Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Minning: Guðbjörg Auðunsdótt- ir frá Eyvindarmúla Fædd 13. mars 1899 Dáin 10. nóvember 1985 Þegar ég frétti lát Guðbjargar föðursystur minnar verður mér ósjálfrátt hugsað til allra þeirra mörgu stunda, er ég naut samvista við hana, fyrst sem barn og ungl- ingur en síðast sem fullorðinn maður. Alltaf var hún sama góða frænkan sem allt skildi, aldrei áfelldist og alltaf var hægt að tala við um alla skapaða hluti. Hún var í mínum huga sú kona, sem öllum hlaut að líða vel hjá. Guðbjörg var fædd að Eyvindar- múla í Fljótshlíð, dóttir hjónanna Auðuns Jónssonar bóndá þar og Sigríðar Jónsdóttur frá Hlíðar- endakoti í sömu sveit. Hún var þriðja í röð sex alsystkina. Þau eru Steinunn, Þórður (nú látinn), Guðbjörg, Þuríður, Vilborg og Helga (nú látin). Auk þess átti hún þrjá hálfbræður, allnokkru eldri, sem allir eru látnir. Þeir voru: Páll Auðunsson, sem dó ungur við nám i Kaupmannahafnarháskóla, Páll Auðunsson yngri, bóndi i Nikulás- arhúsum og ólafur Auðunsson, 'útgerðarmaður í Þinghól í Vest- mannaeyjum. Guðbjörg ólst upp í Eyvindar- múla í glöðum systkinahópi og í skjóli góðra foreídra við leiki og störf. Búið var stórt eftir því sem þá gerðist og heimilisfólkið margt. Snemma mun Guðbjörg hafa farið að gera gagn, eins og það var kallað, því mikið var unnið. Þá voru engar vélar komnar til sög- unnar, en allt gert með handafli og hestum. En lífið var ekki bara vinna. Þau systkinin áttu líka sínar frístundir og það var gaman að hlusta á hana segja frá leikjum, skemmtunum og ferðalögum. Þá var farið gang- andi frá leikjum, skemmtunum og ferðalögum. Þá var farið gangandi á böllin og dansað til morguns, gengið heim aftur og beint í gegn- ingar eða önnur störf. Þá voru þau stundum syfjuð. En harmoniku- ómarnir dundu í eyrunum allan daginn. Guðbjörg var á sínum yngri árum víkingur til allrar vinnu, bæði úti og inni. Hún sló meira að segja með orfi, en það mun ekki hafa verið algengt af konum. Hún sló af slíkum dugnaði að það mátti vera allröskur karlmaður sem sló hana af sér. Þetta síðasta hef ég ekki eftir henni heldur öðrum, enda var henni annað tamara en að hrósa sjálfri sér. Svona liðu æskuárin með svipuð- um hætti og gerðist hjá fjölda sveitafólks í upphafi aldarinnar. Skólaganga var lítil. Á þessum árum var aðeins farskóli í 2—3 vetur, hluta úr vetri, sem svalaði fróðleiksþorsta unga fólksins. Að vísu hefur komið þar til hin gamla baðstofumenning, þar sem sagðar voru sögur, kveðnar rímur og kvæði, talað um skáldskap og um þjóðskáldin okkar. Einnig kom pólitík til umræðu og var þá sjálf- stæði íslands í brennidepli. Það er með ólíkindum hvað þessi skóli og þessi baðstofumenning hefur skilað mörgu vel upplýstu og sann- menntuðu fólki. Guðbjörg var gáfuð kona og fróðleiksfús. Hún hleypti heim- draganum árið 1927, þá fullorðin stúlka, til að afla sér menntunar. Hún settist í Samvinnuskólann í Reykjavík hjá hinum þekkta skóla- og stjórnmálamanni Jónasi frá Hriflu. Þar stundaði hún nám en lauk ekki prófi vegna veikinda. Þar kom til hin illræmda berklaveiki, sem margur fékk að kenna á, á þessum árum. Guðbjörg varð mjög veik og háði harða baráttu við dauðann mánuðum saman. En hún stóð þessa hríð af sér eins og aðra erfiðleika, sem á vegi hennar urðu um ævina. Eftir að hún komst til heilsu á , ný hugsaði hún sér aftur til hreyf- /,ings og núTá leiðin til Svíþjóðar. Þar sótti hún um ogfékk inngöngu í þarlendan hússtjórnarskóla. Eft- ir um það bil ár kemur hún aftur heim til íslands og stundar ýmis störf í Reykjavík. Þar kynntist hún ungum manni, Guðmundi Ög- mundarsyni frá Syðri-Reykjum I Biskupstungum. Hún eignaðist son með Guðmundi, sem hún lét heita í höfuðið á föður sínum Auðunni. Af einhverjum