Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
7
*
Forseti Islands
heiðursformaöur
norrænnar menn-
ingarkynningar
FORSETI íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, hefur fallist á ad vera
heiðursformaður í stjórn norrænu
menningarkynningarinnar „Norden
Idag“, sem haldin verður í Gauta-
borg 1989.
Markmiðið er að kynna menn-
ingu á Norðurlöndum eins og hún
er í lok 20. aldar. Frumkvæði að
þessari kynningu er komið frá
menningarnefnd þeirri er starfað
hefur í tengslum við nefnd um
nýsköpun í norrænu atvinnulífi,
sem dr. Pehr Gyllenhammar hefur
veitt forstöðu.
Að þessari kynningu á norrænu
þjóðunum standa járnbrautafélög
á Norðurlöndum, en af íslands
hálfu Flugleiðir.
(Fréttatilkynning)
Vísa Island:
Verðlaunum heit-
ið fyrir vákort
STJÓRN Visa ísland hefur lýst eftir
kortum sem glatast hafa og heitir
þeim vcrðlaunum, sem þau finna
eða geta gefið vísbendingar sem
leiða til þess að kort náist inn. Eftir-
lýst kort kallar fyrirtækið vákort og
eru fundarlaun 2.500 krónur. Þá
greiöir fyrirtækið fundarlaun að
upphæð 500 krónur hverjum þcim,
sem finnur óútrunnið kort og kemur
því til skila í næsta Visa-banka.
í fréttatilkynningu frá Visa ís-
land segir, að furðu algengt sé að
korthafar glati kortum sínum og
að veskjaþjófnaðir færist í vöxt.
Jafnframt segir, að borið hafi við
að undanförnu að reynt sé að
misnota kort með því að faisa
undirskriftir. Á föstudag auglýsti
fyrirtækið vákortalista. Þar voru
birt númer 14 vákorta, sem svo eru
kölluð, og 2.500 króna verðlaunum
heitið þeim, sem finna.
Friðarganga
á Þorláksmessu
ÝMIS friðarsamtök á landinu efna
til friðargöngu niður Laugaveg á
Þorláksmessu. Munu göngumenn
bera blys, en Háskólakórinn og
Hamrahlíðarkórinn fara fyrir
göngunni með söng. Friðarboðskap
„Á jólum 1985“ verður dreift. Lagt
verður upp frá Hlemmi kl. 17.30 og
lýkur athöfninni með kórsöng og
ávarpi á Lækjartorgi. Blyssala verð-
uráHlemmikl. 17.
Eftirtalin samtök standa fyrir
göngunni: Friðarsamtök íslenskra
kvenna, samtök eðlisfræðinga
gegn kjarnorkuvá, samtök lækna
gegn kjarnorkuvá, friðarsamtök
listamanna, samtök um kjarn-
orkuvopnalaust fsland, friðarsam-
tök fóstra, herstöðvarandstæðing-
ar og menningar- og friðarsamtök
íslenskra kvenna.
(í r fréttatilkynninKii)
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásúfum Moggans!
Mikil þörf á þessu geymsluhúsnæði
— segir Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður
Menntamálaráðuneytið gerði í
september sl. samning við Krist-
ján Siggeirsson hf. um leigu á
1.200 fm. geymsluhúsnæði fyrir
Þjóðskjalasafn íslands. Samning-
urinn gildir frá 1. október 1985
til 30. september 1994. Fyrr í
þessum mánuði samþykkti fjár-
veitinganefnd að veita 1.600 þús-
und króna aukafjárveitingu, 500
þúsund til að standa straum af
leigunni og 1.100 þúsund til
kaupa á hillum í geymsluhús-
næðið.
Eins og komið hefur fram í
fréttum hefur ráðuneytið keypt
húsnæði Mjólkursamsölunnar við
Laugaveg undir starfsemi safns-
ins. Engin ákvæði voru um þessi
kaup í fjárlagafrumvarpinu, en á
föstudaginn var lögð fram tillaga
á Alþingi um að bæta heimild til
kaupanna inn í frumvarpið.
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala-
vörður sagði að Þjóðskjalasafninu
hefði verið sagt upp samtals 800
fm. geymsluhúsnæði í febrúar sl.
og átti að vera flutt út fyrir 1.
ágúst sl. Húsnæðið hjá Kristjáni
Siggeirssyni hefði verið tekið á
leigu til þess að taka við skjölum
sem þar eru í geymslu, en það eru
skjöl sem ekki komast fyrir í
safnahúsinu við Hverfisgötu.
Ólafur sagði að þegar unnt
væri að hefjast handa við að flytja
Þjóðskjalasafnið í Mjólkursam-
söluhúsið yrði fyrst reynt að
flytja þá starfsemi sem nú er í
safnahúsinu við Hverfisgötu. Þar
eru m.a. elstu skjölin í eigu safns-
ins. Á meðan þyrftu önnur skjöl
að vera í tryggri geymslu og til
þess er húsnæði Kristjáns Sig-
geirssonar tekið á leigu. Ekki
verður unnt að flytja þangað fyrr
en búið er að setja þar upp hillur
fyrirskjölin.
„Það var gríðarleg þörf á þess-
um geymslum" sagði Ólafur.
Þetta kom upp áður en nokkuð
var vitað um Mjólkursamsöluhús-
ið, en samt sem áður höfum við
mikla þörf fyrir þetta húsnæði
þangað til við getum flutt geymsl-
urnar í framtíðarhúsnæðið.
Ástæðan fyrir því að leigan er
til svo langs tíma er sú að það
er mjög erfitt og tímafrekt að
flytja þetta skjalasafn og því kom
ekki til greina að leigja geymslu-
húsnæði til skamms tíma. Þó
samningurinn sé til níu ára, er
að sjálfsögðu hægt að endurskoða
hann, enda var um það talað
þegar hann var gerður" sagði Ól-
afur Ásgeirsson að lokum.
4
Nú á 4. sunnudegi aðventu, þegar jólahátíðin er að ganga
í garð bjóðum við upp á
stórkostlega
fjölskylduhátíð
Á stjörnujólum veröur f jöldi skemmtiatriöa,
meöal annars:
• Hljómsveitin Hálft í hvoru leikur jólalög og stjórnar dansi í kringum
jólatréð.
• Hattadansinn, — nemendur úrdansflokknum Dansneistanum.
• Pottasleikir og galdranornin Sandra úr Stundinni okkar.
• Dansað í kringum jólatréð.
• Hlé — Veitingar — Happdrætti
• Dansneistinn sýnir frábært dansatriði.
• Pálmi Gunnarsson syngur nokkur lög af plötunni sinni með aðstoð
Magnúsar Kjartanssonar.
• Skotturnar og Huröaskellir bregöa á leik.
• Dansað í kringum jólatré. Hljómsveitin Hálft í hvoru.
• Stórglæsileg flugeldasýning á vegum Hjálparsveitar skáta.
• Jólasveinar útbýta jólapokum.
Heiðursgestir hátíðarinnar verða
Hóímfrfður Karlsdóttir
Og Sif Sigfúsdóttir ungfrú Skandinavía
Ungfrú Heimur
Þessi fyrirtæki styrkja Stjörnuna:
Nybylavegl 16#Póatholt 397
202 Kopavogur • simi 641222
SunnuMíö, Akurayri,»- 96-2S
Garðabæ