Morgunblaðið - 27.11.1985, Side 29

Morgunblaðið - 27.11.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 29 Síldarverkun á Eyrarbakka. Eyrarbakki: Mikið að gera í sfldinni Kyrarhakka, 25. nóvrmber. UNDANFARIÐ hefur verið mikiö að gera hér við síldarverkun. Búið er að vinna úr 700 tonnura af síld og hefur hún öll verið flökuð og verkuð á ýmsa vegu, meðal annars um 100 tunnur af kryddflökum, 80 tunnur af edikflökum fyrir l>ýska- land, auk um 100 tonna af saltflök- um fyrir sænskan markað. Flest haust hefur verið meira og minna atvinnuleysi hér, svo nú ber heldur nýrra við. Siðan Suður- vör hf. tók við rekstri frystihússins í maí sl. hafa verið frystir 30.000 kassar af fiski. { sumar bárust hingað 66 tonn af humri og var því hér um að ræða mestu humar- vinnsluna á Suðurlandi. Hráefni fyrir frystinguna hefur verið aflað bæði frá bátum og togurum, t.d. var bv. Bergey um tíma í viðskiptum hér að hluta. Nú hafa fjórir bátar byrjað róðra með línu og aðrir fjórir með net. Gæftir hafa verið aleitar undanfarið, en afli þokkalegur þegar gef ið hefur. A komandi vetrarvertíð stefnir Suðurvör að því að reka frysting- una hér af fullum krafti, en salt- fiskur verður unninn í aðalstöðv- um Suðurvarar í Þorlákshöfn. Óskar. Norömenn og Danir skoða SR í Siglufirði TUTTUGU manna hópur frá Noregi og Danmörku kemur hingað til lands á morgun til að skoða Sfldarverksmiðju ríkisins á Sigluflrði, en verksmiðjan er nú búin fullkomnustu Uekjum hvað varðar framleiðslu og tölvuvinnslu. Verkfræðistofan Rafhönnun hef- ur séð um hönnun hugbúnaðar verksmiðjunnar og tvö norsk fyrir- tæki, Saas Prosess í Þrándheimi og Myrens Verksted í Osló, hafa hannað vél- og tækjabúnað verk- smiðjunnar á Siglufirði. Að sögn Páls Bragasonar stjórn- arformanns Fálkans, sem er um- boðsaðili norsku fyrirtækjanna hér á landi, hefur það spurst út til ná- grannalandanna hversu vel Síldar- verksmiðja ríkisins er búin tækjum. Gestirnir, sem eru framkvæmda- stjórar fiskimjölsverksmiðja í Nor- egi og Danmörku auk forráða- manna rannsóknastofnana fiskiðn- aðarins í báðum löndum, halda norður á Siglufjörð á föstudag þar sem fulltrúar þeirra þriggja fyrir- tækja sem hannað hafa búnaö verk- smiðjunnar halda fyrirlestra auk þess sem tæknimenn Síldarverk- smiðjunnar fræða gestina um tækninýjungarnar. Páll sagði að auk þess sem tölvu- og stjórntæki væru öll hin nýtísku- legustu, væri orkunýting verk- smiðjunnar sú allra besta miðað Góð færð um landið VEGIR eru færir bflum nán&st um allt land og er það mjög óvenjulegt miðað við árstíma. Hjá Vegaeftirliti ríkisins feng- ust þær upplýsingar að Dynjandis- heiði, sem er milli Vatnsfjarðar og Þingeyrar, væri þó ófær litlum bílum. © við aðrar slíkar, m.a. vegna þess að verksmiðjan nýtir útblástur þurrkara til eimingar í soði, af- gangsvarmi frá eimingartækjum til suðu á hráefninu er nýttur sérstak- lega vel og lífhvötum er blandað í soðið sem verður til þess að unnt er að fjarlægja meira vatn úr soð- inu í eimingartækjum en áður hefur þekkst og þar með minnkar það vatn sem þarf að fjarlægja með þurrkurum. Þá er lögð mikil áhersla á góða meðferð hráefnis og til þess notaðar sérstakar hráefnisdælur, sem talið er til bóta fyrir vinnsluna. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: Mótmæla orðum fjármálaráðherra INNLENT Áhugamenn um úrbætur í hús- næóismálum hafa sent frá sér eftir- farandi fréttatilkynningu: „Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum vilja taka eftirfar- andi fram vegna ummæla Þor- steins Pálssonar fjármálaráðherra í fréttatíma sjónvarpsins föstu- daginn 23. nóv. sl.: í fréttaviðtalinu segir fjármálaráðherra að það sé rangt að svikin hafi verið loforð sem sett voru fram sl. vor um að komið yrði til móts við húsnæðis- kaupendur síðustu ára. Þetta er ekki rétt hjá fjármálaráðherra! í greinargerð frumvarps um fjáröflun til húsnæðismála sem hann flutti sjálfur ásamt þrem öðrum þingmönnum er talað um nauðsyn þess „að enn frekar verði komið til móts við þá húsbyggjcndur og íbúðakaupendur sem orðið hafa fyrir skakkaröllum vegna efnahags- áfalla síðustu ára“, enn fremur er þar greint frá verkefnaskrá ríkis- stjórnarinnar í húsnæðismálum, en þar segir „að mörg viðfangsefni séu óleyst í húsnæðismálum ekki síst vegna þess vanda sem skapast hefur vegna misgengis launa og láns- kjara .