ástæðum báru Guðmundur og Guðbjörg ekki gæfu til lengri samfylgdar og sneri hún heim til átthaganna og gerðist bústýra hjá Þórði bróður sinum, sem þá hafði tekið við búskap á ættaróðali þeirra. Árið 1940 verður enn breyting á högum Guðbjarga. Þá gengur hún að eiga Jón Úlfarsson bónda í Fljótsdal og flyst hún þangað með son sinn. í Fljótsdal undi hún hag sínum vel, enda var Jón góður eiginmaður og reyndist syni henn- ar sem faðir. í Fljótsdal er mikil náttúrufegurð og sagt er að þar uni sér allir vel, bæði menn og skepnur. Oft talaði hún um árin þar með söknuði, eftir að þau fluttu til Reykjavíkur árið 1948. En þangað fluttu þau eftir Heklu- gosið mikla, sem lagði innsta hluta FLjótshlíðarinnar hér um bil í eyði. Einnig mun hafa komið til, að heilsa manns hennar var tekin að bila. Á búskaparárum þeirra í Fljóts- dal dvaldi lengst af hjá þeim Sig- ríður móðir hennar og einnig eftir að til Reykjavíkur kom. Móður sinni reyndist Guðbjörg á þann veg, að betra varð ekki á kosið. Þannig hefur hún og reynst öllum sínum ættingjum og vinum. Þegar þau fluttu til höfuðborgarinnar, stofnuðu þau heimili á Hraunteigi 12. Þangað var ávallt gott að koma. Þar mættu ungir og aldnir hinni sönnu gestrisni og góðvild, sem oft vermdi ungan frænda sem var þar heimagangur er hann dvaldi syðra. Jón maður Guðbjargar var fæddur í Fljótsdal 21. júní 1892. Hann var hressilegur maður og skemmtilegur. Oft fórum við sam- an í gömlu sundlaugarnar, sem nú eru horfnar. Þá var nú gamli maðurinn í essinu sínu og margt var spjallað. Guðbjörg missti mann sinn 25. nóvember 1954. Eftir lát Jóns bjó hún áfram á Hraunteignum ásamt syni sínum og móður, sem lést í hárri elli 19. júní 1956, þá 93 ára gömul. Eftir að þau voru orðin tvö mæðginin seldi hún íbúð sína og keypti aðra nýrri og hentugri á Neshaga 5 og þar hafa þau búið síðan eða nálega 30 ár. Þarna leið henni vel. Auðunn R. Guðmunds- son, sonur Guðbjargar, hefur alla tíð haldið heimili með móður sinni. Hann er stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1955. Eftir að hann lauk námi var hann um árabil blaðamaður við Alþýðublað- ið. Ennfremur var hann blaðamað- ur við dagblaðið Mynd, þegar það var stofnað. Síðan hefur hann starfað sem bankamaður og full- trúi við Landsbankann í Reykja- vík. Hann hefur reynst móður sinni góður og umhyggjusamur sonur. Hann hefur verið gleði hennar og lífsfylling. Þegar hún, farin að heilsu og kröftum, dvaldi á Landakotsspítala síðustu æviár- in, var hann óþreytandi að heim- sækja hana og gleöja á allan hátt sem hann hafði ástæður til. Hún var þess fullviss, hún Guðbjörg, að til væri annar heimur eftir að þessum sleppti. Þar mundi hún hitta fyrir horfna ástvini. Hún á von á góðri heimkomu. Ég vil að enduðum þessum fá- tæklegu kveðjuorðum, þakka henni Guðbjörgu minni, fyrir ævilanga falslausa vináttu og tryggð við mig og mitt fólk. Það var gott að eiga hana að. Jón Þórðarson Mig langar að minnast föður- systur minnar, Guðbjargar Auð- unsdóttur, með fáeinum órðum en hún lést í Landakotsspítala sunnu- daginn 10. nóvember 86 ára að aldri. Það er mikið langlífi í þess- ari föðurætt minni, systur Guð- bjargar, þær Steinunn, Þuríður og Vilborg, eru allar komnar yfir áttrætt og í nóvember fyrir 4 árum lést faðir minn, Þórður Auðuns- son, þá 84 ára að aldri. Guðbjörg fæddist að Eyvind- armúla í Fljótshlíð þann 13. mars 1899, dóttir Auðuns Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Árið 1936 eignaðist Guðbjörg einkason sinn, Auðun R. Guðmundsson, og nokkr- um árum síðar giftist hún sveit- unga sínum, Jóni Úlfarssyni. Þau bjuggu fyrst í Fljótsdal í Fljótshlíð en fluttu síðar til Reykjavíkur. Jón lést á miðjun aldri og þá stóð Guðbjörg eftir ein með Auðun son sinn. Þau mæðginin voru mjög