Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Minmng: Bragi Benedikts- 'son, Landamótsseli Fæddur 27. nóvember 1917 Dáinn 1. september 1983 í dag, 27. nóvémber, hefði Bragi Benediktsson bóndi i Landamóts- seli orðið 68 ára hefði hann ekki verið kvaddur héðan í skyndingu fyrir rúmum tveimur árum. Víst er það vonum seinna að ég drep ^ niður penna að minnast hans, en þó ekki of seint, því „orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr“. Það var á einu af þessum yndis- legu kyrru og björtu sumarkvöld- um sem hvergi eru til nema á íslandi að ég kvaddi Braga í síð- asta sinn á hlaðinu á Landamótss- eli. Þennan dag var hátíð hjá fjöl- skyldunni þar á bæ, og eins og svo oft áður hafði ég fengið að vera þátttakandi. Þetta var skírnardag- ur Kristínar Maríu dóttur Klöru, yngsta barnsins á bænum, sem verið hafði augasteinn pabba sins alla tíð. Mér er athöfnin i Ljósa- vatnskirkju sérlega minnisstæð. Það hvíldi yfir henni sérstæð helgi og ró. Á mynd hugans sker Bragi "'sig úr þar sem hann stendur við skírnarlaugina og styðst fram á staf sinn mikilúðlegur að vanda og höfðinglegur í fasi. Frá honum stafar hlýju og styrk en hann syngur ekki þó söngmaður sé hann góður, tilfinningarnar leyfa það ekki. Og ekki spilla nöfnin gleði hans þvi þar koma þær saman i eina konurnar sem honum höfðu verið kærastar á lifsleiðinni, móð- irin, hetjan sú, og eiginkonan, lífs- förunauturinn hlýi og góði. Á eftir •er haldið heim á Sel, þar sem borð svigna undan veisluföngum og kemur engum á óvart sem þekkir til svo samtaka sem þau hjón voru um rausn og höfðingsskap. Þó hafði Bragi ekki alltaf átt úr miklu að moða. { lágum bæ á gljúfurbarminum þar sem Fljótið steypist fram í Barnafossi stóð vaggan hans. Sið- ustu ábúendurnir í Barnafelli, þau Benedikt Sigurðsson og Kristín Kristinsdóttir, ólu þar upp barna- hópinn sinn við þröngan kost og mikið erfiði. Var Bragi þriðji í röð 7 systkina sem upp komust en einn bróðirinn dó í frumbernsku. Elstur var Sigurður sem kunnur var fyrir listmunauppboð sin í Reykjavík, næstur var Ingimar, lengi um- sjónarmaður við Barnaskóla Vest- urbæjar, þá Bragi, en þessir eru allir látnir, næstur í röðinni er Arnór bóndi og bílstjóri í Borgar- túni í Ljósavatnshreppi, þá Þór- hallur sem lést á unglingsárum og var öllum harmdauði, en yngstar eru Sigríður Árnína og Guðbjörg, báðar húsfreyjur í Reykjavík. Mér er til efs að þeir sem nú axla stangir sínar við túnfótinn í Barnafelli albúnir að ganga á hólm við silfraðan konung Hvammsins, en fáir aðrir ganga nú þar um garða, geti gert sér grein fyrir þeirri hetjudáð sem þar var unnin og fátt vitnar um annað en grónar rústir og liturinn á þýfinu í kring sem einu sinni hét tún. Enda eiga svitadropar þeirra sem börðust þar fyrir lífi sínu fátt sameiginlegt með þeim sem seytla um vanga okkar sem nú glímum um hégóma allsnægtanna. En það var ekki aðeins að fá- tæktin kreppti að á stað sem frá náttúrunnar hendi hafði enga möguleika á að framfleyta stórri fjölskyldu heldur voru Fljótið og gljúfrið stöðug ógnun við hag fólksins. Sú var tíðin að á kennslu- bókum stóð frásagan af því þegar elsti bróðirinn í Barnafelli bjarg- aði bróður sínum ungum og móður sem runnið höfðu á svellbunka fram á ystu nöf gljúfursins en stöðvast á lítilli tó og hlaut fyrir viðurkenningu úr hendi konungs. Margir þekkja þessa sögu en færri vita að litli drengurinn var Bragi, þá aðeins 9 ára. Er ekki að efa að sú reynsla fylgdi honum æ síðan. En fátæktin og baslið beygði ekki þennan væna hóp manndóms- fólks heldur stælti hann miklu fremur til dáða. Ríkur metnaður var eitt af einkennum Braga. Hinsvegar átti það hrjúfa fas sem stundum einkenndi hann