Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 35

Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 35 Ólöf Siguröardóttir „í grein þinni, Svan- hildur, leggur þú mikla áherslu á nauðsyn sam- stöðu meðal launafólks. í þeim efnum erum við þér hjartanlega sam- mála. En einhvern veg- inn finnst okkur, að þú og ýmsir forystumenn BSRB rugli saman sam- stöðu launafólks og skipulagsmálum sam- taka þess. Þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ skrifað í blöð að undanförnu um sameiningarmálið. Svanhildur vitnar einnig til þeirra umrnæla Kristjáns, formanns HÍK, að af hálfu HÍK verði ekki tekin endan- leg ákvörðun um sameiningu fyrr en árið 1987. Það er óþarfi að nota þessi ummæli hans til að tor- tryggja sameiningarvilja HlK, því 4 Valgerður Eiríksdóttir auðvitað munu HÍK og KÍ ekki taka endanlega afstöðu til samein- ingar fyrr en á þingum félaganna 1987. Þar er sá löglegi vettvangur sem þarf til að leggja niður félögin og stofna ný. Svanhildur. Kennurum hefur þótt forystufólk í BSRB sýna saineiningu kennarafélaganna lít- inn áhuga. Ef við ættum að telja upp höfuð- röksemd okkar fyrir úrsögn KÍ úr BSRB, þá teldum við fyrst samein- ingarmálið. í okkar huga er enginn vafi á því, að slík samtök geta barist við hlið annarra launþega gegn harðsnúnu atvinnurekenda- valdi. Þau gætu einnig bætt kjör launamanna með því að bjóða börnum þeirra upp á betri skóla og þannig betri menntun. Önnur höfuðröksemd finnst okkur vera sú, að með úrsögn úr BSRB og sameiningu allra kenn- ara í einum samtökum verður hægt að sækja fram til sérstaks samningsréttar. Það er auðvitað óhugsandi, að stjórnvöld telji stætt á því að svipta þúsundir kennara þeim rétti að semja um kaup og kjör með því að neita sjálf- stæðum samtökum þeirra um samningsrétt. Það er jafn ljóst, að engin stjórnvöld munu færa kenn- urum sérstakan verkfallsrétt. En það ætti varla að teljast fréttnæmt í okkar hópi, að launafólk þurfi að sækja sín réttindi með baráttu. Svanhildur nefnir hvergi þá kröfu BSRB að, einstök félög innan bandalagsins fái sérstakan samn- ings- og verkfallsrétt. Þess í stað leggur hún mikla áherslu á, að „félögin fái sjálf hér eftir sem hingað til að fjalla um sín sérrnál". Þó það nú væri. Eftir því sem við best vitum hefur aldrei komið upp á yfirborðið neinn ágreiningur um það innan BSRB, að samtökin skyldu setja fram slíka kröfu. En til að ná henni fram þarf baráttu. Mörgum okkar hefur fundist, að ekki væri nægilega rík áhersla lögð á þessa kröfu í samningum. Með úrsögn sinni og baráttu fyrir sér- stökum samningsrétti mun KÍ gera þetta hagsmunamál BSRB að raunverulegu baráttumáli og væntum við stuðnings BSRB í þeirri baáttu. Kjarabarátta og verkfallslok Svanhildur eyðir miklu púðri í að gera grein fyrir gangi mála I kjarasamningum síöastliðið haust og leggur mikla áherslu á að sýna fram á, að fulltrúar KÍ hafi þar engan veginn skorist úr leik. Hún hælir okkur kennurum á hvert reipi, enda ástæða til. Kennarar voru mjög virkir í verkfallsátökun- um og stóðu dyggilega við hlið annarra félaga okkar í BSRB. Ákvörðun (sem tekin var á þingi KÍ í júní ’84) um að atkvæða- greiðsla um úrsögn úr bandalaginu skyldi fara fram breytti í engu virkni þeirra í verkfallinu. Svan- hildur tekur til þess, að athvörf kennara hafi verið vel skipulögð og að félagarnir hafi verið í góðum tengslum við sína menn i samn- inganefnd. Hins vegar nefnir hún ekki einu orði viðbrögð kennara við þessum samningi, sem gerður var. Hún getur þess, að undirrituð hafi ekki teyst sér til að samþykkja þennan samning, en ekki hvers vegna. Hún hefði mátt birta aðra klausu úr fundargerð, en þar stendur orðrétt: „Valgerður Ei- ríksdóttir sagðist vera búin að lýsa því yfir að hún ætlaði ekki að greiða atkvæði með þessum samn- ingi. Flutti kveðjur frá baráttuglöð- um félögum í athvörfum og á fund- um kennara hér I Reykjavík og ná- grcnni, sem hvetja til að samningar þessir verði felldir. Las ályktanir.