Morgunblaðið - 22.12.1985, Page 4

Morgunblaðið - 22.12.1985, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 Lífsnauðsynlegt að við fáum skip - segir Guðni Jónsson hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar M*r(aabteMé/JiUu Frá vinstri Guðrún Jónsdóttir, Róbcrt Sigmundsson, Ebba Edwalds talmeinafræðingur, Halldóra Thorodd- sen formaður Krabbameinsfélags íslands, Guðrún Halldórsdóttir, Una Jónsdóttir formaður Nýrrar raddar og Eiríkur Jónsson. Mikilvægast að vita hvert af öðru og styðja hvert annað - segir Una Jónsdóttir formaður Nýrrar raddar FIMM ár eru liðin síðan „Ný rödd“, félag krabbameinsjúklinga sem misst hafa barkakýlið, var stofnað. Markmið félagsins er að aðstoða þá sem þurfa að ganga undir aðgerð sem þessa, vernda og styðja hagsmuni félagsmanna. Fé- lagið er aðili að samtökum nor- rænna félaga með sama markmið og hafa fulltrúar frá Islandi sótt ráðstefnur norrænu samtakanna undanfarin ár. Þá á félagið aðild að Evrópusambandi barkakýlislausra. „Þetta er merkur áfangi, fimm ára afmælið," sagði Una Jónsdóttir formaður félagsins í hófi þegar afmælisins var minnst. „A þessum árum hefur okkur tekist að bæta til muna aðstöðu þeirra sem verða fyrir því að missa röddina og meðal annars notið fyrirgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins og Hjálpartækjabankans. Þá höfum © INNLENT við sótt ráðstefnur samtaka nor- rænna barkakýlislausra og tekið þátt í fyrirbyggjandi ráðgjöf á vegum Krabbameinsfélagsins. Mikilvægast er þó að við vitum hvert af öðru og styðjum hvert anna.“ Algengasta orsök sjúk- dómsins hér á landi er talin vera beinar og óbeinar reykingar en erlendis hefur loftmengun aukið tiðni sjúkdómsins á undanförnum árum. Fimmtán ár eru liðin síðan fyrst var farið að fjarlægja barkakýli og raddbðnd hér á landi. „Eftir svona aðgerð verður að læra að tala upp á nýtt með öðru líffæri, vélindanu, og er ropi grunntónn raddarinnar," sagði Ebba Ed- wardsdóttir talmeinafræðingur, sem þjálfar sjúklinga að lokinni aðgerð. „Aðferðin felst í að sjúkl- ingar þrýsta lofti með vörum, kinnum og tungu aftur í kok og niður i vélinda og þrýsta því síðan upp með hjálp litils vöðva i opi vélindans og mynda þannig hljóð. Sjúklingum gengur misvel að ná árangri og fer það eftir líkamlegu ástandi. Sumir eru ákveðnir og geta farið að tjá sig eftir nokkrar vikur aðrir þurfa lengri tíma." Tíu félagar eru i félaginu „Ný rödd“. Tíðni sjúkdómsins hefur ekki aukist á undanförnum árum og má ætla að það sé fyrirbyggj- andi aðgerðum að þakka. „OKKUR er lífsnaudsyn að fá skip til hráefnisöflunar. Þess vegna bjóð- um við í öll fól skip það verð, sem við teljum raunhæft. Við buðum bæði í Helga S og Kolbeinsey og hefðum boðið í Má í Olafsvík hefði þetta verið alvöru uppboð,“ sagði Guðni Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjaröar, í samtali við Morgunblaðið. Guðni sagði, að siðan í haust hefði frystihúsið nánast ekkert fengið af bolfiski til vinnslu. Sigur- fari, sem lagt hefði upp hjá húsinu, hefði lagzt í siglingar í haust og siðan verið seldur á uppboði. Tog- arinn Runólfur hefði einnig lagt upp hluta af afla sínum hjá húsinu, en hann hefði verið í slipp í haust og auk þess hefði gildandi hrá- efnismiðlun í Grundarfirði farið út um þúfur með sölunni á Sigurfara. Reksturinn hefði gengið í haust á skelvinnslu og afla keyptum af höfuðborgarsvæðinu, um 100 lest- um, og hefði sú vinnsla komið vel út. Guðni sagðist ekki vilja gefa upp hve mikið fyrirtækið hefði boðið í Helga S og Kolbeinsey, en sagði fjárhagslega stöðu þess og hugsan- legra samstarfsaðilja sterka. Þó væri alls ekki ætlunin að bjóða hærra í skip, en þau gætu staðið undir. Guðni sagði ennframur, að hefði fyrirtækið ekkert skip fengið áður en til uppboðsins á Sigurfari kæmi yrði að sjálfsögðu boðið í hann. Fengi fyrirtækið ekkert skip og Sigurfari yrði seldur af staðn- um, stæði vandi þess eftir óleystur og þess