Morgunblaðið - 22.12.1985, Page 27

Morgunblaðið - 22.12.1985, Page 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 27 fltargtii Utgefandi idMfofrtfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Oflugur og sam- hentur meirihluti Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, lagði fjárhags- áætlun borgarsjóðs fyrir árið 1986 fram á fimmtudaginn. í maí rennur kiörtímabil sveitar- stjórna út. I ræðu sinni leit borgarstjóri yfir farinn veg og sagði meðal annars: „Á þessu kjörtímabili höfum við séð meiri breytingar gerast í borg- armálum en oft áður á jafn- skömmum tíma. Merki þess sjást hvarvetna, þar sem borið er niður. Framkvæmdir hafa verið markvissar og þjónusta við borgarbúa hefur aukist og batnað í öllum þeim málaflokk- um, sem mikilvægastir eru í borgarrekstrinum." Þetta eru orð að sönnu. Niðurstöður skoðanakönnun- ar, sem birtust í Morgunblaðinu á föstudag, sýna, að Reykvíking- ar kunna að meta þá stjórnar- hætti, sem einkennt hafa störf meirihluta sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Oddsson- ar. 76,5% þeirra, sem spurðir voru, telja Reykjavíkurborg vera mjög vel eða fremur vel stjórnað. Þetta er einstakur stuðningur undir lok kjörtima- bils. Spurt var um eitt sérgreint málefni, sem andstæðingar meirihlutans hafa haldið á loft sem gagnrýnisefni undanfarnar vikur. Spurningin var þessi: Finnst þér það skynsamleg eða óskynsamleg ákvörðun að sam- eina fiskvinnslufyrirtækin Bæj- arútgerð Reykjavíkur og ís- björninn? Svörin voru á þann veg, að 48,3% töldu ákvörðunina skynsamlega, 26,2% óskynsam- lega og 25,5% höfðu ekki gert upp hug sinn. Borgarstjóri og meirihluti hans geta einnig vel við þessa niðurstöðu unað. Ræða borgarstjóra um fjár- hagsáætlunina sýnir, að við- fangsefnin eru ekki ölí auðleyst. Þvert ofan í stefnu allra stjórn- málaflokka um sjálfstæði og sjálfsforræði sveitarstjórna hefur á Alþingi verið staðið þannig að málum við afgreiðslu fjárlaga undanfarin ár, að hlut- ur sveitarfélaga úr Jöfnunar- sjóði hefur verið skertur. Bitnar þetta af mestum þunga á Reykjavíkurborg. Jafnframt setur mikill halli á rekstri Borgarspítalans strik í reikning borgarsjóðs um þessi áramót. En hann greiðist að lokum úr sameiginlegum sjóði lands- manna samkvæmt því kerfi, sem gildir um daggjöld sjúkra- húsa. Þrátt fyrir miklar launa- hækkanir á því ári, sem er að líða og svara til 100 millj. kr. útgjaldaauka hjá borgarsjóði er talið, að rekstrarútgjöld hans verði ekki meira en 57 millj. kr. umfram áætlun þessa árs, sem jafngildir 2,3% röskun á áætl- uninni. Borgarsjóður þarf ekki nein erlend lán til að takast á við þennan vanda. Álagningar- hlutfall útsvars og fasteigna- skatta breytist ekki á næsta ári. Hin mikilvægu borgarfyrir- tæki, hitaveita og rafmagn- sveita, eru þannig í stakk búin, að gjaldskrárhækkanir þeirra eru lægri en verðbólgan. I skoðanakönnuninni, sem áður var getið, voru Reykvíking- ar einnig spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa til að fara með stjórn borgarinnar. Svörin við þeirri spurningu eru af- dráttarlaus, í raun afdráttar- lausari en við eigum að venjast í könnunum af þessu tagi: 62,4% segjast styðja Sjálfstæðisflokk- inn. Næst í röðinni er Alþýðu- bandalagið með 14,9%, Kvenna- framboð og Framsóknarflokkur eru jöfn í þriðja sæti með 8,3% og Alþýðuflokkurinn rekur lest- ina með 6,1%. Til að vinna upp þennan mikla mun þurfa vinstrisinnar í Reykjavík að sýna mikla snerpu á komandi mánuðum. Ástæðulaust er að draga í efa, að þeir muni reyna það. Sumir þeirra hafa verið að gæla við