Morgunblaðið - 22.12.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.12.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 15 Búendatal Ölfushrepps SÖGUSTEINN-bókaforlag hefui gefið út bókina Ölfusingar-Búenda- tal Ölfushrepps 1703—1980, eftii Eirík Einarsson og er það fyrsU bindið í ritröðinni „íslenskt ætt fræðisafn — Búendatöl“. í fréttatilkynningu frá Sögu- steini segir: „Byggðin sem hér ei fjallað um hefur mikið breyst á síðustu áratugum. Mörg býli hafa lagst í eyði, nýbýli verið stofnuf og þéttbýliskjarnar sem ekki byggja á gróðri jarðar hafa mynd- ast, Þorlákshöfn, Hveragerði og hluti af Selfossi. í bók þessari hefur Eiríkur Einarsson dregið saman mikinn fróðleik um búend- ur í Ölfushreppi frá 1703—1980. Bókin mun reynast öllum áhuga- mönnum um ættfræði og þjóðleg- an fróðleik notadrjúgt og hand- hægt uppflettirit. Eiríkur hefur áður tekið saman Niðjatal Eiríks Ólafssonar á Litlalandi í Ölfusi. Margar ljósmyndir af bæjum og búendum í Ölfushreppi eru birtar í bókinni." Bókin er brotin um í Leturvali, prentuð í Prentsmiðjunni Grafík og bundin inn í Félagsbókbandinu. Bókin er 373 bls. Áhöfnin kem- ur fljúgandi ÁKVEÐIÐ hefur verið að áhöfn Höfðavíkur komi heim flugleiðis nú fyrir jólin þar sem útséð er um að viðgerð á skipinu, sem fer fram í Þýskalandi, verði lokið það tímanlega að áhöfnin nái að komast heim til ættingjanna fyrir jól með því að sigla heim. Áhöfnin þarf síðan væntanlega að fara aftur út eftir hátíðarnar til að sigla skipinu heim. STÓRA HUNDABÓK Ein veglegasta bók sem séð hefur dagsljósið (og jólaljósin) í áraraðir. Því er Stóra Hundabókin í sérflokki sem vegleg vinargjöf. En hún er auk þess geysilega efnismikil bók og því eru margir sem útvega sér hana til að gefa sjálfum sér í jólagjöf. Sannið til góðir hálsar, hún vekur athygli og verðskuldaða ánægju. STORA HUNDABÓKIN l > Hafsjór af fróðleik um hundana, þessa tryggustu vini mannsins. Lýsing í máli og myndum á 200 mismunandi hundakynum heims. Leiðbeiningar um hundahald, uppeldi og þjálfun hundsins, svo hann verði góður fé- lagi og vinur. ÁA V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.