Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 47 AF ÍSLENSKUM DÓMSMÁLUM/ Jóhann Pétur Sveinsson „En ég er eins og alþjóð veit aðeins kollubani“ Síðasti þáttur fjallaði meðal annars um þátt Hermanns Jónas- sonar, þáverandi lögreglustjóra í Reykjavík, í að framfylgja réttvís- inni. Þessi þáttur fjallar einnig um þann ágæta mann, en nú er að- staða hans önnur en í fyrra þætti. Menn hafa greinilega verið mikið iðnari við að reyna að koma lögum yfir háttsetta menn hér fyrr á árum, sem af því má ráða að ekki leið nema röskt ár frá því að þáver- andi dómsmálaráðherra, Magnús Guðmundsson, var í Hæstarétti sýknaður af ákærum valdstjórnar- innar, þar til að lögreglustjórinn í Reykjavík, Hermann Jónasson, er kærður til dómsmálaráðuneyt- isins meðal annars fyrir að hafa skotið æðarkollu nokkra í Örfiris- ey á sjálfan fullveldisdaginn. „Miðaði hann þá og skaut á æðarfuglahóp ... “ Rannsókn málsins hófst 23. janúar 1934 og lauk með dómi fyrir lögreglurétti Reykjavíkur 29. maí sama ár. Samkvæmt lögreglusam- þykkt Reykjavíkur á þessum tíma var óheimiit að skjóta úr riffli á „almannafæri". Einnig var þá, samkvæmt lögum um friðun fugla, bannað að skjóta æðarfugl. Fyrir héraðsdómi var það talið sannað, þrátt fyrir neitun Hermanns þar um, að hann hefði fyrripart októ- bermánaðar 1933 farið út í örfiris- ey og skotið þar skotum nokkrum úr riffli sínum. Þetta var byggt á framburði vitnanna Oddgeirs Bárðarsonar og Gústafs Karlsson- ar, en Oddgeir þessi var sá sami og kærði Hermann til dómsmála- ráðuneytisins. Héraðsdómur taldi það einnig sannað að 1. desember 1930 hafi Hermann farið út í téða eyju með riffil sinn meðferðis. Um hvað hann aðhafðist þar segir svo í héraðsdómi: „Miðaði hann þá og skaut á æðarfuglahóp þar við eyj- una og hitti og drap eina æðar- kollu“. Að þessu voru ein fjögur vitni samkvæmt héraðsdóminum, en það voru þeir Valdimar Þórðar- son, Vígberg Einarsson, Egill Jón- asson og Stefán Ólafsson. Egill og Stefán söguðust jafnframt hafa verið úti í Örfirisey umræddan dag og hafa séð þegar Hermann skaut æðarkolluna. Hermann viðurkenndi að hafa á árinu 1930 verið oftar en einu sinni úti í Örfirisey við það sem hann taldi vera æfingar í að skjóta til marks. Hann neitaði því hins vegar alfarið að hafa nokkurn tíma „sér vitanlega" skotið þar æðar- fugl. Hann hélt því fram að sér sem og öðrum lögreglumönnum í Reykjavík væri heimilt að æfa skotfimi í eyjunni og benti í því sambandi á, eins og það er orðað i héraðsdóminum, „ ... að það sé „ein af nauðsynlegustu íþróttum lögreglunnar að kunna að fara með skotvopn", því lögreglan þurfi „æði oft að taka skotvopn, jafnvel hlað- in skotvopn af mönnum, sem hún tekur fasta“ og ennfremur þurfi hún „iðulega að aflífa særð og veik dýr með skotvopnum" og „ef þetta væri ekki heimilt þá væri lögregl- an í Reykjavík eina lögreglan í veröldinni, sem ekki hefði leyfi til að æfa sig á þennan hátt I sínu lögsagnarumdæmi“.“. Ekki vildi nú héraðsdómarinn fallast á að Hermanni væri nokkurt gagn í þessum rökstuðningi. Hann sagði aö hvað sem til væri í honum hafi Hermann „ ... í umrætt skipti ekki verið við skotæfingu sem lögreglu- maður eða lögreglustjóri í embætti sínu, heldur hafi hann verið að skjóta sér til skemmtunar.