Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Svæðisútvarpið Þeir hjá Ríkisútvarpinu láta ekki deigan síga. í fyrradag, nánar tiltekið klukkan 17:03 hóf göngu sína svæðisútvarp er eink- um er ætlað íbúum Stór-Reykja- víkur og nálægra byggðarlaga. Nýr og öflugur sendir varpar efni þess reyndar alla leið upp í Borgarfjörð að mér heyrðist en ýmsir hringdu í umsjónarmennina Sverri Gauta Diego og Ragnheiði Davíðsdóttur og þar á meðal menn ofan úr Borgarfirði er heyrðu prýðilega það sem fram fór. Sjálfur get ég borið vitni um að geislinn braust af meira afli gegnum 30 sentí- metra þykka steinveggi vinnustof- unnar en eldri geislar gamla góða Gufunessradíósins. Annars var létt yfir þessari fyrstu útsendingu svæðisstjóranna og á ég þá einkum við tónlistina. En eins og vera ber var náttúrulega fyrst rætt við út- varpsstjóra í tilefni dagsins. Ummœli útvarps- stjóra Markús Örn var hress að vanda og lýsti því yfir að hann væri á leið heim úr vinnu og fyndist upplagt að menn spígsporuðu um þularstofur svæðisútvarpsins til dæmis á leiðinni heim úr vinnunni. Svæðisútvarpið væri raunar svar útvarpsins við nýjum straumum í fjölmiðlun, því væri ætlað að létta svolítið hinum ábúðarmikla stofn- anablæ af Ríkisútvarpinu. Þá vék útvarpsstjóri að svæðisútvarpinu á Akureyri sem hann taldi hafa komið til móts við Norðlendinga í svo ríkum mæli að nú æsktu þeir þess að útsendingartíminn yrði lengdur um hálfa klukkustund. Menntamálaráðherra Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, mætti næstur til leiks. Sverrir var að vonum glaður í bragði og ég held að allir þeir er sátu ráðstefnu hans í Þjóðleik- húsinu um varðveislu íslenskrar tungu og bókmennta geti verið honum sammála um að þar ríki glaðbeittur sóknarhugur. Annars fannst mér nú að viðtalið við Sverri Hermannsson ætti fremur heima á rás 1 eða 2 því það átti svo sannarlega erindi til allra landsmanna. Að mínu viti á svæð- isútvarp fyrst og fremst að þjóna því svæði er geisli þess spannar. Það á að rabba við menn um mál- efni er tengjast einvörðungu því svæði er það tekur til og er því ekki ósvipað landsmálablaði. Við- talið við þriðja manninn, Júlíus Sólnes formann Sveitarstjórnar- samtaka höfuðborgarsvæðisins, hitti að þessu leyti í mark. En þar fjallaði Júlíus einkum um nauðsyn þess að íbúar höfuðborgarsvæðis- ins skiptu sér meira af skipulags- málum svæðisins og taldi svæðis- útvarpið kjörinn vettvang slíkrar umræðu. Nafngift Ég vil nú ekki leggja neinn dóm á þetta nýstofnaða svæðisútvarp okkar er hér hírumst á suðvestur- horninu en ég mun síðar víkja nánar að dagskrá þess. Þó finnst mér dálítið notaleg tilfinning fylgja vissunni um að eiga að smá skot í útvarpinu. Þið báðuð annars hlustendur að finna nafn á af- kvæmið. Um leið og ég óska ykkur til hamingju með frumburðinn þá vil ég ekki láta mitt eftir liggja. Hvernig væri að nefna svæðisút- varpið: Ingólfsbrunn, Við Tjörn- ina, Kolbeinshaus eða Öndvegis- súluna? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP „Fedgar á ferð“ — ný miðdegissaga Kristín Helgadóttir er fyrir mióju og henni til aóstoóar í þættinum eru þau Heiöveig Helgadóttir og Pétur Snæland. Barnaútvarpið ■■■■ í barnaútvarpi -I n oo ' da8 kl- 17 00 X # — verður á dag- skrá þjóðlagaþáttur. Leik- in verður tónlist frá ýms- um löndum. Þá verður 5. lestur framhaldssögunnar um Ivik bjarndýrsbana eftir Pipaluk Freuchen. Guðrún Guðlaugsdóttir les. Umsjónarmaður Barna- útvarpsins er Kristín Helgadóttir og henni til aðstoðar eru þau Heiðveig Helgadóttir og Pétur Snæland. Skólasaga — um Skálholtsskóla ■i „Skólasaga — 3Q um Skálholts- — skóla" nefnist þáttur sem er á dagskrá rásar 1 í kvöld kl. 21.30. Guðmundur R. Guð- mundsson tók saman og er Kristján Sigfússon les- ari. í þættinum lýsir Guð- mundur Skálholtsskóla, skólastofu, svefnskála og borðstofu. Sagt er frá aðbúnaði skólapilta, fatn- aði, sængurfötum og rúm- stæðum. Umsjónarmaður reynir að setja sig í spor skólapilta á 18. öld og fylg- ir námsskrá þeirra eina viku. Rætt verður um hið lokaða skóiasamfélag með sínu flókna embættis- mannakerfi. Einnig verð- ur fluttur hluti ljóðabálks skólapilta á 18. öld um fæðið í skólanum. Ný miðdegis- varpi, rás 1, í dag kl. 14.00 og ber hún heitið „Feðgar á ferð“ eftir færeyska höfundinn Heðin Brú. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Björn Dúason byrj- ar lesturinn. Heðin Brú er höfundar- nafn Hans Jakobs Jakob- sen. Hann fæddist árið 1901 og ólst upp í byggð- inni Skálavík á Sandoy. Ungur var hann um skeið á fiskveiðum á íslands- miðum, en fór síðan til Danmerkur til að læra búfræði. Eftir það fór hann aftur til Færeyja og starfaði sem búnaðar- ráðunautur þar til hann lét af embætti vegna ald- urs. Heðin Brú vann sér orðstir sem rithöfundur með sögunni „Feðgar á ferð“ sem út kom árið 1940. í sögunni er fjallað um átök kynslóðanna. Annars vegar er það eldri kynslóðin sem lifir á landsins gæðum og stend- ur föstum fótum i siðgæð- ishugmyndum gamla tím- ans. Hins vegar eru þeir yngri sem taka mið af öðrum skoðunum og vilja hagnast sem mest á út- hafsveiðum. Sagan hefst með skopi, en snýst upp í harmleik þar sem föðurn- um finnst sér ógnað vegna skuldar sem hann lenti í ■■ HEÐIN BRÚ, höfundur miðdegissögunnar „Feðgar á ferö“. þegar hann keypti hval í fylliríi eftir grindadráp. Heðin er einn af virt- ustu höfundum Færeyja. Hann hefur einnig hlotið viðurkenningu erlendis og sögur hans þýddar á all- mörg Evrópumál. Sagan kom út í íslenskri þýðingu árið 1941. í útvarpi er sagan alls 11 lestrar. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 4. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttlr. Bæn 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis, Elvis" eftir Marlu Gripe Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (6). 9X0 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, pulur velur og kynnir. 9X5 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreintW- dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Úr atvinnullfinu — Sjáv- arútvegur og fiskvinnsla Umsjón: Glsli Jón Kristjáns- son. 11X0 Morguntónleikar Þjóðlög frá ýmsum löndum. ' 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12X0 Fréttir. 12X5 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins ðnn — Frá vettvangi skólans Umsjón: Kristln H. Tryggva- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Feðgar á ferð" eftir Heðin Brú Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Björn Dúason byrjar lesturinn. 14.30 Óperettutónlist a. „Delirien", vals op. 212 eftir Josef Strauss. Cleveland-hljómsveitin leik- ur. George Szell stjórnar. b. „Schön ist die Welt" eftir Franz Lehar. Rudolf Schock og Sylvia Geszty syngja atriði úr óper- ettunni með Sinfónluhljóm- sveit Berllnar. Werner Schmidt-Boelcke stjórnar. c. Polki og fúga úr „Schwanda" eftir Jaromir Weinberger. Konunglega fílharmonlu- sveitin i Lundúnum leikur. Rudolf Kempe stjórnar. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: örn Ingi. (Frá Akur- eyri). 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 1. desember. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið - Skjónl, saga og myndir eftir Nlnu Tryggvadóttur. Sögumaður Jónína H. Jónsdóttir. Sögur snáksins með fjaðra- haminn - spænskur teikni- myndaflokkur. Sðgumaöur Sigurður Jónsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16X0 Slðdegistónleikar a. Planókvintett op. 57 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Lyubiv Edlina og Borodin- kvarfettinn leika. b. Svfta nr. 1 eftir Igor Strav- inski. Sinfónluhljómsveitin I Dallas leikur. Eduard Mata stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið Meðal efnis: „Ivik bjarndýrs- bani" eftir Pipaluk Freuchen. Guðrún Guölaugsdóttir les þýðingu Sigurðar Gunnars- sonar (5). Stjórnandi: Kristln Helga- dóttir. 17X0 Tónleikar. Tilkynningar. 18X5 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Fréttir. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Maðurogjörð. (A Planet for the Taking) 6. Leyndardómar llfs og þroska. Kanadlskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum um tengsl mannsins við uppruna sinn, náttúru og dýrallf og firringu hans frá umhverfinu á tækniöld. Umsjónarmaður David Suzuki. Þýðandi og þulur Öskar Ingimarsson. 21.50 Dallas. Gildran 19.30 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur Helgi J. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir Jón Asgeirsson fram- kvæmdastjóri Rauða kross Islands flytur þáttinn. 20.00 Hálftlminn Elln Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 (þróttir Umsjón: Ingólfur Hannes- son. 20.50 Tónmál Soffla Guðmundsdóttir kynnir. (Frá Akureyri). 21.30 Skólasaga — Um Skál- holtsskóla Umsjón: Guölaugur R. Guð- mundsson. Lesari: Kristján Sigfússon. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Bandariskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.45 Or safni Sjónvarpsins. Söngur og hestar sýnast mér. . . Steinunn Sigurðardóttir ræðir við Sigurð Ólafsson söngvara og hestamann I Laugarnesi. Stjórn upptöku: Sigurður Grlmsson. Þátturinn var áður sýndur I Sjónvarpinu haustið 1984. 23.35 Fréttir I dagskrárlok. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 23.05 A óperusviðinu Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 4. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00—15.00 Núerlag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. 17.00—18.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. 17.00—18.00 Rlkisútvarpiö á Akureyri — Svæöisútvarp. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 4. desember

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.