Morgunblaðið - 22.12.1985, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
Lambið heiiir
veriölifandi
Guðs fegið
aðsjámig
Innlit hjá Sigríði í Máskoti í Reykjadal
Á háheiðinni við Másvatn milli Lauga og Mývatns er býli sem
heitir Máskot. Ég renndi þar í hlað til þess að hitta Sigríði Aradótt-
ur bónda. Húsið var opið en enginn heima. Nokkru síðar kom
Sigríður á Bronconum sínum og ók beint að fjárhúsinu. Hún var
móð og þreytt eftir langa leit að kind sem hún var að leita að á
heiðinni og fann afvelta um síðir. Hún varð að bera hana langa
leið að bílnum. Þarna kom svo sannarlega góði hirðirinn.
„Æ, þetta er ekki neitt,“ sagði hún, „hreint ekkert, ég er fædd
hérna og uppalin og hef alltaf átt heima hér.“ Þar með átti við-
talinu að Ijúka, en ég krafsaði í bakkann.
„Ég er með sjötíu til áttatíu kindur á fóðrum, nokkrar pútur, hund-
inn Loka og kött, það er alveg ferlegt sumarið og ég hef ekki neina
sláttuvél, en ég læt slá fyrir mig og þurrka. Allan ágústmánuð var
ekkert hægt að gera af viti og ég hef verið í miklu basli með þetta
þó ég hafi nú lent í verra sumri en þessu, það var árið 1979. Þá
var hirt í október og verra var það 1950, mun verra.“
„Æ, ég er ein af þessum for-
eldraekkjum. Við vorum hér tvö
systkini til skiptis á sumrin með
okkar fólki, en svo giftist Björg
systir mín og upp úr því var ég
heima og hef ekkert róið á önnur
mið í 19 ár. Svo dó pabbi 1977,
föðurbróðir minn um nírætt hafði
dáið áður og mamma dó í janúar
1978. Ég var með kýr til 1979, en
það er engin leið að lifa af þessum
fjárstofni og veiðin í Másvatni er
lítil, hreint engin. Víst hef ég
gaman af dýrum, en ég sé að þetta
er ekkert nema þrái og sérviska, ég
hef enga heilsu í þetta. Ég hef að
í“ ég hafði smellt dnm^ruraðí(ynda gjg
st ssss sa-—víií
íjrrsasi-L-i-a
»e«i nier .ketnmt^ ^ uk, ,, htn„i m,nd.
Húsgagnasýning
ídag sunnudag
Full búö af nýjum vörum:
Borgarhúsgögn
Hreyfilshúsinu viö Grensásveg. Sími 686070.
Nýtt Nýtt
Pils, blússur, peysur, vesti, allar jóla- og
áramótavörur eru komnar.
Glugginn
Laugavegi 40 (Kúnsthúsið)
Sími 12854.
Pennavinir
Tvítugur pólskur piltur kveðst
vilja skrifast á við sætar íslenzkar
stúlkur. Hefur áhuga á tónlist,
íþróttum og landafræði:
Wojtek Dudkiewicz,
W.Paderewskiego 29/10,
81-410 Gdynia,
Poland.
Bandarískur háskólastúdent vill
skrifast á við íslenzkar stúlkur:
Frank J. Bolyard,
Box 1047,
Astoria,
Oregon 97103,
USA.