Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 HOLLUSTUBYLTINGIN / Jón Óttar Ragnarsson Næring fyrir beinin Brothætt bein og fljúgandi hálka fara ekki vel saman. Þó eru þetta hvort tveggja eins konar séreinkenni á íslensku landi ogþjóð. Þrátt fyrir það halda flestir íslendingar án efa að beinin séu óumbreytanlegur vefur og átta sig ekki á því að jafnvel á fullorð- insárum eru þau í stöðugri ummyndun. Við þurfum því að huga að næringu fyrir beinin á nákvæm- lega sama hátt og við þurfum næringu fyrir heilann ekki að- eins í uppvextinum, heldur ævi- langt. Bein og næring í grófum dráttum getum við litið á beinin sem netju (um 30%) úr hvítu (og fjölsykrum) sem kristallar (um 70%) úr kalki og öðrum steinefnum setjast síðan í. Til þess að búa til bein, bæði fyrir netju og kristalla, og eins til að halda þeim við þurfum við ýmis bætiefni, nánar tiltekið a.m.k. 14 mismunandi gerðir. Þessi bætiefni eru talin upp í töflunni hér á síðunni. Eins og sjá má eru þetta hvíta (prótein), 3 vítamin og a.m.k. 10 mismun- andi steinefni. Bætiefni fyrir beinin Hlutverk beinanna, fyrir utan að bera líkamann og framleiða blóðkorn (imergnum) er einmitt að vera banki fyrir ýmis stein- efni, þ.á.m. kalk. Hvernig myndast bein? Enda þótt beinin virðist óum- breytanleg eru þau í stöðugri endurmótun. Losnar t.d. um hér um bil fimmtung alls kalks í beinum fullorðins manns á ári aðjafnaði. tvenns konar fruma. Eru það beinætur sem brjóta netjuna niður (m.a. með aðstoð A-vítam- íns) og beinmyndarar sem byggja hana upp. Beinið sem myndast er harðast yst, en meyrnar eftir sem innan dregur (einkum í endum) og verður þá frauðkennt. Innst (í leggnum miðjum) er svo bein- mergurinn. Um frauðbeinið hríslast hár- æðar (og taugar) sem sjá um að líkaminn geti flutt steinefnin (og önnur bætiefni), þ.á.m. kalkið frá kristöllum beinanna út í blóð ogöfugt. Kalk Kalk gegnir mörgum hlutverk- um f líkama okkar. Það er m.a. (ásamt magníum) afar mikil- vægt fyrir hjartað og taugakerf- ið. En 99% af öllu kalki líkamans (jafngildir um helmingi allra steinefna líkamans), um það bil 1,2 kg samanlagt, er að finna í kristöllum beina og tanna. Kalk er auk þess eitt þeirra næringarefna sem einna helst er af skornum skammti í fæðinu og er beinþynning nú að hluta til rakin til ónógrar kalkneyslu. Fosfór og D-vítamín í líkama okkar er um það bii 0,6 kg af fosfór þannig að hlut- fallið á milli kalks og fosfórs er um það bil 2:1. öfugt við kalk er litil hætta á að við þjáumst af fosfórskorti. Þvert á móti eru talsverðar líkur á því að við fáum of mikið af þessu efni í matnum. öðru máli gegnir um D-vítam- ín sem er nauðsynlegt bæði til að likaminn geti nýtt kalk og fosfór úr fæðunni og einnig fyrir kölkun (kristöllun) beinanna. Þetta vítamín fá flestir jarðar- búar í nægum mæli fyrir áhrif sólarljóss sem umbreytir undan- fara D-vítamíns í húðinni í þetta mikilvæga efni. En hinir kappklæddu og sólar- sveltu íslendingar verða að fá talsvert af þessu efni úr fæðu. Því miður vill oft verða umtals- verður misbrestur á þvl. Hafa rannsóknir nú leitt í ljos að ýmsar þjóðir norðurhjarans fá of lítið D-vítamín í fæði, ekki síst eldra fólk. Eru Islendingar vafalaust í þeim hópi. Flúor og tennur Annað mikilvægt efni er flúor sem herðir kristallana í tönnum (og beinum) svo þær leysast síður í sýrum. Nægur flúor á vaxtar- skeiði verndar tennurnar ævi- langt. Vegna þess hve drykkjarvatnið og fæði íslendinga er flúorsnautt og sykurneyslan mikil eru fs- lendingar hrjáðari af tann- skemmdum en flestar ef ekki allar aðrar þjóðir. Undantekningar