Morgunblaðið - 22.12.1985, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Umsjón: KRISTIN GESTSDOTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
i
Jólamáltíð
Góðar minningar létta okkur ferðina. Á þessum árstíma rifjast upp atburðir liðinna
jóla. Börnin mín höfðu verið í sunnudagaskóla í kirkjunni við Tjörnina og þau áttu
að sinna ákveðnu hlutverki í aftansöng á aðfangadagskvöld. Þegar leið á daginn var
óþolinmæðin orðin ráðandi — ekki mættum við verða of sein, og þau fóru að spyrja, hvað
þau gætu gert — hvort þau gætu ekki flýtt fyrir. Það er að mörgu að hyggja á aðfangadag
og víst geta litlar hendur lagt lið, þótt ekki geti þær fært upp úr pottunum.
Það marraði í snjónum undir fótum okkar, þegar við komum út — það var jólaveður —
stjörnubjartur himinn, vægt frost, logn og snjór yfir öllu. Hált var í Túngötubrekkunni og
allir önduðu léttara, þegar kom niður í Suðurgötu. Mjöllin þakti limið á stóra hlyninum á
horni Vonarstrætis, það var stemmning í loftinu,
það var verið að stilla strengina, börn og jafnvel
fullorðnir fundu það. Svanirnir liðu tígulega um
vökina við Iðnó, og stokkendur röðuðu sér á tjarn-
arbakkann og bærðu ekki á sér, þótt nálægt væri
gengið. En það var ys og þys innan kirkjudyra.
Laga þurfti slaufu í hári, slétta úr pilsi og hnýta
skóreim. Þarna skildu leiðir, foreldrarnir settust
inn í kirkju.
Blíðir tónar orgelsins fylltu kirkjuskipið, tvö
og tvö gengu börnin í röð inn kirkjugólfið og tvö
þau fremstu héldu á logandi kertum. þau röðuðu
sér í tröppurnar fyrir framan altarið, snéru sér
að kirkjugestum og hófu sönginn — Heims um
ból, helg eru jól, signuð mær son Guðs ól...
Eins og tengibandið var okkur sýnilegt með
fæðingu barnsins í jötunni, stóðu orð þess okkur
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum er við horfum á
syngjandi barnahópinn: „Leyfið börnunum að
koma til mín og bannið þeim það ekki.“
Gleðileg jól.
Humar er mjög góður matur enda dýr, en við leyfum
okkur ýmislegt um jólin og horfum þi ekki alltaf í kostnað-
inn. Humar í skel, skorinn að endilöngu, penslaður með
sítrónusafa og smjöri og glóðarsteiktur í 3—4 mínútur á
hvorri hlið er einhver sá Ijúffengasti réttur sem til er.
Hægt er að drýja humarinn með hörpudiski og hér birtist
uppskrift að mjög góðum forrétti þar sem þessar tvær
skelfisktegundir njóta sín vel.
Humar og hörpudiskur með
camembertosti
í / V
* ^
>>
rtW
.1'.,
.^Heims um ból-v.
:*■■...
\. FtanzGruber, 181J
/lO.if h A Jl JL Jk+m 1"—\ ’ 8
( Me • g v > tr n-viU nnyrkr-urrurn ^Tn^i * f f i T 1 Mein-vill 1 rnyrkr-un-ii m lá —
Handa4.
400 g hörpudiskur
1 sítróna
'k lítið þroskaður
camembertostur
Steinseljugrein
3 dl hvítvín eða mysa
2 dl vatn
1 tsk salt
6 svört piparkorn
6 allrahandakorn
1 xk lárviðarlauf
1 lítil gulrót
1 sellerístöngull (má sleppa)
1 sneið laukur
leggirnir af steinseljugreininni
4 formfranskbrauðssneiðar
100 gr smjör
Matse>
1. Afþíðið humarinn og hörpudiskinn í kæliskáp.
Hellið vökvanum af.
2. Setjið hvítvín (eða mysu), vatn, salt, piparkorn,
allrahandakorn, lárviðarlauf, gulrótina í sneiðum, sell-
erístöngulinn í sneiðum, lauksneiðina og steinseljulegg-
ina í pott. Látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur.
3. Setjið þá humarinn í tvennu lagi út í pottinn, látið
sjóða við hægan hita í 3 mínútur. Takið þá strax upp
úr soðinu.
4. Setjið hörpudiskinn út í soðið og látið sjóða í 5—6
mínútur. Takið upp úr soðinu.
5. Bræðið smjörið á pönnu. Gætið þess að það brúnist
ekki. Leggið brauðsneiðarnar í smjörið, látið brúnast
örlítið á hvorri hlið. Bætið smjöri á ef með þarf. Brauð-
ið sýgur smjörið í sig. Setjið síðan á eldfast fat eða
skúffuna úr eldavélinni.
6. Raðið humrinum og hörpudisknum ofan á brauðsneið-
arnar.
7. Skerið camembertinn í þunnar sneiðar og leggið
ofan á brauðsneiðarnar.
8. Hitið glóðarristina í bakaraofninum eða setjið hann
á hæsta straum. Glóðið þetta í 5 mínútur. Setjið hverja
sneið á forréttardisk. Skerið sítrónuna í sneiðar. Leggið
eina sneið á hvern disk ásamt steinseljugrein.