“ í þessu sambandi er bent á að frumvarpið er lagt fram eftir að byrjunaraðgerðir ríkisstjórnar- innar í þessum málum voru komn- ar til framkvæmda. Aðrar aðgerð- ir hafa ekki litið dagsins ljós þrátt fyrir gefin loforð eins og getið er héraðframan. í umræddu sjónvarpsviðtali segir fjármálaráðherra enn frem- ur, að það sé rangt hjá áhuga- mönnum um úrbætur í húsnæðis- málum að það fjármagn sem aflað var með þessu frumvarpi hafi þyngt lánsbyrðar fólks. Hér skal á það bent að á meðal þess sem ákveðið var til að afla 700 millj. til húsnæðismála var að hækka söluskatt. Það ætti hverjum manni að vera ljóst að hærri söluskattur hefur í för með sér hærra vöruverð, hærri vísitölu og þar af leiðandi meiri hækkun lána og aukna greiðslubyrði. Niðurstaöan er sú að loforðin hafa verið svikin en fjáröfl- unin hefur þyngt greiðslubyrðina.“ Fjögur tekin með falsaða ávísun BROTIST var inn í einbýlishús { Seljahverfl um helgina og þaðan stolið skartgripum, útvarpstæki og áfengi. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. Á sunnudag voru þrír karlmenn og kona handtekin á Hótel Esju. Þeir hugðust greiða reikning með ávísun og vöknuðu grunsemdir um, að hún væri illa fengin. í ljós kom að hún var fölsuð. Framkvæmdastjóri Borgarspítalans: Skýrar aðhaldsreglur um meðferð og innkaup á hjúkrunargögnum Lyfjakostnaður um 4%af heildar rekstrarkostnaði Borgarspítalans „LYFJAKOSTTNAÐUR hefur verið um 4%af heildarrekstrarkostnaði Borg- arspítalans undanfarin ár og ég leyfl mér að fullyrða að það er mjög lágt hlutfall borið saman við sjúkrahús um allan heim,“ sagði Jóhannes Pálma- son, framkvæmdastjóri Borgarspítalans, er borin voru undir hann ummæli norskra hjúkrunarfræðinga um litla forsjá í meðferð fjármuna hjá spítalan- um. Að sögn Jóhanncsar var heildarrekstrarkostnaður Borgarspítalans rúmar 696 milljónir króna árið 1984, þar af var lyfjakostnaður um 29 milljónir og hjúkrunargögn rúmar 37 milljónir. I viðtalinu við norsku hjúkrunar- fræðingana, sem birtist í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins, er með- al annars fullyrt, að sjaldnast sé spurt um hvað hlutirnir kosti, áhöld séu illa nýtt og yfirleitt sé keypt og pantað án tillits til hvað til sé fyrir á spítalanum. „Þetta eru þungar ásakanir, og ég mun óska eftir skýringum hjá yfirmönnum hjúkrunarogyfirlæknum um hvort þessar ásakanir eigi við rök að styðjast. Ég held hins vegar að þessar fullyrðingar norsku hjúkr- unarfræðinganna séu byggðar á misskilningi og þarna hafi verið dregnar fljótfærnislegar ályktan- ir,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að skýrar reglur væru um það hvernig meðferð og innkaupum á lyfjum og hjúkrunargögnum skyldi háttað og væru þær reglur miðaðar við að veita sem mest aðhald, en gæði vörunnar og öryggi sjúklinga væri þó það sem mestu máli skipti. „Við reynum að haga innkaupum á sem hagkvæmastan hátt og nýta þær birgðir sem fyrir eru, en öryggi sjúklinga er þó í fyrirrúmi. í þessu sambandi má geta þess að tekist hefur samstarf milli spítalanna um innkaup á ýmsum rekstrarvörum og hefur verulegur sparnaður náðst á þann hátt. Ef hins vegar einhver misbrestur hefur orðið á að fram- fylgja þeim reglum sem settar hafa verið um aðhald er það sök þeirra sem starfa í viðkomandi deildum, en ekki yfirstjórnar sjúkrahússins. Reglurnar eru skýrar og við verðum að treysta því að eftir