áreiðan- lega rætur í þeim kjörum sem honum voru búin í upphafi. Við sem þekktum hann vissum hins- vegar að þar var aðeins um þunna skel að ræða því undir sló hlýtt og afar viðkvæmt hjarta. Árið 1934 flutti fjölskyldan í Landamótssel og urðu þá mikil umskipti á högum hennar. Var búskaparaðstaðan öll önnur og betri og bærinn í þjóðbraut. Þar átti Bragi heima síðan. Metnaður Braga kom m.a. fram í því að hann vildi búa sig sómasamlega undir lífsstarfið sem beið hans. Hann vildi verða góður bóndi og því þurfti hann að afla sér menntunar. Bragi hafði alla tíð ríkan skilning á gildi menntunar og vann sveit sinni vel á þeim vettvangi. Eftir að hafa gengið í Héraðsskólann á Laugum sem alltaf hefur verið góður skóli og hollur börnum sín- um fór hann í bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1941. Ofan á grundvöllinn byggði Bragi síðan jafnt og þétt því hann var bók- hneigður og eftirtektarsamur. Um búskap Braga má segja að hann hafi einkennst umfram allt af reglusemi og snyrtimennsku og mætti margur taka sér það til fyrirmyndar. Hann var aldrei stór í sniðum en arðsamur trúi ég hann hafi verið meira en í meðallagi. Og víst er um það að gott áttu skepnurnar í húsi hjá Braga. Stundum var hent gaman að því hvað hann sópaði mikið og vel og kembdi stabbana meira en góðu hófi gegndi og rétt er það að aldrei hef ég komið í betur um gengin útihús. Á seinni árum varð Bragi að draga nokkuð i land með bú- skapinn vegna vanheilsu en góðu heilli hefur merkið verið tekið upp að nýju af Þórhalli syni hans og konu hans, Helgu Erlingsdóttur, sem tóku við búi að Braga látnum. Er ekki lftill fengur fyrir sveitina að þau skuli hafa kosið að setjast þar að þrátt fyrir margháttaða möguleika sem menntun þeirra veitir þeim á öðrum sviðum. Á félagsmálasviðinu var Bragi góður liðsmaður og liggur þar mikið eftir hann. Hann var góður ungmennafélagi um áratuga skeið. Er hans ekki síst minnst fyrir þátttöku í leikstarfseminni sem löngum hefur verið aðal félagsins. Síðast lék hann smá þátt á móti konu sinni þegar minnst var 70 ára afmælis UMF Gamans og alvöru árið 1975. Söngmaður var hann einnig góður og naut kirkju- kór Ljósavatnskirkju hans lengi. Auk þess tók hann þátt í ýmsum öðrum söng sem til var stofnað. Þá gegndi hann mörgum trúnaðar- störfum. M.a. var hann endurskoð- andi Sparisjóðs Kinnunga og fjár- haldsmaður bygginga Stóru- tjarnaskóla. Raunar lét hann öll félagsmál til sín taka en stærstan skerfinn lagði hann án efa til skólamálanna og var hann lengi í skólanefnd og formaður um skeið. Vissulega gustaði oft um hann ekki síst í þeim viðkvæmu málum enda var hann ekki maður neinnar lognmollu. Hann var sjálfstæður í skoðunum, gat verið stór í orðum enda tilfinningaríkur og skapstór, en hreinlyndur og óragur við að segja meiningu sina og þvi vissu menn ætíð hvar þeir höfðu hann. Sjálfur var ég félagi hans um margra ára skeið i lionsklúbbnum Sigurður Lúter þar sem hann var áhugasamur og umfram allt skemmtilegur félagi. Árið 1947 kvæntist Bragi eftir- lifandi konu sinni, önnu Maríu Valdimarsdóttur, sem fóstruð hafði verið á næsta bæ, Landa- móti, af sæmdarhjónunum Sigurði Geirfinnssyni og Klöru Guðlaugs- dóttur móðursystur sinni. Eignuð- ust þau 4 börn sem öll eru uppkom- in. Er Þórhallur elstur, næstur er Sigurður Valdimar fyrrv. bæjar- stjóri á Dalvík, búsettur þar, þá Benedikt kennari á Akureyri og yngst er Kiara, við háskólanám í Kaupmannahöfn. Dóttur eignaðist Bragi fyrir hjónaband, Berglind, sem búsett er í Reykjavík, og reyndist góður faðir þrátt fyrir að fjarlægð skildi þau að. Dvöldu börn hennar oft og lengi hjá afa sínum í Seli. Heimili þeirra hjóna bar ríku- lega vott um mannkosti þeirra