“f (Leturbreyting okkar.) Þessar ályktanir ásamt þeim einhug, er ríkti meðal kennara, sýna okkur svo ekki verður um villst, að kennarar vita hvað þeir vilja, og sjái þeir út einhverjar nýjar baráttuleiðir eru þeir til- búnir til að taka áhættuna. Fái kennarar einhverja leiðréttingu utan BSRB hlýtur hún að koma öðrum opinberum Starfsmönnum til góða. Hugmyndir til endur- skoðunar í grein þinni, Svanhildur, leggur þú mikla áherslu á nauðsyn sam- stöðu meðal launafólks. I þeim efnum erum við þér hjartanlega sammála. En einhvern veginn finnst okkur, að þú og ýmsir for- ystumenn BSRB rugli saman samstöðu launafólks og skipulags- málum samtaka þess. Þetta eru tveir ólíkir hlutir. Innan BSRB hefur stundum ríkt mikil sam- staða (t.d. í verkfallinu sl. haust), á öðrum tímum hefur virkni verið lítil. Við sjáum enga ástæðu til að ætla annað en öflug samstaða gæti myndast milli sjálfstæðra heildarsamtaka kennara og BSRB. Okkur finnst því vægast sagt óvið- eigandi að líkja úrsögn KÍ úr BSRB við það, er „lélegur hermað- ur rennur af hólmi þegar félagar hans standa hvað verst í skot- gröfunum". Raunveruleg samstaöa launafólks getur byggst á sam- stöðu einstakra fagfélaga, sem vita, að hag þeirra er best borgið með því að félögin standi saman í mikilvægum málum. Það er ekki hægt að byggja upp samstöðu með fyrirskipunum eða skipulagstillögum. Það er aftur á móti hægt að brjóta niður sam- stöðu með óbilgirni. Við skulum taka nærtækt dæmi. Setjum svo, að Svanhildur og aðrir í forystu BSRB fengju þá ósk uppfyllta, að minnihlutinn næði yfirhöndinni í atkvæðagreiðslunni, sem fram- undan er, og að sá meirihluti, sem vildi segja sig úr samtökunum, yrði aóeins 65%. Við skulum jafn- vel gera ráð fyrir, að úrslitin yrðu nokkurn veginn þau sömu og var í maí sl., þegar auðu seðlarnir réðu úrslitum að mati stjórnar BSRB. Samkvæmt þeirri niðurstöðu yrði KÍ löglega dæmt til að vera áfram innan BSRB. (Tekið skal fram hér, að þing bandalagsins breytti lög- unum, þannig að nú leikur enginn vafi á, að samkvæmt þeim ber að telja auða seðla og ógilda með í kosningu um úrsögn.) Með því er BSRB að torvelda kennurum að stofna til sjálfstæðra heildarsam- taka, eins og meirihluti félags- manna KÍ vill. Heldur þú virkilega, Svanhildur, að KÍ, sem þannig yrði neytt til að vera áfram innan BSRB, yrði öflugri bandamaður í baráttu gegn óvinveittu ríkisvaldi en sameinuð og sjálfstæð heildarsamtök? Til eru kennarar innan KÍ, sem greiddu atkvæði gegn úrsögn í maí sl., sem munu greiða atkvæði með úrsögn eftir helgina, vegna þess að þeir telja það félagslega og siðferðislega skyldu sína. Þessir félagar sýna þá ábyrgðartilfinn- ingu að líta fyrst til heildarhags- muna kennara, en ekki til sinna sérskoðana. Í öllum hamagangin- um í sumar út af því, hvort sá meirihluti kennara, sem vildi segja sig úr BSRB, væri lagalega nógu stór, þá gerðu þeir sér grein fyrir því, að þessi meirihluti var alltof stór, til að þeir gætu gengið fram hjá vilja hans. Viðleitni BSRB-for- ystunnar (a.m.k. meirihluta henn- ar) við að hindra úrsögn KÍ með lagakrókum var því kannske lög- leg, en hún var og er skammsýn. Við óttumst, að samstaðan innan BSRB verði ekki meiri né samtökin sterkari, ef stór meirihluti KÍ verður dæmdur til að vera þar áfram. Reyndar teljum við það ekki líklegt, að andstæðingar úr- sagnar KI ásamt auðum og ógild- um seðlum nái því að verða 33% af þeim sem skila atkvæðum í kjörkassana. Lokaord Kæra Svanhildur, og aðrir félag- ar í BSRB. Hættið að mæla styrk launafólks og samhug þess á kvarða skipulagsmála. Hættið að líta á þá niðurstöðu kennara, að þeirra hag sé best borgið í sjálf- stæðum samtökum sem persónu- lega móðgun eða sem flótta úr skotgröfum baráttunnar. Það er ómerkilegt, ef satt er, að um kenn- ara gangi sá rógur, að þeir telji sig yfir það hafna vegna tiltekinn- ar