Morgunblaðið - 22.12.1985, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER1985
0-
r
AFBÁTAR
KOLAKLAFAR OG K
Morgunbladið birtir hér
hluta úr kaflanum
„Tundurskeyti og stór-
viðri“ úr bókinni „Kola-
kláfar og kafbátar“ sem
eru „sjóferðarævintýri
Jóns Steingrímssonar
frá stíðsárum og friðar-
tímum“ — eins og segir
á bókakápu. Þar segir
einnig: Stórhættulegar
siglingar á íslenskum
og færeyskum skipum á
stríösárunum á Norður-
Atlantshafi eru viðamik-
ill þáttur frásagna Jóns,
en hann varð vitni að
því er þýskar flugvélar
og kafbátar gerðu árás-
ir á skipalestir sem
hann var í og sökktu
nálægum skipum. Það
er bókaútgáfan Vaka-
Helgafell sem gefur
bókina út.
Jón Steingrímsson
Tundurskeyti
og stórviðri
Sjóferðaævintýri Jóns Steingrímssonar
frá stríðsárum og friðartímum
Tundurskeyti
og stórviðri...
Víkur nú sögunni aftur til síðla
árs 1941, er ég skráði mig á Selfoss
aftur. í þetta sinn var ég þar í
einni lotu í hálft annað ár. Fyrstu
ferðina var ég háseti, en annar
stýrimaður upp frá því. Þetta er
eini Fossinn, sem þá hafði tvo
stýrimenn, þeir voru þrír á hinum.
Við þurftum að ganga tvískiptar
vaktir og skila 12 tímum á sólar-
hring til jafnaðar. Stundum voru
vaktimar langar og kaldar, en við
vorum ungir, fjörugir og hressir
og tíminn leið fljótt. Ameríkanar
höfðu þá tekið við af Bretum að
annast varnir landsins og fóru að
fylgja íslenskum skipum sem
sigldu vestur. Við fengum tvö
fylgdarskip, sem voru tundurspill-
ar úr fyrra stríði. Þeir voru forn-
fálegir að sjá með fjóra skorsteina.
Seinna gáfu þeir Bretum eina sjö
af þessari gerð, við kölluðum þá
„Curchilla".
Við sigldum beinustu leið með
fullum hraða. Full ferð hjá okkur
var 8% míla þegar best lét í sléttu,
það fór mjög eftir gæðum kolanna
og kyndaranna. Þessi ferð hélst
aldrei stöðug, gufuþrýstingurinn
lækkaði ætíð þegar eldar voru
hreinsaðir, oftast á 2ja tíma fresti.
Kolin voru yfirleitt slæm á stríðs-
árunum og jók það á erfiði kyndar-
anna. Þeir voru að jafnaði afburða
þrekmenn sem þræluðu 12 tíma á
sólarhring á vöktum og þurftu þar
að auki að hífa upp alla ösku og
lempa til kolum á frítíma sínum.
Það má fara nærri um það að
fjölmennar skipshafnir þessara
hraðskreiðu fylgdarskipa hafi ver-
ið lítið hrifnar að þurfa að hanga
með svona hægfara döllum. Stund-
um, þegar á móti blés svo að við
rétt mjökuðumst áfram, spurðu
þeir hvort við gætum ekki aukið
hraðann svolítið. Það var ekki
hægt en þegar við komumst vestur
undir Nýfundnaland töldu þeir
okkur hólpna og hurfu.
í New York var legið nokkra
daga, eftir losun var skipið fyllt
af nauðsynjavöru. Nokkur tími
gafst þa'til að skoða þessa miklu
borg sem flestir okkar gistu í
fyrstasinn.
Ég fór á veitingahús uppi á
Brodway fyrsta daginn sem ég var
í landi og fór að glugga í dagblað.
Þar sá ég mynd af laglegri stúlku
sem hafði verið myrt daginn áður.
Erlendis var ég nú ekki vanur að
lesa svona fréttir en ég rak strax
augun í að sambýlisstúlka þeirrar
myrtu var íslensk og ég þekkti vel
úr M.A., skólanum fyrir norðan.
Ég lagði strax af stað á þetta til-
tekna heimilisfang og hugðist ná
tali af henni og hughreysta ef þess
gerðist þörf. Þegar þangað kom
varðist það fólk sem þar bjó allra
upplýsinga og vildi ekki sinna
neinum fréttasnápum. Góðvild
minni var á glæ kastað því ég hitti
ekki stúlkuna. Það var ekki fyrr
en ári seinna að okkar leiðir lágu
saman þar úti. Það varð auðvitað
fagnaðarfundur þegar pilturinn úr
litla plássinu fyrir norðan hitti
snotru stúlkuna, sem var að vest-
an, þarna í stórborginni. Nú var
hún gift og maðurinn hennar að
berjast á Kyrrahafinu svo hún
þurfti hughreystingar með. í þess-
ari ferð var ég að kaupa mér bíl,
hún bauðst til að selja mér sinn
ódýrt, það var kádiljákur. Ekki
kunni ég við að taka því boði. Síðan
höfum við ekki sést, en á þessum
árum var sjaidgæfara að rekast á
íslendinga erlendis.
