Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ1913 290. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sex ára átök í Afganistan: 10.000 Sovét- menn fallnir Wukiagtoa. 21. desember. AP. FRÁ ÞVÍ Sovétmenn gerðu innrás í árum hafa 10.000 sovézkir hermenn sveitir og 20.000 hermenn særst, aö ! ráðuneytisins. í skýrslu ráðuneytisins kemur fram að sovézki innrásarherinn og afganski stjórnarherinn hafi misst á níunda hundrað flugvéla í bar- dögunum, þar af 200 á þessu ári. Arnold Raphel, talsmaður ráðu- neytisins, segir að frelsissveitirnar geti ekki sigrast á sovézka inn- rásarliðinu, sem áætlað er að telji 118 þúsund hermenn, jafnvel þótt þeir væru betur vopnum búnir en áður og pólitísk eining væri meiri. Átökin séu í raun komin í sjálf- heldu og útilokað að annar aðilinn geti knúið fram sigur, en hernað- arstöðuna bæri samt að skoða sem stórsigur frelsissveitanna. Bandaríkin: Afganistan um jólahelgina fyrir sex fallið í átökum við afganskar frelsis- sögn talsmanns bandaríska utanríkis- Raphel sagði að viðræður, sem haldnar væru að frumkvæði Sam- einuðu þjóðanna, um stríðið í Afganistan gæfu vissar vonir. Innrásin í Afganistan og stríðið, sem geisað hefur síðan, hefur rýrt orðstír Sovétmanna í ríkjum mú- hameðstrúarmanna. Vísbendingar væru um að sovézkir ráðamenn vildu bæta fyrir álitshnekkinn. Raphel sagði Rússa hafa fjölgað um 5.000 hermenn í innrásarliðinu á árinu og aukið skotgetu þess. Þá væri 30.000 manna herlið til taks handan afgönsku landamæranna. Shultz verður ekki sendur í lygapróf Italía: Mikil sprenging í olíubirgðastöð Washinfpon, 21. desember. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjafor- seti, lýsti yfir því í gær að George P. Shultz, utanríkisráðherra, yrði ekki látinn gangast undir próf um trygglyndi sitt í lygamæli. Shultz hafði sagt að hann myndi segja af sér, frekar en að fara í slíkt próf. Bandaríkin: Prentari kærður fyr- ir njósnir WashÍRgton. 21. desember. AP. PRENTARI hjá prentsmiðju, sem prentar fyrir hið opinbera, var hand- tekinn í nótt og sakaður um njósnir 1 þágu Rússa. Er hann 11. Banda- ríkjamaðurinn, sem handtekinn er á þessu ári fyrir meintar njósnir. Prentarinn, Randy Miles Jeffri- es, sem er 26 ára, er sagður hafa sankað að sér trúnaðarskjölum um landvarnir Bandaríkjanna og reynt að afhenda þau skrifstofu sovézka hermálafulltrúans í Washington. Skömmu eftir að Reagan hitti Shultz sagði hann við blaðamenn að hvor.ugur þyrfti að gangast undir próf í lygamæli. Blaðamenn hrópuðu spurningar að forsetan- um er hann yfirgaf Hvíta húsið á leið til Camp David í Maryland, þar sem hann mun dvelja um helgina, og var m.a. spurt hvort Reagan hefði fengið Shultz til að skipta um skoðun á lygamælum: „Nei,“ sagði Reagan, „ég skýrði einfaldlega út fyrir honum að hann ætti ekki að trúa öllu, sem hann læsi í evrópskum dagblöðum." Shultzer nýkominn úr Evrópuferð. Shultz setti fram á fimmtudag fyrstu opinberu afsagnarhótun sína að talið er á 3xk árs ferli sinum sem utanríkisráðherra. Shultz kvaðst vera algerlega mót- fallinn nýjum skipunum um að nota lygamæli til að fletta ofan af starfsmönnum, sem ekki væri treystandi. „Þegar mér, sem