Morgunblaðið - 22.12.1985, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
47
gamni. Þar hittu „öldungarnir"
líka eiginkonu Magnúsar, Leópold-
ínu Bjarnadóttur, einnig sum
barna þeirra m.a. Sigríðu Ellu
óperusöngkonu og Bjarna, sem
lengi hefur starfað með Alþýðu-
flokknum.
Magnús var einstakur kjark- og
dugnaðarmaður. Barátta hans við
dauðann var hörð og stóð lengi.
Teitir „öldungar" munu kveðja
Magnús með vinsemd við útförina
á morgun, mánudag, og þakka um
leið langa og einlæga samfylgd.
P.ÓI.
Skammt er stórra högga á milli.
Tvo átti ég Magnúsa Péturssyni,
nánustu samstarfsmenn mína og
vini, sem báðir hafa nú með aðeins
tveggja ára millibili siglt yfir móð-
una miklu. Að báðum er mikil
eftirsjá og erfitt að sætta sig við
það, þegar slíkir öðlingar og úr-
valsmenn eru burt kallaðir um
aldur fram.
Magnús Pétursson, Vestfirðing-
ur, sem við kveðjum núna, hafði
átt við vanheilsu að stríða um
nokkurra ára skeið, en tók öllu
með hugrekki og karlmennsku, og
engan vissi ég ganga jafn oft með
sigur af hólmi við manninn með
ljáinn sem hann. Sjúkrasaga hans
er með ólíkindum og lýsir ofur-
mannlegri seiglu og lífskrafti. Er
þess skemmst að minnast, er menn
höfðu búist við andláti hans hvern
daginn, að hann birtist allt í einu
úti í íþróttahúsi ótrúlega hress og
gekk upp og niður allar tröppur
óstuddur. Þá var bjartsýnin og
lífsþrótturinn í hjarta hans slíkur,
að hann ráðgerði að fara til Eng-
lands til þess að hlusta á Sigríði
Ellu, dóttur sína, syngja í Royal
Albert Hall. En það var draumsýn,
því skömmu seinna elnaði honum
sóttin og fór hann í sína síðustu
sjóferð í staðinn, tveim dögum
fyrir óperuuppfærsluna í London.
Finnst okkur, sem þekktum hann
og lífsskoðun hans, ekki ólíklegt,
að hann hafi komið þar við á leið
sinni til fyrirheitna landsins.
Þótt líf Magnúsar hafi ekki verið
neinn dans á rósum, þá var hann
'gæfumaður, sem naut þess að eiga
góða konu og elskuleg og vel gefin
börn, sem þeim hjónum tókst að
hiúa vel að og veita góða menntun.
Hamingja Magnúsar var fólgin í
þessari samhentu fjölskyldu, sem
hann var stoltur af og sá ekki sól-
ina fyrir — og sem sá ekki sólina
fyrir honum. Kom þetta best fram
í veikindum hans, þar sem þau
vöktu nætur og daga yfir honum
svo vikum skipti, þegar hann var
veikastur. Undraðist ég stöðugt og
dáðist að sálarró og óbugandi þreki
Leopoldínu, sem auk þessa mikla
álags gekk inn í starf Magnúsar
og hefur leyst það af hendi af
mestu prýði.
Við fráfall Magnúsar missir há-
skólinn einn af sínum elstu og
dyggustu starfsmönnum. Umsjón-
armaður íþróttahússins var hann
hartnær 30 ár og stjórnaði einnig
hirðingu og gróðursetningu á görð-
um og á lóðum háskólans í fjöl-
mörg sumur. Hafði hann þá jafnan
margt unglinga í kringum sig og
sagði þeim til verka.
Kom manngæska hans vel í Ijós
í báðum þessum störfum og eign-
aðist hann marga vini meðal þessa
æskufólks og stúdentanna, sem
sóttu æfingar í íþróttahúsinu,
vegna lipurðar sinnar og tillits-
semi í þeirra garð. Auk þess var
hann manna skemmtilegastur í
viðræðum, hafsjór af fróðleik, og
hafði mjög ákveðnar skoðanir á
málefnum lands og þjóðar, sem
hann fylgdist með af miklum
áhuga.
Hann var stálminnugur og
greindur vel og var oft haft á orði
við mig, að hann minnti miklu
frekar á háskólakennara en hús-
vörð. Frásagnarlistin var honum í
blóð borin og naut ég þess löngum
að heyra hann segja frá ýmsu, sem
fyrir hann hafði borið á lífsleið-
inni. Hann mundi menn og atburði
eins og gerst hefðu í gær. Hann
hafði verið á sjó mörg bestu ár
ævinnar og frásagnir hans af sjón-
um og siglingunum í stríðinu voru
gæddar slíku lífi að allt varð ljós-
lifandi og spennandi. Grunaði ég
hann stundum um að krydda hlut-
ina svolítið, í hita frásagnargleð-
innar. Verst þykir mér, að ekkert
af þessu skyldi vera skráð eins og
ég hafði oft minnst. á við hann að
gera þyrfti.
