Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
Á bágt með að
standast áskoranir
Er nýr rithöfundur kveður sér
hljóðs vekur það jafnan eftirtekt.
í hópi nýrra höfunda á þeirri jóla-
bókatíð sem nú stendur er Helga
Ágústsdóttir sem um árabil hefur
starfaö að dagskrárgerð í Ríkisút-
varpinu og m.a. séð um Kvöld-
vöku hin síðari ár. „Ekki kjafta
frá“ heitir skáldsaga Helgu sem
út er komin hjá Iðunni og um
bókina segir Helga m.a. í viðtali
við Morgunblaðið:
„Fyrst og fremst er þetta skáld-
saga handa unglingum er þó geri
ég mér vonir um að hún sé í senn
fullorðinsbók handa unglingum
og unglingabók handa fullorðn-
um. Til að skýra þetta nánar þá
er það skoðun mín að hið marg-
nefnda kynslóðabil sé fyrir hendi
og orsaki einangrun sem sé eng-
um til góðs og torveldi þeim er
sízt skyldi að skilja og styðja
hver annan í dagsins önn. Ungl-
ingsárin eru að mínu mati eitt
erfiðasta æviskeiðið og á þessum
aldri hættir fólki til að einangra
sig þegar það telur sig mæta
skilningsleysi af hálfu umhverf-
isins. Og einangrun er ekki
þroskavænlegt ástand. Löngun
til að segja sögu um þetta kyn-
slóðabil hefur sjálfsagt verið
kveikjan að því að þessi saga
varðtil.“
„En hvernig atvikaðist það að
þú fórst að skrifa skáldsögu?"
„Ég hafði hug á því að þýða
enska unglingabók og setti mig
í samband við önnu Valdimars-
dóttur hjá Iðunni þess vegna.
Henni leizt ekki á hugmyndina
en um sömu mundir las hún í
blaði viðtöl við gömul skólaskáld
og í tengslum við þau smásögu
sem ég hafði skrifað þegar ég var
fimmtán ára. Þá fékk hún þá
hugmynd að biðja mig að skrifa
sögu um unglinga. Eg hugsaði
mig um — vel og vandlega. Nið-
urstaða mín varð sú að ég gæti
ekki sleppt þessu tækfæri. Ég er
þannig gerð að ég á bágt með að
standast áskoranir og mér fannst
uppástunga Önnu vera áskorun.
Ég hefði ekki viljað horfast í
augu við sjálfa mig hefði ég
runnið af hólmi. Annars hefði
mér aldrei dottið í hug að ég
ætti eftir að skrifa unglingabók.
Það hefði kannski legið beinna
við að skrifa smásögur handa
fullorðnum. Flokkun af þessu
tagi er þó líklega í beinni mót-
sögn við ætlun mína en á jóla-
bókamarkaði þarf þetta víst að
heita eitthvað. Samt vona ég að
þessi saga um unglinga og þá sem
að þeim standa sé ekki einungis
fyrir þá sem eru á unglingsaldri
heldur þá sem hafa áhuga á að
skilja fólk.“
„Hefur þú haft mikil kynni af
unglingum? Áttu sjálf ungling?"
„Já, ég á fjórtán ára son, en
sagan fjallar hvorki um hann né
reynslu sem snertir hann per-
sónulega. En hann hjálpaði mér
þó talsvert þegar ég var að skrifa
söguna. Ég bar eitt og annað
undir hann sem varðar málfar
unglinga. Ég býst ekki við að ég
viti meira um unglinga en hver
annar, en ég hef alltaf haft
gaman af fólki á þessum aldri
og ánægju af umgengni við það.“
„Þú ert fædd og uppalin f
Reykjavík og sögusviðið er
Reykjavík nútímans. Hefur líf
unglinga í Reykjavík breytzt frá
því að þú varst 15 ára?“
„Það hefur ekki bara breytzt —
það hefur tekið stökkbreytingu.
Það hefur verið losað um þær
hömlur sem heimili og skóli settu
á unglinga. Það hefur verið slak-
að á kröfunni sem áður var ríkj-
andi — kröfunni um að unglingar
væru eins og lítið, fullorðið fólk.
Þegar ég var á þessum aldri áttu
stúlkur að vera penar, litlar
konur og piltarnir áttu að vera
litlir herramenn. Ramminn var
fastur og ákveðinn og skilaboð
skóla og heimilis mjög skýr. Nú
er búið að gera úr unglingum
afmarkaðan þjóðfélagshóp og
það er búið að skapa þessum
þjóðfélagshóp ákveðinn lífsstíl.
Um þetta vitnar svo ótalmargt.
