Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 22.12.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985 49 Minning: Hannes Eðvarð Ivarsson Fæddur 23. desember 1895 Dáinn 12. desember 1985 Látinn er í hárri elli Hannes Eðvarð fvarsson og verður útför hans gerð frá Fossvogskirkju á morgun 23. desember kl. 13.30. Hannes var fæddur að Áreyjum í Reyðarfirði, sonur hjónanna Önnu Jónasdóttur og ívars Hall- dórssonar, sem þar bjuggu þá. Hann var næstelstur sjö systkina. Látin eru, Þórunn, Kristinn, Sig- urður og Hannes sem hér er kvadd- ur, en á lífi eru, Björgvin, Jónlína og Ingibjörg. Þegar Hannes var á fyrsta ári flytja foreldrar hans til Djúpavogs og var hann þar alinn upp. Á fjórtánda ári fór hann í vinnu- mennsku að Syðra-Firði í Lóni og dvaldist á Hornafirði næstu sjö árin. Eftir það kom hann heim aftur og gerðist sjómaður. Til Neskaupstaðar kom hann 1924 og var sjómaður á bátum þaðan. Er ég fyrst man eftir Hannesi var hann vélstjóri á báti föður míns, en hann var lengst af vélstjóri á bátum og hafði einnig verið stýrimaður framan af og hafði bæði skipstjóra- og vél- stjóraréttindi. Eg veit að störf hans hjá mínu fólki voru vel metin, enda Hannes mjög duglegur og samviskusamur. Hannes var glæsilegur maður, hár vexti, dökkur á brún og brá, brúneygur, skapfastur og hvikaði ekki frá sannfæringu sinni, ef svo bar undir, röskur að öllu sem hann gekk að og mjög félagslyndur og hrókur alls fagnaðar og trygglynd- ur. Hannes var hraustur og hélt sér mjög vel alveg fram á níræðisald- ur, en þá tók heilsunni að hraka, aðallega voru það fæturnir sem gáfu sig, en hugsunin var skýr lengst af. Þann 28. febrúar 1930 steig Hannes mikið gæfuspor, en þá gekk hann að eiga Sigríði Péturs- dóttur, f. 13. janúar 1907, að Valla- nesi á Völlum, dóttir hjónanna Stefaníu Stefánsdóttur og Péturs Péturssonar. Sigríður var ein af 12 börnum þeirra hjóna er upp komust og eru 10 þeirra enn á lífi. Sigríður var mikilhæf mann- kostamanneskja, hlý í viðmóti, verklagin og vinnusöm. Hún kunni þá list að gera mikið úr litlu, hvort sem það var matargerð eða sauma- skapur. Það voru ekki ófáar flík- urnar sem hún saumaði jafnt á skylda sem vandalausa og upp úr gömlu saumaði hún sem nýtt væri og mun það hafa komið sér vel því ekki var mikill auður í garði fólks á þessum árum. Ábyrgð sjómannskonunnar var og er mikil, hún langtímum ein með börnin. Hlutskipti sjómanna á Neskaupstað fyrr á árum var bundið því að vera að heiman á veturna, en þá var farið ýmist til Homafjarðar á vertíð, eða til Faxaflóahafna og á sumrin var farið á síldveiðar eða á annan veiðiskap. Hans góða eiginkona, Sigga eins og ég kallaði hana, vakti vel yfir því sem henni var trúað fyrir. Það var notalegt að koma á heimili þeirra hjóna, þar sem öll- um var tekið opnum örmum og hjá þeim var allur heimilisbragur til fyrirmyndar. Ég minnist haust- kvölda heimsókna til þeirra og sé enn ljóslifandi fyrir mér hvar Hannes lá útaf með bók sér í hönd og dottaði af og til, kötturinn lá til fóta, en Sigga sat við saumavél- ina og var að klára einhverja flík- ina. Mikið var hlegið og gert að gamni sínu á þessum árum, en allt var þetta græskulaust gaman, sem engan skemmdi. Árið 