Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 33 Árni Björnsson tón- skáld — Áttræður Á morgun, Þorláksmessu, verð- ur Árni Björnsson, tónskáld, átt- ræður. Hann er fæddur í Lóni í Kelduhverfi 23. desember 1905. Strax í æsku kom í ljós að Árni var gæddur óvenjulegum tónlist- arhæfileikum og frá því hann man fyrst eftir sér heíur tónlistin átt hug hans allan. Hann hefur samið mikinn fjölda tónverka, allt frá dægurlögum til klassískra verka. Árið 1928 fluttist hann til Reykjavíkur, þar sem hann hóf tónlistarnám. Hann brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1935 og starfaði að tónlistar- málum hér til 1944, en þá hélt hann til Englands, þar sem hann stundaði nám við tónlistarskóla { Manchester í tvö ár. Eftir heim- komuna gerðist hann kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, starfaði í Sinfóníuhljómsveit ís- lands og vann við tónsmíðar, ásamt ýmsum öðrum tónlistar- störfum. Árið 1952 varð hann fyrir slysi, sem skerti starfsorku hans til muna, en þrátt fyrir það hefur hann haldið áfram tónsmíðum og starfað sem organleikari á spít- ölum borgarinnar og sinnir þeim störfum enn í dag. Kona hans er Helga Þorsteinsdóttir og þau hjón- in munu taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar að Logalandi 25 milli klukk- an 16 og 18 á afmælisdaginn N.N Frá vinstri: Winni Schwerdtfeger aðstoðarstúlka frá Danmörku, Edda Levy og Eiríkur Þóróarson eigendur stofunnar. Ný smurbrauðsstofa tekin til starfa Ný smurbrauðsstofa, „Danska smurbrauðið" hefur verið opnuð í Auðbrekku 32 Kópavogi. Auk danska smurbrauðsins verða þar á boðstól- um kaffisnittur, kokteilsnittur, snittukex og ostapinnar. Eigendur stof- unnar eru þau Eiríkur Þórðarson og Edda Levy, sem unnið hefur á brauðstofu í Danmörku. (FréttaUlkyantag) í KVÖLD fETLA NÝHEIMKOMNIfl ÍSLENSKIfl NÁMSMENN EHLENDIS AD STANDA ÞÉnifl SAMAN í KflEML FYRIR UTAN SMÁ PENINGAVESEN HJÁ EINSTAKA MÁTTARSTÓLPUM HÉR Á KLAKANUM HEFUR ÞAÐ HELST B0RI6 TIL TÍÐINDA FRÁ ÞVÍ AÐ ÍSLENSKIR NÁMSMENN ERLENDIS SÍÐAST VORU TIL FRÁSAGNAR AÐ NÝR SKEMMTISTAÐUR, KREML, HEFUR VERIÐ OPNAÐUR VIO AUSTURVÖLL í REYKJAVÍK í KVÖLD Á AÐ BERJA HANN AUGUM, KYNNAST, KYSSAST. . . Á MORGUN HEIÐRUM VIÐ SVO HEILAGAN ÞORLÁK OG HLEYPUM ÖLLUM FRÍTT INN í KREML FRÁ KL. 18:00 TIL 22:00. OG SVO ER ÞAD NÝÁR8FA6NA0URINN KREML OG DANSSTÚDÍÓ SÓLEYJAR STANDA FYRIR MEIRIHÁTTAR ÁRAMÓTAGLEÐI Á GAMLÁRSKVÖLD OG NÝÁRSNÓTT - ÞAÐ VÆRI ÓFYRIRGEFANLEGT AÐ MÆTA EKKI. SÍMI: 11322 KflEML 60TT FÖLK ISÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.