Það nægir að nefna að nú eru
unglingar ákveðinn hópur neyt-
enda sem er eflaust mjög hentugt
frá sjónarmiði kaupsýslu. Það er
búið að gera úr unglingum sér-
stakt fyrirbæri sem þeir eru að
mínu mati alls ekki. Þetta er
ósköp venjulegt fólk — upp og
ofan rétt eins og ég og þú —
einstaklingar, þar sem hver og
einn hefur sína kosti og galla.
En það að búa til úr unglingum
sérstakt fyrirbæri er „gettó“-
myndun og ég er andvíg „gettó-
um“ og aðskilnaðarstefnu í öllum
myndum.“
„Hverjar eru afleiðingar að-
skilnaðarstefnu af þessu tagi?“
„Ég er ekki spámaður en það
sem ég óttast er að við þær að-
stæður sem við erum að tala um
geti unglingar — nú, eða hvaða
afmarkaði þjóðfélagshópur sem
er — ekki náð nægilega góðu
tilfinningasambandi við nánasta
umhverfi sitt. Og ef við höldum
okkur við unglingana þá held ég
að afleiðingin verði sú að ungl-
ingsárin verði nokkuð einhliða
þannig að þeim nýtist ekki sem
skyldi þessi undirbúningstími
áður en átök lífsins hefjast fyrir
alvöru. Én það er ekki nóg með
að hinir fullorðnu eigi oft bágt
með að skilja unglingana — þeim
gengur e.t.v. ekkert betur að
skiljaforeldrana."
„Hvað um unglingavandamál-
ið margfræga?"
„Það er í tízku að flokka þjóð-
félagsþegnana og búa til sérstak-
an vandamálahóp úr hverjum
flokki. Ég held að það sé löngu
komið nóg af því mærðartali sem
fylgir þessum vandamálafræð-
um. Stórir hópar vandamála-
fræðinga eru sífellt önnum kafn-
ir við að rekja öll þessi vandræði
og viðkvæðið er það að bænda-
samfélagið sé illu heilli liðið
undir lok. Ég blæs á það. Vissu-
lega er bændasamfélagið liðið
undir lok en ég er alls ekki viss
um að við þurfum endilega að
sakna þess svo sárlega. í staðinn
er komið annars konar þjóðfélag
og það er áreiðanlega ekki neitt
verra. Vissulega voru vandamál
í bændasamfélaginu. Það er ekki
víst að þau hafi verið neitt auð-
veldari viðfangs en vandamál
nútímaþjóðfélagsins. Við verðum
að læra að líta á þjóðfélagið eins
og það er — að líta á það sam-
félag sem við höfum skapað og
lifum í. Við leysum ekki við-
fangsefni nútímaþjóðfélagsins
með því að fylgja aðskilnaðar-
stefnu og flokka fólk, þ.e. ein-
staklingana, í börn, unglinga,
konur, karla og gamalmenni, og
skipa hverjum og einum á sinn
bás eftir kynjum og aldri. Hver
einstaklingur þarf að hafa skil-
yrði til að lifa sínu sjálfstæða
lífi, í samræmi við hæfileika,
vilja og persónuleg sérkenni og
þetta er einmitt það sem ég vildi
leggja áherzlu á með því að segja
þá sögu sem nú er komin út á
bók. En í nútímaþjóðfélagi er
þeim einstaklingi sem vill fá að
vera manneskja með tilfinningar
vissulega vandi á höndum og það
er nokkuð sem ég vona að mér
takist að vekja athygli á í þessari
bók. Þetta er ekki vandamálabók.
Það er verið að segja frá venju-
legu fólki sem kemst þokkalega
af og slíkt er sem betur fer ekki
mjög fátítt í okkar þjóðfélagi. Á
daga slíks fólks drífur ýmislegt
sem er í frásögur færandi, ekki
síður en þess fólks sem er á kafi
í vandamálum.“
— segir Helga Ágústsdóttir sem sendir
frá sér fyrstu bók sína „Ekki kjafta frá“
SuÖumes:
Ráðgjafarþjónusta
fyrir fólk í fjár-
hagsvandræðum
Flestir koma vegna húsbygginga eða íbúðar-
kaupa — segir Sævar Reynisson viðskiptafræðingur
Á SUÐURNESJUM er starfrækt
ráðgjafarþjónusta fyrir fólk í fjár-
hagsvandræðum og hafa yfir eitt-
hundrað manns leitað þar aðstoðar
síðan í maí þegar þjónustunni var
komið á. Ráðgjafarþjónustan er á
vegum banka, lífeyrissjóða og
verkalýðsfélaga á Suðurnesjum og
fer starfsemin fram á skrifstofu
Verkalýðsfélagsins í Keflavík tvo
daga í viku milli kl. 5 og 7.
