Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Borgarstjómarkosningar: Sameiginlegur listi Alþýðu- flokks og BJ? R/ETT hefur verid um það að undanfórnu að Alþýðuflokkurinn og Banda- lag jafnaðarmanna verði með sameiginlegan framboðslista jafnaðarmanna í borgar- og sveitarstjórnakosningunum á næsta ári. Fylgir það sögunni að stefnt sé að því að Stefán Benediktsson, BJ, skipi eitt af efstu sætunum hér í Keykjavík. I»eir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, og Stefán Benediktsson, þingmaður BJ, staðfestu í gær að viðræður þessa efnis hefðu farið fram á míllí flokkanna, þótt þær væru enn óform- legar. „A kjördæmisþingi Alþýðu- flokksins í Reykjavík í september, lýsti ég því í framsöguræðu að ég teldi sameiginlegt framboð jafnað- armanna til borgarstjórnar vera Ölfus: Bíl ekið inn í hrossahóp ÞAÐ SLYS varð í Ölfusinu við Gljúf- urholt í gærkvöldi að bifreið var ekið inn í hrossahóp á þjóðveginum, með þeim afleiðingum að tvö hrossanna drápust, og það þriðja varð að aflífa. Olafur Jónsson varðstjóri lög- reglunnar á Selfossi sagði I samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að slysið hefði átt sér stað á áttunda tímanum í gærkveldi og bíllinn, sem var stór amerískur fólksbíll hefði stórskemmst við árekstur- inn, en ökumaðurinn hefði ekki meiðst. Sagði hann að ökumaður- inn hefði ekki séð hrossahópinn fyrr en of seint. Ólafur sagði að hreint vandræðaástand skapaðist oft meðfram vegum í ölfusinu vegna þess að búfjáreigendur gættu ekki nógu vel að skepnum sinum og að því að þær slyppu ekki úr girðingu. mjög álitlegan kost. Það fer ekkert á milli mála að við höfum leitað eftir samstöðu og samstarfi við Bandalag jafnaðarmanna, og lagt áherslu á að það væri tiltölulega fátt sem okkur greindi á um,“ sagði Jón Baldvin í gær. „Eðlilega hefur sú hugmynd komið upp og verið rædd'i okkar röðum, að þessu samstarfi mætti koma á í eðlileg- um áföngum," sagði Jón Baldvin, „og það hlyti að koma mjög til álita að samstarf gæti tekist um borgarmálefni í Reykjavík, og kannski sveitarstjórnarmálin. Síð- an hefur þetta mál verið á um- ræðustigi, en það hafa engar ákvarðanir verið teknar." Stefán Benediktsson þingmaður BJ sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins um þetta mál: „Það eru engar alvarlegar umræð- ur um þetta I gangi, en aftur á móti, þá hefur þetta borið á góma hvað borgar- og sveitastjórna- kosningum viðvíkur, og ég get í sjálfu sér ekki séð neitt því til fyrirstöðu að við getum ekki náð þar málefnalegri samstöðu." Stefán var spurður hvort það væri rétt að ef af slíku samstarfi yrði, myndi hann skipa efsta sætið á lista jafnaðarmanna í Reykjavík: „Það er algjörlega órætt mál hvar hver maður verður á lista, enda ekki til umræðu fyrr en viðræður eru komnar á alvörustig." Hlutur kvenna til lítils sóma fyrir flokkinn — segir frú Auður Auðuns, fyrrverandi ráðherra „MÉR finnst hlutur kvenna í þessu próf- kjöri vera til lítils sóma fyr- ir Sjálfstæðis- flokkinn, líkt og í síðasta prófkjöri,” sagði frú Auður Auðuns, fyrrver- andi ráðherra er hún var innt álits á niðurstöðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í samtali við Morgunblaðið. „Ég átti svo sannarlega von á að árangur kvenna yrði betri I prófkjörinu. Það er engu líkara en að kjósendur Sjálfstæðis- flokksins beri ekki traust til kvenna. Þeir eru margir sem halda því fram að prófkjör I núverandi mynd hafi gengið sér til húðar. Ég er sammála þeim. Það er ekki eðlilegt hvernig að þessu er stað- ið. Fjárráð eiga ekki að ráða neinu um val fulltrúa borgarbúa í borgarstjórnina," sagði frú Auður Auðuns. Konur hefðu þurft að vera fleiri og ofar — segir Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra „ÉG hefði vilj- að sjá hlut kvenna miklu stærri í þessu prófkjöri," sagði Ragn- hildur Helga- dóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. „Þó er vissulega mikils um vert að 6 konur eru í 15 efstu sætunum. En þær hefðu þurft að vera fleiri og ofar á listanum. Engu að síður er það svo að áhrifa kvenna mun gæta mjög mikið i borgarstjórn með þessari skipan lista. Vegna þess að í borgarstjórn þá eru varamenn mjög virkir og borgarstjórnar- flokkur sjálfstæðismanna tekur mikinn þátt í hvers konar ákvörðunum á sviði borgarmála og ber mikla ábyrgð í ýmiss konar starfi borgarstjórnar eða á hennar vegum. En óneitanlega er niðurstaða mín sú að ég hefði viljað sjá mun fleiri konur ofar á listanum." Sá síðasti „stendur í mönnumu GÖMLU hitaveitugeymarnir í Öskjuhlíðinni hafa horfið einn af öðrum upp á síðkastið — og nú stendur aðeins einn þeirra eftir. „Hann stendur eitthvað í mönnum — það er hart í þessu,“ sagði Gunnar Krist- insson hjá Hitaveitu Reykjavíkur í samtali við Morg- unblaðið en bætti við að sá síðasti yrði eflaust horfinn innan fárra daga. Að sögn Gunnars á að vera búið að hreinsa og slétta svæðið fyrir 15. janúar næstkomandi og þá verður strax hafist handa við að reisa undirstöður undir nýja geyma sem rísa munu á sama stað. Það verk verður boðið út í desember. Reistir verða sex nýir stálgeymar í líkingu við þá gömlu. Stærri geymar eru þarna við hliðina, eins og sést vel á meðfylgjandi mynd Árna Sæ- bergs, sem hann tók á dögunum er hann flaug yfir öskjuhlfðina. