Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 Viðtal: IHugi Jökulsson. „Skáld," segir Matthías, „sjá betur en aðrir. Þessi sex skáld tóku öll út sinn þroska á miklum átakatímum, bæði í bókmennt- um og samfélaginu; átakatíma sem margan manninn hefur ært. En þau komust öll af, hvert á sinn hátt, og mig langaði til þess að vita hvernig þau upp- lifðu þessa tíma. Ég vissi að til þess að myndin yrði heil þyrftu skáldin að vera ólík að upplagi og í sínum skáldskap, hafa ólík- an bakgrunn og menntun. Á hinn bóginn langaði mig líka til þess að kynnast þeim persónu- lega. Ég hef notið bóka þessara skálda allra og mér lék hugur á að vita hvers konar manneskjur væru þar að baki. Ég gerði mér ljóst að þessir sexmenningar væru sérstæðir og byggju að forvitnilegri lífsreynslu sem ef til vill gæti kennt okkur hinum eitthvað, ekki síst yngra fólkinu. Mín kynslóð er gjörn á að taka þjóðfélagið sem eitthvað sjálf- gefið en það er auðvitað fjarri öllum sanni. Það þjóðfélag sem við búum í nú varð til við mikið umrót um og upp úr síðari heimsstyrjöld og það er mikil- vægt að við gerum okkur grein fyrir því. Ef við þekkjum ekki ræturnar vitum við ekki hvað upp af þeim vex. Þegar skáldin sex ólust upp var mikill háski yfirvofandi, kjarnorkusprengj- an og kalda stríðið, og ég þykist sjá ýmis merki þess að svipaðir háskatímar fari nú í hönd að nýju. Eru ekki að koma aldarlok sem löngum hafa verið talin ansi trufluð? Altént finnst mér að yngsta kynslóðin hafi bara gott af því að kynnast tímum þvílíkra átaka og andstæðna sem skáldin sex upplifðu. Ég held að mér hafi tekist mjög vel að velja viðmælendur; þegar upp er staðið hefði ég ekki viljað sjá neinn annan í þeirra stað. Engir perluvinir Mér þótti það skemmtilegt viðfangsefni," heldur Matthías áfram, „að stefna saman jafn ólíku fólki og raun ber vitni, karakterum sem ekki hafa verið neinir perluvinir og jafnvel tekist á opinberlega. Þetta eru fulltrúar andstæðra viðhorfa — að minnsta kosti á yfirborðinu — og mér fannst fróðlegt að kanna hvernig þessir andstæð- ingar brugðust við svipuðum aðstæðum. Tvinna sem sé saman einkareynslu þeirra og þá tíma sem þá ríktu. Skáldin í bókinni glímdu nefnilega við uppvöxt sinn með mjög mismunandi hætti. Þarna eru miklar tilfinn- ingaverur sem lesa veröldina gegnum eigið tilfinningalíf en vantar kannski dálítið á rök- vísina. Þarna er á hinn bóginn rökhyggjufólk sem fer þá frem- ur með löndum tilfinningalega. Ég reyndi í senn að kafa ofan í tilfinningar og hugsun skáld- anna, bregða upp mynd af manneskjunni. Þetta fólk hefur allt gengið í gegnum margvís- lega reynslu, og oft sára, en á það sameiginlegt að hafa ekki gefist upp, hvað sem á bjátaði. Það hefur sveipað sig ýmsum gervum en þó finnst mér að ef maður les öll viðtölin saman skíni út úr þeim sama lífsskoð- unin; það er sú gamla íslenska speki að upp skal á kjöl klífa. Ég er ekki frá því í þessu viðhorfi — þessu tilvistarlega viðhorfi — glytti í íslendinginn ...“ — Hvernig gekk samvinnan við skáldin? Skáldin sex seip rætt er við í bókinni Stríð og söngur: Thor Vilhjálmsson, Álfrún Gunnlaugsdóttir, Matthías Johannessen, Indriði G. Þorsteinsson, Guðrún Helgadóttir og Þorsteinn frá Hamri. Meirihluti samtals bóka er rusl — Nú kemur út mikill fjöldi viðtalsbóka á ári hverju. Hver er afstaða þín til þessara bóka? „Ja, ég skil vel þá andúð sem margir hafa á þessu formi; það hefur verið illilega misnotað í gróðaskyni og meirihluti þeirra samtalsbóka sem hér koma út eru auðvitað ekkert annað en rusl og öllum sem við sögu koma til skammar. En það breytir því ekki að samtalið er í eðli sínu bókmenntaform — ef vel tekst til. Samtalið krefst úrvals, samþjöppunar, skipulags, góðs málfars og skrásetjarinn þarf ekki síst að geta ráðið í það ósagða. Hann þarf að ná and- rúminu, ef svo má segja, og átta sig á því að hann er að skrifa persónulýsingu — ekki einungis skýrslu um það sem viðmæl- andinn vill segja. Megnið af blaðaviðtölum eru vitanlega ekki annað en skýrslur eða frétt- ir, en samtalið getur orðið svo miklu meira. Við skulum hafa í huga að samtalsbækur