Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 9 HUGVEKJA Hátíð fer að höndum ein — eftir séra Heimi Steinsson Jafnframt er íslenzka kirkjan á hverri öld hluti hinnar almennu ídrkju, heims- kirkjunnar. Staða Þorláks helga er hugþekkt dœmi um þá tvo þœtti, hinn almenna og hinn séríslenzka, sem arf- leifð okkar er af spunnin. Á öld sam- kirkjulegrar viðleitni fœri vel á því, að góðirmenn afýmsum kirkjudeildum kœmu saman í höfuðkirkjum landsins einum degi fyrir jólaaftan ár hvert og syngju hinar fornu Þorlákstíðir, sjálfum sér og öðrum til uppbyggingar og Guði einum til dýrðar. Runninn er síðasti sunnudagur í aðventu. Fjórða ljósið logar á grænum grenibaugi. í sveit og við sjó leggur heimafólk loka- hönd á jólaundirbúning. Manngrúi þyrpist um borgar- strætin við Faxaflóa. Götur kaupstaða og þorpa um land allt eru fjölfarnar. í dreifbýlinu aka menn greitt milli bæja. Á af- skekktum býlum inn til dala og úti um annes er allt fágað og prýtt. Eftirvænting er kenniorð dagsins. Undanfarnar vikur hef- ur tilhlökkun borið börn á vængj- um og læðzt léttstíg um hugskot hinna fullorðnu. Allt leggst hér á eitt, fjölmiðlar og félagasam- tök, auglýsingahamfarir og heimilisgleði, skreytingar og skrúðyrði. Við stefnum öll að einu marki, og það er fólgið í þriggja stafa orði: Jól. Löngum hefur það verið siður ákafamanna að gagnrýna þenn- an málatilbúnað. Þar kveður að jafnaði við áþekkan tón: Innihald jólanna er farið veg allrar ver- aldar. Ekkert er eftir nema ytra prjál. Ég á erfitt með að taka undir þessa gagnrýni. í raun er næsta örðugt að greina hismið frá kjarnanum hér, eins og endra- nær í lífi manna. Hverjar eru rætur eftirvæntingarinnar, þeg- ar kurlin koma til grafar? Ljóst er, að ytri mannfagnaður er og verður óaðskiljanlegur hluti hinnar fornu fjöiskyidu- og sól- hvarfahátíðar, jólanna. Ekki er mér auðvelt að vísa þeim gleði- efnum á bug í Jesú nafni. Til þess eru mér eigin bernskujól of minnisstæð, — og bernskujól barnanna minna. „Drottni heyrir jörðin og allt, sem á henni er,“ — einnig jólamaturinn og jólagjaf- irnar. Hann hefur gefið mönnum leyfi til að gjöra sér glaðan dag. Það væri vanþakklæti að vísa því leyfi á bug. Og hver getur fullyrt, að jól annars manns séu „ekkert nerna" ytra prjál? Skyldi ekki t.a.m. helgi jólanæturinnar með nokkrum hætti ná tökum á hverju mannshjarta, sem á ann- að borð slær eðlilega? Ég legg áherzlu á orðin „með nokkrum hætti", — og sleppi öllum trú- fræðilegum skilgreiningum. Áhyggjuefnið eina, þegar jólin nálgast, eru þeir sem sakir ein- semdar, örbirgðar, sorgar eða sjúkleika fara með öllu á mis við ytri jólafagnað. En þú, sem þetta lest, mátt minnast þess, að enn eru tveir dagar til jóla. Á tveimur dögum getur þú áorkað miklu til að gleðja þann einstakling, sem þú veizt, að fyllir síðast greinda flokkinn. Ef þú situr sjálfur í sorgar- húsi, einn, örbjarga og sjúkur, bið ég Guð að gefa þér kjarnann. Megi dýpsta innihald fæðingar- hátíðar lausnarans verða jóla- gjöfin þín. Tökum höndum saman og gjör- um jólin til fullnustu að þeirri þjóðhátíð, sem þau að mestu eru. Kostum kapps um, að allir lands- menn geti á morgun og næsta dag tekið undir vísuna gömlu, sem í einfaldleik sínum safnar allri eftirvæntingu jólanna að einum ósi: „Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að tíðum. Líður að helgum tíðum.