Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Menningar- guðinn egir hins samnorræna menningar- guðs eru órannsakanlegir, í það minnsta fæ ég aungvan botn í ummæli sjónvarpsþulunnar þess efnis að mánudagsmyndin að þessu sinni: Pá jakt efter solen i -30°C sé „finnsk verðlaunamynd" nema þá að menningarverðlaun hér á norðurhjara hrjóti einkum til þeirra er hafa skert hugmynda- flug. Sumir hafa að vísu óskaplega gaman af því að horfa á þæga velferðarborgara er sitja í staðal- íbúðum og stara heimspekilega út í loftið. Myndir er sýna átakamikið líf þokkalega stæðs fólks í reisuleg- um einbýlishúsum fá sjaldnar verðlaun. Nei, söguhetjurnar verða helst að ferðast í strætó rauðnefj- aðar í 30 stiga frostinu og hvergi víkja frá hinni stöðluðu ímynd velferðarborgarans er hefir að sjálfsögðu skömm á öflugum einkabifreiðum og rúmgóðu sér- býli. Almenningsvagn skal það vera, heillin, og helst íbúð reist af opinberu byggingarsamvinnufé- lagi. Leiðindalíf En ósköp er þetta fólk nú allt saman litlaust og hlýðið, jafnvel fylleríin eru ekki lengur fyllerí — því ekki má raska svefnrónni í ríkisreknu blokkunum. Slíkt frávik frá hinu sósíaldemókratíska hegð- unarmynstri telst andfélagslegt og þær ótalmörgu nefndir er sjá uppbólgnum félagsvísindadeildum háskólanna fyrir verkefnum — ganga í málið og allt fellur í ljúfa löð á ný. Er nema von að logn- mollan breiði faðm sinn yfir þær myndir er berast nú frá vinum vorum á Norðurlöndum, hitt er öllu verra að þessi sama lognmolla umvefur nefndir þær er úthluta menningarverðlaunum. Þannig hljóta þeir einir verðlaun er feta þægir og prúðir hina sósíaldemó- kratísku stigu um lendur listarinn- ar. Markaðsöflin eru að sönnu oft harla miskunnariaus og óvægin í garð listarinnar, en þau hafa þó þann kost fram yfir miðjumoð sós- íaldemókratanna að þau verðlauna menn sjaldnast fyrir að vera grút- leiðinlegir. Barnaþrœlkun Svo undarlega vildi til á mánu- dagskveldið að ég sofnaði með tvær sjónvarpsmyndir 1 huganum. Finnsku „verðlaunamyndina" er áður gat og svo mynd af tveimur sovéskum stúlkubörnum er höm- uðust á fimleikaslám í íþrótta- þætti Bjarna Felixsonar. Af ein- hverjum ástæðum þá samtvinnað- ist finnska „verðlaunamyndin" myndinni af stúlkubörnunum, svo úr varð hugmyndalegur kökkur er varnaði svefns. Sá grunur hafði nefnilega kviknað af samruna þessara ólíku mynda, að kannski lægi einhver leyndur þráður milli norrænu „verðlaunamyndarinnar" og hinna „margverðlaunuðu" sov- ésku stúlkubarna. Það skyldi þó aldrei vera að svipað hugarfar lægi hér að baki. Annars vegar er þægum listamönnum er lýsa stöðl- uðu lífi fyrirmyndarborgara vel- ferðarríkisins veitt verðlaun og hins vegar hrjóta verðlaunin til þjálfara stúlkubarna, sem svipt eru eðlilegum þroska í því skyni að verða þægar fimleikamaskínur er falla að stöðluðu hugsunarlífi fyrirmyndarborgara alræðisríkis- ins. Erum við ekki að ræða hér um sama hlutinn; manneskjur af holdi og blóði, sem hafa verið tamdar af valdhafanum uns þær falla fullkomlega að þjóðfélags- mynstrinu og hljóta náttúrulega verðlaun fyrir? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Barnaútvarpiö í Barnaútvarpi tónlist sem Jóhanna Vil- hjálmsdóttir valdi er hún var í starfskynningu hjá útvarpinu fyrir stuttu. Þá les Guðrún Guðlaugsdótt- ir þriðja lestur framhalds- sögunnar “Ivik bjarndýrs- bani“ eftir Pipaluk Freu- chen. Morgunstund barnanna — ný framhaldssaga HBBH Ný framhalds- 9 05 saga hefst í — Morgunstund barnanna í dag kl. 9.05, „Elvis Elvis", eftir Mariu Gripe. Sigurlaug M. Jón- asdóttir byrjar lestur þýð- ingar Torfeyjar Steins- dóttur. Síðasti lestur sög- unnar verður lesin á að- fangadagsmorgun, 24. desember. Sagan „Elvis Elvis" er sjálfstætt framhald bók- arinnar Elvis Karlsson. En hann er ári eldri en hann var þegar sagan hófst. Eftir að hafa setið einn dag í skólanum ákveður hann að hætta skólagöngu að sinni, hann hafi alls ekki byrjað í skóla sjálfur heldur mamma. EIvis heldur áfram baráttunni fyrir sjálfstæði sínu, réttinum til að vera hann sjálfur - ekki Elvis í litasjónvarp- inu og ekki heldur eftirlík- ing af íþróttahetjunum hans pabba. Maria Gripe er með þekktustu og virtustu barnabókahöfundum Svía og hefur skrifað á þriðja tug barna- og unglinga- bóka. Leikrit hafa verið samin upp úr nokkrum bóka hennar t.d. „Tordýf- illinn flýgur í rökkrinu", sem hefur verið flutt í út- varpi. María Gripe hefur hlotið margvíslegar viður- kenningar fyrir