Ferðin heim gekk vel og amerísk
fylgdarskip komu til móts við
okkur til verndar síðasta spölinn.
Næstu ferð fórum við í skipalest
í fyrsta sinn. Skipalestum var
raðað upp í þverraðir, þannig að
þær voru álíka breiðar og þær voru
langar. Öll skipin höfðu númer,
fremstu skipin höfðu tölurnar 10,
20, 30 o.s.frv. Næsta röð 11, 21, 31
o.s.frv. Sá sem stjórnaði lestinni,
„commodorinn", var á skipi í miðri
fremstu röð, hann gaf skipanir og
tilkynningar með merkjaflöggum
og stundum með ljósmorsi.
Öll skipin þurftu að flagga þess-
um merkjum óðara og þau sáust
hjá commodorskipinu, það var
metnaður hjá mönnum að vera
fljótir til með merkin. Skipin höfðu
sínar merkjabækur með skýring-
um, því auk alþjóða merkjamáls
var notað dulmál. Yfirmenn báru
ábyrgð á að þær kæmust ekki í
hendur óvinanna og átti að eyði-
leggja þær ef þyrfti að yfirgefa
skipið. Við æfðumst fljótt að lesa
úr flöggunum en til að byrja með
vorum við seinir að koma þeim
upp. Þetta lagfærðum við fljótlega
og fengum okkur króka í flöggin
og opinn skáp að ofan með segldúk
yfir þar sem fljótlegt var að hengja
flöggin í merktum röðum, og var
meira að segja hægt að tengja þau
saman áður en þau voru tekin út
úr skápnum og svo strax dregin
upp. Eftir þetta vorum við með
þeim fljótustu að svara þótt við
værum aftarlega í röð. Algengustu
merkin voru um stefnubreytingu
og hraða. Stundum komu skammir
til einstakra skipa að halda sig
betur á sínum stað. Ljósamors var
líka notað og dugði í mikilli fjar-
lægð, geislanum var hægt að beina
á vissan punkt.
Við fórum frá Reykjavík ásamt
nokkrum stórum amerískum
flutningaskipum og sameinuðumst
aðalskipalestinni alllangt fyrir
sunnan landið. Einum eða tveimur
dögum seinna var gerð árás. Það
var að kvöldi dags og orðið all
rokkið. Kafbátarnir komust í færi
án þess að vart yrði við þá. Fyrst
heyrðum við tvær gríðarmiklar
sprengingar, allt nötraði og skalf.
Þustu þá allir upp, tilbúnir að fara
í björgunarbátana. Þá upphófst
ferleg skothríð úr öllum áttum,
eins og komið væri gamlárskvöld,
margfaldað með tíu.
Við vorum í fjórðu röð næst yst
á stjórnborðsvæng. Tvö stór skip
fyrir framan okkur á bakborða
fengu í sig tundurskeyti með stuttu
millibili, mest var ég hissa hvað
þau voru fljót að sökkva. Það var
vegna þess að þau voru tóm. Næst
fór stórt herflutningaskip, sem
hafði legið samtímis okkur í
Reykjavík, það var næsta skip við
okkur framan til á bakborða. Það
var lengur að sökkva en þau fyrri
og margir björguðust í báta.
Seinna fréttum við að skipstjórinn
á því hefði kramist í hel við einn
bátinn sem slóst til í veltingnum.
Það var svo margt sem gerðist
nálægt okkur að við tókum minna
eftir hvað um var að vera i hinni
álmunni. Mér var litið þvert á
stjórnborða þar sem „korvetta" tók
til að buna úr sér „tracer bullets",
eða lýsandi kúlum, á kafbát sem
var ofansjávar. 1 sömu mund kvað
við mikil sprenging þvert á bak-
borða, þegar ég leit þangað sá ég
að skip hafði verið hæft með tund-
urskeyti. Ég var varla búinn að
greina hvað var að ske, þegar gríð-
arhvellur kom skammt frá á
stjórnborða. Þegar ég svo leit þar
sem korvettan hafði verið skömmu
áður, sást ekkert nema neistar og
brak. Árásin stóð ekki lengi, en
spenningurinn við að horfa á þetta
gerði það að verkum að ekki var
tími til að verða hræddur. Það var
ekki fyrr en á eftir, að maður gerði
sér ljóst hvað hurð hafði skollið
nærri hælum. Oft í svona árásum
skutu kafbátar tundurskeytum úr
nokkurri fjarlægð í 45 gráðu af-
stöðu við skipalestina, þá er að
sjá skip við skip og varla komist
hjá að þau hitti eitthvert þeirra.