sameiginlegt framboð í einhverri mynd. Líklegt er að þær gælur endi með svipuðum hætti og talið þessa dagana um sameiginlegt blað vinstrisinna, að hver höndin verði upp á móti annarri. „Borgarbúar eiga það skilið á þeim tímamótum, sem í hönd fara, að fyrir málum þeirra sé séð af festu og öryggi," sagði Davíð Oddsson í borgarstjórn á fimmtudag og bætti við: „Kjörnir fulltrúar þeirra, ekki síst þeir, sem skipa meirihluta á hverjum tíma, verða að vinna sáttir og ákveðnir, samhuga og samhentir að þeim verkefnum, sem brýnast er fyrir borgina að vinna hverju sinni. Fyrrver- andi meirihluti þriggja ólíkra flokka (Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknar- flokks 1978-1982 innsk.) réði ekki við það verkefni, sem hann tókst á hendur, því fór sem fór. Engar líkur eru til þess, að hugsanlegur, sundraður meiri- hluti fjögurra eða fimm vinstri flokka yrði betur til þess fallinn nú. Allt bendir í gagnstæða átt í þeim efnum. Núverandi meiri- hluti og þeir, sem hann skipa, hafa átt gott með að vinna saman. Samhentir hafa þeir því áorkað miklu og mikilvægt er, að það starf haldi áfram, svo að hagsmunum borgarbúa verði sem best borgið í næstu fram- tíð.“ Morgunblaðið tekur undir þessi orð borgarstjóra og gerir þau að sínum. Reykvíkingar hafa sýnt að þeir kunna að meta störf meirihluta sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Á næstu mánuðum verður tekist á um það, hvort samhentur hóp- ur stjórni höfuðborginni áfram eða stjórn hennar verði vinstri glundroðanum að bráð. Skáldskapur og leiklist Senn hefjast aftur sýning- ar á Sögum Ástu í Kjall- araleikhúsinu. Fer vel á því. En vart getur hrör- legra umhverfi en það sem Kjallaraleikhúsið býr við. Það minnir á iið- inn tíma og þá hófsömu gleði sem fylgir listrænu starfi og metnaðarfullri köllun. Það þarf ekki að vera vítt til veggja og hátt til lofts til að list geti notið sín. Það þarf hvorki „öldur ljósvakans" né stuðlaberg í lofti né neinar hallir né einhverja dýrindis umgjörð til að fram- kalla list sem er eftirminnileg. Lotning fyrir því verki sem unnið er nægir oft- ast. Það sýndu gömlu leikararnir í Iðnó. Það er uppörvandi að sjá Reykjavíkur- sögur Ástu í leikgerð og undir leikstjórn Helgu Bachmann. Svo vel er yandað til verks og leikur með þeim ágætum að til eftirbreytni hlýtur að verða þeim sem hefur yfir meiri efnum að ráða en þetta nýja leikhús. Áður hafa birzt umsagnir um framtakið hér í blaðinu og hefur því verið vel fagnað. En það er ekki síður ástæða til að geta þess einnig í Reykja- víkurbréfi, ekki endilega vegna sagn- anna sjálfra heldur þess hvernig þær eru fram settar í þessum leiksviðslausa kjallara. Þar eru sögur Ástu bornar fram af nærfærni og ögun sem er sjald- gæf í tiltölulega skáldskaparsnauðu leik- húslífi nú um stundir, þegar sölu- mennska virðist sá guð sem einna helzt er tignaður en skáldskapurinn sjálfur, bókmenntirnar, látnar lúta í lægra haldi fyrir ástríðulausum gálgahúmor sem nú tíðkast og fölskum og væmnum sam- tölum sem virðast hvað eftirsóknarverð- ust í íslenzkri leiklist. Þessi sýning er þeim mun skemmti- legri og athyglisverðari sem verk Ástu Sigurðardóttur eru brotakenndari og fóru raunar stundum á mis við þá hæfi- leika sem hún hafði til að bera sem skáld. Stundum skorti á ögun og ein- beitni í stíl og notkun orða en alls staðar glyttir á gullið og það er úr góðmálmin- um sem leikflokkurinn í Kjallaraleik- húsinu hefur smíðað sinn eftirminnilega listgrip. Ásta minnir stundum á annað Reykjavíkurskáld, Vilhjálm frá Ská- holti, sem bjó yfir góðum hæfileikum en