eru þeir sem kom frá bæjum, t.d. í Borgarfirði, þar sem vatn er flúorríkt frá náttúrunnar hendi. Þarf nú að gera nýtt átak í flúormálum þjóðarinnar. Beinþynning En það er ekki nóg að fá kalk, flúor og önnur bætiefni f upp- vextinum. Við verðum líka að fá þessi efni ævilangt. Ef ekki úr- kalkast beinin og þynnast með tímanum. Þessi hrörnunrsjúkdómur kallast því beinþynning og veldur því að beinin verða brothætt, brotna gjarnan þegar viðkom- andi dettur t.d. í hálku og gróa seint eða ekki. Úrkölkun beinanna stendur í nánu sambandi við framleiðslu kynhormóna (estrógena) og fær- ist því mjög í aukana eftir tíða- hvörf hjákonum. Almennt séð virðast um 9 af hverjum 10 fullorðnum, hvítum Vesturlandakonum vera með einhver merki beinþynningar og ein af hverjum fimm beinbrotna af sömu sökum. Ein leið til þess að sporna gegn sjúkdóminum er að gefa konum þessa hormóna. Er talsvert af því gert og hefur þessi meðferð borið nokkurn árangur. En eðlilegri aðferð er að vinna gegn þessum sjúkdómi með bættu mataræði, og þá fyrst og fremst aukinni kalkneyslu, svo og með reglubundinni líkams- rækt. Beinþynning á íslandi Rannsóknir dr. Gunnars Sig- urðssonar, læknis, benda til að beinbrot vegna beinþynningar séu sérlega algeng á í slandi. Líklegasta skýringin á hárri tiðni slíkra beinbrota hér er hálkan alkunna, sólarleysið, ónóg lýsisneysla og ónóg mjólk- urmatarneysla fullorðinna, ekki sístkvenna. En auk þess eru kyrrsetur — einmitt einnig vegna loftslags- ins, sérlega algengar hér, en þær eru jafnframt einn helsti áhættuþáttur beinþynningar. LokaorÖ Beinkröm og beinmeyra (eink- um vegna D-vítaminsskorts) eru að visu ekki iengur vandamál, en beinþynning er orðin mjög al- gengur hrörnunarsjúkdómur hér á landi. Besta leiðin til að fyrirbyggja þennan sjúkdóm er án efa að neyta kalkríkra afurða, sérstak- lega mjólkurmatar og leggja stund á stöðuga likamsrækt ... ævilangt. Til þess að sporna gegn bein- þynningu íhuga sérfræðingar nú að mæla með aukinni kalkneyslu, einkum meðal kvenna og e.t.v. að hækka RDS fyrir þær úr 0,8 g á dag í 1,5 g á dag! Stafar þetta af starfsemi Eins gott að beinin fái næringuH Bætiefni Hlutverk HvíU Aðalbyggingarefni netju Kalk Aðalbyggingarefni krisUlla Foafór Byggingarefni krisUlla nr. 2 D-víUmín Stjórnar kristöllun (kölkun) beina A-vítamín Fyrir niðurbrot netju C-víUmín/zink Fyrir myndun netju Mangan/kopar Fyrir myndun netju Magníum/natríum Hluti krisUlla Kísill/vanadíum Fyrir netjumyndun eða kristöllum Flúor Herðir krisUlla í tönnum og beinum Morgunblaöiö/Skapti Kanadíski togarinn Cape Sambro í dráttarbraut Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. Annar kanadískur togari kominn til Akureyrar í slipp SKUTTOGARI frá Kanada, Cape Sambro, befur verið í slipp í Slippstöðinni á Akureyri að undanförnu. Nú er annar togarí frá Kanada kominn til höfuð- staðar Norðurlands og er þegar byrjað að vinna í honum. „Það er farið að sjá fyrir endann á þeim fyrri,“ sagði Gunnar Ragn- ars, forstjóri Slippstöðvarinnar, f samtali við Morgunblaðið í gær. Cape Sambro verður tekinn niður úr dráttarbrautinni um helgina — og strax eftir helgi verður hinn tekinn á land. Verkefni Slippstöðvarinnar er að lengja togarana og innrétta lestar þeirra fyrir fiskikassa, auk þess sem Cape Sambro var styrkt- ur; „tekið var úr honum smá belti, frá stefni og aftur á mitt skip, og sett þykkra stál í hann,“ sagði Gunnar. Er það gert til styrktar vegna siglinga í ís. Slippstöðin hefur þegar samið um frekari verkefni við Kanada- menn — eftir áramót koma tveir togarar til viðbótar, sá fyrri um miðjan janúár og sá síðari í lok febrúar. Hiti sjávarins yfir meðallagi NIÐURSTÖÐUR sjórannsókna i nóvembermánuði í vetur sýna, að enn ríkir hlýsjórinn á norður- og austurmiðum eins og verið hefur meira eða minna síðan í sama mán- uði 1983 og gera má ráð fyrir að áhrifa hans gæti næstu mánuði. Áætlaðar rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar í febrúar á næsta ári munu svo aftur gefa vísbendingu um framhaldið. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá Hafrannsóknastofnun, sem að venju kannaði ástand sjáv- ar umhverfis landið í nóvember- mánuði. Helztu niðurstöður könn- unarinnar voru, að í heita sjónum fyrir Suður- og Vesturlandi hefði hiti verið 7 til 8 gráður, sem er í meðallagi fyrir þennan árstíma og út af Vestfjörðum hefði hitastig sjávar verið 5 til 7 gráður. Hlýsjór- inn hefði einnig verið fyrir öllu Norðurlandi með hitastigi yfir 5 gráðum og allt austur fyrir land með hitastigi vel yfir 4 gráðum, sem er allt að 1 gráðu yfir meðal- lagi áranna 1971 til 1983. Þar fyrir sunnan, í Lónsbugt hefði svo aftur verið komið í heita sjóinn eða Atlantshafssjóinn. Skilin milli hlýsjávar og kaldsjávar út af Norðurlandi hefðu verið tiltölu- lega norðarlega og hitastig í Aust- ur-íslandsstraumi hefði verið 0,5 til 1 gráða, sem er talsvert hærra en í meðallagi fyrir árstímann. Leiðangurinn var farinn á rann- sóknarskipinu Bjarna Sæmunds- syni undir stjórn Jóns ólafssonar, haffræðings. Skipstjóri var Sig- urður Árnason. Nýr formað- ur í Einingu SÆVAR Frímannsson tók við formennsku í verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri á föstudagskvöldið þegar stjórn félagsins veitti Jóni Helgasyni lausn frá störfum. Sævar hefur verið varaformaður Einingar í hartnær ára- tug, eða nærrí jafn lengi og Jón var I „Ég hef verið lengur en ég ætlaði mér í f^rstu en þessi langa seta mín helgast að mestu af því, að ég vildi sjá fyrir endann á byggingu svokallaðrar Verkalýðshallar hér á Akureyri, sem ég átti þátt í að koma af stað á sínum tíma,“ sagði Jón Helgason í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Nú finnst mér rétt að nýir menn og yngri fái tækifæri — enda vil ég afsanna það, að forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni séu svo gráðugir, að þeir vilji ekki með nokkru móti standa upp úr stólunum. Mín reynsla er miklu frekar sú, að menn séu ekkert of fúsir til að taka við.“ — En er það mjög lýðræðis- legt, Jón, að þú veljir þér sjálfur eftirmann með þessum hætti? „Það er augljóst mál, að varafor- maður í félagi tekur við þegar formaður fer frá. Það er því ekkert ólýðræðislegt við þetta hér hjá okkur enda fer alltaf fram alls- maóur í félaginu. herjaratkvæðagreiðsla um for- mann og aðra stjórnarmenn þegar kemur að aðalfundi. Hann verður væntanlega haldinn í febrúar eða mars og þá segja félagsmenn álit sitt. Sjálfur efast ég ekkert um að Sævar er vel að þessu kominn og verður góður formaður. Hann fær nú dálítinn tíma til að setja sig inn i málin og mun auk þess hafa forystu fyrir félagið í komandi samningalotu." Jón Helgason hefur verið for- maður Einingar í nær tólf ár og starfsmaður verkalýðsfélaganna á Akureyri í 21 ár. Hann var áður varaformaður Sjómannafélags Akureyrar og stundaði sjó þar í hálfan annan áratug. En þótt hann hafi nú látið af formennsku í Einingu verður hann áfram virkur í starfi verkalýðsfélaganna á Akureyri — hann hefur um árabil verið framkvæmdastjóri lífeyris- sjóðsins þar og verður áfram „ef mér verður þá ekki sagt upp!“ sagði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.