Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 15

Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 15 Endurminningar Hall- dórs E. Sigurðssonar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefnr gefið út fyrra bindi endurminninga Halldórs E. Sigurðssonar fyrrver- andi ráðherra. I fréttatilkynningu útgefanda segir: „í þessu fyrra bindi ævi- minninga sinna lýsir Halldór fyrst uppvexti sínum á Snæfellsnesi og síðan skólavist í Reykholti, en þar er að finna einhverja gleggstu lýs- ingu sem rituð hefur verið af heimavistarlífinu í héraðsskólun- um eins og það var á fyrstu árum þeirra. Forvitnilegasti kafli bókarinnar er þó líklega frásögn Halldórs af fóstrinu sem hann naut hjá Jónasi frá Hriflu rúmt misseri um tví- tugsaldurinn, þegar hann var í eins konar verknámi hjá Jónasi og í matarvist hjá ýmsum framsóknar- höfðingjum til skiptis. Lýsing Halldórs á Jónasi og fjölskyldu hans á árinu 1936 og kynnum við hann þá og síðar er mikilvægt framlag til skilnings og skilgrein- ingar á gerð og lífsstarfi þessa merkilega manns, og hæfir vel að það komi fram á aldarafmæli hans. Þá segir Halldór eftirminnilega frá búskap sínum á Staðarfelli og er ekki síst fróðleg frásögn hans af nýtingu hlunnindanna í eyjum á Hvammsfirði. Og hann hefur ýmislegt að segja frá samskiptum Þingmanna- fundi Norður- landa send ályktun gegn kjarnorku- vígbúnaði EFTIRFARANDI ályktun var send þingmannafundi Norðurlanda sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll 29. og 30. nóvember. „Undirrituð samtök fagna því að stjórnmálamenn Norðurlanda fjalli um ógnir kjarnorkuvígbún- aðarkapphlaupsins. Það er skoðun okkar að það sé siðferðilega rangt að sóa hugviti í þróun gjöreyðingarvopna. Kjarn- orkuvígbúnaðarkapphlaupið dreg- ur einnig til sín fé sem sárlega vantar til mannlegra nauðþurfta. Við hvetjum þingmenn fundar- ins til þess að beita sér gegn kjarn- orkuvígbúnaði um heim allan." Undir ályktunina rita Ásgeir Haraldsson fyrir hönd Samtaka íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá, Tómas Jóhannesson fyrir hönd Samtaka íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Helga Bach- mann fyrir hönd Friðarsamtaka listamanna, Utyiur Jónsdóttir fyr- ir hönd Friðarnóps fóstra, Gerður Steinþórsdóttir fyrir hönd Friðar- hreyfingar íslenskra kvenna og biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson. Víðir, áður Aprfl farinn á veiðar TOGARINN Víðir HF 201, áður Aprfl, er nú haldinn til veiða eftir alllangt hlé. Togarinn er í eigu Hvaleyrar hf. í Hafnarfirði, en var áður í eigu Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Þorsteinn Baldvinsson, einn eigenda Hvaleyrar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að togarinn hefði að mestu legið við bryggju síðan í ágúst á siðasta ári. Hann hefði nú verið sendur til veiða, þrátt fyrir að fyrirhugaðar við- gerðir á skipinu hefðu enn ekki verið unnar. Frystihúsið skorti hráefni í desember og því hefði skipið verið sent á veiðar. Vonir stæðu til að hægt væri að halda því úti fram á vor áður en að við- gérðum kæmi. ÍFÓSTKIÍU\JC>\VSI HALLDOR E. SKíl KDSSO\ rekar minníngar sínar sínum við Dalamenn í félagslífi og sambýli. Saga Húsmæðraskólans á Staðarfelli er líka rakin að nokkru. Fyrst og síðast er það þó hinn ótrúlega mikli fjöldi fólks, sem Halldór hefur kynnst, er verður honum frásagnarefni í þessari bók.“ í fóstri hjá Jónasi er sett og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Arnarfelli. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. Jóhannes Sveinsson Kjarval Ævisaga eftir Indríða G. Þorsteinsson „ . . . bók Indriða um Kjarval fylgir í flestum tilvikum hinni næstum sígildu ævisagnaritun eða íslenskum bókum um merkismenn. Og sem slík er hún líklega sú besta sem ég hef lesið, ef ekki sú albesta. Stíll bókarinnar er tilgerðarlaus, sléttur og felldur . . . með einföldum orðum og skrúðlausum . . . Slíkt litleysi sem gætir í fari Indriða við gerð bókarinnar er afar sjaldgæft meðal rithöfur.da. Því það er nú einu sinni sú skoðun þeirra að þeim beri að hafa vitfyriröðrum, líka sérfræðingum . . . Margar prýðilegar ljósmyndir eru í bókinni og ekki eru myndirnar af málverkunum síðri. Umhyggja fyrir myndunum er einstæð . . .“ (Guðbergur Bergsson í Helgarpóstinum 31. október 1985). .....ég (kann) naumast annað en hrósyrði að segja um þessa sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. Hann hefur gefið okkur frábærlega vel skrifaða og glögga mannlýsingu á mikilhæfum einstaklingi, og barmafulla af smellnum frásögnum ( kaupbæti . . .“ (Dr. Eysteinn Sigurðsson í NT 15. okt. 1985) „Það fer ekki milli mála að það er gífurlegur fengur að lesa jafn vel ritaða ævisögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals . . .“ (Jóhann Hjálmarsson skáld í Morgunblaðinu 15. október 1985) „Ég get . . . lýst því sem minni skoðun að höfundurinn hafi unnið hér þrekvirki . . .“ (Kristján frá Djúpalæk skáld í Degi 15. okt. 1985) BOK AUÐVTTAÐ AUSTURSTRÆTI 18 - SÍMI 25544

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.