1947 hætti Hannes til sjós og fór að vinna í landi, fyrst við pípulagnir en síðar hjá Dráttar- brautinni á Neskaupstað. Um vor- ið 1959 var búið að taka þá ákvörð- un að flytja til Reykjavíkur. Börn þeirra voru öll búsett þar og heilsa Siggu ekki sem best. Mikil var tilhlökkun barnanna og barna- barnanna að fá þau til sín, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Veikindi Siggu ágerðust og hún lést eftir aðgerðir og nokkra legu, þann 20. ágúst 1959, aðeins 52 ára að aldri. Það vora daprir síðsumardagar sem í hönd fóru. Öll höfðum við misst mikið, en mest hafði Hannes þó misst. Hannes fékk vinnu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og vann þar í um 10 ár. Þar kom hann sér vel eins og alls staðar þar sem hann hafði unnið. Heimili Hannesar var lengst af hjá yngstu dótturinni Þóreyju og tengdasyninum Gunnari Péturs- syni og fyrir allt sem þau og börn þeirra voru honum, bið ég Guð að launa. Hannes hafði mikið samband við börn sín og koma oft á heimili þeirra. Hannes átti eina dóttur fyrir hjónaband sitt, Svanhvíti, fædd 1928. Hún ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður í Másseli í Jökulsár- hlíð. Svanhvít er búsett á Hellu og er maki hennar Helgi Val- mundsson. Börn Siggu og Hannesar eru: ívar Pétur, fæddur 1930, maki hans Jóna Guðbjörg Gísladóttir; Ólöf Þóranna, fædd 1932, maki hennar Jósafat Hinriksson; og Þórey, fædd 1934, maki hennar Gunnar Pétursson. Afkoinendahópurinn er orðinn stór, en barnabörnin eru 20 og barnabarnabörnin 24. Börn þeirra hjóna voru á svipuð- um aldri og ég, en við ólöf jafn gamlar. Ég minnist þess úr barna- skólanum hve hlýtt skólastjórinn okkar, Valdimar V. Snævarr, tal- aði um sjómennina, en mörg barn- anna áttu feður á sjónum. Hann ræddi oft um störf sjómannanna og í upphafi hvers kristnifræði- Thorvaldsson, blikksmiður í Borgar- nesi, verið að kynna nýja uppfinn- ingu sína. Er þarna um að ræða disklaga blikkplötu með álímdum hvítum endurskinsdúk, sem fest er framan við bilað ökuljós á bifreiðum. Speglar diskurinn síðan ökuljós bif- rciðanna sem koma á móti, þannig að „eineigða“ bifreiðin sýnist vera með bæði ökuljósin í lagi. Að sögn Magnúsar fékk hann hugmyndina að endurskinsdiskn- um, þegar hann var nærri búinn að lenda í árekstri við „eineygða" bifreið. Sagði Magnús að ökumenn ættu oft erfitt með að átta sig á því, þegar þeir mættu „eineygðum" bifreiðum, hvorum megin á bif- reiðinni bilaða ljósið væri og þá jafnframt hvar viðkomandi bifreið væri stödd á veginum. Einnig gæti það komið fyrir að menn teldu aö mótorhjó! væri á ferðínni, þegar þeirsæju eitt ökuljós koma á móti sér, þó svo að um „eineygða" bif- reið væri að ræða. Kvaðst Magnús einnig hafa útbúið samskonar tíma var farið með bæn, sem hann hafði ort og kennt okkur, en bænin er svona: Breiðist Guð þín blessun yfir, bát á miði skip á sjó. Leiddu aftur, heilu og höldnu, heim til lands hvern unnarjó. Forsjón þinni felum vér, fiskimanna djarfan her. Oft leitaði hugur Hannesar austur á land þar sem hann hafði lifað öll sín manndómsár og þegar hann var að koma í heimsóknir var venjulega fyrst spurt frétta að austan. Hannes hafði mjög gott sam- band við tengdafólk sitt