9. Berið strax á borð.
Steiktar rjúpur með
kastaníuhnetum
Handa 4
6 rjúpur
4 msk. matarolía
4 msk. smjör
1 tsk. salt inn í rjúpurnar +1 tsk. til að strá yfir þær.
xk tsk. pipar
xk tsk. sykur
5 dl vatn
1 msk. rifsberjahlaup
1 msk. rjómaostur án bragðefna
xk peli rjómi
hveitihristingur
sósulitur
1. Hamflettið rjúpurnar, skerið af þeim leggina og
hausinn. Takið síðan innan úr þeim. Geymið fóarn,
hjörtu og lifur. Þerrið rjúpurnar vel. Tákið ekki innan
úr fóaminu.
2. Steikið rjúpurnar í smjöri og olíu á öllum hliðum.
Reynið að brúna þær allar jafnt. Veltið þeim sitt á hvað.
3. Blandið saman salti, pipar og sykri. Stráið því inn
írjúpurnar.
*“mar
/ kas tdn'u hpe ^U,m'
°9 k3Í’
.. =,Ab#íisf<aka
4. Setjið vatn í pott ásamt hjörtum, fóörnum og iifur.
Raðið rjúpunum þétt ofan í vatnið. Látið bringuna snúa
upp. Sjóðið við hægan hita í 60 mínútur.
5. Takið rjúpurnar upp úr pottinum, setjið á eldfast
fat inn í bakaraofninn. Hafið lok eða álpappír yfir.
6. Setjið soðið á sigti, setjið síðan soðið í pott. Búið
til hveitijafning og jafnið þunna sósu.
7. Merjið rifsberjahlaupið og setjið út í sósuna, setjiö
rjómaostinn í sósuna.
8. Þeytið rjómann og setjið í sósuna um leið og þið
berið hana fram.
9. Klippið bringurnar á rjúpunum í sundur með fugla-
klippum eða eldhússkærum, leggið á fat ásamt lærunum.
Hellið örlítilli sósu yfir rjúpurnar, en setjið hina sósuna
í sósuskál.
Meðlæti: Brúnaðar kastaníuhnetur (uppskrift hér á
eftir), niðursoðnar perur, soðnar sveskjur, bláberja- eða
týttuberjasulta, brúnaðar kartöflur og soðið rauðkál.
Brúnaöar kastaníuhnetur
500 g kastaníuhnetur með skel
xk 1 vatn
4 msk. sykur
2 msk. smjör
1 dl vatn
1. Sjóðið hneturnar í vatninu í 10 mínútur. Fjarlægið
þá skelina.
2. Setjið hneturnar í skúffuna úr eldavélinni. Hitið
bakaraofninn í 200°C og hitið hneturnar í 10—15 mínút-
ur. Fjarlægið þá himnuna af þeim.
3. Hitið smjör á pönnu, setjið sykur og vatn saman
við. Látið brúnast. Hafið ekki mikinn hita.
4. Brúnið hneturnar eins og kartöflur í sykurleginum.
Hrísgrjónaábætiskaka
meö saftsósu
Handa 4
100 g smjördeig (keypt óbakað hjá bakara)
2 dl hráar heilbaunir, hváða tegund sem er
./''tfiiwjt- þii-krUui.timniU UMtr
'k 1 mjólk
1 peli rjómi
2 dl hvít hýðislaus hrísgrjón
M tsk. salt
1 msk. vanillusykur
5eggjarauður
xk bolli tvíbökumylsna
100 g orangeat (sultaður appelsínubörkur)
50 g kúrenur
10 rauð sultuð kirsuber
50gmöndlur
1 msk. sykur
1. Fletjið smjördeigið þunnt út, setjið í kringlótt mót
og upp með börmunum. Setjið baunirnar yfir.
2. Hitið bakaraofninn í 180°C og bakið þetta í 10
mínútur. Takið úr ofninum og fjarlægið baunirnar. Þær
er hægt að sjóða síðar.
3. Sjóðið hrísgrjónin ásamt salti, mjólk og rjóma í
45 mínútur. Hrærið öðru hverju í þessu. Setjið vanillu-
sykur út í um leið og þið takið þetta af hellunni. Setjið
tvíbökumylsnu út í og látið standa í 10 mínútur.
4. Hrærið eggjarauður ásamt sykri. Hrærið síðan
saman við hálfkaldan grautinn.
5. Saxið appelsínubörkinn, kirsuberin og möndlurnar,
setjið saman við ásamt kúrenum. Setjið í deigbotninn.
6. Hitið bakaraofnin í 200°C og bakið þetta í 20
mínútur.
7. Berið fram heitt eða kalt með saftsósu.
Saftsósa
'k lítri krækiberja-, rifsberja-, sólberja- eða annars
konar saft.
1 msk. kartöflumjöl
Hrærið kartöflumjölið út í hluta af saftinni, setjið
síðan ásamt hinum hlutanum í pott. Setjið á helluna
og hrærið í þar til sósan þykknar. Takið þá af hellunni
og setjið í sósuskál.
Athugið: Betra ér að saftsósan sé heit, hvort sem
kakan er borin fram heit eða köld.