beggja. Þangað var ætíð gott að koma enda voru þau sannir höfð- ingjar heim að sækja. Þar ríkti glaður andi og geymi ég í huganum margar minningar frá stundum sem ég átti með þeim enda voru málin rædd af hispursleysi, margt skemmtilegt sagt og mikið hlegið í eldhúsinu í Seli. Þó voru síðustu ár Braga hvorugu létt þar sem hann átti við verulega vanheilsu að stríða. En þó kólgan sækti að úr öllum áttum tókst þeim eins og alltaf að veita geislum gleðinnar í gegn og því fór maður alltaf glað- ari af þeirra fundi. Fyrir mann sem aldrei hafði kunnað að hlífa sér og allá tíð hafði verið harðvinn- andi var það ekki lítið áfall að þurfa að dvelja mánuðum saman ósjálfbjarga og við mikla þjáningu á sjúkrahúsi og það um hábjarg- ræðistímann. Það var bakveiki sem varð honum sá bölvaldur er hann losnaði aldrei við. í ofanálag ágerðist hjartasjúkdómurinn sem hann hefur án efa verið búinn að ganga með miklu lengur en nokk- urn grunaði og dró hann síðast til dauða. En Bragi var dulur um eigin hag og bar hvorki hug sinn né tilfinningar á torg. Hinsvegar skynjaði hann að hverju stefndi og því kallaði hann mig á fund sinn skömmu áður en við skildum til þess að skýra mér frá óskum sínum um tilhögun útfarar og ýmislegu í því sambandi. Ekki grunaði mig þá að glöggskyggni hans sannaðist svo fljótt sem raun varð á. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 1. september 1983. Fáir bæir bjóða upp á jafn mikið og fagurt útsýni og Landamótssel. Bærinn stendur hátt í hlíð og sveitin breiðir úr sér fyrir neðan eins og landabréf. Fjallasýn er til þriggja átta um óravegu. Fyrir mann sem ann íslenskri náttúru og víðsýni en hefur um skeið orðið að búa við skertan sjóndeildar- hring stórborgar verður minningin frá júníkvðldinu fagra í Landa- mótsseli að dýrmæti sem geymast mun í helgidómi hugans um ókomna tíð. Þá kvaddi hann hinstu kveðju kæran vin og velgjörðar- mann. Guð blessi minningu um Braga í Landamótsseli. Jón A. Baldvinsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verda aó berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- staett með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins., Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Unnur Amý Haraldsdóttir Fædd 13. ágúst 1946 Dáin 18. febrúar 1985 Minnfriðureráflótta mér finnst svo tómt og kalt ég geng með innri ótta ogallt mitt ráð er valt. Ég veit ei, hvað mig huggi oghvergifinnégskjól mér ógnar einhver skuggi þótt ég sé beint við sól. Þessar ljóðlínur þjóðskáldsins Sr. Matthíasar Jochumssonar hafa leitað á huga minn síðustu daga og mér finnst þær lýsa sterklega tilfinningum mínum síðan Unna dó. Það er svo erfitt að sætta sig . - við að 38 ára gömul kona, móðir tveggja drengja, sé tekin í burtu frá okkur. Hún sem hafði svo stóru hlutverki aö gegna hér, með dreng- ina sína sem voru 8 ára og 14 ára þegar hún dó. Hennar hlýtur að hafa beðið stærra hlutverk, þó mér finnist móðurhlutverkið vera það stærsta sem við getum fengið hér. , Hún kvaddi þennan heim 18. febr- úar og var jarðsett 26. febrúar. Nákvæmlega ári eftir að hún flutti alkomin til íslands, eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í 13 ár. Þessi ár kom hún ekki heim, en sinnti uppeldi drengjanna sinna, fékk heimsóknir að heiman af foreldrum sínum og Sigrúnu upp- eldissystur sinni, Ernu systur sinni sem býr í Ástralíu og við hjónin heimsóttum hana einu sinni. Dóttir okkar var hjá henni eitt sumar þegar hún var 15 ára gömul. Þær urðu miklar vinkonur og fannst mér þær hafa notið þessa sumars báðar eins og væru þær jafnöldrur. Um það leyti sem dóttir mín var hjá henni, sumarið ’79, var hún farin að tala um að koma heim. Var þá sjúkdómurinn