„Ráðgjafarþjónustan er ekki
eingöngu ætluð þeim, sem hafa
lent í vandræðum vegna húsbygg-
inga eða vegna íbúðarkaupa, en
það er þó fjölmennasti hópurinn,
sem hingað hefur leitað," sagði
Sævar Reynisson viðskiptafræð-
ingur, sem tekið hefur að sér að
greiða úr vandræðum fólksins.
„Hingað kemur fólk á öllum aldri
með sín vandræði og reynum við
í sameiningu að finna lausn á
vandanum. Ég set fram greiðsluá-
ætlanir fyrir næstu 12 mánuði og
reyni þannig að auövelda fólki að
ná áttum. Þau dæmi sem eru mest
sláandi eru hjá unga fólkinu, sem
festir kaup á nýrri 3ja herbergja
íbúð, sem er afhent tilbúin undir
tréverk og kostar á bilinu 11 til
12 hundruð þúsund. Tekið er vísi-
tölubundið lífeyrissjóðs- og veð-
deildarlán fyrir útborguninni.
Þegar íbúðin er tilbúin er hún
komin í 1 milljón og 8 hundruð
þúsund til 2 milljónir auk vaxta
af lánum. Þeir sem ekki ráða við
þessa fjárfstingu og verða að selja
þegar hér er komið sögu, tapa
milli 3 til 4 hundruð þúsundum á
þessum viðskiptum."
Milli 20 til 30% þeirra sem hafa
leitað til ráðgjafarþjónustunnar
hafa átt í öðrum fjárhagsvandræð-
um en vegna fyrstu íbúðarkaup-
anna. I þeim hópi ber mest á full-
orðnu fólki og ekkjum sem oft
hafa takmarkaða þekkingu á
hvernig hagkvæmast er að standa
að fjárfestingum til dæmis þegar
minnka á eigið húsnæði. f slíkum
tilvikum eru gerðar greiðsluáætl-
anir, farið yfir tilboð frá fasteigna-
salanum og gefnar almennar leið-
beiningar í fjármálum. Sævar
sagðist hafa orðið var við mikla
þörf fyrir þessa þjónustu og ættu
bankar að geta veitt hana þeim
sem á þyrftu að halda. Ráðgjafar-
þjónustan á Suðurnesjum hefur
starfað í rúma sex mánuði og
verður væntaniega tekin afstaða
til þess á næstunni hvort henni
verði haldið áfram.
Séð yfir hol ( miðju hússins þar sem múrarar eru að ganga frá gólflögn
og flísaleggja.
Verslunarskóli íslands:
Flytur í nýtt hús-
næði eftir áramót
ætluð er fyrir raungreinar. Lokið
verður við að ganga frá aðstöðu
fyrir nemendafélögin og vinnu-
herbergi kennara og skrifstofur
skólans verða fullfrágengnar. f
sumar verður síðan væntanlega
gengið endanlega frá öllu húsinu
þannig að næsta vetur verður
skólinn einsetinn í fyrsta sinn.
Þegar hefur verið tekinn grunnur
að íþróttahúsi við skólann, sem
tengist honum með gangi en það
verður ekki byggt fyrr en gamla
skólahúsið við Grundarstíg hefur
verið selt.“
Byggingarframkvæmdir hó-
fust í lok aprílmánaðar 1983
þegar fyrsta skóflustungan var
tekin og hefur verið unnið sleitu-
laust síðan. Kostnaður við bygg-
inguna þegar hún verður tekin í
notkun eftir áramót er 120 millj-
ónir. Arkitektar að húsinu eru
þeir Hilmar ólafsson og Hrafn-
kell Thorlacius.
ÞESSA dagana er unnið af kappi
í nýbyggingu Verslunarskólans við
Ofanleiti 1 og mátti sjá menn að
störfum ( hverju horni þegar
blaðamaður og Ijósmvndari Morg-
unblaðins gengu um húsið í fylgd
Þorvarðar Elíassonar skólastjóra.
„Hér á allt að verða tilbúið
eftir rúman mánuð þegar við
flytjum inn,“ sagði Þorvarður og
gekk með okkur um tvær aðal-
hæðirnar. „Þá tökum við í notkun
tuttugu kennslustofur auk
kennslustofu á neðstu hæð sem
Þorvarður Elíasson skólastjórí,
annar frá hægri, ásamt smið-
um í einni af fyrstu kennslu-
stofunum sem lokið er við.
Morgunblaöið/Júliu8