samrýmd og áttu saman notalegt heimili sem gott var að heimsækja. Guðbjörg var höfðingi heim að sækja og þótti fátt verra en að eiga ekki margar sortir með kaff- inu er gest bar að garði. Ég minnist margra góðra stunda sem við Guðbrandur, sambýlis- maður minn, faðir minn og Guð- björg áttum saman. Oft var tekið í spil. Guðbjörg heitin hafði mikla ánægju af að spila bridge og hún og faðir minn kenndu okkur margt um þá íþrótt og stundum slóst Auðunn, sem er þekktur bridge- spilamaður, í hópinn. Og þó að bæði Guðbjörg og faðir minn væru komin um og yfir áttrætt er þetta var, þá var hugurinn skýr og bæði voru slungnir spilamenn. Guð- björg var einstaklega þolinmóður kennari sem ekki veitti af oft og tíðum og ekki tapsár. Þau faðir minn voru mjög náin og eftir lát hans sagði hún einu sinni við mig að nú hefði sig dreymt Þórð, hún hefði séð hann í mannfögnuði með móður sinni og hann hefði verið kátur og honum liðið vel. Þetta þótti mér afar vænt um að heyra. Guðbjörg tók mikið mark á draum- um og mundi vel drauma sína. Guðbjörg átti um margra ára skeið við erfiðan sjúkdóm að stríða og gekkst undir margar erfiðar læknismeðferðir en alltaf reis hún aftur upp og þraukaði og kvartaði ekki. Allan þann tíma var Sigurður Björnsson læknir hennar og reynd- ist hann henni einstaklega vel og eru honum færðar sérstakar þakk- ir frá syni hennar. Síðustu tvö árin sem Guðbjörg lifði lá hún á Landa- kotsspítala. Hún vissi fljótlega að nú átti hún ekki heimkomu auðið og biðin varð því löng og stundum erfið þó hún nyti góðrar umönnun- ar lækna og hjúkrunarfólks. Við skyldmenni hennar gleðjumst nú með henni að biðinni löngu er nú loks lokið. Og ég vil trúa að eins og í draumnum hennar föðursyst- ur minnar þá sé hún nú hjá móður sinni og bróður og þau séu kát og þeim líði vel. Ingunn Þórðardóttir Asta Björns- dóttir - Minning í dag er kvödd Ásta Björns- dóttir, Seljavegi 17, en hún lést þann 25. nóvember sl. Ásta fæddist þann 8. desember 1912 á Akranesi. Foreldrar hennar voru hjónin Þór- unn Guðmundsdóttir og Björn Jó- hannsson, sem um langt skeið bjuggu á Framnesvegi 8A hér í borg. Kynni okkar Ástu hófust fyrir 25 árum og eru mér góð og minnis- stæð frá fyrstu byrjun. Ásta var fríð kona og yfir henni reisn sem setti svip á umhverfi hennar og munu margir Vesturbæingar muna hana. Hressilegt viðmót hennar og frískleiki gat allt að því heillað mann, en hún var markviss og föst á sinni meiningu eins og hún átti kyn til. Heim að sækja var hún höfðingi og ætíð glatt á hjalla þegar fjölskyldurnar komu saman á heimili hennar. Hún var yngst fjögurra systkina og í uppáhaldi sem eina systirin, en bræður hennar þrír, Jóhann, Guðmundur Axel og Ingvi Björg- vin, eru allir látnir. í hennar ungdæmi þótti Kvennaskólinn í Reykjavík góður kostur og stundaði hún nám þar. Ásta var tvígift. Fyrri maður hennar var Lúther stjóri en hann lést árið 1957. Síðari maður hennar er Lárus Magnússon, lengst af vél- stjóri á varðskipunum og lifir hann konu sína.- Henni varð ekki barna auðið. Dauða Ástu bar skyndilega að þó ekki hefði hún gengið heil til skógar hin síðari ár. Að henni er sjónarsviptir. Ég vil þakka þau góðu kynni er ég hafði af Ástu Björnsdóttur og samhryggist manni hennar og ættingjum. Gunnar Berg Kristbergsson Það var síðdegis 25. nóvember síðastliðinn að mér barst sú harmafregn að hún Ásta frænka mín hefði orðið bráðkvödd þá um helgina. í huga mínum brutust fram minningarnar um þessa góðu konu, sem ætíð var af mínu fólki dáð og virt, því heiðvirðari og hreinskiptari manneskju hef ég ekki þekkt um dagana. Frú Ásta Björnsdóttir fæddist þann 8. desember 1911, dóttir hjón- Aðalbjörg Björns- dóttir — Kveðja Fædd 13. september 1921 til íslands í heimsókn og síðast Dáin 14. nóvember 1985 