menntunar að berjast við ykkar hlið fyrir bættum kjörum. Ef við virðum hvert annars skoðanir og sjálfstæði og ræðumst við af heiðarleika og hreinskilni, þá erum við vissar um, að við eigum eftir að mynda með ykkur öfluga samstöðu í baráttunni I framtíðinni gegn sameiginlegum óvinum okkar. Höfundar eru í stjórn Kennara sambands íslands og eiga saeíi í samninganefnd BSRB. Vextirnir fara mun verr með lántakendur en lánskjaravísitalan — segir Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ „Ég held að að það sé hyggileg ráð- stöfun að afnema lánskjaravísi- töluna af skammtímalánum. Eðli málsins samkvæmt á verðtrygging frekar við um langtímaskuldbind- ingar,“ sagði Björn Þórhallsson inntur álits á þeirri hugmynd Þor- steins Pálssonar fjármálaráðherra að afnema lánskjaravísitölu af lán- um sem tekin eru til þriggja ára eða skemmri tíma. Björn lýsti sig jafn- framt sammála þeirri skoðun bankastjóra Búnaðarbankans og Iðnaðarbankans, sem fram kom f Morgunblaðinu sl. laugardag, að einnig verði að nema brott verð- tryggingu af innlánum. „Annars er það dálítið útbreidd- ur misskilningur að erfiðleikar lántakenda nú séu af völdum láns- kjaravísitölunnar. Vandinn er miklu fremur háir vextir," sagði Björn. „Lánskjaravísitalan hefur fylgt þróun kaupsins á síðustu misserum, þótt enn sé nokkur vandi af hennar völdum vegna misgengisins milli launa og verð- tryggingar á árunum 1982-3. Hins vegar halda vextirnir áfram að hækka, og þótt þeir láti ekki mikið yfir sér munar um minna en hækkun úr 2% í 6%, eins og al- gengt er. Ég er mjög uggandi út af þessari vaxtaþróun og tel að ríkisvaldið hafi að sumu leyti gengið á undan með því að bjóða háa vexti á sínum bréfum," sagði Björn Þórhallsson. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, sagðist vera þeirrar skoðunar að það væri ekki eðlilegt að hafa sumar vísitölur í gangi og aðrar ekki: „Það þarf að vera samræmi í þessum málum,“ sagði Magnús, „og því er ég hlynntur því að af- nema lánskjaravísitöluna á skammtímalán, meðan laun eru ekki vísitölutryggð. Annaðhvort er að vera með vísitölu á öllu kerfinu eða ekki.“ Afhenti ágóða af frum- sýningu Amadeusar NÝLEGA afhenti Friðbert Pálsson, forstjóri Háskólabíós, heilbrigðis- ráðherra allan ágóða af frumsýn- ingu myndarinnar „Amadeus“ til styrktar hjartaskurðlækningum á íslandi kr. 123.400,00. Háskólabíó bar allan kostnað vegna sýningarinnar, en ágóðinn rann allur til þessa málefnis. Fjár- hæðin hefur nú verið lögð inn á sérstakan bankareikning, þaar sem ráðstafað verður í þessu skyni. „Ráðuneytið þakkar stjórnend- um Háskólabíós þetta mikilsverða framlag til heilbrigðismála og hin snjalla hugmynd um ráðstöfun ágóðans sýnir víðsýni og stórhug aðstandenda þessarar menningar- stofnunar," segir í frétt frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Stjarna slapp — enn eru þó kindur í Mýrarhyrnu ÓUfntk 29. nÓTember. STJARNA í Tungu I Fróðárhreppi er ósköp venjuleg ær, sem hefur þó reynt ýmislegt á lífsleiðinni. Síðastliðið haust komust nokkr- ar kindur í sjálfheldu í klettabelt- um Mýrahyrnu í Eyrarsveit. Um áramót voru aðeins tvær ær eftir, því lömbin hröpuðu og fengu skjót endalok. Þar á meðal tvö lömb Stjörnu. Ekki reyndist kleift að sækja ærnar í fjallið og hæðin svo mikil að kraftmestu byssur drógu ekki þó reynt væri að deyða þær þannig. Um miðjan marz fannst Stjarna alheil á jafnsléttu í Eyrarsveit og skilur enginn með hvaða hætti hún bjargaðist. Mögur var hún orðin og þyngdin aðeins 44 kiló. 1 sumar gekk hún lamblaus og kom væn úr heimahögum. Af hinni ánni er það að segja, að hún sást í Mýrarhyrnu í fyrra- vor og lifði veturinn. Hún er enn í Hyrnunni og hefur nú að sögn fengið nýjan félagsskap því aðrar kindur munu komnar { klettana. Fréttaritara er ekki kunnugt um hvort reynt verður að ná fénu úr þessari dauðagildru. - Helgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.