kom þeim ekki alltaf til skila í verkum sínum eins og kunnugt er, þótt margt sé þar skáldlegt og frambærilegt miðað við aðstæður. Samt var Ásta að öllum líkindum betri fulltrúi þeirrar skáld- konu sem bjó innra með henni en Vil- hjálmur þess óstýriláta bragarsmiðs sem fór stundum hamförum um götur Reykjavíkur og ætlaði sér ekki alltaf af í ljóðum sínum. Þó eru sögur Ástu stund- um lausar í sér og þéttast til muna í leikgerðinni. Ástæðan til þess hversu vel tekst til í Kjallaraleikhúsinu er sú að unnið er úr því bezta sem Ásta Sigurðardóttir hafði fram að færa. Þar er ekki stuðzt við gervilausnir. Stíll Ástu er þrengdur og fágaður svo að úr verða litlar en afar minnisstæðar og skáldlegar myndir. Þær fylgja áhorfendum löngu eftir að sýningu er lokið. Úrvinnslan úr brot- hættum sögum skáldkonunnar er örugg og smekkvís, bæði leikstjórn og þó umfram allt leikur sem er ekki daglegt brauð á íslandi. Þá eru samtölin í þess- um þáttum einkar eðlileg og sannfær- andi, nema helzt í Súpermann sem er dálítil vella í aðra röndina. Bréfritara er til efs að nokkur leikari í seinni tíð hafi sýnt á sér jafn margar hliðar og Guðrún S. Gísladóttir í þessum þáttum og skilar hún öllum hlutverkun- um jafnvel, svo ólíkum persónum sem hún lýsir. Það er mikil upplifun að sjá slíkan leik í þessu lágreista hreysi, raunar ævintýri líkast. Saga Ástu Sigurðardóttur, sem við birtum ekki alls fyrir löngu í Lesbók, í hvaða vagni, er mun sterkari í leik- gerðinni en frá hendi höfundar. Það er ekki sízt vegna túlkunar Guðlaugar Maríu Bjarnadóttur, sem breytir þessum mælska texta í trúverðugan harmleik. Enginn höfundur gæti fengið minningu sinni sterkari bakhjarl en birtist í leik- gerð þeirrar frægu sögu, Frá sunnudags- kvöldi til mánudagsmorguns, í hófsamri túlkun Guðrúnar S. Gísladóttur og til- litssamri uppfærslu sem er í anda Ástu Sigurðardóttur. Þar er allt á sínum stað, ótti og örvilnun, sorg og tvíræð gleði. Og þar eins og víðar annars staðar í þessari sýningu verður þögnin að þeim skáldskap sem hún á tilka.ll til en vill oft gleymast. Guðrún S. Gísladóttir skilar hlutverki sínu í þessum þætti — og þá ekki síður í krefjandi smáatriðum í Kóngaliljum — með þeim hætti sem einungis er á valdi leikara með náðar- gáfu. En þessi atriði eru líka bezt skrif- aði texti sýningarinnar. Leikur Guð- rúnar er því meira afrek sem persónur hennar eru svipaðrar gerðar og virðast vera skrifaðar úr eigin reynslu höfundar en verða þó hver með sínum hætti í túlkun leikkonunnar. Loks er ekki úr vegi að minnast á öruggan leik Helga Skúlasonar sem er einn traustasti leikari okkar og smekk- vísasti leikstjóri. Hann gerði garðinn ekki sízt frægan í fornaldarsögulegri kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar um kristna drenginn sem horfði á foreldra sína murkaða niður í skógum írlands, fylltist hefndarþorsta og opnaði hjarta sitt Óðni sem tók sér bólstað í honum, þannig að ýkt ævintýraefnið fékk fyrir bragðið jarðsamband og raunsannan skírskotandi tilgang á okkar válegu tímum. Fyrir bragðið verður Hrafninn e.k. Fornaldarsaga Norðurlanda nútím- ans, en Fornaldar sögur eru hvað ósenni- legastar og ævintýrum líkastar þeirra sagna sem forfeður okkar skemmtu sér við í fásinninu. Sem betur fer eigum við góða leikara í öllum leikhúsum. Atómstöðin með Gunnari Eyjólfssyni naut góðs af því svo dæmi sé tekið. Það er ekki ónýtt að vera í fylgd með slíku kunnáttufólki eins og við kynnumst í Kjallaraleikhúsinu og það á tímum þegar lítill munur er gerður á magni og gæðum og helzt enginn á fögrum skáld- skap