f dag er til moldar borin í Lága- fellskirkju í Mosfellssveit Aðal- björg Björnsdóttir frá Borgarfirði (eystra). Hún lést á spítala í Uddevalla í Svíþjóð að kvöldi 14. nóvember sl. Fréttin um andlát hennar ómaði lengi í eyrum mínum og það er erfitt að skilja hvers vegna hún var kölluð burt svo snemma frá börnum sínum og barnabörnum. Síðan hafa flogið um hugann ótal minningar sem við áttum saman og er mér sérstaklega minnisstætt er Alla kom til okkar austur á Eskifjörð til að taka bílpróf en hún var þá búsett í Svíþjóð. Ekki gekk nú aksturinn alveg snurðulaust og hafði ég oft gaman af er hún renndi í hlaðið. Eftir að hafa verið hjá okkur í dálítinn tíma fór hún aftur út til Svíþjóðar og hittumst við því sjaldnar. Nokkrum árum seinna bauð hún fjölskyldu okkar að koma í heimsókn og fórum við til hennar sumarið 1978, og var sú ferð ógleymanleg. Minnist ég þess oft hvað hún lagði mikið á sig til að okkur liði vel og við hefðum það gott. Næstu ár á eftir kom hún oft þegar hún kom nú í sumar, var hún staðráðin í þvi að flytja heim á næsta ári. En vegir guðs eru órannsakan- legir og við trúum því að við eigum eftir að hitta hana að jarðvist okkar lokinni. Það var gæfa okkar sem þekktum Öllu að hafa fengið að vera samferða í lífinu. Elsku Ragna, Halli, Bjössi og Siggi, börnin ykkar og aðrir ætt- ingjar, ég votta ykkur innilega samúð mína og megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Sveinbjörg Gunnarsdóttir Kær vinkona mín og velgerðar- maður, Aðalbjörg Björnsdóttir, er látin. Eftir margra ára dvöl í er- lendu landi er hún komin heim. Heimkoman varð á annan veg en við áttum von á og fyrr. Dagur, sem átti að vera gleðidagur, er dagur sorgar. Aldrei verður hægt að segja þakkarorð né færa vinar- gjöf. Én tíminn læknar sorgina. Þakkir flyt ég henni fyrir hjálp- semi og góðvild, sem hún sýndi mér og systur minni á erfiðum tímum. Ingibjörg Jóhanna anna Þórunnar Guðmundsdóttur og Björns Jóhannssonar. Hún var yngst af fjórum börnum þeirra hjóna og jafnframt síðust þeirra til að kveðja þennan heim. Ásta var tvígift, en varð ekki barna auðið. Seinni maður hennar er Lárus Magnússon vélstjóri frá ísafirði. Ásta ól allan sinn aldur í vesturbænum og var ætíð gott að heimsækja þau sómahjón á Seljaveginn, þvi þar voru gestrisn- in og vingjarnlegheitin höfð í fyr- irrúmi. Ásta var ein af þessum sem var alltaf glöð og hress í bragði og tók manni opnum örmum í hvert sinn er við hittumst. Ekki óraði mig fyrir því er ég heimsótti hana í síðustu viku og við sátum og spjölluðum um lífið og tilveruna yfir kaffibolla í eldhúsinu á Selja- veginum að það yrði okkar síðasti fundur. Hún gekk ekki heil til skógar síðustu árin en jafnan bar hún sig vel er ég innti eftir heilsufarinu. Það var ekki hennar háttur að kvarta. Hún fann það góða í flest- um þeim er hún kynntist og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni, sem segir kannski meira um mannkosti hennar en mitt pár. Ég veit að hún frænka mín hefði ekki viljað hafa mörg orð né stór um sjálfa sig, því einfaldleikinn og látleysið einkenndu hana alla tíð. En yfir henni var samt sem áður mikil reisn og tígulleiki, hvernig sem áraði. Það sópaði að henni og verkum hennar og hún var kona sem tekið var eftir og borin stök virðing fyrir. Það er mikil eftirsjá í slíkri konu og það svíður sárt að sjá á bak henni, en engum þóeinsogeftirlifandieigin- manni hennar. Elsku Lárus minn, ég og fjölskylda mín flytjum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi minningin um góða eigin- konu og vin hjálpa þér að sigrast á hinni djúpu sorg. Það er mikil gæfa fyrir okkur sem eftir lifum, að hafa kynnst Ástu. Blessuð sé minning hennar. Kristín R. Úlfljótsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.