Morgunblaðið - 22.12.1985, Page 14
Sönn jól haldin
í klettaborgum
og hólum....
Jólanóttin og aðfangadagskvöld búa yfir
vissum töfrum og hver veit hvaða kraftar
kunna að leysast þá úr læðingi, rétt eins og
á Jónsmessu, nýársnótt og á þrettánda? Enda
halda fleiri en mennskir menn hátíð ljóssins,
eðaer huldufólk kannski mennskt? fe I
Fjölmargir íslendingar
hafa séð til ferða huldu-
fólks í gegnum árin og
aldirnar en þó þeir hafi týnt
heldur tölunni nú á tímum raun-
vísinda og rafmagns þá myndu
trúlega færri en fleiri halda því
fram til streitu að huldufólk sé
ekki til, enda veit enginn neitt
um það. f kringum okkur eru
ýmsir ó- eða illútskýranlegir
kraftar og straumar og e.t.v.
hafa einhverjir slíkir verið á ferð
hjá þeim skyggna sem sagði að
á kyrrum vetrarkvöldum á Þing-
völlum mætti sjá „Ijós í hverjum
hól“ allt í kring um vatnið, ekki
síst á jólunum, því álfar halda
jól eins og allir sannkristnir
menn.
í þjóðsögum eru vissulega til
frásagnir um heiðna álfa og illa
viðureignar, nægir að nefna sög-
una um Tungustapa og voru þó
álfar þeir eigi heiðnir. Hefndar-
þorstinn þar var ekki samboðinn
kristindómnum, en sögur á borð
við Tungustapa eru frekar und-
antekningar heldur en reglan,
því oft má af álfasögum ráða að
þar fari fólk sem er á margan
hátt mennskum mönnum fremra
og verða menn að geta í sjálfir
hvort það sé kjarni málsins, eða
hvort skrásetjarar sagnanna
hafi haft tiihneigingu til að lýsa
álfunum eins og þeir hefðu sjálfir
kosið að mannfólkið væri.
Nokkrar frásagnir eru til af
jólahaldi huldufólks og eru það
hinar fegurstu lýsingar og í alla
staði til mikillar fyrirmyndar,
enda spilar hinn íslenski gjald-
miðill enga rullu í hátíð ljóssins
hjá huldufólkinu. Þar eru haldin
jól með hinu upprunalega hugar-
fari, fæðing frelsarans er lofuð
og eru messurnar hinar lit-
skrúðugustu og glæsilegustu. 1
því liggur íburður huldufólksins,
en ekki í sem dýrustum gjöfum.
t þjóðsögunum er huldufólkið
nær undantekningarlaust fallegt
fólk, Ijóst yfirlitum og vel búið
og rýrir það ekki nema síður sé
fegurð athafnarinnar. Þjóðsög-
urnar hafa lítt hirt um að greina
frá heimilislífi huldufólks á jóla-
nóttina, en reifað þess í stað þeim
mun betur guðsþjónusturnar.
Hér verður endursagður hluti
sögu sem á uppruna norður í
landi á bæ sem „Bakki" hét (heit-
ir). Sagan fjallar um ungan
mennskan dreng sem kynnist
huldufólki sem býr í árgili
skammt frá Bakka. Sérstaklega
kynnist drengurinn presti huldu-
fólksins og syni hans, enda segir
huldupresturinn honum að
stjörnurnar hafi tjáð sér að hann
ætti að verða eftirmaður sinn.
Drengurinn er kallaður Finnur,
en huldufeðgarnir báðir Hallur.
Á jólanóttina áður en Finnur
snéri baki við mannheimum og
hvarf til álfheima var hann við
guðsþjónustu í dómkirkju huldu-
fólksins þar sem biskupinn sjálf-
ur messaði.
Huldupresturinn hafði boðað
Finn litla til sín ásamt Önnu
fósturmóðir hans og á aðfanga-
dag komu þau í árgilið þar sem
stórt og fallegt reynitré hélt vörð
um álfheima. Þegar þau komu
að trénu, sáu þau að skínandi
birta stafaði af þvi en bak við
greinarnar sást að dyrnar á
klettinum stóðu opnar. Þau Finn-
ur og Anna gengu í klettinn og
var vel fagnað af huldufeðgunum
og fólki þeirra. Þau stigu upp á
stóra sleða prestsins sem var
dreginn af tveimur stórum og
stæðilegum fannhvítum hestum.
Þetta voru engir venjulegir hest-
ar, því þeir flugu í loftinu yfir
fjöll og hálsa og sveitir og ár og
vötn uns þau voru komin til dóm-
kirkjunnar og höfðu þau Finnur
og Anna aldrei séð aðra eins
kirkju, raunar hafði það aldrei
komið þeim til hugar að svo
glæsilega byggingu væri nokkurs
staðar að finna.
En þau höfðu ekki séð allt, því
hálfu meiri varð undrun þeirra
og hrifning er nær dró og þau
sáu að byggingin var alsett glitr-
andi skrautsteinum og logandi
lömpum. Inni var sama dýrðin,
yfir háaltarinu mynduðu ljósa-
raðir tvöfaldan regnboga. Hin
mikla kirkja var þéttsetin fólki
og höfðu þau Finnur og Anna
aldrei séð fleira fólk saman
komið á einum stað. Messan
hófst með söng, undurfögrum
söng, tólf prestar þjónuðu fyrir
altari og biskupinn sjálfur pred-
ikaði. Voru þrettánmenningarnir
samhentir sem einn maður. Djúp
þögn var yfir söfnuðinum, eins
og öræfaþögn, og helgi jólanna
var ekki rofin. Að messu lokinni
hittist fólkið fyrir utan kirkjuna,
rabbaði saman og bauð hvert
öðru gleðileg jól. Síðan hélt hver
til síns heima og beið allra glæsi-
legt veisluborð.