“ Fyrirrennarinn Textar þessa dags sem og þriðja sunnudags í aðventu fjalla um Jóhannes skírara, hann sem nefndur er fyrirrennari Jesú Krists. Jóhannes er boðberi hins komandi dags, sem minnzt var fyrir hálfum mánuði, efsta dags, dómsdags. En umfram allt er hann skjaldsveinn frelsarans sjálfs og skírskotar án afláts til hans í prédikun sinni: „Mitt á meðal yðar stendur sá, sem þér þekkið ekki, hann, sem kemur eftir mig, og skóþveng hans er ég ekki verður að leysa" (Jóh. 1:27). „Hann á að vaxa, en ég á að minnka" (Jóh. 3:30). Jóhannes skírir Jesúm í ánni Jórdan og með þeim atburði hefst starfs- ferill Krists á jörðu. Jóhannes er og sá sem skyggnist dýpst allra manna í leyndardóm hjálp- ræðissögunnar, er hann bendir á Jesúm og segir: „Sjá Guðs lamb, sem ber synd heimsins" (Jóh. 1:29). Kirkja Krists hefur á öllum öldum heiðrað minningu Jóhann- esar skírara með margvíslegum hætti. Messudagar hans eru tveir, 24. júní og 29. ágúst. Hinn fyrrnefndi, þ.e. fæðingardagur Jóhannesar, gengur á íslenzku undir nafninu Jónsmessa. Hinn síðari nefnist á vora tungu „höf- uðdagur" og er haldinn í minn- ingu þess, er Jóhannes lét líf sitt fyrir böðulssverði. Jesús Kristur segir sjálfur: „Enginn er sá af konu fæddur, sem meiri sé en Jóhannes skír- ari.“ I minningasjóði kirkjunnar er Jóhannes einn hinna helgu manna, raunar hinn elzti þeirra í sögunni, ásamt Maríu guðsmóð- ur. En hvert er hið eiginlegasta verkefni Jóhannesar í þessum heimi? — Jesús lýsir því berlega, er hann segir: „Þér hafið sent til Jóhannesar. Hann bar sannleik- anum vitni. Ekki þarf ég vitnis- burð manns, en ég segi þetta til þess að þér megið frelsast. Hann var logandi og skínandi lampi" (Jóh. 5:33-35). Þessi orð eru hluti af ræðu þar sem Jesús fjallar um þann vitnis- burð, sem honum er borinn. Ritn- ingarnar vitna um Jesúm Krist. Faðirinn á himnum vitnar um hann. En Jóhannes skírari vitnar einnig um Jesúm sem Krist, frelsara heimsins. Þessi vitnis- burður er þýðingarmesta hlut- verk Jóhannesar. Jóhannes játar trúna á Drottin Krist, vitnar með játningu sinni um þá trú. Helgi Jóhannesar skírara er fólgin í þessum vitnisburði, þessari játn- ingu, sem hann stóð við og stað- festi með lífi sínu og dauða. Þess vegna er skírarinn, sannleiks- vitnið, „logandi og skínandi lampi" í kirkju Krists. Þorláksmessa En fleiri hafa vitni borið í aldanna rás með lífi sínu og starfi. Fleiri eru þar af leiðandi „helgir menn“ vegna þess að þeir eyddu ævi sinni endilangri í það að vitna um Guð og um Jesúm Krist, son Guðs. Enginn ummyndast og helgast af