Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Portúgal AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Eanes hefur lýst stuðn- ingi við Salgado Zenha í forsetakosningum Enn yirðist do Amaral hafa mest fylgi Vaxandi spenna hefur færst í undirbúning forsetakosninganna í Portúgal eftir að einn fyrrverandi stuðningsmaður Mario Soares og náinn samstarfsmaður, Fransisco Salgado Zenha hefur ákveðið að bjóða sig fram. Eru þá frambjóðendur orðnir fimm talsins og sigurlíkur Mario Soares eru nú taldar litlar sem engar. Þegar fyrst var rætt um að Mario Soares hygði á forsetaframboð mun áreiðanlega fæsta hafa grunað að þróun mála yrði á þann veg, sem síðar hefur orðið. Salgado Zenha var sem fyrr segir náinn vinur og samstarfs- maður Mario Soares. Heita sumarið 1975 þegar kommúnist- ar virtust allsráðandi í Portúgal og menn óttuðust að yfirvofandi væri alræði þeirra, skipulögðu þeir Soares og Zenha mikla fundaherferð um Portúgal þvert og endilangt. Þeir reyndu að stappa stálinu í fólk og hvöttu til einingar og samstöðu gegn yfirgangi kommúnista og MFA — innsta hrings hersins sem var allur á bandi kommúnista. Ekki er neinn vafi á því að táplegur atbeini þeirra félaga varð til að snúa dæminu við og beina Port- úgal inn á þær brautir lýðræðis, sem að hafði væntanlega verið stefnt með byltingunni árið áður. Mönnum ber ekki saman um, hvort sletzt hafi síðar á leiðinni upp á vináttu og samstarf þeirra Soares og Zenha. í Economist segir að Zehna hafi mislíkað ofríki Soares og það svo að hann hafi dregið sig út úr öllum sam- skiptum við hann. Samkvæmt heimildum Mbl. í Lissabon var um ágreining milli þeirra að ræða, en ekki svo djúpstæðan, að Zenha fari í þetta framboð beinlínis til að klekkja á Mario Soares. En hvað sem því nú líður kom framboð Salgado Zenha nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti nú á dögunum. Og hann hafði varla lokið við að kiinngera þjóð- inni tíðindin, þegar portúgölsk blöð birtu opið bréf frá Ramalho Eanes, forseta þar sem hann lýsti yfir eindregnum stuðningi hins nýja flokks síns Lýðræðislega endurnýjunarflokksins, við Zen- ha. Eins og kunnugt er fékk RDP — flokkur Eanes — hvorki meira né minna en 17 prósent atkvæða í kosningunum í haust og munar því um þennan stuðning ef hann skilar sér. Þá mun Zenha sópa til sín fylgi úr vinstri armi PS, Sósíalistaflokksins og loks er allt útlit fyrir að kommúnistaflokk- urinn PCP, sem hefur um 14% atkvæða ætli að styðja hann. Kommúnistar bjóða að vísu fram sinn mann Angelo Velosa en því er spáð, að nokkru fyrir kosningar muni hann draga sig í hlé og hvetja menn til að kjósa Zenha. Það er í því undarleg kaldhæðni, að annar þeirra tveggja manna sem fyrir tíu árum barðist hvað hörkulegast gegn áhrifum kommúnista, stefni nú í forsetastól með hjálp sömu afla. Enn hefur frambjóðandi Mið- demókrata CDS, Freitos do Amaral þó mest fylgi samkvæmt skoðanakönnun Gallups nú í vikunni. Fyrir nokkru lýsti for- sætisráðherrann Anibal Cavaco Silva því yfir að Sósíaldemó- krataflokkur sinn PSD, mundi styðja do Amaral. Skili þau at- kvæði sér svo og þingfylgi Mið- demókrata ætti do Amaral að geta fengið um 43 prósent at- kvæða. Áður en Zenha ákvað að gefa kost á sér var Maria Pintassilgo, einn af mörgum fyrrverandi