ráðherra, verð- ur sagt að mér sé ekki treystandi, þá geng ég út úr stjórninni," sagði Shultz og bætti við, að það væri trúa sín, að próf fyrir lygamæli væru ekki áreiðanleg. Napolí, 21. deseraber. AP. MIKIL sprenging varð í olíubirgda- stöð á iðnaðarsvæði í Napolí skömmu fyrir dögun í morgun og segja embættismenn að um 280 manns hafi slasast, nokkrir tugir alvarlega. Fjölmiðlar segja að tveir menn hafi látist í sprengingunni. „Þetta var öflug sprenging," sagði Renato Profili, talsmaður borgaryfirvalda í Napolí. Mikill eldur braust út í spreng- ingunni og kviknaði í nærliggjandi byggingum. Ekki hafði enn tekist að ráða niðurlögum eldsins á há- degi í dag og var óttast að hann breiddist út til olíuhreinsunar- stöðvar í næsta nágrenni við olíu- birgðastöðina. Profili kvað 30 manns liggja á sjúkrahúsi í Napolí og hefðu 250 manns fengið læknis- aðstoð við smávæglegum sárum. 1 útvarpi sagði að 50 manns hefðu fengið alvarleg brunasár. Talsmaður viðlagaráðuneytisins í Róm sagði að tveggja starfs- manna olíufélagsins Agip, sem er í ríkiseigu, væri saknað. Þeir hefðu verið að störfum i birgðastöðinni þegar sprengingin varð. Giuseppi Bossa, talsmaður Agip í Napolí, sagði að olía og bensin hefði verið geymt í birgðastöðinni og 24 olíutankar hefðu gjöreyði- lagst. Óvíst er hvað olli sprengingunni og ekki talið útilokað að hún hafi verið af mannavöldum. Rússi synti á vit frelsis KúAuhore. Kraliklandi. 21. desember. AP. SOVÉZKUR sjómaður stakk sér til sunds frá sovézka kornflutninga- skipinu „Ivan Pokrovskiy", og synti til lands þar sera hann bað um póli- tískt hæli. Sjómaðurinn naut aðstoðar við- staddra er hann klifraði upp á bryggju úr köldum sjónum. Ekki var skýrt frá nafni hans né aldri. Frönsk yfirvöld ihuga beiðni mannsins, sem gaf sig fram við lögreglu. Skip hans tók höfn í borginni Rúðu í gær. Indland: Heilagar kýr ekki fluttar inn Njju Oelhf, 21. desember. AP. INDLANDSSTJÓRN hefur ákveð- ið að hætta við áætlanir um að flytja inn kýr til að bjarga þeim frá válegum dauða í evrópskum slátur- húsum, vegna þess að enginn fékkst til að greiða fyrir flutning- inn á skepnunum, að því er segir I indversku dagblaði í dag. í blaðinu sagði að samkvæmt áætluninni hefði átt að flytja inn um 100 þúsund kýr frá Vestur- Þýskalandi, Danmörku, Hollandi ogöðrum Evrópuríkjum. Hindúum finnst jaðra við villi- mennsku að drepa kú af efnahags- legum ástæðum. Á Indlandi fá kýrnar að valsa óhindrað um borg og bý og kýrin er hindúum tákn móðurinnar. Trúarleiðtogar hindúa fengu þá hugmynd að flytja inn kýr þegar spurðist að Vestur-Þjóðverjar ætluðu að farga kúm í þúsunda- tali vegna offramleiðslu á mjólk- urvörum innan Evrópubandalags- ins. Indlandsstjórn neitaði að teggja fram fé til þessa innflutn- ings úr ríkissjóði og indverskir bændur kváðust ekki hafa bol- magn til slíks. Það kostar um 50 þúsund krónur að flytja eina kú frá Evrópu til Indlands. Stjórn Vestur-Þýskalands hef- ur samþykkt að láta kýrnar af hendi til Indverja með því skilyrði að þeir standi straum af flutn- ingskostnaði og á það sama við um önnur Evrópuríki. Og þar stóð hnífurinn í kúnni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.