Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 58
58
félk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
Julio farínn að þreytast?
Julio Iglesias hefur eytt tíma
sínum á Bahama-eyjunum að
undanförnu, þar sem hann nýtur
lífsins með kyrrlátum hætti.
Julio sagði í viðtali nýlega að
hann hefði orðið að stinga af um
tíma því: „Ég skil ekki af hverju
aðdáendur mínir uppgötvuðu mig
ekki fyrr. Þegar ég var liðlega
tvítugur gat ég sungið endalaust
án þess að þreytast. En núna þegar
árum fjölgar og hárið er tekið að
grána, er ég orðinn úrvinda eftir
aðeins tvö lög.“
Alls fórti 22.860 kubbar í bygging-
una.
Hallgrímskirkju
á 14 dögum
Stórt líkan af Hallgríms-
kirkju, búið til úr Legokubb-
um, blasti við viðskiptavinum
Miklagarðs á dögunum.
Líkanið af kirkjunni var byggt
hjá Lego i Billund á Jótlandi
haustið 1979 vegna vörusýningar í
Laugardalshöllinni þá um haustið.
Reykjalundur útvegaði þá teikn-
ingar af kirkjunni og lét auk þess
taka myndir af byggingunni eins
og hún var þá.
Dagný Hólm sem sést lengst til
hægri á annarri myndinni er yfir-
hönnuður hjá Lego og hefur staðið
fyrir öllum þeim líkönum sem gerð
hafa verið og sýnd eru í Legoland-
garðinum í Billund.
Hún og stúlkurnar sem aðstoð-
uðu við kirkjubygginguna byggðu
húsið úr hvorki meira né minna
en 22.860 kubbum á 14 vinnudög-
um, það er að segja á um það bil
112 klukkustundum.
Kubbarnir eru límdir saman og
báknið hið traustasta að gerð. Þess
má geta að líkönin í garðinum í
Billund standa úti allan ársins
hring og hafa sum þeirra staðið
úti frá opnun garðsins eða í ein
16 ár.
Kirkjulíkanið er geymt á
Reykjalundi uns verðugri staður
finnst til að geyma það á.
Kirkjan var reist árið 1979 og tók það um 112 klukkustundir að byggja
báknið.
Þær reistu
Foreldrar Spánarkonungs gift í 50 ár
Það var mikið um dýrðir
i Prado- höllinni í
Madrid í október sl. Foreldrar
Juan Carlos konungs, Don
Juan de Bourbon og Maria de
las Mercedes, héldu upp á 50
ára brúðkaupsafmæli sitt
með pomp og pragt.
Hjónin hafa löngum verið
búsett í Portúgal, þar sem
Don Juan var aldrei konungur
Spánar, einungis sonur hans i
sem tók við. Franco leyfði
aldrei að Don Juan byggi á
Spáni, þó að hann léti sér
lynda að Carlos erfðaprins
fengi menntun sina í föður-
landinu.
Maria de las Mercedes móðir
Juan í ’arlos Spánarkonungs.
Don Juan faðir konungsins.