Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 68
n& ^uglýsinga- síminn er 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. f brií Sveinborgar var allt á tjá og tnndri Morgunbladid/Sigurgeir Mikið tjón á Sveinborgu SI 70: Hyggjast ljúka söluferðinni til Englands Vestmannaejjum, 3. desember. MIKIÐ tjón varð i yfirbyggingu og tækjum í brú skuttogarans Svein- borgar SI 70 fri Siglufirði þegar skipið fékk i sig brotsjó suður af landinu um tvö-leytið aðfararnótt minudagsins. Skipstjórinn var einn í brúnni þegar ólagið reið yfir bakborðsmegin, braut 6 rúður og fyllti brúna af sjó sem sprengdi út dyr stjórnborðsmegin. Ljóst er af ummerkjum í stjórnborðsmegin. Við þurftum brúnni og lýsingu skipverja í að sækja sum tækin út í stjórn- samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins að mesta mildi var að skipstjórinn slapp óskaddaður úr holskeflunni. Hjalti Bjðrnsson skipstjóri vildi ekki tjá sig um atburðinn. Sveinborgin var á leið í sðlu- ferð til Englands með um 115 tonn af fiski. Um borð voru 14 skipverjar og tvær konur. Páll Gunnlaugsson stýrimaður sagði í samtali við Morgunblaðið að veður hefði verið slæmt þarna um nóttina. „Hann var að ganga út í suðaustrið. Mikill sjór og 10 vindstig. Við keyrðum á hálfri ferð og það tók sig upp mikill sjór sem skall á okkur bakborðs- megin. Sex gluggar brotnuðu og sjórinn fyllti brúna og fossaði niður í ganga. Á kafla gekk brúin inn og sjórinn braut út hurðina borðsvænginn. Ég held að segja megi að öll tækin séu gjörónýt," sagði Páll Gunnlaugsson. Það var ljótt um að litast í brúnni þegar skipið kom inn til hafnar í Eyjum um hádegisbilið í dag. Höfðu skipverjar þó hreinsað til eins og hægt var, og sett fyrir brotnu gluggana. Brúin var dælduð og gengin inn á kafla um á að giska 30 sentimetra. Engu líkara en slegið hefði verið á húsið með risasleggju. Þá var rekkverkið brotið af á kafla fyrir framan brúna. í dag var unnið að viðgerðum og að því að setja ný tæki í brúna til bráðabirgða. Ætla skipverjar síðan að halda ferðinni áfram og selja afla sinn S Englandi síðar í vikunni. - hkj Skiparekstur íslenska skipafé- lagsins að stöðvast Skaftáin enn í Antwerpen og kröfurnar nálgast 50 milljónir króna SKIPAREKSTUR íslenska skipaféjagsins er nú að stöðvast, þar sem Útvegsbanki íslands hefur neitað íslenska skipafélaginu um rekstrar- lán. Selá kom til Reykjavíkurhafnar í gærmorgun, og liggur nú við fest- ar, Rangá er væntanleg til Reykjavíkur í dag, og mun sömuleiðis leggj- ast við festar. Von er á Hofsá til landsins síðar í vikunni, en Skaftá er enn í farbanni í Antwerpen, og ekkert sem bendir til þess að hún losni þaðan í bráð. Heimildir Morgunblaðsins herma að erlendir kröfuhafar hafi nú lagt fram kröfur á Skaftána sem nemi um 1,2 milljónum doll- ara, eða um 48 milljónum króna, og er ekki talið að allar kröfurnar séu fram komnar. Það er því ekki talið líklegt að Sveinn Snorrason, lögfræðingur Útvegsbankans, sem nú er í Antwerpen til þess að leita samninga við kröfuhafa á Hafskip hafi þar erindi sem erfiði. Ragnar Kjartansson, stjórnar- formaður Hafskips var í gær spurður álits á tilboði Eimskips í eigur íslenska skipafélagsins: „Ég hefði auðvitað kosið að sjá hærri tölur þarna," sagði Ragnar. Hann sagði að allt frá því snemma í júlí, þegar ljóst hefði verið að Hafskip stæði frammi fyrir vanda, hefði það verið sett fram sem megin- markmið að spila þannig úr málum að hagsmunum Útvegsbanka ís- lands yrði borgið. Hann sagði það ekki hafa verið tilviljun að viðræð- ur voru hafnar við Eimskipafélag- ið en ekki önnur skipafélög. „Á þessum tíma er það mín persónu- lega hvatning til viðskiptamanna Hafskips hf. að beina viðskiptum sinum til Eimskipafélagsins, en hika jafnframt ekki við að sýna félaginu eðlilegt aðhald og gera kröfu til málefnalegrar þjónustu. Þeir vita sem er, félagar okkar hjá Eimskip, að án þjónustunnar má búast við nýju Hafskipi, og vafamál er að þeir vilji ganga í gegnum nýtt 27 ára tímabil af því tagi,“ sagði Ragnar. Fulltrúar Eimskips og Útvegs- bankans ræddust við í gær, en ekki var gengið frá neinu. Er málið í biðstöðu á meðan reynt er að fá niðurstöðu í Skaftármálinu, og því með hvaða hætti kaup Eimskips á eignum íslenska skipafélagsins fara fram. Viðmælendur blaðsins telja þó að niðurstaða fáist í mál- inu í þessari viku. „Lögfræðingur okkar talaði við okkur í dag, og hann segir að þetta sé bæði flókið mál og erfitt," sagði Lárus Jónsson bankastjóri Útvegs- bankans í gærkveldi. Lárus sagðist óviss um það hver niðurstaðan af för Sveins til Antwerpen yrði, en hann sagði að Útvegsbankinn myndi ekki leysa Skaftána út ef kröfurnar á skipið væru orðnar 1,2 milljón doliara. Sjá viðtal við Ragnar Kjartans- son, stjórnarformann Hafskips á bls. 4. 