og fimbulfambi. Sögur Kristjáns Karlssonar eru einn helzti bókmennta- viðburður þessarar jólavertíðar. Samt fer ekki meira fyrir þeim en svo að það er engu líkara en þær hverfi fyrir háv- aðasömum dægurflugum og vantar t.a m. í yfirliti Helgarpóstsins þar sem mælt er með bókum. Ætli við séum ekki frekar ævisagnaþjóð en þjóð skáldskap- ar og fagurbókmennta. íslendingasögiir og Kúrosava Nýlega var mikil grein um japanska kvikmyndasnillinginn Kúrosava í tíma- ritinu Time. Hann er ásamt Fellini einn af þessum menningarrisum okkar daga. Það mætti hugsa sér að Shakespeare væri í hlutverki þeirra ef hann væri 20. aldar maður. Að vísu var hann meiri orðsins maður en þeir og grundvöllur verka hans er ritlist en ekki leiklist. Hann er fyrst og síðast skáld, ekki sízt mikið ljóðskáld. En Kúrosava og Fellini eru einnig mikil skáld í myndum. Þeir eru dæmigerð kvikmyndaskáld. Greinin í Time er skrifuð í tilefni af frumsýningu á síðustu kvikmynd Kúrosava. Það er 27. kvikmynd hans. Meistarinn er 75 ára. Sjö Samúræjar voru sýndir á síðustu kvikmyndahátíð hér. Það var reynsla út af fyrir sig að horfa á myndina óstytta. Og hver man ekki Kagemúsa? Hún hlaut þó blendna dóma þegar hún var fyrst sýnd, þetta yfirþyrmandi listaverk(!) Hvernig ætli standi á því að gagnrýn- endur skjóta stundum svo yfir markið að furðu sætir. Ekki eru gagnrýnendur glámskyggnari en annað fólk. Ætli sé svona erfitt að festa hendur á því sem er nýtt og mikilsvert? Gagnrýnendur eiga að leggja sig fram um að fræða og upplýsa. Fróðleikur skiptir máli, hann er ræktandi. En þeim getur skotizt þó skýrir séu, ekki síður í útlöndum en hér heima. Hvað sem því líður ættum við að efna til kvikmyndahátíðar við fyrsta tækifæri með verkum Akira Kúrosava og bjóða honum heim. Það yrði eftir- minnileg reynsla. Og hvernig væri að íhuga einnig að fá Fellini hingað? Það væri skemmtilegt. Hann er athyglis- verður maður, hlédrægur eins og Kú- rosava og er ekki alltaf að fjölmiðlazt. Hógværð og hlédrægni er oft einkenni mikilla listamanna. Já, það væri gaman að fá Kúrosava hingað heim og allar myndirnar hans. Ekki sízt vegna þess hann minnir á argentínska stórskáldið Borges. Verk þeirra eru svo nálægt fornum íslenzkum bókmenntum að furðu gegnir. Borges hefur lýst því yfir að hann hafi margt lært af þeim bókmenntum og þær séu yndi hans. Þess vegna hefur hann komið hingað til lands í pílagrímsför, segir hann sjálfur. Af verkum Kúrosava má sjá að margt í fornri japanskri menningu og þjóðlífi minnir á það sem við erum vön úr íslend- inga sögum. Það væri athyglisvert og alls ekki út í hött ef einhver ungur fræðimaður kynnti sér þetta sameigin- lega andrúm. Stundum er engu líkara en Kúrosava hafi lesið íslendinga sögur og lært af þeim. Það væri gaman að geta spurt hann um það. Líklegast er að hann þekki ekkert til þeirra, en hver veit? Hann hefur ausið af brunni japan- skrar arfleifðar og þjóðlífs með þeim hætti að hvort tveggja er þáttur í sam- tímamenningu allra þjóða. Hvenær skyldum við eignast slíkan leikstjóra? Ekki vantar efniviðinn. En ekkert væri ömurlegra en ef einhver tæki upp á því að klæmast á fornum bókmenntum okkar undir því yfirskini að það væri skerfur til endurvakningar gamallar menningararfleifðar. Eina íslenzka kvikmyndin sem er í raun og veru sprottin úr íslenzkum forn- sögum er Útlaginn. Það er ótrúlegt hvað hún er vel heppnuð, svo litla reynslu sem við höfum í kvikmyndalist. Ágúst leik- stjóri Guðmundsson fer nærfærnum höndum um söguna og dettur ekki í hug að reyna að betrumbæta hana. Það skiptir öllu máli