farinn að segja til sin, en um hann vissum við ekkert hér heima. Hún vildi hlífa foreldrum sínum og fjöl- skyldu og ekki valda öðrum áhyggjum. Það var táknrænt fyrir hana. Hálfu ári eftir að hún veiktist fréttum við að hún væri með krabbamein og hefði gengist undir aðgerð. Fóru þá foreldrar hennar strax út til hennar og vildu allt fyrir hana gera. En hún var bjart- sýn eins og alltaf og ekki alveg tilbúin að koma heim. Svo hresst- ist hún vel um tíma, en var alltaf á heimleið. Við heimsóttum hana til Las Vegas haustið ’80 og þá var hún byrjuð að pakka niður fyrir heimferð en það var svo margt sem hún kunni vel við í Ameríku, veð- urfar og fleira. Við áttum með henni yndislega daga þarna úti, og þegar við kvöddumst héldum við að við myndum sjást fljótlega. En hún vildi sjá framtíð drengj- anna sinna borgið áður en hún kæmi heim og ganga vel frá sínum málum ytra. Þegar hún loks kom heim 26. febrúar sl. ár var það mikill hamingjudagur í lífi okkar allra f fjölskyldunni. Við vorum búin að þrá svo heitt að fá hana heim. En þá var hún orðin helsjúk. Við vildum bara ekki trúa því, henni hlaut að batna þegar hún væri komin heim. Svo var haldin stór fjölskylduveisla þar sem við hittumst öll saman í síðasta sinn frændsystkinin, hjá Kristni frænda og Sigrúnu. Það var yndis- legt kvöld. Við sungum og dönsuð- um. Nutum þess að vera saman og rifja upp minningar. Þetta er kvöld sem ekkert okkar gleymir. Það var gaman að fá að kynnast aftur drengjunum hennar, þeim James Kristni og John Haraldi. Það var stór stund hjá henni þegar Johnny fermdist og ég veit að hún var ánægð að geta verið á fótum og nokkuð hress þann dag. Við áttum saman margar ánægjulegar samverustundir eftir að hún kom heim, og alltaf voru drengirnir efstir í huga hennar, og þeirra framtíð. Veikindin og hún sjálf voru aukaatriði. Við höfðum gaman af að rifjá upp liðnar stundir. Unna var alin upp á Bragagötu 30 hjá foreldrum sínum, Ásdísi Kristjánsdóttir og Haraldi Krist- inssyni ásamt Ernu systur sinni og seinna kom uppeldissystirin Sigrún Magnúsdóttir. í húsinu bjuggu tveir afar og ein amma, en einnig margt frændfólk. Sjálf bjó ég þarna um tíma og fannst þetta alltaf vera fjölskylduhúsið okkar, enda var alltaf mjög gestkvæmt á Bragagötunni. Fjölskyldan okkar var góð fjöiskylda sem stóð vel saman, ferðaðist mikið saman og gaf okkur börnunum góðar minn- ingar. Vorum við Unna sammála um að það hefði verið einstakt hvað við áttum marga góða frænd- ur og frænkur, og hvað við skiptum hvort annað miklu máli. Þannig er það enn í dag. Þess vegna er það svo sárt þegar einhver yfirgef- ur hópinn. Sárt var það fyrir for- eldra Unnu að horfa upp á veikindi hennar síðasta árið en þau stóðu sig vel. Erna systir hennar og hennar maður John, reyndust Unnu þannig að um það mætti skrifa heila bók. Erna kom heim og var hjá Unnu síðustu fjóra mánuðina og er ekki vafi á að dvöl Ernu hér gerði Unnu lífið léttara og betra síðustu mánuðina. Þær áttu mjög vel saman og það var ótrúlegt hvað þær gátu hlegið og slegið á létta strengi fram í síðustu vikuna sem Unna lifði. Enda var það brosið hennar Unnu og létti hláturinn sem kom alltaf fyrst fram í hugann dagana og vikurnar eftir að hún dó. Það er svo margt sem leitar á hugann í þessa síð- búnu minningargrein, svo margar minningar sem við í fjölskyldunni eigum um þessa elskulegu frænku. En það eru minningar sem enginn tekur frá okkur og ylja okkur um ókomin ár. Ég bið Guð að leiða drengina hennar í gegnum lífið og gefa okkur öllum styrk til að sætta okkur við brottför hennar. Blessuð sé minning elskulegrar frænku. Guð gefi henni eilífan frið. Inga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.