bók- menntastörf sín m.a. Nils Holgeirsson-skjöldinn fyrir „Húgó og Jósefínu" og árið 1974 fékk hún H.C. Andersen-verðlaunin fyr- ir bókmenntastörf sín. „Sveitin mín“ ^^■■i Seinni viðtals- •« 15 þáttur Hildu 1D ~ Torfadóttur við Jórunni Ólafsdóttur verð- ur á dagskrá rásar 1 kl. 15.15 í dag og kemur þátt- ur þessi frá RÚVAK. Þáttur Hildu nefnist „Sveitin mín“ og er á dagskrá hálfsmánaðar- lega, en í síðasta þætti, sem útvarpað var 13. nóv- ember sl., var fyrri hluta viðtalsins við Jórunni út- varpað. Jórunn Ólafsdóttir er frá Sörlastöðum í Fnjóskadal og segir hún frá sveitinni sinni, Fnjóskadal, þar sem hún ólst upp og bjó lengi. Hún býr nú á Akureyri. Maður og jörð — undir þrældómsoki 17 ■i í Barnaútvarpi 00 í dag kl. 17.00 — verður leikin tónlist sem Jóhanna Vil- hjálmsdóttir valdi er hún var í starfskynningu hjá útvarpinu fyrir stuttu. Þá les Guðrún Guðlaugsdótt- ir þriðja lestur framhalds- sögunnar “Ivik bjarndýrs- bani“ eftir Pipaluk Freu- chen. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrímm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „ Elvis, Elvis“ eftir Mariu Gripe. Sigurlaug M. Jónasdóttir byrjar lestur þýöingar Torfeyjar Steins- dóttur. ____ 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur I umsjá Sigurðar G. Tómas- sonar. 10.10 VeOurfregnir 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 Landogsaga Ragnar Agústsson sér um þáttinn 11.10 ör atvinnullfinu - Sjávar- útvegur og fiskvinnsla. Um- sjón Glsli Jón Kristjánsson. 11.30 Morguntónleikar. Þjóðlög frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 I' dagsins önn. Heimili og skóli. Umsjón Bogi Arnar Finnbogason 14.00 Miðdegissagan: „Sögur úr llfi rninu" eftir Sven B.F. Jansson. Þorleifur Hauksson les eigin þýðingu (3). 14.30 Óperettutónlist. 15.15 Sveitin m(n. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akur- eyri) 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Slðdegistónleikar. a. Septett op. 26 eftir Alex- ander Fesca. Collegium con basso-septettinn leikur. b. Hornkonsert nr. 1 I D-dúr eftir Wolfgang Amadeus 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 24. nóvember. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Ævintýrið um Stein Bollason. sögumaður Gunnlaugur Astgeirsson, Nína Dal teiknaði myndirnar. Sögur snáksins með fjaðra- haminn — spænskur teikni- myndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. Mozart. Barry Tuckwell og St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leika. Neville Marriner stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Ivik bjarndýrs- bani eftir Pipaluk Freuchen. Sigurður Gunnarsson þýddi. Guðrún Guðlaugsdóttir les (3) Stjórnandi: Kristln Helga- dóttir. 17.40 Slðdegisútvarþ. Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.40 Tilkynningar 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. 20.00 Fréttirogveður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Maöurogjörö. (A Planet for the Talking.) 5. Undir þrældómsoki. Kanadlskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum um tengsl mannsins við uþpruna sinn, náttúru og dýrallf og firringu hans Jrá umhverfinu á tækniöld. Umsjónarmaöur David Suzuki. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson flytur þáttinn. 20.00 Hálftlminn. Elln Kristins- dóttir kynnir tónlist. 20.30 Iþróttir. Umsjón Samúel Örn Erlingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.30 Sögublik — Upphaf bæjanna á íslandi. Umsjón- armaður: Friðrik G. Olgeirs- son. Lesarí með honum Guðrún Þorsteinsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins 22.25 Bókaþáttur. Umsjón 21.50 Dallas. Ólögleg viðskipti. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.45 Or safni Sjónvarpsins. Ljóð Mynd. Ljóð eftir Thor Vilhjálmsson og myndir eftir Örn Þor- steinsson. Kolbrún Jarlsdóttir og Karl Sigtryggsson sjónfærðu ásamt höfundum. Aður sýnt I Sjónvarpinu 18. september sl. 23.00 Fréttir I dagskrárlok. Njörður P. Njarðvlk. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi. Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00—15.00 Eftirtvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Núerlag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 16.00—17.00 Dægurflugur. Nýjustu dægurlögin. Stjórn- andi. Leopold Sveinsson. 17.00—18.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—18.00 Rlkisútvarpið á Akureyri — svæðisútvarp. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.