69 % hækkun á laxveiði- leyfum í Elliðaánum BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt 69% hækkun á laxveiði- leyfum í Elliðaánum sumarið 1986. Hálfur dagur í Elliðaánum kostaði sl. sumar kr. 1.600 en hækkar í kr. 2.700 næsta sumar og gildir það út ailt veiðitímabilið. „Fyrir hver áramót fer fram endurskoðun á samningi um veiði- leyfi milli Reykjavíkurborgar og Stangveiðifélags Reykjavíkur," sagði Haukur Pálmason, aðstoðar- rafmagnsstjóri hjá Rafmagnsveit- um Reykjavíkur, sem hefur með samningana að gera. „í ár urðu báðir aðilar sammála um að þörf væri á aukinni öryggisgæslu við árnar allan sólarhringinn. Hækk- un veiðileyfa umfram almennt verðlag, sem hækkaði um 35% á síðasta ári, má því rekja til kostn- aðar við aukna gæslu.“ Tíu ísfírðingar dæmdir í sektir fyrir ólöglegan útvarpsrekstur í BSRB-verkfallinu: Ekki fallist á að neyðarréttur hafi réttlætt útvarpssendingar TÍU MENN á ísafirði voru í gær dæmdir í fésektir fyrir að hafa starfrækt ólöglega útvarpsstöð þar í bænum í tvo daga í verkfalli BSRB í fyrrahaust. Fimm þeirra, sem mynduðu „útvarpsráð“ stöðvarinnar, voru dæmdir í 5.000 króna sekt hver um sig en fimm aðrir, sem voru starfsmenn stöðvarinnar, í 3.000 króna sekt hver. Til vara komi varðhald í fimm og þrjá daga. Líklegt er að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar, að sögn eins hinna sakfelldu á ísafirði, Úlfars Agústssonar fréttaritara Morgunblaðsins. Þetta er fyrsti dómurinn, sem fellur í sjö málum er höfðuð voru fyrr á þessu ári gegn aðstandend- um ólöglegra útvarpsstöðva er starfræktar voru á nokkrum stöð- um á landinu í verkfalli BSRB. Tíumenningarnir, sem dæmdir voru fyrir brot á útvarps- og fjar- skiptalögum, eru Árni Sigurðsson ritstjóri, öskar Eggertsson fram- kvæmdastjóri, Úlfar Ágústsson framkvæmdastjóri, Yngvi Kjart- ansson blaðamaður og Björn Her- mannsson rafvirki, en þeir fimm mynduðu „útvarpsráðið", og svo þeir Magni Veturliðason rafeinda- virkjanemi, Jónas Ágústsson sölu- stjóri, Guðmundur Kristinsson rafeindavirki, Bjarni Hákonarson verslunarstjóri og Jakob Garðars- son nemi, sem allir voru starfs- menn stöðvarinnar. Sá síðast- nefndi er 17 ára gamall og lék af hljómplötum í útvarpinu í eina klukkustund annan daginn, sem sent var út, að sögn Úlfars Ágústs- sonar. Tímenningarnir eru við- riðnir fjölmiðlun á ísafirði og nokkrir eru starfsmenn rafeinda- fyrirtækisins Pólsins þar í bæ. í niðurstöðum dómsins segir meðal annars, að ekki sé fallist á þá röksemd verjanda, að einkarétt- ur ríkisvaldsins á útvarpi hafi fallið niður við það að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi lagt niður störf sín og ekki er heldur fallist á að réttlæta megi útvarpssend- ingarnar með skirskotun til neyð- arréttar. Dóminn kvað upp ólafur K. Ólafsson fógetafulltrúi á ísafirði. Verjandi tímenninganna var Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Sex önnur mál vegna sömu ætl- uðu brota eru nú til meðferðar í dómskerfinu, þrjú í Reykjavík, tvö á Akureyri og eitt á Siglufirði. Ákærur í þeim málum, sem nú eru til meðferðar fyrir Sakadómi Reykjavíkur, voru gefnar út í jan- úar á þessu ári. Dómarar í tveimur þeirra sögðust í gær eiga von á að dómar gætu gengið í næsta mán- uði, janúar 1986. Ákæra í málinu á ísafirði var gefin út um miðjan apríl á þessu ári, ákært var í mál- unum á Akureyri í vor og í Siglu- fjarðarmálinu síðari hluta ágúst- mánaðar. Sjá nánar á bls. 39 '— Morjfunbladiö/Friöþjófur Jólatréð rísið á Austurvelli Oslóarjólatréð var reist á Austur- velli í gær. Á sunnudaginn verða Ijósin tendruð á trénu við hátíð- lega athöfn að vanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.