Nú þegar leiðir skiljast eftir öll
þessi ár, sem við störfúðum saman
í íþróttahúsi háskólans, er mér
efst í huga þakklæti til forsjónar-
innar fyrir það að hafa fengið slík-
an mann sem Magnús við hlið mér.
Starf hans allt einkenndist af
samviskusemi, ósérhlífni og trú-
mennsku. Það sem snart mig þó
mest í fari hans var ljúfmennskan
og einlægnin, hlýtt hugarþel og
velvild til alls og allra.
Ástvinum Magnúsar votta ég
dýpstu samúð mína og fjölskyldu
minnar. Blessuð sé minning Magn-
úsar Péturssonar.
Valdimar Örnólfsson
t
Viö þökkum af alhug öllum þeim, sem sýnt hafa viröingu, samúö
og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SIGRÍÐAR GUDMUNDSDÓTTUR
frá Bolungarvík.
Sérstakar þakkir eru færöar til ráöamanna og starfsfólks á Hrafn-
istu, Reykjavík, en þar dvaldi hin látna í tvo áratugi. Ennfremur
eru þakkir færöar til lækna og starfsfólks Akranessjúkrahúss, er
hjúkraöi henni meö alúö siöustu mánuöi ævi hennar.
Ásta Árnadóttir,
Árni Árnason,
Þorvaldur Árnason,
Matthildur Árnadóttir,
Guömunda Árnadóttir,
Baldvin Árnason,
Steinunn Þóröardóttir,
Ólafía Friöriksdóttir,
Pálmi Sveinsson,
Kristján Sigurgeirsson,
Ása Gunnarsdóttir,
og barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn.
Lokað
Viö lokum skrifstofum okkar og verzlun milli kl. 10 og
12 mánudaginn 23. desember vegna útfarar ÓLA
ANTONS BIELTVEDT, fyrrverandi yfirskólatannlæknis.
NESCO, Laugavegi 10.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
________um gerð og val legsteina._
Í| S.HELGASOH HF
I STEIfÍSmlÐJA
■ SKEMMUVEGI 48 Sk« 78677
Gódar og vandadar bœkur
Árni Óla
Reykjavík
íyni tíma II
Tvœr af Reykjavíkurbókum Áma Óla
Skuggsjá Reykjavlkui og Horft á
Reykjavík endurútgeínar í einu bindi.
Saga og sögustaðir verda ríkir aí lífi og
írá síöum bókanna geíur sýn til íortíðar
og íramtíðar - nútímamaðurinn öðlast
nýjan skilning á höfuðborg landsins og
íorvemnum er hana byggðu Eíni bók-
anna er íróðlegt íjölbreytt og skemmti-
legt. Fjöldi mynda trá Reykjavík íyrri
tíma og al persónum. sem mótuðu og
settu svip á bœinn prýða þessa vönd-
uðu útgáfu
Pétur Zophoníasson
Víkingslœkjarœtt II
Petta er annað bindið í enduiútgálu á
hinu mikla œttfrœðiriti Péturs, niðjatali
hjónanna Guðríðar Eyjólísdóttur og
Bjama Halldórssonar hreppstjóra á
Víkingslœk. í þessu bindi em niðjar
Höskulds, Brands, Eiríks, Loíts og Jóns
eldra Bjamasona. Fyista bindið kom út
1983, en œtlunin er að bindin verði alls
timm í þessu bindi eins og því tyrsta
em íjölmaigar myndir af þeim sem í
bókinni em neíndii.
Vl
PÉTUR
ZOPHONÍASSON
lÆKjARÆTTII
NIOJATAL GUORlDAR EYJÓLFSOOTTUR
OG 8JARNAHALLOORSSONAR
HREPPSTJÓRA A VlKINGSlÆK.
Birtan aö handan
Saga Gudrúnar
Sigurðardóttur
írá Torfuíelli
Sverrír Pólsson skrádi
Guðrún Sigurðardóttir var landsþekkt-
ur miðill og hér er saga hennai sögð
og lýst skoðunum hennar og líísvið-
horíum Hún helgaði sig þjónustu við
aðia til hjálpai og huggunar og not-
aði til þess þá hœtileika sem henni
vom geínir í svo ríkum mœli skyggni-
gáíuna og miðilshœtileikana. Þetta er
bók, sem á erindi til allra.
Ásgeir Jokohsson
Einars saga
GuÖíinnssonar
Þetta er endurútgáía á aevisögu
Einars Guðfinnssonar, sem verið hefur
óíáanleg í nokkur ár, en hlaut óspait
loí ei hún kom íyrst út 1978. Petta ei
baiáttusaga Einars Guðtinnssonai írá
Bolungarvík og lýsii einstökum
dugnaðarmanni sem barðist við
ýmsa eitiðleika og þuiíti að yíirstíga
maigai hindranir, en gaíst aldrei upp;
var gœddui ódrepandi þrautseigju,
kjarki og áraeði Einnig er í bókinni
mikill íróðleikur um Bolungarvík og
íslenzka sjávarútvegssögu
SKUGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEINS SF.
T —
____ y