yrði krafizt að svo yrði ekki. Vandann yrði að leysa eins fljótt og mögulega væri unnt. Umferðarráð: 22 dauðaslys á þessu ári UMFERÐARSLYSUM hér á landi hefur fjölgaó á þessu ári miöaó viö sama tíma í fyrra, samkvæmt bráða- birgöaskráningu UmferÖarráðs. Dauðaslys eru oröin 22 í umferðinni á þessu ári, þar af tvö í nóvember sl. í nóvember slösuóust 72 ein- staklingar í 49 umferðaslysum á öllu landinu. Skráð umferðarslys fram til nóvemberloka eru 582. Þau voru 510 á sama tíma í fyrra. Á þessu ári hafa 844 manns slasast í um- ferðinni, en 711 slösuðust frá jan- úar til nóvember í fyrra. Flestir slasaðra eru ökumenn bifreiða eða 336, en voru 261 á síðasta ári. Næstir koma farþegar í bifreiðum samtals 324, en voru 272 í fyrra. Af 866 slösuðum frá byrjun janúar til loka nóvember eru flestir á aldrinum 17 til 20 ára, eða 209, en voru 161 á sama tíma í fyrra. Af slösuðum ökumönnum eru flestir á aldrinum 19 til 24 ára. Bæjarfoss f klakaböndum Ef þeir sigla á tundurskeyti er söku- dólgana að finna í ríkisstjórn Reagans - segir í fyrirsögn greinar um Rainbow-málið í Wall Street Joumal EFTIRFARANDI grein birtist í bandaríska blaðinu Wall Street Journal fyrir skömmu. Hún sýnir að Bandaríkjamenn fylgjast af áhuga með framvindu Rainbow-málsins. Höfundur er blaðamaðurinn ('hristopher Conte. Allt gekk Rainbow Navigation hf. í haginn, þegar félagið hóf að flytja 70 prósent af vöruflutn- ingum frá Bandarikjunum til herstöðvarinnar í Keflavik á ís- landi. Félagið var þá nýstofnað af Bandaríkjamanninum Mark Younge. En sjórinn hefur þrútnað og þeir sem vilja eina skipið í eigu hr. Younge á botninn — í það minnsta í óeiginlegri merkingu — eru áhrifamenn í Hvíta hús- inu, utanríkisráðherrann, varn- armálaráðherrann, flotamála- ráðherrann, dómsmálaráðherr- ann og íslenzki utanríkisráð- herrann. íslendingar eru að verja ís- lenzk skipafélög, sem misst hafa spón úr aski sínum. Blómleg út- flutningsverslun með fisk, ullar- vörur og annað góss færir (slandi heim jákvæðan viðskiptajöfnuð við Bandaríkin, sem nemur 150 milljónum dollara. í stað þess að halda tóm heim, eftir að hafa skilað af sér útflutningnum, tiðk- aðist það, að islensku skipin flyttu vörur til baka. Tekjurnar af þessu námu um það bil 11 milljónum dollara árlega. En þá kom til kasta Younges. Fyrirtæki hans færði sér í nyt bandarísk lög, sem gefa bandarí- skum skipafélögum forgangsrétt á flutningum til erlendra hafna. Hr. Younge vildi fá allan flutn- inginn til Keflavíkur, en sættist ófúsáminna. Skip Younges heitir Rainbow Hope og er 300 fet að lengd. Það er lítið af flutningaskipi að vera og hefði litla vin í samkeppni við íslensku skipin án verndar. En ýmsir opinberir aðilar i Bandaríkjunum vilja nú styðja við bakið á íslendingum og koll- varpa forréttindum Rainbow Navigation. Sömu aðilum er annt um að halda vinskap við tslend- inga, svo að aðstaðan fyrir her- stöðina raskist ekki. Talsmaður Rainbow Navigati- on hf. segir, að utanríkisráðu- neytinu bandaríska hafi ekki tekist að fá undanþágu í þessu tilfelli, hvað snertir forréttindi bandarískra skipafélaga. Tals- maðurinn segir einnig, að ís- iensku skipafélögin haf neitað að taka við skaðabótum frá Bandaríkjamönnum fyrir tekju- missinn. Opinberir embættis- menn vilja ekkert láta hafa eftir sér um þetta efni. Þá var næst reynt að bjóða út flutningana til Keflavíkur á þeirri forsendu að farmgjöld Rainbow væru of há og ósann- gjörn. Rainbow stefndi flota- málaráðuneytinu hélt því fram, að farmgjöldin væru þau sömu og íslensku skipafélögin settu upp. Dómarinn tók fram fyrir hendurnar á flotamálaráðuneyt- inu og ónýtti útboðið. Ríkis- stjórnin hefur áfrýjað þeim úr- skurði. Rainbow Hope siglir því áfram. En Younge er bitur. Seg- ist hafa búizt við reiði íslensku skipafélaganna, en að óvinurinn yrði hans eigin ríkisstjórn hafi komið honum í opna skjöldu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.