Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 5 Fiskúrgangur í meltu fyrir hundr- uð milljónir króna — 70-80 þúsund lestum af slógi hent fyrir borð í togurum á hverju ári Á HVERJU ári fellur til mikið magn af fiskúrgangi bæði um borö í skipum og í fiskvinnslustöðvum. Talið er að árlega sé 70—80 þúsund lestum af slógi og fiskúrgangi fleygt fyrir borð frá skuttogurum. Þennan úrgang er hægt að nýta í framleiðslu afurða að verðmæti 300 milljónir króna og er þá ótalinn úrgangur frá fiskvinnslustöðvum. Á þetta bendir Sigurjón Arason, efnaverkfræðingur, í 5. tölublaði Sjávarfrétta. Það er því til mikils að vinna fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Undanfarin tvö ár hefur fyrir- tækið Vélorka hf. unnið að því að finna og þróa búnað til vinnslu á fiskúrgangi í meltu, bæði um borð í skipum og í fiskvinnslu- húsum. Tilraunir til vinnslu meltu hafa farið fram á íslandi í nokkur ár og má nefna að Glettingur hf. í Þorlákshöfn hefur framleitt hana í sjö ár. Þá hefur skuttogari Einars Guð- finnssonar hf. í Bolungarvík safnað meltu frá júnímánuði á síðasta ári og hefur hann landað um 1.100 lestum. Aflaverðmæti skipsins hefur aukist um 3—4%. Nýjar atvinnugreinar s.s. lax- eldi og loðdýrarækt þurfa mikið fóður og úrgangur sem þessi hentar mjög vel. Sigurjón Ara- son segir í fyrrnefndri grein að hægt, væri að framleiða annað hvort 15—20 þúsund tonn af laxi eða 1—2 milljónir loðdýraskinna á ári, með úrgangi úr togurum. Þá hafa margir bændur notað meltu til fóðurs húsdýra og gefist vel. Aðstaða þeirra hjá Glettingi hf. í Þorlákshöfn hefur til skamms tíma verið á margan hátt fremur frumstæð, en nú hefur orðið á breyting. Gletting- ur hf. keypti fyrir skömmu og setti upp nýtt meltuvinnslukerfi frá Vélorku og hefur það reynst að sögn Guðna Ágústssonar, vél- stjóra hjá Glettingi, með ágæt- um. Kerfið hakkar allt að 8 lestir af fiskúrgangi á klukkustund, og er búnaðurinn frá Vestur-Þýska- landi. Við val á búnaði var haft samráð við Rannsóknarráð fisk- iðnaðarins. Glettingur hf. fær 3 krónur fyrir kílóið af meltu og hefur 10-faldað verðmætið. Fyr- irtækið selur afurðina til bænda í nágrenninu. Kristján Hermannsson hjá Vélorku hf. sagði að við vinnslu á meltu hefðu menn þurft að glíma við ýmis vandamál sér- staklega hvað varðar aukna sjálfvirkni. Kerfið frá Vélorku er því sem næst sjálfvirkt — aðeins þarf að snúa lokum þegar fært er á milli tanka. Vinnslukerfið samanstendur Morgunblaðið/Bjarni Guðni Ágústsson vélstjóri hjá Glettingi hf., Þorlákshöfn, og Kristján Hermannsson frá Vélorku hf. við hakkavélina. af hakkavél, hringrásardælu, sem er snígildæla með þurr- gangsvörn, (búnaður er stöðvar dæluna er dælingu lýkur), al- sjálfvirku sýrukerfi, þ.e. mæling sýru og íblöndun, hæðarrofum bæði í meltu og sýrutönkum og skiptilokum til að skipta á milli tanka. Rafmagnsstjórnbúnaði og sýrumæli er komið fyrir í einum stjórnkassa og um þá hlið sá Rafboði hf. í Garðabæ í sam- vinnu við Vélorku. Hakkavélin getur flutt, auk þess að hakka fisk og beinaút- gang, efnið upp í allt að 6 metra hæð, án þess að aukadælu þurfi. Kristján Hermannsson sagði að nú væri búið að setja upp 3 kerfi, í Glettingi, í Heiðrúnu Bolungarvík, og í Fóðurstöðina á Dalvík. Þá var einnig búið að setja upp fullbúið meltukerfi í Skjóla HF-18, en það átti að prófa þegar skipið brann. Starfsfólk kirkju- garðanna aðstoðar fólk um hátíðirnar STARFSFÓLK kirkjugarðanna mun, eins og undanfarin jól, aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvína. Kl. 11—15 á sunnudag 22. des- ember og á sama tíma á aðfanga- dag verða starfsmenn kirkjugarð- anna með talstöðvarbíla í Foss- vogsgarði og munu í samvinnu við skrifstofuna leiðbeina fólki eftir bestu getu. í Gufunesgarði verða einnig starfsmenn til aðstoðar. Sérstök ferð verður í Gufunes- garð með strætisvagni frá Lækj- artorgi (stæði leiðar 15) kl. 10.30 á aðfangadag með viðkomu á Hlemmi, ekið inn Suðurlands- braut, Grensásveg að Miklubraut. Tekur farþega á viðkomandi stöð- um. Vagninn bíður í Gufunesi og fer til baka kl. 12.00. 30 laga plata Magnúsar tenórs ÚT ER komin önnur útgáfa af hljóm- plötu Magnúsar Jónssonar söngvara, en hér er um að ræða umslag með tveimur plötum þar sem Magnús syngur 30 íslensk lög og ítölsk og óperuaríur, en undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Fyrri útgáfan af plötu Magnúsar kom út skömmu fyrir jól í fyrra og seldist upp, en á plötunni eru hljóðritanir frá árunum 1%4 til 1984. Magnús Jónsson gerði garðinn frægan í Danmörku þar sem hann söng við Konunglegu óperuna í áratug, en síðan 1967 hefur Magn- ús búið heima í íslandi og sungið umalltland. Á plötunni eru 14 kunn íslensk lög eftir öndvegistónskáld og ljóð- skáld og 16 aríur úr ýmsum kunn- um óperum. Veislustjórar Megas og Bubbi Morthens Húsið opnað ki. 19.00. Sími11440 Lristahátíð Hótel Borgar l.janúar 1986 áListahátíðarári Þaö er ekki oft sem svona hlutir gerast. Menningarviöburö mundu sumir kalla þessa uppákomu. En viö létum okkur nægja aö kalla þetta konfekt fyrir eyrun, sælgæti fyrir augun og hunang fyrir magann. Hvaö er betra fyrir sálina í skamm- deginu en fagrar listir, góöur matur og fallegir skrokkar. Ljúfmeti fyrir öll skynfæri. Klassísk tónlist Kvartett Arnþórs Jónssonar. Skáld lesa úr verkum sínum: Einar Már, Einar Kára, Þórarinn Eldjárn, Dagur Siguröarson, Sjón, Jóhamar, Einar Melax, Þorri. Listdans Dansararfrá Kramhúsinu sýna sígilda og framandi dansa. Matseðill Kanadahumar í skel Fylltar grísalundir meö ávöxtum í sherry Koníaksrjómarönd Hljómsveitir Haukur Morthens og félagar Djassófétinn Inperiet frá Svíþjóö Voice Dútl Grafík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.