hvernig úr efninu er unnið. Það er mikið dramatískt andrúm í myndinni og skáldleg tök sem e.t.v. ráða úrslitum um gæði hennar. Eina alvarlega brotalömin er samtal sem skrifað er inn í myndina og er ekki í fyrirmyndinni, Gísla sögu Súrssonar. Það er merkilegt hvað litlu má muna í slíkum tilfellum. f Gísla sögu segir: „Þeir ganga inn. Og er Álfdís heyrði hark þeirra, þá spyr hún, hvað gauragangi þar væri eða hverjir glóparnir starfaði á mönnum um nætur (þ.e. ónáða menn eða raska ró þeirra). Refur bað hana hafa sig að hófi. En hún lætur þó eigi vant margra fífl- yrða; veitti hún þeim mikla ágauð (þ.e. illmæli), svo að þeir máttu minni til reka...“. Þannig var Gísla borgið. Eftir Álfdísi eru engin orð höfð í sögunni. Lýsingin er látin nægja. En í Útlaganum eru Álfdísi lögð fáránleg orð í munn, s.s. grjónapungur o.fl., sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í mynd- ina. Senan verður misheppnuð. Það er eini stílbrjóturinn í myndinni. Menn skyldu varast að leggja snillingum fornra sagna orð í munn. Við erum ekki menn til þess, því miður. Norðurlönd og við Við höfum mikið samstarf við frænd- ur okkar í Skandinavíu. Það er ekkert nema gott um það að segja. Stundum eru þeir þó heldur frekir til fjörsins og oftar eru þeir að reyna að hafa vit fyrir okkur. Það er að verða hálfhvimleiður kækur. Það var ömurlegt að horfa. upp á Norðurlandaráðsþingið síðasta þegar íslenzk tunga var þar til umræðu. Það var ekki hátt risið á Norðurlandaráði þann dag. Það hefði verið óskandi að REYKJAVÍKURBRÉF allar umræðurnar hefðu farið fram á ensku eða finnsku, þá hefði enginn skilið það sem sagt var. Nema örfáir Finnar sem kalla hvort eð er ekki allt ömmu sína. Áhugaleysi frænda okkar í Skand- inavíu á íslenzkri menningararfleifð og tungu okkar er með þeim hætti að ekki verður við unað. Þeir sýna okkur æ ofan í æ lítilsvirðingu sem innan tíðar verður ástæða til að íhuga ef svo heldur sem horfir. Við sitjum ekki við sama borð og frændur okkar í Skandinavíu. Þeir eru enn að arðræna okkur. Við kaupum af þeim fyrir hundruð milljóna króna ár hvert alls kyns vörur, jafnvel vörur sem við getum fengið annars staðar, en þeir kaupa sáralitið af okkur og þeim er alveg sama. Það skiptir engu máli hvað mikið er á þessu tönnlazt, þeir láta sér aldrei segjast, og við látum bjóða okkur allt. Auðvitað á markaðurinn að ráða, það er rétt. En hver segir að við fengjum ekki betri kjör annars staðar? Þær hefðu ekki látið fara svona með okkur stjórnmálakempurnar sem börð- ust fyrir sjálfstæði íslands á síðustu öld og upphafi þeirrar sem senn er að líða. Okkur vantar fólk sem þorir að tala við þessa kalla í Skandinavíu. Við áttum mikil viðskipti við Skandinavíu í fornöld. Þeir keyptu af okkur alls kyns vörur. Það skipti okkur þá miklu máli. Vaðmál- ið okkar var eftirsóknarvert fyrir austan haf og þá kunnum við að selja vörur okkar. Við kunnum jafnvel að búa til tízku. íslenzkur kaupmaður sem ætlaði að selja gráfeldi í Noregi kom þeim í tízku með því að gefa kónginum slíkan feld og biðja hann að sýna sig í honum. Það er snjallræði. Síðan var kóngurinn aldrei kallaður annað en Haraldur grá- feldur. Á þessum tíma höfðum við þó nokkur áhrif austan hafs. Nú er klappað á bakið á okkur og brosað í veizlum og ef við ætlum eitthvað að fara að ybba okkur þá erum við bara teknir til bæna eins og við séum enn á stuttbuxum. Við njótum ekki jafnræðis í samskiptum okkar við stóru frændurna í Skandinavíu og við eigum að fara að gera okkur það ljóst. Við erum af sama stofni, sprottin úr sömu menningu og höfum