eigin rammleik. Helgun hlotn- ast þeim, er hans þiggja af hon- um, sem einn er heilagur. Dag- legt samneyti við Guð veldur helgun, ef sá sem þiggur ber samneytinu vitni í orði og í verki. Helgun einstaklings birtist í vitnisburði um Jesúm Krist, í mæltu máli og í athöfnum öllum. Á morgun er Þorláksmessa á vetri eða Þorláksmessa hin síð- ari. Fyrri Þorláksmessa er heilög haldin frá fornu fari hinn 20. júlí, í minningu þess að helgur dómur Þorláks var upp tekinn. Þorláksmessa á vetri er dánar- dagur heilags Þorláks, en hún var leidd í lög á Alþingi árið 1199. Þorlákur helgi hefur ætíð verið íslendingum hugstæður. Messu- dagur hans á sumri var á miðöld- um eins konar þjóðhátíð í Skál- holtsstifti ár hvert. Síðari tíma menn láta sér einnig títt um heilagan Þorlák. Vera má, að þeir kunnleikar eigi öðru fremur rætur að rekja til þess, hve Þor- láksmessa á vetur er nærri jól- um. En einu gildir um það. Þor- lákur helgi skipar sérlegan sess í vitund landsmanna, þótt misjafn'lega sé farið með minn- ingu hans. Hér er hvorki rúm né tilefni til að rekja helgisögur þær, er spruttu upp i sporum Þorláks biskups fyrr og síðar. Þó eru margar fagrar og enn fleiri skemmtilegar. Á hitt skal bent, að Þorláks saga er hverjum manni holl lesning. Er vel við hæfi að taka hana fram á morg- un, þegar á milli verður við jóla- undirbúninginn, — og þótt oftar væri vetur og sumar. Saga Þorláks helga hin eldri er rituð fáum árum eftir andlát hans, og hefir höfundur verið handgenginn biskupi. Æviþræði Þorláks er hér brugðið upp í einföldum og skýrum dráttum. Megináherzlan liggur í bæn- rækni biskups og breytni hans, en hvort tveggja er vitnisburður um daglega umgengni við Drott- in Jesúm Krist. Þorlákur er því ekkert af sjálfum sér fremur en aðrir jafningjar hans. Alla helg- un sína og meinta vegsemd sækir þessi íslenzki kristsmaður til Guðs, — hans, sem einn er heil- agur og vegsamlegur. Dæmi þessa eru mýmörg í Þorláks sögu, og vísast til hennar um þau efni. Vel fer á því að minnast heilags Þorláks um þær mundir sem textar kirkjuársins fjalla um Jóhannes skírara. Báð- ir eru þeir helgir sakir þess vitn- isburðar um Jesúm Krist, sem þeir flytja í orði og verki. Sama helgun er hverjum kristnum manni fyrirbúin og ætluð. Engin helgun önnur er nokkrum boðin og hefur aldrei verið. Islenzk kristni og almenn kirkja Þorlákur helgi er að sínu leyti „logandi og skínandi lampi" í salarkynnum íslenzkrar kristni að fornu og nýju. Hann er svo fullkominn heimamaður, að helgi hans er upp tekin í lögréttu á Þingvöllum við Öxará. Þrátt fyrir umbyltingar aldanna hefur hann aldrei horfið okkur að fullu. Nýlega urðu þau tiðindi, að rómversk-kaþólska kirkjan áréttaði helgi Þoráks með þeim formlega hætti, sem henni er laginn. Sá atburður var gleðiefni. Ágreiningur um skilning og framkvæmd getur í því sambandi öldungis legið milli hluta. Hitt skiptir mestu, að kristnir bræður taki höndum saman um að heiðra það kristsvitni