“. En það voru fleiri sem vildu vitna um kolludráp lögreglustjór- ans. Við rannsókn málsins báru þeir Þórður Guðlaugsson og Daði Þorkelsson vitni um það að í annað sinn, eða nánar tiltekið síðast í nóvember eða fyrst í desember, hafi þeir gengið um eyjuna með Hermanni til að svipast um eftir fugli. Sögðu þeir að hann hafi einnig þá skotið og drepið æðar- kollu. Af framburði þessara vitna taldi héraðsdómarinn nægilega sannað, þrátt fyrir staðfastlega neitun Hermanns, að hann hafi framið ódæði þetta. Að öllu framangreindu athug- uðu taldi héraðsdómarinn að það væri full sánnað að Hermann Jón- asson lögreglustjóri í Reykjavík hefði brotið gegn ákvæöum þeirra laga sem hér voru tilgreind I upp- hafi. Hermann hélt því m.a. fram að þótt hann hefði brotið lögin um fuglafriðun með því að skjóta æðarfugl á þeim tíma sem á hann var borið þá væri sú sök hans fyrnd. Hann taldi að þar sem að ekki væru fyrningarreglur í fugla- friðunarlögunum ætti að beita fyrningarreglum þáverandi hegn- ingarlaga um þau. Ekki vildi hér- aðsdómarinn heldur fallast á þetta með Hermanni. Héraðsdómarinn dæmdi Hermann því til að greiða 400 kr. I sekt sem skyldi skiptast á milli bæjarsjóðs Reykjavíkur og uppljóstrarmannsins, en hann skyldi fá tólf krónur og sextíu og sjö aura fyrir vikið. Einnig dæmdi hann riffilinn upptækan og skyldi andvirði hans renna í bæjarsjóð Reykjavíkur. Að lokum átti Her- mann að bera allan kostnað af málinu. Sýkna í Hæstarétti, héraösdómara stefnt! Svo sem í máli valdstjórnarinn- ar gegn þáverandi dómsmálaráð- herra, Magnúsi Guðmundssyni, urðu úrslitin í þessu máli önnur fyrir Hæstarétti en í héraði. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að það yrði að vísu að telja það sannað, m.a. með eiðfestum framburði þeirra Egils og Stefáns, að Hermann hafi hinn 1. desember 1930 skotið til marks úti í Örfiris- ey. Þá yrði einnig að telja sannað að við þær skotæfingar hafi hann skotið út á sjó og hæft æðarkollu sem skömmu síðar hafi rekið dauða á land. Síðan rekur Hæsti- réttur það að Hermann kannist að vísu við að hafa stöku sinnum verið að skotæfingum í Öfirisey en neiti því jafnframt eindregið að hafa nokkru sinni svo hann viti skotið æðarfugl. Síðan segir Hæstiréttur orðrétt: „Gegn þeirri neitun hans verður það ekki talið sannað, að hann hafi athugað það, að æðarfugl varð fyrir skoti úr byssu hans eða að hann hafi ætlað sér að skjóta æðarfugl af ásettu ráði.“ Sýnir í nýjum sýningarsal BJARNI H. Þórarinsson, list- málari hefur opnað sýningu á 23 olíumálverkum í nýjum sýningar- sal, Gallery Einiberjarunn, í Ármúla 19 í Reykjavík. Sýningin verður opin til áramóta. Bjarni hefur komið hinu nýja Galleríi á fót ásamt Birgi Andréssyni, myndlistarmanni. Fiétutilkjiuiiig Hæstiréttur komst einnig að þeirri niðurstöðu að' Hermann hefði ekki iðkað þessar hinar margumræddu skotæfingar á stað sem á þeim tíma árs sem um var að ræða gæti talist vera „almanna- færi“ í skilningi þágildandi lög- reglusamþykktar fyrir Reykjavík. Hið meinta æðarfuglsdráp Her- manns í nóvember 1931 taldi Hæstiréttur ekki vera sannað. Hæstiréttur taldi að þar sem að þau vitni sem báru þennan verkn- að á hann hefðu ekki staðfest skýrslu sína fyrir rétti á löglegan hátt yrði hann ekki, gegn eindreg- inni neitun sinni, talinn sannur að sök. Þetta taldi Hæstiréttur þó ekki skipta öllu máli þar sem að refsikrafa væri hvort sem er fyrnd. Hæstiréttur var því hér, gagnstætt héraðsdómaranum, á þeirri skoðun að það ætti að beita fyrningarregl- um þáverandi hegningarlaga um brot gegn þágildandi lögum um fuglafriðun. Áð öllu framan- greindu athuguðu komst Hæsti- réttur einnig að þvi að ekki væri hægt að gera riffil Hermanns