Morgunblaðið - 22.12.1985, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Skoðanakönnun Hagvangs:
Verðbólga helsti
vandi íslendinga
SAMKVÆMT könnun Ilagvangs telja flestir að verðbólga sé helsta vanda-
mál sem fslendingar glíma við og fáir álíta að unnt verði að ná henni niður
á sama stig og í nágrannalöndunum á þessu ári.
Spurt var: „Hvert telur þú vera helsta vandamál íslendinga í dag?“ 17,2%
nefndu verðbólgu, 13,2% efnahagsástandið, 12,6% eyðslu um efni fram, 9,5%
lág laun, 7,1 %skuldasöfnun erlendis og 6,0 %áfengis- og fíkniefnaneyslu.
í framhaldi af þessu var spurt: neitandi, 21,5% játandi og 6,6%
„Telur þú að unnt verði að leysa
þetta vandamál á næstu árum?“
Að verulegu leyti sögðu 30,0%, að
einhverju leyti sögðu 38,2%, að litlu
leyti sögðu 18,5% og að engu leyti
sögðu 13,2%.
Þá var spurt: „Trúir þú því að
hægt verði að ná verðbólgunni
niður á sama stig og í nágranna-
löndunum í ár?“ 71,8% svöruðu
sögðust ekki vita það. Hagvangur
spurði sömu spurningar í apríl 1984
og var þá meiri bjartsýni ríkjandi.
53,8% töldu að unnt yrði að ná
verðbólgunni niður á sama stig og
í nágrannalöndunum á því ári, en
42,8 töldu það ekki unnt.
Úrtakið í könnun Hagvangs var
1.000 manns 18 ára og eldri um land
allt. Spurningunum svöruðu 787.
Kvennaskólastúdentar
Morgunblaðid/Margrét Lind
Kvennaskólinn í Reykjavík brautskráði 21 stúdent á föstudaginn. Arna Vala Róbertsdóttir náði bestum heildar-
árangri og hlaut hún margs konar verðlaun, m.a. úr Móðurmálssjóði og minningarsjóði fröken Ragnheiðar
Jónsdóttur.
Flest tilboðin í Kol-
beinsey 176 milljónir
FISKVEIÐASJÓÐI bárust 6 tilboð f togarann Kolbeinsey, sem sjóðurinn
keypti á uppboði á Húsavík fyrir nokkru. Skipið var slegið sjóðnum á 176
milljónir króna og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hljóðuðu flest
tilboðin, sem í skipið bárust, upp á svipaða upphæð og í sumum tilfellum
var boðin mjög há upphæð í fyrstu greiðslu.
Stjórnendur Fiskveiðasjóðs hafa Morgunblaðinu er kunnugt
ákveðið að gefa ekkert upp um
tilboðin, en þau voru lögð fyrir
fund stjórnar sjóðsins á fimmtu-
dag. Eins og áður sagði keypti sjóð-
urinn skipið á 176 milljónir króna,
en 261 milljón króna frá sjóðnum
hvíldi á skipinu auk 14 milljóna
frá Byggðasjóði. Tilboðin í Kol-
beinsey og Helga S verða ekki
skoðuð nánar fyrr en eftir áramót.
tilboð í skipið frá nýju hlutafélagi
á Húsavík, en á lánsfjárlögum er
gert ráð fyrir 100 milljónum króna
til endurlána viðkomandi byggðar-
lögum til endurheimtu á skipum,
sem þau missa á uppboðum. Upp-
hæðinni verður samkvæmt því
skipt niður á byggðarlögin en ekki
mun verða lánað meira en sem
nemur 15% af kaupverði hvers
u
„Vandasamt mál
og viðkvæmt1
segir Þorsteinn Pálsson,
fjármálaráöherra
skips. Ekki hefur fengizt gefið upp
úr hvaða landshlutum tilboðin í
Kolbeinsey eru, en Morgunblaðinu
eru kunnugt um að ekkert tilboð
er frá Vestfjörðum og ekki heldur
frá Skagaströnd eins og um tíma
var talið að yrði.
„ÞETTA er vandasamt mál og við-
kvæmt gagnvart stéttarsamtökun-
um,“ sagði Þorstcinn Pálsson, fjár-
málaráðherra, er hann var spurður
hver yrðu viðbrögð ríkisstjórnarinnar
við beiðni kennarafélaganna um
samningsrétt, nú er þau hafa sagt sig
úr Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja.
Þorsteinn kvaðst enn ekki hafa
átt viðræður við forystumenn kenn-
ara, en þeir hefðu átt fund með
embættismönnum í launadeild fjár-
málaráðuneytisins á miðvikudag.
Hann sagði, að viðræður væru fyrir-
hugaðar, en mál þetta var nýlega
komið upp og hann kvaðst því þurfa
að fá ráðrúm til að athuga allar
hliðar þessa nánar, áður en svar
yrði gefið.