þeim sé farið, en eins og ég sagði verður þetta mál kannað nánar,“ sagði Jóhannes. Kristján Linnet, yfirlyfjafræð- ingur Borgarspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði lengi verið stefnan á spítalan- um að gera sem hagkvæmust inn- kaup, en um leið væri þess gætt að fylgja ákveðnum gæðakröfum til að tryggja öryggi sjúklinga. „Við teljum að okkur hafi tekist að spara verulega í lyfjainnkaupum á undan- förnum árum. Hins vegar má kannski taka einstök dæmi út úr heildarmyndinni og alhæfa um of út frá þeim, sem ég held að þær norsku hafi gert i þessu tilfelli. Það má líka segja að alltaf megi gera betur og í þessu sambandi má geta þess, að apótekið hér býr við ákaf- lega þröngar og lélegar aðstæður sem gera það að verkum að það er kannski ekki nægur tími til að fylgja öllum málum eftir. í þeim efnum má gera miklu betur.“ Kristján var spurður um þær fullyrðingar norsku hjúkrunar- fræðinganna að lyf væru yfirleitt einnotuð, það er afgangi hent eftir eina notkun. „Ég veit ekki nákvæm- lega hvað þær eiga við þarna, en í sumum tilfellum eru umbúðir og tegundir lyfja þannig að af örygg- isástæðum er ekki er hægt að geyma lyfin eftir að umbúðir hafa verið rofnar. Til þess vantar okkur sérstaka skápa. Við þessar aðstæð- ur getum við eKki tekið þá áhættu að það komi bakteríumengun í umrædd lyf og því er ekki um það að ræða að geyma þau. Við brýnum fyrir hjúkrunarfræðingum að láta öryggi sjúklings ganga fyrir svona sparnaði." í viðtalinu er ennfremur fullyrt að ef læknir segði til dæmis að nota ætti smyrsli ákveðinnar teg- undar væri það pantað og keypt, þó svo sams konar smyrsli væru til staðar annarrar tegundar. Kristján var spurður hvort læknar ættu hugsanlega einhverra persónulegra hagsmuna að gæta varðandi inn- kaup á lyfjum, kremum og öðrum hjúkrunargögnum: „Samkvæmt ís- lenskum lög'um mega læknar ekki vera umboðsaðitar fyrir erlenda framleiðendur og mér er ekki kunn- ugt um að nokkur læknir sé inn- flytjandi á þessu sviði. Um slíka hagsmuni er því alls ekki að ræða. Hins vegar má kannski segja að í opnu þjóðfélagi sé erfitt að að úti- loka hagsmunatengsl af einhverju tagi, eða finna einhver atriði sem túlka megi sem hagsmunatengsl. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að þessu er ekki þannig farið. Læknarnir ákveða meðferð á sjúkl- ingnum og hvaða lyf skuli nota og síðan er það hlutverk apóteksins og lyfjanefndar spítalans að velja þau lyf sem eru hagkvæmust í innkaupum í samræmi við þær gæðakröfur sem gerðar eru,“ sagði Krisján Linnet. Kaupum engan ís frá Reykjavík — ódýrara að kaupa hann frá Stokkseyri en ísfélagi Þorlákshafnar, segir skrif- stofustjóri Meitilsins í Þorlákshöfn „ÞAÐ ER rangt, sem haft er eftir Ilafsteini Ásgeirssyni í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, að Meitillinn kaupi ís sinn í Reykjavík og aki honum til Þorlákshafnar. Við höfum að undanförnu keypt ís á Stokkseyri vegna bilunar í ísframleiðslu okkar,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri Meitilsins í Þorlákshöfn, í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagði, að Meitillinn væri með sína eigin ísframleiðslu, sem nægði þeim og hefði einnig verið aflögufær til annarra. Bilun í framleiðslunni hefði orðið til þess, að ísinn hefði verið sóttur til Stokkseyrar og með ódýrari hætti en það kostaði að fá hann hjá ísfélaginu. Hvert kíló af ís kostaði þar 1,20 krónur en 95 aura á Stokkseyri. ísnum væri ekið þaðan með bílum Meitilsins og kostnaður við hverja ferð væri um 1.200 krón- ur. Miðað við ís í einn togara, um 60 lestir, væri það 12.500 krónum ódýrara að taka hann á Stokkseyri en hjá ísfélaginu. Líkur væri á því, að viðgerð á ísvélum Meitilsins yrði lokið um mánaðamót og þyrfti fyrirtækið þá ekki lengur 'að leita annars staðar eftir honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.