varðveitt margt sem þeir hafa glatað, m.a. tung- una. Það eiga þeir að muna og virða en ekki að vera að reyna öllum stundum að stilla okkur út í einhvern norrænan sýningarglugga, benda útlendingum og segja: þarna er norræn menning! Helzt af öllu vildu þeir að Island væri e.k. norrænt þjóðminjasafn, eða jafnvel eins og líffærasafn á rannsóknarstofu þar sem allt er geymt í formalíni. En við erum bara ekki þjóð í formalíni. Við erum lifandi þjóð, ekkert norrænt líf- færasafn, ekkert þjóðminjasafn, enginn útstillingargluggi fyrir frændur á Norð- urlöndum. Og við tölum okkar íslenzku tungu sem eitt sinn var norræn og við ætlum að tala hana áfram, hvað sem þeir segja. Við erum a.m.k. betur í sveit sett en þeir sem gleypa við hverju er- lendu orði sem að þeim er rétt. Við eigum að varast opingátt þeirra gagnvart heimsmenningunni. Þeir hafa margt af okkur lært, ekki síður en við af þeim. í raun og veru hefðum við kosið að þeir væru í sporum þjóða eins og Portúgala en ekki Hollendinga. Við flytjum inn meira af vörum frá Hollandi en nokkru öðru ríki Evrópubandalagsins, eða fyrir 2.430 milljónir króna á sl. ári. En út- flutningur okkar þangað nam aðeins 530 milljónum króna. Þegar Portúgal er annars vegar snýst þetta dæmi við. Þeir sem koma til Portúgal og kynnast landi og þjóð eignast minningar um gott land og vinalegt fólk. Það væri gaman að hafa meiri viðskipti við þetta fólk en við höfum haft. Bakhjarl Portú- gala er stórmenning landafundanna miklu. Til þeirra getum við margt sótt og eigum að verzla við þá miklu meir en við höfum gert. Ávextir í Portúgal, leirvörur, tágavörur, skór og annað úr leðri er frábær varningur svo að dæmi séu tekin. Auk þess er ekkert sólarland betra en Algarve, það er undantekning ef skýhnoðri sést þar á lofti og sólfar er þar með þeim hætti að hentar íslend- ingum einkar vel vegna þess hve rakinn er lítll og svalinn góður af Atlantshafi. Einkum þegar kvölda tekur. En við vorum að tala um Harald grá- feld Eiríksson og samskipti okkar við frændurna austan hafs. Svo segir í Heimskringlu Snorra: „Haraldur kon- ungur sat oftast á Harðalandi og Roga- landi og svo þeir fleiri bræður. Þeir sátu oftlega í Harðangri. Það var á einu sumri að hafskip kom af íslandi er áttu íslenzkir menn. Það var hlaðið af varar- feldum (þ.e. sauðskinn; feldur sem geng- ur kaupum og sölum, sbr. vörur). Og héldu þeir skipinu til Harðangurs því að þeir spurðu að þar var fjölmenni mest fyrir. En er menn komu til kaupa við þá, þá vildi enginn kaupa vararfeld- ina. Þá fer stýrimaður á fund Haralds konungs því honum var hann áður mál- kunnugur og segir honum til þessa vandræða. Konungur segir að hann mun koma til þeirra og hann gerir svo. Haraldur konungur var maður lítillátur og gleðimaður mikill. Hann var þar kominn með skútu alskipaða. Hann leit á varning þeirra og mælti við stýrimann: „Viltu gefa mér einn gráfeldinn?" „Gjarna," segir stýrimaður, „þótt fleiri séu.“ Þá tók konungur einn feldinn og skikkaði (þ.e. kastaði yfir sig með skikkju). Síðan gekk hann ofan í skút- una. En áður þeir reru á brott, hafði hver hans manna feld keyptan. Fám dögum síðar kom þar svo margt manna, þeirra er hver vildi feld kaupa, að eigi fengu hálfir þeir er hafa vildu. Síðan var hann kallaður Haraldur gráfeldur." Það er ekki ónýtt að vera í fylgd með sliku kunnáttufólki eins og við kynnumst í Kjallaraleik- húsinu og það á tímum þegar lít- iU munur er gerður á magni og gæðum og helzt enginn á fögrum skáld- skap og fimbul- fambi. <

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.