með hve glæsilega kosningu Davíð Oddsson borgarstjóri hlaut. Hún er einstök. Þá hlaut Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar sterka og góða kosningu í annað sætið.“ Júlíus sagði að æskilegra hefði verið að hlutur kvenna væri meiri í úrslitum prófkjörsins, en menn yrðu að gera sér grein fyrir því að hér væri um lokað og bundið prófkjör að ræða hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins. Konur hefðu jafnmikla möguleika á að koma sér á framfæri í þessum flokki og karlar. Ég er mjög þakklátur þeim fjölda kjósenda sem veittu mér þetta mikla traust og tel úrslitin mikinn sigur fyrir mig,“ sagði Júl- íus Hafstein að lokum. Jóna Gróa Sigurðardéttir: Níunda sætið gæti orðið baráttusætið „ÁRANGUR kvenna í þessu prófkjöri var því miður heldur rýr, þó margar mjög góðar kon- ur hafi verið í framboði," sagði Jóna Gróa Sig- urðardóttir. Jóna Gróa hafnaði í 9. sæti - hlaut samtals 2430 at- kvæði, þar af 2047 í 9. sæti. „Prófkjörið tókst mjög vel og góð eindrægni var á milli manna,“ sagði Jóna Gróa. „Fyrir mitt leyti er ég afskaplega ánægð með úrslit prófkjörsins með tilliti til þess að frambjóðendurnir voru allir mjög sterkir og nokkrir þeirra mjög þekktir. Margir líta svo á að mitt sæti, það níunda, sé baráttusætið. Ég bind þó vonir við að í kosning- unum í vor reynist tíunda sætið vera baráttusætið". Aðspurð kvaðst Jóna Gróa ávallt hafa verið frekar hlynnt lokuðu prófkjöri. Sér fyndist sanngjarn- ast að flokksmenn fengju að raða upp sínu fólki. Er hún var innt álits á því fyrirkomulagi að merkja við frambjóðendur í númeraröð sagði hún að það skipti ekki miklu máli þegar upp væri staðið. Hins vegar gerði þetta fyrirkomulag bæði kosningu og talningu mun flóknari. Sigurjón Fjeldsted: Úrslitin komu mér áóvart „ÉG GET ekki neitað því að ég varð fyrir nokkrum von- brigðum með ár- angur minn í þessu prófkjöri," sagði Sigurjón Fjeldsted. Hann ______ hafnaði í 10. sæti með alls 2.298 atkvæði, þar af 2.075 i 10. sæti. „Ég hef aðeins einu sinni áður tekið þátt í prófkjöri og lenti þá í sjö-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.