Önnur saga er ættuð úr Norð-
urárdal í Borgarfirði og segir
frá bónda einum sem var að leita
kinda sinna á aðfangadagskvöldi
þar eð hann treysti því ekki að
stilluveðrið sem úti var myndi
haldast. Er hann var staddur við
klettastapa einn stóð skyndilega
við hlið hans maður nokkur sem
hann þekkti ekki og vissi hann
þó ekki betur en að hann þekkti
alla í sveitinni. Það var eitthvað
sérstætt við manninn, hann var
prúðbúinn mjög, svo mjög, að
bóndi hafði aldrei áður séð önnur
eins föt. Hinn ókunni maöur
sagðist vera búinn að finna kind-
ur bónda og setja þær í hús, nú
vildi hann bjóða bónda að vera
við aftansöng hjá fólki sínu.
Bóndi taldi það af og frá, hann
væri í fjósagallanum og í slíkum
klæðnaði stigi hann ekki fæti inn
fyrir kirkjudyr. Maðurinn brá
þá hendi yfir höfuð bónda og var
hann samstundis kominn í hvít-
an kyrtil alsettum hvítum lýs-
andi perlum. Taldi hinn ókunni
maður að bóndi myndi nú sóma
sér vel í hvaða höll sem væri og
lét bóndi til leiðast. Gekk hann
inn í hamarinn með förunaut
sínum og var raunar ekki um
hamar að ræða lengur, heldur
reisulega og fallega kirkju. Bóndi
gekk inn í fylgd ókunna manns-
ins og sá hann að kirkjan var
full af fólki. Allt var þarna ljós-
um skrýtt, svo mjög að bóndi
horfði í forundran á allt saman
og reykelsisilm lagði að vitum
hans. Sá sem steig í stólinn til
að predika var með mítur á höfði
alsett giltrandi gimsteinum.
Þóttist bóndi þá vita að þetta
væri sjálfur biskupinn yfir Álf-
heimum. Bóndi sat nú messuna
og fór hún fram með prýði og
eftir hefðbundnum reglum. Að
henni lokinni ræddu þeir saman,
bóndi og förunautar hans og
sagði sá síðarnefndi að skilnaði
að bóndi mætti engum segja frá
því sem fyrir hann hefði borið
og ef hann efndi það myndi hann
sækja bónda á næsta aðfanga-
dagskvöldi og leyfa honum að
sitja aðra álfamessu. Bóndi hét
þessu, en efndi ekki og er hann
mætti að stapanum að ári var
þar ekkert að sjá annað en kald-
an klettinn.
Iðraðist bóndi og þótti honum
hart að vita af því sem fram fór
inni í klettinum og geta ekki
tekið þátt í en við því var ekkert
að gera og hann gat sjálfum sér
um kennt.
Þjóðsögurnar greina frá ein-
staka manni sem hlotnast hefur
sú gæfa að sjá inn í álfheima og
sumir þeirra hafa orðið vitni að
jólahaldi huldufólksins. Sögurn-
ar greina þá frá þeim sem ekki
efndu það að segja ekki frá því
sem fýrir þá hafði borið. Ef til
vill eru þeir margir sem efna
heit sín og vita af fallegu mann-
lífi og jólahaldi í hömrum og
klettumoghólum.
-gg-
Sextán ára íri vill skrifast á við
pilta og stúlkur á aldrinum 14-19
ára. Áhugamálin margvísleg:
John Murphy,
84 Wellmount Road,
Finglas West,
Dublin 11,
Ireland.
Frá Brazilíu skrifar 24 ára karl-
maður, sem safnar póstkortum:
Norberto Schaefer,
16-Grupo Articharia Campanha,
93000 Sao Leopoldo-RS,
Brazil.
Fjórtán ára japönsk skólastúlka
með áhuga á íþróttum, tónlist,
bókalestri o.fl.:
Nao Miyachi,
48-6 Makidani,
Nanjyo-cho, þnanjyo-gun,
Fukui-ken,
919-02 Japan.
Sautján ára japönsk stúlka með
áhuga á ljósmyndun og bókalestri:
Miki Nakao,
177-27 Tomachi 2-chome,
Nagasaki-City,
850 Japan.
ftalskur frímerkjasafnari, sem
getur ekki um aldur, vill gjarnan
skrifast á við íslendinga:
Gianni Camplone,
Via dei Peligni 74,
65100 Pescara,
Italy.
Frönsk hjón, sem geta ekki aldurs,
vilja skrifast á við íslenzk hjón:
Patrick Morat,
5, Sq. Les Floralies,
73000 Bassens,
France.
Fjórtán ára japönsk stúlka með
tónlistaráhuga:
Miki Takahashi,
2185-6 Izumi,
Nagai City,
Yamagata,
999-05 Japan.
Sextán ára hollenzk stúlka með
áhuga á hlaupum, tónlist og úti-
vist:
Jolanda Koning,
Zoutkaag 12,
1732 LW Lutjewinkel,
(N-H) Holland.