skipa mjög veglegan sess í bók- menntasögunni og eiga sér lang- an aldur. Mér koma til hugar bækurnar sem Boswell skrifaði eftir Samuel Johnson; hér heima hefur Matthías Johannessen þróað þessa tækni manna mest. Frá síðustu árum dettur mér í hug bók Ingólfs Margeirssonar um Guðmundu Elíasdóttur sem dæmi um góða samtalsbók, en þegar á heildina er litið er eins og vel seljanlegar bækur af þessu tagi þurfi að vera illa skrifaðar. Samtalsbók viö Jónas Hallgrímsson? En það er heimskulegt að alhæfa um of, rétt eins og það „Skáld sjá betur en aðrir Rœtt við Matthías Viðar Sœmundsson um samtalsbók hans og sex skálda Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur hefur sett saman bók er hann nefnir Stríð og söngur; það eru samtöl hans við sex skáld og rithöfunda sem í fljótu bragði eiga það eitt sameiginlegt að vera á miðjum aldri og auk þess í fremstu röð í íslenskum bókmenntum. Þetta eru þau Álfrún Gunnlaugsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Indriði G. Þorsteinsson, Matthías Johannessen, Thor Vilh jálmsson og Þorsteinn frá Hamri. „Ég varð satt að segja býsna undrandi á því hversu mjög þau opnuðu sig og lögðu mikið af mörkum. Þau segja frá ýmsum viðkvæmum málum, til að mynda fjölskyldumálum, og ég dáist að hreinskilninni sem ein- kenndi þau öll. Það þarf hug- rekki til þess að koma fram sem manneskja, ekki síst ef um er að ræða fólk sem hefur skapað sér ákveðna ímynd í þjóðfélag- inu eins og þessir sexmenningar. En auðvitað segja þeir ekki alla söguna; manneskjan er innst inni alltaf ein, einsog Guðrún Helgadóttir segir í bókinni, og sumt verður ekki sagt — síst berum orðum." Manneskjan á undir högg að sækja — Hafa þessi samtöl við skáldin á einhvern hátt breytt afstöðu þinni til þeirra tíma sem um er að ræða? Eða afstöðunni til skáldanna sjálfra? „I sjálfu sér ekki. Ég hafði stúderað þetta tímabil rækilega og sömuleiðis verk sexmenning- anna svo þar kom mér fátt bein- línis á óvart. Aftur á móti hefur skilningur minn dýpkað og þá ekki síst skilningur minn á þvi hversu óvarlegt er að dæma fyrirfram, dæma til að mynda eftir þeim svipum sem þetta fólk hefur komið sér upp í fjölmiðl- um og úti í samfélaginu. Við getum orðað þetta þannig að ýmis skáldin hafi komið mér mjög á óvart sem manneskjur. Ég held að í bókinni sýni þessi skáld ákveðið fordæmi, fordæmi sem við getum haft gagn af. Það kemur fram sem manneskjur, og manneskjan á undir högg að sækja í okkar samfélagi. Oftar en ekki er hún klofin í herðar niður. Þessi skáld sanna að það er hægt að vera manneskja mitt í öllu æðinu. Hins vegar," segir Matthías svo eftir dálitla umhugsun, „varð ég stundum var við leifar af — hvað skal segja; þrá- hyggju? — hjá sumum höfund- anna. Það ber vott um þá tíma sem þeir ólust upp á. Þá voru andstæður í þjóðfélaginu, í pól- itíkinni, miklu meiri en nú er, rithöfundar voru fáir og þess' var krafist að þeir tækju ákveðna afstöðu. Andstæðurnar hafa síðan dofnað og því kann okkur nú að virðast sem ýmsar deilur og kritur hafi verið og séu með öllu ástæðulausar. En sum skáldanna bera þessa enn merki og kannski var þetta óhjá- kvæmilegt í svona litlu sam- félagi." — Eru þetta rækilega unnin samtöl? „Já, vitaskuld eru þau það, frá minni hálfu. Höfundarnir sjálfir fylgdu þeim hins vegar mjög mismikið eftir, og ég sann- reyndi við vinnslu bókarinnar þá gömlu kenningu að konur eru samviskusamari en karlar. Konurnar tvær fylgdu textanum eftir allt þar til hann fór í prent- un, sér í lagi gamli kennarinn riinn, hún Álfrún." Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur: „Ég efast um að við eigpm fleiri en svona tíu skáld á Islandi. Hitt eru mestan part ritsóðar á mismunandistigum..." er heimskulegt að segja að allir reyfarar séu undantekningar- laust vondir. Ég held að vandinn sé ekki endilega sá að það komi út of margar slíkar bækur hér á landi heldur fremur hitt að við höfum byrjað alltof seint. Hugsaðu þér til dæmis ef við ættum góða samtalsbók við Jón- as Hallgrímsson, Jóhann Sigur- jónsson og þessa kalla alla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.