Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 48
 V^terkurog hagkvæmur auglýsingamióill! S1ADFEST lANSTRAUST MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. MorguBbhM/RAX Bnedurnir Þorvaldur Þór og GuAmundur Björnssynir með minkinn, sem drepinn var viA Tjörnina í gærmorg- un. Hundar þeirra, Skúmur, Súla og Bonny, kljást vii þá um hræið. Minkur drepinn við Tjörnina MINKUR var drepinn við Tjörnina ( gærmorgun. „ViA sátum fyrir fyrir minknum, en vildum ekki beita skotvopnum inni í miAri bcrginni. Grófum minkinn út og bundarnir unnu á honum,** sagAi Þorvaldur Þór Björnsson, fulltrúi veiALstjóra, ( samtali viA Morgun- blaAiA. SíAast varA minks vart viA Tjörnina fyrir (jórum árum. Hundar Þorvaldar og bróAur hans, GuAmundar Björnssonar, unn*J á minknum viA syAri enda Tjarnar- Minkurinn virtist tiltölulega nýkominn aö Tjörn- inni. Óljóst er hve mikinn óskunda hann hefur gert að undanförnu, en hann virðist hafa farið viða um Tjarnarsvæðið. „Við bræður höfum unnið á liðlega fjögur hundruð minkum í ár. I sumar dráp- um við mink inn við Sundahöfn og nokkra neöst við Elliðaárnar. Minkur sést sjaldan við Tjörnina, en nokkuð er um hann við Elliðaárnar,” sagði Þorvaldur. Hann sagði að í ár væri búið að drepa um 4.600 minka og að menn þyrftu stöðugt að vera á varð- bergi gagnvart varginum. Þannig hefði hópur hrafna drepið lömb austur í Skaftafellssýslum f haust og hræ lamba fundust við greni lágfótu, sem drepin var á Mosfellsheiði í sumar. nÁ hverju hausti finnast hræ eftir varg. Menn þurfa stöðugt að hafa andvara á sér,“ sagði Þorvaldur Þór Björns- Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins: Davíð Oddsson hlaut yfir 90 % gildra atkvæða Átta efstu hlutu bindandi kosningu „ÞAÐ var góð samstaða um mitt framboA og því var róAurinn tiltölulega léttur fyrir mig. Þette var erfiðara fyrir aðra, þar sem ekki var eins afdráttarlaus stefna um að tiltekin sæti væru þeim ætluA,“ sagAi DavíA Oddsson, borgarstjóri, er úrslit lágu fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær. Davíð hlaut alls 4.783 atkvæði og þar af 4.538 atkvæði í fyrsta sæti. Á kjörskrá voru alls 9.507 flokksbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík og bættust 450 nýir flokksmenn við fyrir prófkjörið. Atkvæði greiddu 5.282, eða um 55,5%. 311 atkvæði voru ógild og 10 atkvæðaseðlar voru auðir, gild atkvæði voru því 4.961. Sé miðað við gild atkvæði hlaut Davið Odds- son stuðning 96,4% kjósenda og 91,5% í fyrsta sæti, en miðað við heildarfjölda atkvæða hlaut hann stuðning 90,55% og 85,9% í fyrsta sæti. Að sögn Gunnlaugs S. Gunn- laugssonar, framkvæmdastjóra fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hlutu átta efstu menn bindandi kosningu, þar sem þeir fengu yfir 50% gildra atkvæða. Röð 20 efstu manna varð sem hér segir: Davíð Oddsson, Magnús L. Sveinsson, Katrín Fjeldsted , Páll Gíslason, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Hilmar Guðlaugsson, Árni Sigfússon, Júlíus Hafstein, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sigur- jón Fjeldsted, Hulda Valtýsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Anna K. Jónsdóttir, Guðmundur Hallvarðs- son, Þórunn Gestsdóttir, Haraldur Blöndal, Þórir Lárusson, Vilhjálm- ur G. Vilhjálmsson, Guðrún Zoéga og Sólveig Pétursdóttir. Sjá nánar um úrslit á bls. 18, viAtöl viA tólf efstu í prófkjörinu á bls. 4 og5 og forystugrein á miðopnu. Sauðárkrókur: Fá útlendingar vatnssamning? BÆJARRAÐ SauAárkróks synjaAi nýlega Hreini Sigurðssyni um fram- lengingu á vatnsréttindasamningi sem hann hefur haft um allangt skeið. Hrcinn hugAist setja (slenskt drykkjarvatn á markað erlendis og hefur reist grunn átöppunarverk- smiðju, en framkvæmdir stöAvuAust si'Aan vegna fjárskorts. Bæjarstjórn Sauðárkróks mun sjálf annast sýnatökur á vatninu héðan í frá en Hreinn „hefur alfar- ið kostað þær hingað til“, eins og hann orðaði það ( samtali við blaðamann. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa bæjarstjórnarmenn á Sauðárkróki átt viðræður við umboðsmenn erlendra aðila upp á síðkastið um hugsanlegan vatns- réttindasamning við þá. -Útvegsbankinn neitar um bankaábyrgö vegna Skaftár STJÓRN Útvegsbanka íslands hafnaði í gær beiðni stjórnar íslenzka skipafélagsins um bankaábyrgð, en stjóm félagsins hugðist leggja fram ákveðna fiárhæð í Antwerpen, svo skip félagsins, Skaftá, eitt skipa Islenzka skipafélagsins, sem kyrrsett var í Antwerpen sl. fóstudag, losnaði þaðan. Sam- , kvæmt heimildum Morgunblaðsins var farið fram á banka- ábyrgð að upphæð 20 til 30 milljónir króna. Skaftá var kyrrsett þar að kröfu eins kröfuhafa á Hafskip sl. föstudag. Að sögn fram- kvæmdastjóra félagsins, Þórðar H. Hilmarssonar, biðu forsvars- menn félagsins svara Útvegs- Lbanka íslands í gær hvort bank- inn veitti bankaábyrgð svo hægt væri að leysa Skaftána út, en því var hafnað eins og að ofan grein- ir. Jafnframt beið Dalsá enn fyrir utan New York, þar sem eigendur skipsins höfðu gert kröfu um að skipið færi ekki inn til hafnar vestanhafs, nema tryggt væri að það yrði ekki kyrrsett. Þórður sagði að Rangáin væri í Hamborg, á leiðinni til Rotter- dam, þangað sem hún var vænt- anleg í gærkveldi. Hofsá sagði hann vera væntanlega til Reykjavíkur í dag og Seláin yrði í Varberg í dag. Þórður sagði varðandi Dalsá, að verið væri að greiða úr þeim flækjum sem fé- lagaskiptin hefðu haft i för með sér. Þar væri beðið dómsúrskurð- ar, þannig að tryggt væri að Dalsáin yrði ekki kyrrsett, þegar hún sigldi inn til hafnar. Mikið var um fundahöld í gær vegna Hafskipsmálsins. Banka- stjórar Útvegsbankans áttu fund með Matthíasi Bjarnasyni, við- skipta- og bankaráðherra, þar sem þeir kynntu honum stöðuna, fulltrúar Dagsbrúnar héldu fund með forráðamönnum Sambands- ins, og lýstu áhyggjum félagsins, vegna ótryggrar afkomu félags- manna Dagsbrúnar í starfi hjá Hafskip og loks héldu banka- stjórar Útvegsbankans fund síð- degis í gær með bankaráði, þar sem farið var yfir stöðu mála. Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra sagði í gær að ríkis- stjórnin hefði engin áform uppi um að koma Hafskip til bjargar, hvorki með hlutafjárframlögum né ábyrgðum. Sjá nánar fréttir á bls. 2. Isafjörðun Góð veiði eftir bræluna GÓÐIJR afli hefur verið hjá togurum og línubátum frá ísafirði síðan veður lægði ( síðustu viku. Togararnir hafa fengið allt að 180 lestum ( 6 daga veiðiferðum og afli línu- báte verið upp í 11 lestir í róðri. Flestir þar vestra eiga kvóta tiljóla. Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norður- tangans á ísafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ágætis afli hefði verið þennan tíma. Línubátarnir hefðu róið siðastliðinn laugardag og mánudag og fengið frá 8 til 11 lestir af góöum þorski hvorn daginn. Togararnir hefðu flestir verið að veiðum í 6 daga og landað á mánudag 140 til 180 lestum hver. Mest af aflanum væri þorskur, en óvenju lítið væri af ýsu miðað við þennan árstíma, sem annars væri gjöfull af þeim fiski.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.