Alþingi:
Orustan um Hastingstitilinn:
Tveir íslenskir skák-
menn meðal þátttakenda
Samningsréttur kennara:
Bankaráð svo til óbreytt
LÍnLSHÁTTAR breytingar urðu á
skipan bankaráða ríkisbankanna er
kosið var á Alþingi í gær í nefndir og
ráð á vegum ríkisins. Að vísu höfðu
fulltrúar Alþýðubandalagsins í bank-
aráði Búnaðarbankans sætaskipti,
þannig að Þórunn Eiríksdóttir frá
Kaðalstöðum sem verið hefur vara-
maður varð aðalmaður, en Helgi Selj-
an sem verið hefur aðalmaður varð
varamaður.
Þau Þórunn og Helgi skiptu um
sæti vegna ákveðinnar endurnýjun-
arreglu hjá Alþýðubandalaginu sem
gerir það að verkum að Helgi er
kominn á tíma. Garðar Sigurðsson
alþingismaður, fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins i bankaráði Útvegs-
bankans var endurkjörinn í ráðið.
Fulltrúar annarra flokka voru einn-
ig allir endurkjörnir.
SKÁKMENNIRNIR Margeir
Pétursson og Jóhann Hjartar-
son munu taka þátt í hinu ár-
lega boðsmóti í Hastings í Eng-
landi, sem hefst þann 28. des-
ember.
Mótið í Hastings er elsta
skákmót sem enn er haldið og
hafa aðeins þrír íslendingar
áður tekið þátt í því. Guðmund-
ur S. Guðmundsson náði þar
góðum árangri skömmu eftir
stríð og var það í fyrsta skipti
sem íslenskur skámaður vakti
verulega athygli erlendis. Frið-
rik Ólafsson gerði síðan garðinn
frægan þar fyrir 30 árum, þegar
hann varð í efsta sæti ásamt
Kortsnoj. Sigurinn í Hastings
markaði upphafið að frægðar-
ferli Friðriks í skáklistinni.
Hastingsmótið markaði einnig
tímamót hjá Guðmundi Sigur-
jónssyni, því fyrir 11 árum vann
hann þar til stórmeistartitils.
Borgin við Ermasundið er því
sögufræg á íslandi fyrir fleira
en níu alda gamla stórorustu.
Hastingsmótið er sterkt á
alþjóðamælikvarða. Meðal
þátttakenda nú eru fimm bresk-
ir stórmeistarar, Short, Speel-
man, Chandler, Mestel og Plas-
kett, tékkneski stórmeistarinn
Hort, heimsmeistari kvenna og
tveir rússneskir stórmeistarar.
Þátttakendur eru alls 14. Mótið
stendur frá 28. desember til 12.
janúar.
Málsskjöl
í kössum
SVO sem skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær, var forstjóri Nesco
dæmdur til greiðslu sektar fyrir
söluskattssvik á árunum 1975—
1976 og 1977. Málið hefur lengi
verið að velkjast í kerfinu og var
tæp fimm ár fyrir dómi. í dómi
Sakadóms Reykjavíkur var sér-
staklega getið um, að málið hefði
tafist vegna umfangs þess.
í kjölfar dómsins bárust
embætti ríkissaksóknara
málsskjöl og bókhald fyrir-
tækisins og svo sem sjá má var
þetta „margra kassa mál“.
Bergljót Eiríksdóttir, skrif-
stofustjóri embættis ríkissak-
sóknara virðir myndina fyrir
sér.
Morirunblaðift/Emilla
Flýgur með jólarjóm-
ann til Grænlands
ÞAÐ voru verulegar annir nú í
vikunni sem var að líða hjá fiug-
þjónustu Helga Jónssonar, sem
hefur sérleyfið á fiugleiðinni
Reykjavík — Kulusuk við Ang-
magssalik.
Þar er auk verslunar Konung-
leg Grænlandsverslunarinnar
kaupmaður einn sem Henrik
INNLEN'T
Nilsen heitir. Hann hefur oft
notað sér ferðirnar frá Reykja-
vík. Hann hefur þá beðið Helga
um að kaupa fyrir sig ýmsan
varning í verslun sína. Fyrir
nokkrum dögum voru jólainn-
kaupin það umsvifamikil að
varningurinn skipti hundruðum
kílóa. Það voru einkum ferskir
jólaávextir sem Helgi keypti
fyrir hann, auk þess jólarjómi
fyrir húsmæðurnar í Ang-
magssalik. Þessum kærkomna
jólavarningi flaug Helgi á
fimmtudag. Þá flaug Helgi heim
til Grænlands 12—14 græn-
lenskum sjómönnum. Þeir voru
eftir hér á landi af grænlenskum
rækjutogara sem hélt í söluferð
til Danmerkur. Á meðan halda
sjómennirnir jól heima, en út-
hald togarans var orðið mjög
langt.