upptækan. Ekki var Hermann allskostar ánægður með málsmeðferð hér- aðsdómarans, þ.e. Arnljóts Jóns- sonar. Hann stefndi honum því til ábyrgðar fyrir hana og krafðist þess að hann yrði sektaður eða víttur. Hermann taldi Arnljót sumstaðar hafa bókað rangt eða ónákvæmt. Þá taldi Hermann hann einnig hafa dregið óviðkom- andi atriði inn í málið og lengt prófin þar með að óþörfu, Arnljót- ur hafi synjað sér um skipun tals- manns og neitað umboðsmanni sínum um frest til að skrifa vörn í málinu. Hæstiréttur féllst ekki á þessar kröfur Hermanns. Töldu menn þar ekki sannað, gegn neitun héraðsdómarans, að hann hefði bókað rangt. Að vísu taldi Hæsti- réttur pfofin sem fram fóru óþarf- lega margbrotin og óaögengileg og að ýmis atriði hefðu verið dregin inn i rannsóknina sem engu máli i i skiptu um það sem til rannsóknar var. Hæstiréttur taldi einnig að ekki hefði átt að neita umboðs- manni Hermanns um frest til að skrifa vörn í málinu. Þrátt fyrir að fundið væri að þessum atriðum þóttu þau ekki svo alvarleg að til- efni væri til sekta þeirra vegna. Ekki þótti af þessum sökum heldur ástæða til að ómerkja dóminn og vísa málinu heim. „Hermann fornvinur minn Jónasson“ Ekki verður svo skilið við mál þetta að því verði sleppt að vitna í „Þér að segja", Veraldarsögu Péturs Hoffmanns Salómonsson- ar, skráða af Stefáni Jónssyni fréttamanni. Þar segir Pétur frá 9 því að hann hafi hinn 1. desember 1930 verið út í Örfirisey að bíða eftir togaranum Apríl, sem reynd- ar hafði farist fyrir sunnan land þá hina sömu nótt. Segist Pétur hafa verið kominn út í eyjuna fyrir birtingu þennan dag og hafi hann beðið þar allt til hádegis eftir togaranum. Um þetta segir Pétur síðan: Hugði ég í fyrstu að fátt eitt gott myndi stafa af Efferseyj- argöngu minni. En önnur varð þó raunin á, því skömmu síðar frétti ég að Hermann fornvinur minn Jónasson lögreglustjóri hefði verið kærður fyrir það að skjóta þennan morgun æðarkollu úti I Effersey. En það vissi ég af eigin raun að þar kom enginn maður á þeim tíma, hvað þá lögreglustjóri Reykjavíkur að skjóta æðarfugl.“ Að allra síðustu er rétt að Ijúka þessari frásögn með stöku sem til varð i framhaldi af málarekstri þessum og er sögð vera eftir Her- mann Jónasson sjálfan. „Ævi mín er eintóm leit/eftir villtum svani./En ég er eins og alþjóð veit/aðeins kollubani." Höfundur er fulltrúi í skrifstofu ríirborgarafógt'ta íKeykjavík. Bjarni H. Þórarinsson við eitt verka sinna. Inntökupróf ó enskubraut (frá Pitman stofnuninni bresku) verða 6. janúar oq kennt er frá 12.30- 15.30. Á íslenskubraut má velja um þrjá mismunandi tíma dag nvern, 9—12, 12.30- 15.30 og 15.30- 18.30. MALASKOLINN Upplýsingar og Innrltun f síma 10004 21655 Ananaustiim Atvinnurekendur, athugið — nemendur útskrifast næst frá Ritaraskólanum 13. desember. SÉRMENNTUN FYRIR NÚTÍMA SKRIFSTOFUFÓLK RÍTARA skólinn ilmörg fyrirtæki leita jafnan til Ritaraskólans f leit að góðum starfskröftum. Betri - ? ' skólif - ili getur enginn skóli fengið. Undanfarin misseri hefur Ritaraskólinn þurft að hafna umsóknum um skólavist vegna mikillar eftirspurnar, nú slðast f haust. Þvf hefur verið ákveðið að stækka skólann og fjölga um einn bekk á báðum brautum skólans: íslenskubraut og enskubraut - þegar skólinn hefst á ný 6. janúar. Ef þú ert að leita að sérmenntun fvrir nútíma skrifstofustörf með framtfðarhagsmuni þfna í huga — hafðu samband við okkur og fáðu ítarlegri upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.