meðan heilsa hans leyfði og einnig við systkini sín. Systkinabörn hans sýndu hon- um mikla vináttu og var það gagn- kvæmt. Hannes hafði mikla ánægju af að taka í spil. Vinirnir komu reglu- lega saman og spiluðu og stundum var brosað þegar spilað var í blíð- skaparveðri, þegar flestir héldu sig utandyra. Hannes las alla tíð mikið, bæði skáldsögur og ýmsan annan fróð- leik og hann hafði alla tíð góða sjón. Hannes hafði yndi af því að hitta fólk og ræða málin. Hann var góð- ur dansherra á sínum yngri árum og mér fannst töluverð upphefð í því að eiga öruggan dans hjá honum, er ég fyrst fór að fara á dansleiki, sem ung stúlka. Þegar heilsu Hannesar tók að hraka fékk hann inni á Hrafnistu í Reykjavík, en þangað fór hann í júní 1982 og síðan í nóvember sama ár á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði og þar fékk hann frá- bæra umönnun. endurskinsdiska til að festa aftan á bifreiðir sem skildar væru eftir bilaðar úti á vegum. Á þeim disk- um kvaðst hann hafa rauðan end- urskinsdúk og virkaði merkið þá þannig, að þegar ökuljós félli á það, væri eins og bilaða bifreiðin væri með stöðuljósin eða hemla- ljósin kveikt. Aðspurður kvaðst Magnús hafa hannað margar gerð- ir af festingum fyrir diskana og það væri auðvelt að festa diskana á allar gerðir bifreiða. Hægt væri m.a.að skrúfa diskana á grjót- grindur að framan, festa þá með borðum sem að klemmdir væru undir vélarhlífinni eða lokinu á farangursgeymslunni. Einnig væri hægt að festa diskana með sog- skálum innan á fram eða aftur- rúðu. Sagði Magnús að hugmyndin væri sú að ökumenn hefðu end- urskinsdiskana í bifreiðum stnum og notuðu þá þegar bilaði hjá þeim og þar til að viðgerð væri lokið. Kvaðst Magnús hafa sent Um- ferðarráði endurskinsdiskana til prófunar og kvaðst hann vaénta umsagnar frá þeim fljótlega. Einn- Nýtt öryggistæki fyrir bflaeigendur: Spegill fyrir „blinda“ augað — uppfinning Magnúsar Thorvaldssonar blikksmiðs í Borgarnesi Borgarne.si, 18. desember. AÐ UNDANFÖRNU hefur Magnús Hannes andaðist á Hrafnistu að morgni 12. desember sl. Hér skulu færðar bestu þakkir til starfsfólks- ins á Hrafnistu fyrir alla umönnun og vináttu við Hannes og eins bestu kveðjur til vistfólksins. Nú, þegar æviskeið tengdaföður míns er á enda runnið, er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir allt og allt. Fari vinur minn í friði. Þar eflaust síðar sjáumst vér, þá sigling vorri lokið er. Ó, hvað er dauðans dapra stund, hjá dýrðarvon um endurfund. (y.\S.) Jóna Guðbjörg Gísladóttir Fimmtudaginn 12. desember lézt á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnar- firði afi minn, Hannes Eðvarð Ivarsson á 90. aldursári. Árið 1930 giftist afi ömmu minni, Sigríði Pétursdóttur. Bjuggu þau á Nes- kaupstað allt til ársins 1959 er þau fluttu til Reykjavíkur. En samvera þeirra í Reykjavík varð stutt, því amma veiktist og lézt á sjúkrahúsi eftir skamma legu. Ég var aðeins 7 ára er amma lézt og sakna ég þess að hafa ekki notið hennar lengur. Um þetta leyti flutti afi til Þór- eyjar, dóttur sinnar og tengdason- ar, Gunnars Péturssonar, og bjó hjá þeim alla tíð, eða allt til þess tíma er hann fór á Hrafnistu fyrir u.