Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 25

Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 25 Morgunblaðið/Sig. Jóns. Atli Jónsson með ævintýraheftið. Sjö ára og sendir frá sér bók Solfossi, 1. desember. ATLI Jónsson, 7 ára strákur sem á heima á Vorsabæjarhóii í Gaul- verjabæjarhreppi, samdi í haust sjö ævintýri sem gefín hafa verið út í hefti og eru á jólabókamark- aðnum. „Við vorum nokkra daga að gera þetta," sagði Atli þegar ég heimsótti hann í tilefni bókar- innar. Honum til aðstoðar við gerð hennar var Kristinn Sæ- mundsson sem skráði sögurnar og útbjó þær í hefti, en Kristinn var við vinnu á Vorsabæjarhóli sl. haust. „Mér finnst ósýnilegi strákur- inn skemmtilegasta sagan", sagði Atli, ánægður yfir því að bókin er komin út. Hún var reyndar hernaðarleyndarmál hjá þeim Kristni og kom heimilis- fólkinu í opna skjöldu. Það vissi ekkert fyrr en lesið var upp úr bókinni í útvarpinu. Atli myndskreytti bókina og sýna myndirnar atburði úr sög- unum. En hvað ætlar hann að gera við peninga ef bókin selst vel? „Ég ætla að setja peningana í banka,“ svarði ungi rithöfund- urinn á Vorsabæjarhóli. Sig. Jóns. Vinnum eftir útvarpslögum — svæðisútvarpi ekki beint gegn frjálsum útvarpsrekstri, segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri „VIÐ ERUM að tala um ný útvarpslög, sem Alþingi hefur samþykkt og eiga að koma til framkvæmda um næstu áramót. Þar er beinlínis gert ráð fyrir því, að Ríkisútvarpið reki svæðisútvarpsstöðvar. Það er ákvæði í lögun- um um það, að stefna beri að því að koma upp svæðisútvarpi í öllum lands- hlutum og aðstöðu til dagskrárgerðar," sagði Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er þegar komið í gang á Akureyri og í Reykjavík og vísi að aðstöðu til dagskrárgerðar hefur verið komið upp á Egilsstöðum. Stefnt er að því að hefja útsending- ar svæðisútvarps fyrir austan með hverjum hætti sem það verður fyrst í stað. Þá höfum við mikinn áhuga á því að auka tengsl okkar við þá landshluta, sem fjærst okkur liggja og horfum meðal annars til Vestfjarða í því tilliti og að fljótlega verði fenginn starfsmaður fyrir okkur þar með svipað verksvið og er fyrir austan. Það getur hver sem er, félagasam- tök og einstaklingar, stundað út- varpsrekstur hér á höfuðborgar- svæðinu allan sólarhringinn burt séð frá þessu. Þetta svæðisútvarp hér í Reykjavík, sem sendir út í eina klukkustund á dag, segir lítið í samkeppni þeirri, sem tekur við með frjálsum útvarpsrekstri. Svæðisútvarp getur engan veginn skoðast sem aðgerð til að koma í veg fyrir annan útvarpsrekstur. Þetta er afskaplega lítil aðgerð og ekki hægt að túlka sem slíka," sagði Markús Örn Antonsson. Lýst eftir eiganda rauðblesótts hross ÞANN 26. nóvember síðastliðinn drápust þrjú hross, sem ekið var á við Gljúfurárholt. Þeirra á meðal var rauðblesóttur, ómerktur ungur hestur. Lögreglan á Selfossi lýsir eftir eiganda hestsins. „Við erum óánægðir með fjölda hrossa á þjóð- vegum á Suðurlandi. f lok nóvem- ber drápust fimm hross í Ölfusi á tveimur sólarhringum. Menn verða að gæta hrossa sinna betur,“ sagði Jón Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn á Selfossi, í samtali við Morgunblaðið. Skelvinnslan rekin með tapi — frá 1983 hefur afuröaverð hækkað um 15% en hráefnisverð um 90% VINNSLA á hörpuskelfiski hér á landi er nú víðast hvar rekin með tapi vegna lágs afurðaverðs. Meðal verð á markaðnum ( Bandaríkjun- um hefur hækkað um 15% á sama tíma og hráefnisverð upp úr sjó hefur hækkað um 90% ■ Guðmundur Stefán Maríasson, framkvæmarstjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, sagði 1 samtali við Morgunblaðið, að sæmilegt ástand væri á mörkuðun- um eftir verðhrun síðasta vetur. Skelveiðar frá Florida hefðu brugðizt í haust og eftirspurn eftir íslenzkum hörpudiski því aukizt. Framhald þessa væri þó óljóst vegna þess, að skelveiðar Perú- manna væru að hefjast og kæmi skelin frá þeim inn á bandaríska markaðinn eftir áramótin. Eftir- spurn og verð réðist mikið af því, hve mikið veiddist í Perú. Guðmundur sagði verð nú vera um 310 krónur á kílóið og hefði það hækkað um 15% frá því árið 1983. Verð á hörpuskel upp úr sjó hefði hins vegar hækkað um 90% á sama tíma og staðan hér heima því víðast mjög erfið og vinnslan rekin með tapi allt þetta ár. TROSKMAÐURINN Hermann Másson „Skemmtileg lesning” Árni Bergmann, Pjóöviljinn Hvað getur froskmaður gert þegar hann hittir hafmeyju sem heimtar að hann yfirgefi konu og börn og taki saman viö sig. Að öðrum kosti muni hún leggja sjávarútveginn í rúst. Er hafin neöansjávarbylting hér á landi? Uppreisn hafsins gegn rányrkju stjóm- málablesanna? Leiftrandi saga ungs froskmanns sem kafaö hefur djúpt i djúp samtímans. Vist er aö Hermann Másson mun synda með heiöur íslands viða um heim. Verö kr. 850.00. “NÓTT í LÍFIKLÖRU SIGT” Stefanía Þorgrímsdóttir —Hver er Klara Sig? Glæsileg kona—gift öndvegismanni í góöri stööu — býður karlmanni með sér heim af balli. Ljúft helgarævintýri er í vændum.En speglarnir, sem Klara skoðar sig í, brotna og hún stendur vamarlaus frammi fyrir nóttinni. Af skarpskyggni hins þroskaöa lista- manns lýsir Stefanía ótta og einsemd þess sem reist hefur hús sitt á sandi. Verö kr. 850.00. "GÖNGIN Ernesto Sabato —Óhugnanleg og spennandi morðsaga En þaö er hún aöeins á yfirborðinu. Undir niðri er Göngin saga um mann- lega einsemd og örvæntingu þess sem ferðast einn um sín eigin dimmu göng. Ernesto Sabato, hinn heimsfrægi argentínski rithöfundur, hlaut á sið- asta ári Cervantesverölaunin, virtustu bókmenntaverölaun spænskumælandi þjóða. Guðbergur Bergsson þýöir verkiö og ritar itarlegan eftirmála. Verö kr. 981.00. FORLAGIÐ RVKKASriG 6A. SIMh 91-25188 4)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.