Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 23

Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 23 sjómannskonurnar alltaf verið fé- lagslyndar þótt ýmsar okkar hafi kannski ekki rekist vel í flokkum. Eitt höfum við séð eins og aðrir að það sem öllum kvenfélögum er sameiginlegt er peningaleysi. Þessvegna eru konur núna yfirleitt farnar að verða býsna áhugasamar í stjórnmálunum, ýmist í hinum ýmsu flokkum eða þá einar á báti ef þeim finnst róðurinn sækjast betur á þann veg. Konur nútímans eru orðnar leið- ar á bónbjörgum fyrri tíma. Þær vita að þær verða að eiga sín sæti á Alþingi til þess að tekið sé veru- lega mark á áhugamálum þeirra. Piltar góðir; þið sem þykist orðnir leiðir á öllu þessu kvenna- tali, verið ekki eins og Hákon jarl. Hákoni varð helst að falli að hlýddi hann ekki tímans kalli. Höfundur er fyrrrerandi kennari í Hafnarfirði. Jóhann S. Sigurðsson látinn Fyrrverandi forseti Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi, Jó- hann Straumfjörð Sigurdson, bóndi í Lundar í Manitoba, lést að morgni 3. nóvember sl. Hann fæddist í Otto í Manitoba 22. maí 1913, sonur hjónanna Ingimundar Sigurðssonar frá Ánabrekku í Mýrasýslu og Astu Jóhannesdóttur Straumfjörð frá Ár- mótum á Snæfellsnesi. Jóhann stundaði loðdýrarækt öll sín búskaparár í Lundar og var einn af helstu frammámönnum þess byggðarlags. Við félagsmál Vestur-Í slendinga vann hann ötullega á mörgum sviðum og var m.a. forseti Þjóð- ræknifélags íslendinga í Vestur- heimi um árabil, en lét af því starfi í apríl 1984. Sigtúni 9, sími 687701. ~ FURURUM 120x200 sm. Verð með dýnu kr. 14.400,-- 150x200 sm. Verð með dýnu kr. 18.650,-. Gauksi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.