þ.b. 3 árum. En þá var hann orðinn mjög heilsuveill og þarfn- aðist daglegrar hjúkrunar. Ég minnist með hlýju þeirra stunda er við áttum saman. Oft sat ég á rúmstokknum hjá honum og ræddum við margt. Þá var honum tíðrætt um samferðamenn sína um ævina og hin ýmsu störf sem hann hafði innt af hendi á landi og sjó. Síðustu starfsár sín vann afi hjá ÁTVR, en hætti þar vegna aldurs rúmlega sjötugur. Afi var ósáttur við að missa vinnuna enda hraustur og með fullt starfsþrek. Félaga sína hjá ÁTVR heimsótti hann öðru hvoru meðan heilsan leyfði. Hann var auðfúsugestur meðal fyrrum starfsfélaga sem ætíð leystu hann út með gjöfum, minnugir þess að dálítill dreitill lífgar upp á tilveruna. Afi var mikill bókamaður og oft fékk ég að láni hjá honum bækur. Hann var gður spilamaður og spil- aði hvenær sem færi gafst, m.a. bridge og lomber. Mér kenndi hann að leggja spil. Ég sakna afa sárt, en hlýjar minningarnar ylja mér um hjartarætur. Aldrei fæ ég full- þakkað þá góðsemi og kærleika er ég naut af afa mínum alla tíð. Þakka ég góðum Guði fyrir að hafa leyst hann undan oki langrar og strangrar sjúkdómslegu. Fyrir hönd bræðra minna og okkar nán- ustu kveð ég afa minn í þeirri trú að hann og amma hafi sameinast áný. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðvilja og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Vald.- Briem). Hanna Sigríöur Jósafatsdóttir Nú er ég aldinn að árum. Um sigmeiningrafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa, lifað svo langan dag. Ersyrtirafnótt, til sængur er mál að ganga, — sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. (ÖjV.) Þá er hann afi minn búinn að fá hvíldina. Það er gott, en um stund verður það svo sárt. Mig langar að minnast hans í nokkrum línum. Hann var eini afinn sem ég hafði möguleika á að umgangast reglulega, af því að hinn afinn minn og amma voru svo langt í burtu. Og mér þótti innilega vænt um hann. Það þótt okkur öllum barnabörnunum hans. Þessi glæsilegi afi okkar var alltaf hrókur alls fagnaðar, skemmtilegur og gamansamur. Hann gantaðist við okkur krakk- ana og stríddi okkur stundum, en ekki leiddist okkur það. Fáa menn hef ég séð eiga jafn mikla blíðu til handa litlum börn- um en einmitt hann. Við nutum hennar öll barnabörnin og barna- barnabörnin hans. Fyrir það þökk- um við nú. Komin er kveðjustundin klökk við þá hinstu töf. Skilnaðarbeiskju bundin bíðumviðþínagröf. Hugirnir drúpa hljóöir, hittumst þó aftur skjótt. Vinurinn vor og bróðir vertusæll,góðanótt. K.B. Árdís fvarsdóttir Morgunblaðið/Theódór Magnús Thorvaldsson, blikksmiður, Borgarnesi, stendur við „eineygða“ bifreið sem hann hefur sett endurskinsdisk framan á. Endurskinsdiskurinn er nýtt öryggistæki fyrir bfleigendur og er uppfundinn og framleiddur af Magnús. ílanga merkið fyrir miðri bifreið er tillaga Magnúsar að merki á bfla sem eru með kerrur í eftirdragi. ig hefðu umboðsmenn Samvinnu,- trygginga í Borgarnesi prófað diskana og umsagnar væri að vænta frá lögreglunni í Borgar- nesi. Kvaðst Magnús vera þessa stundina að hanna endurskins- merki á „hestakerruT" og aðráT þær kerrur sem að væru 'breiðarj. og eða hærri en dráttartækið. — TKÞ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.