sem Þorlákur er, — og leggist á eitt um að bera fram vitnisburðinn sjálfan. íslenzk kristni hefur á öllum öldum haft nokkra sérstöðu. Miðaldakirkjan íslenzka var óháðari valdi Rómar en margar kirkjur aðrar á þeim tíma. ís- lenzka þjóðkirkjan hefur farið sínar eigin leiðir andspænis lút- herskum kirkjum og arfleifð þeirra. Þetta er hvorki lofsvert né lastandi. Þetta er staðreynd. Jafnframt er íslenzka kirkjan á hverri öld hluti hinnar al- mennu kirkju, heimskirkjunnar. Staða Þorláks helga er hugþekkt dæmi um þá tvo þætti, hinn almenna og hinn séríslenzka, sem arfleifð okkar er af spunnin. Á öld samkirkjulegrar viðleitni færi vel á því, að góðir menn af ýmsum kirkjudeildum kæmu saman í höfuðkirkjum landsins einum degi fyrir jólaaftan ár hvert og syngju hinar fornu Þorlákstíðir, sjálfum sér og öðr- um til uppbyggingar og Guði einum til dýrðar. r SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 23. DES. 1985 Spaáskútdnt happdmttlslán og rerðbroí Vtðskuldabitt - rerðtryggð SOIugsngl Avöxtun- DagafKMdi Lánat Nafn- Söiugangi m.v. Ar-flokkur pr.kr.100 •rkrafa tH Inni.d. 2aft>. vaxtir miam. ávðxtunar- 1971- 1 1972- 1 23.782,80 23.342,24 áárí HLV krofu 7,50% 32 d 12% 14% 18% 1972-2 18.600,11 7,50% 262 d. 1 ár 4% 95 93 92 1973-1 13.634,70 7,50% 262 d. 2ár 4% 91 90 88 1973-2 12.934,54 7,50% 32 d. 3 ár 5% 90 87 85 1974-1 8.262,44 7,50% 262 d. 4ár 5% 88 84 82 1975-1 6.848,48 7,50% 17 d. Sár 5% 85 82 78 1975-2 5.067,42 7,50% 32 d. 6ár 5% 83 79 76 1976-1 4.547,20 7,50% 77 6. 7«r 5% 81 77 73 1976-2 3.771,34 7,50% 32 d. 8 ár 5% 79 75 71 1977-1 3.250,50 7,50% 92 d. 9ár 5% 78 73 68 1977-2 2.715,36 7,50% 257 d. 10ár 5% 78 71 66 1976-1 2.204,02 1978-2 1.734,79 7,50% 257 d. 1979-1 1979-2 1516,52 1.123,43 7,50% 7,50% 62 d. 262 d. Veískuldabréí - órerðtryggS 1960-1 1.021,06 7,50% 112 d. Söiugangi m.v. 1980- 2 1981- 1 1981- 2 1982- 1 768,42 687,12 Innlv 1 Seðlab 25.10.85 Lánat 1 afb.iári 2afb.áárí 7,50% 7,50% 20% 28% 20% 28% 474^18 68 d. 1 ár 79 84 85 89 1982-2 347,12 7,50% 278 d. 2ár 66 73 73 79 1983-1 275,49 7,50% 88 d. 3ár 56 63 83 70 1963-2 174,96 7,50% 306 d. 4ár 49 57 55 64 1984-1 r ' 7,50% 1 ár 38 d. 5ár 44 52 50 59 1964-2 7,50% 1 ár 257 d. 1984-3 7,50% 1 ár 319 d. 1985-1 ■«0,43 7,50% 2 ár 17 d. Kjarabiél tlAvlKvÁI/vtiÁAcine v eroDreiasjoosins 1975- G 1976- H 4.072,25 3.754,18 Inniv. í S«dtab. 1985.85 8,00% 97 d. 1976-1 2J99.71 8,00% 337 d. Gangi pr. 20/12 - 1,3 93 1977-J 1981-ia 2.580,67 550,29 8,00% 1 ár 98 d. 128 d. Nafnvard 5.000 Sökivarft 6.965 1965-1IB 92,53 11,00% 10 Ar, 1 afb. á árt 50.000 69 650 1985-2IB 95,56 10,00% 5 ár, 1 afb. á árl 1965-3IB 92,77 10,00% 5 ár, 1 afb. á árl KJARABRÉFIN ! Á hálíu ári haía þau skilað eigendum sínum ársávöxtun umíram verðtryggingu. Spariíjáreigendur! Kynnið ykkur kosti Kjarabrófa. i Verðbréfamarkaður Fjárfestingaríélagsins Hafnarstræti 7, o 28566 Stofnaðili að Verðbrófaþinqi Islands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.