forsætisráðherrum talin hafa möguleika á að verða í öðru sæti og komast þannig í seinni umferð kosninganna. Að vísu var mjótt á mununum með henni og Mario Soares. Pintassilgo býður sig fram án fulltingis ákveðins Freitos do Amaral stjórnmálaflokks en vitað var að vinstri öfl í Sósíalistaflokknum og jafnvel Kommúnistaflokknum myndu trúlega veita henni drjúg- an stuðning. Nú hefur það snögg- breytzt með ákvörðun Zenha. Fransisco Salgado Zenha er 62ja ára gamall, lögfræðingur að mennt, ættaður frá Oporto. Hann er maður lágvaxinn og geðfelldur í útliti, mælskumaður og nýtur virðingar og vinsældar, ekki sízt vegna fortíðar hans. Fæstir telja að hrein úrslit fáist í fyrri umferð, enda verður forsetaframbjóðandi að fá meiri- hluta svo sem tíðkast í lýðræðis- ríkjum. Veðjað er á að do Amaral verði númer eitt og nú er sem sagt spáin sú að Zenha verði þar næstur á eftir og þeir tveir takist svo á í annarri umferð. Enn er langt til kosninga, góð- ur mánuður eða vel það og við- búið að margt eigi eftir að breyt- ast á þeim vikum. Mario Soares hefur ekki látið hugfallast þrátt fyrir framboð Zenha og heldur sínu striki, Pintassilgo er sigur- glöð og telur að hinar öru hreyf- ingar á fylgi flokkanna við síð- ustu þingkosningar muni koma sér til góða. Freitos do Armal hefur vegnað mjög vel og hann og forsætisráðherrann hafa get- að bent á það og mjög réttilega að nauðsynlegt sé að trúnaður sé milli forseta og forsætisráð- Maria Pintassilgo Salgado Zenha herra. Eftir reynslu þá sem Portúgalir hafa af forsetatíð Eanes — hversu mikilla vin- sælda sem hann nýtur nú — eru þau orð ekki mælt út í bláinn. Menn eru minnugir samskipta hans við forsætisráðherra PSD Fransisco Sa Carneiro, sem að vísu lézt áður en niðurstaða fékkst í ágreiningsmáli þeirra. Samskipti Eanes og Soares hafa ekki síður verið stirð að ekki sé meira sagt. En samt er varlegt að spá neinu að svo stöddu. En kosn- ingaslagurin í Portúgal er hafinn eina ferðina enn. Séra Árni Pálsson, séra Ágúst Sigurðsson, sendiráðsprestur, og Lárus Ágústsson, meðhjálpari. Myndin er tekin eftir messuna í St. Pálskirkju 26. nóvember. Prédikaði í St. Páls- kirkju í Kaupmannahöfn Jónshúsi, 26. nóvember. Við íslensku guðsþjónustuna í St. Pálskirkju sl. sunnudag predikaði séra Árni Pálsson, sóknarprestur í Kópavogi, og þjónaði fyrir altari ásamt sendi- ráðsprestinum. Fjölmenni var við athöfnina. Séra Árni og frú Rósa Björk Þorbjarnardóttir, kona hans, hafa dvalið hér í Kaupmannahöfn í námsleyfi undanfarna 3 mánuði, en halda nú heim á leið eftir uppbyggjandi nám og starf og góð kynni í íslensku nýlendunni hér. Að aflokinni messu var safnað- arfundur á heimili prestshjónanna í Jónshúsi og urðu þar nokkrar umræður um skipulagsmál safnað- arins. Af 6 sóknarnefndarmönnum höfðu 4 flutt heim á árinu og skipa nú safnaðarstjórn Ragnhildur 01- afsdóttir, Jón Helgason og Árni Björnsson, og til vara Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Sesselja Karlsdóttir og Þórður Kristjáns- son, sem er safnaðarfulltrúi. Mun eftir því leitað á næstunni til hvaða prófastsdæmis á íslandi söfnuðurinn skuli teljast, en það er eitt þeirra skipulagsmála, sem nauðsynlegt þykir, að komið sé á fastan grundvöll. —G.LÁsg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.