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra um vanda Hafskips: „Engin áform um hluta- fjárframlög eða ábyrgðiru „I FYRSTA lagi þá hafa engar óskir komið fram um það að ríkið bjargi þessu fyrirtæki," sagði Þorsteinn Fálsson fjármálaráðherra er hann var spurður hvort það kæmi til greina af hans hálfu að ríkissjóður kæmi Hafskip/íslenzka skipafélag- inu til bjargar. Þorsteinn var spurð- ur þessarar spurningar í tilefni orða Jóns G. Zoega, lögmanns Hafskips og stjórnarmanns Islenzka skipafé- lagsins á starfsinannafundi Haf- skips, en þar sagði hann að nú gætu stjórnmálamenn látið að sér kveða í máli, sem varðaði marga kjósendur. Þorsteinn sagði jafnframt að hann hefði ekki verið á áðurnefnd- um fundi, og því gæti hann ekki tjáð sig um það sem þar hefði farið fram. „Þetta félag hefur að sjálf- sögðu haft fullan tilverurétt og óskorað athafnafrelsi, en það eru ekki nein áform uppi um það meðal stjórnvalda, að ríkið fari að blanda sér i kaupskipaútgerð, hvorki með hlutafjárframlögum, né ábyrgð- um,“ sagði fjármálaráðherra. „Ég tel að það sé miður hvernig komið er fyrir þessu skipaféiagi, því það hefur virkilega gegnt mikilvægu hlutverki í flutninga- starfsemi og í því að viðhalda eðlilegri samkeppni," sagði fjár- málaráðherra. Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri íslenzka skipafélagsins: „Biðjum um skilning á tilverurétti félagsins“ „ÉG VIL ekki orða það á þann hátt, að við séum að fara fram á beina fjárhagslega aðstoð stjórn- valda, heldur vil ég fyrst og fremst meina að þarna sé verið að biðja stjórnvöld um almennan skilning á tilverurétti þessa félags,“ sagði Þórður H. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri íslenzka skipafélags- ins, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gær, hvort líta bæri á þau orð Jóns G. Zoéga, eins stjórnarmanna íslenzka skipafé- lagsins á starfsmannafundi Haf- skips í fyrradag, sem beiðni um fjárhagslega björgunaraðgerð stjórnvalda. Þórður sagði að allir vissu hvað gerðist með þjónustu- og flutn- ingsgjöld, ef þetta félag hyrfi af sjónarsviðinu og Eimskip og SÍS væru ein eftir. „Sá stuðningur sem við þurfum á að halda," sagði Þórð- ur, „er fyrst og fremst að það takist að semja um skuldastöðu Hafskips á þeim grundvelli, að við getum staðið undir því. Við teljum okkur geta staðið undir slíku, að gefnum ákveðnum forsendum. Þetta er náttúrlega mál sem vinnst á milli okkar samninganefndar og Útvegsbankans." Ágæti — nýja sölu- félagið tekur til starfa HIÐ NÝJA sölufyrirtæki matjurtaframleiðenda, sem tekur til starfa um næstu mánaðamót, hefur hlotið nafnið Ágæti. Ágæti mun annast heildsölu á matjurtum, innlendum sem innfluttum. Það hefur tekið fasteignir Græn- metisverslunar landbúnaðarins við Síðumúla á leigu og keypt lausafjármuni. Starfsemi (írænmetisverslunar verður þá jafnframt hætt. Forsvarsmenn Ágætis, Gestur sem ekki nyti neinna sérréttinda Einarsson framkvæmdastjóri fyr- irtækisins og Ólafur Sveinsson fjármálastjóri, boðuðu í gær til blaðamannafundar til að kynna þessar breytingar. Sögðu þeir að félagið ætlaði að standa undir nafni og sanna ágæti sitt. Þetta væri nýtt fyrirtæki í eigu frjálsra samtaka matjurtaframleiðenda umfram önnur heildsölufyrirtæki. Sögðust þeir vera að byggja fyrir- tækið frá grunni og væru breyting- arnar nú ekki aðeins breytingar á ásjónu gömlu Grænmetisverslun- arinnar, heldur algerlega nýtt fyrirtæki með mun fjölbreyttara vöruúrval. Ágæti fer nú út í sölu á tómötum, gúrkum, papriku og sveppum, í samkeppni við önnur sölufyrirtæki á þessu sviði, meðal annars Sölufélag garðyrkjumanna og fleiri nýjungar mætti nefna. SÍM hefur gert samkomulag við landbúnaðarráðuneytið um að fela sérstökum gerðardómi að skera úr um það hver sé réttarstaða Græn- metisverslunar landbúnaðarins, það er hvort stofnunin sé ríkis- stofnun eða sjálfseignarstofnun. Úrskurður gerðardómsins verður endanleg niðurstaða í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.