Annars vorum við að vona að við
slyppum vegna smæðarinnar. Það
var æði nöturlegt að þurfa að sigla
framhjá mönnum svamlandi í
köldum sjónum, særðum og
drukknandi, hangandi í braki eða
brotnum bátum. Reglurnar voru
þær, að halda réttri stöðu í lestinni
þegar árás var gerð, en sérstök
skip fyrir aftan áttu að annast
björgun. Djúpsprengjur kváðu við
látlaust lengi eftir að árás linnti.
Hætt er við að þær hafi verið
fullnálægt þeim sem enn voru í
sjónum.
Þessi skipalest hefur verið miðl-
ungsstór með 30-40 skipum en við
fengum aldrei að vita hversu
mörgum skipum var sökkt í þetta
sinn, lestin átti eftir að bíða meira
afhroð.
Þegar við vorum staddir langt
suður af Hvarfi og vorum að nálg-
ast Nýfundnalandsbanka gerði
aftaka veður með mjög slæmu
sjólagi. Rokið og særótið var svo
mikið að skipin tvístruðust, þau
rak undan veðrinu og réðu ekki
við neitt. Öll voru þau tóm af
vörum og höfðu ekki nándar nærri
nóga seglfestu til þess að láta að
stjórn í svona veðri. Þar stóðum
við á Selfossi betur að vígi, við
höfðum nærri hálffermi af mold
og möl í lestinni. Þess vegna var
nokkurnveginn hægt að halda upp
í veðrið þótt erfitt væri að halda
dampi í þessum látum. Framan af
gekk það vel en sjólagið fór stöðugt
versnandi. Loks kom á okkur helj-
armikill brotsjór, sem kastaði
skipinu til eins og korktappa,
þegar hann brotnaði í öllu sínu
veldi yfir mitt skipið, sem slengd-
ist á hliðina um ieiö. Hefði hann
lent aðeins aftar myndi brúin hafa
sópast fyrir borð með okkur körl-
unum sem þar voru. Það má segja
að hetjum hafsins á Sellanum hafi
ekki orðið um sel þegar hafið
dúndraði yfir knörrinn og lá við
að þeim sigi larður þegar allt fór
á bóla kaf.
Við í brúnni áttum ekki von á
því að lestarhlerar úr gömlu timbri
héldu þessum gríðar þunga og þar
með væru dagar okkar taldir. Onei,
það var Selurinn gamli sem hreins-
aði sig hægt af sjó þar til allt var
ofansjávar, en nú var „blessaður
svanurinn" sem vængbrotin álft,
lá á lögginni eða því sem næst,
með um 45 gráðu slagsíðu. Það
héldu allir að við værum að sökkva
og þyrptust upp í brú og á bátaþil-
far. Einn ætlaði meira að segja
að losa stóra bjargflekann, sem
hefði þá runnið strax í sjóinn en
hann var stöðvaður tímanlega við
þá iðju. Mikill sjór hafði flætt
niður í allar íbúðir svo það var
ekki ástæðulaust felmtur sem
greip mannskapinn. Sjórinn hafði
fossað niður um opnar hurðir og
seinna var hægt að veita honum
niður í kjalsog. Það var ekki annað
að sjá en að lestarhlerarnir væru
heilir og létti öllum við það, en að
svo stöddu var ekki hægt að kom-
ast í lestina til að aðgæta ástandiö
þar. Til þess þurfti að opna horn
á lúgunni, en það var of hættulegt
meðan skipið lá undir áföllum.
Hægt var að komast í kolaboxin,
þá var farið í það að moka til
kolum sem höfðu kastast til. Nótt-
in sem í hönd fór var ekkert nota-
leg, en hann fór heldur að hægja
þegar á leið. Um morguninn, við
birtingu, var mesti ofsinn genginn
úr veðrinu. Þótt enn væri hauga-
sjór var ágætt að fara í lestina.
Seglfestan sem var leirkennd og
nokkuð þétt í sér, hafði ekki runnið
út í hliðina, eins og við héldum,
heldur hafði hún hoppað í heilu
lagi og þrýst saman yfir til bak-
borða, en við það myndaðist nærri
tveggja feta geil með allri stjórn-
boröshliðinni svo að það sást i
gólfplankana. Sem betur fór hafði
enginn sjór komist í lestina.
Það var strax hafist handa og
allar skóflur í gangi við að moka.
Það var jafn snemma að veðrinu
slotaði og skipið hafði rést það
mikið, að hægt var að ná upp
dampi og fara að sigla aftur.
Ekkert skip sást í námunda við
okkur, en við tókum þá stefnu sem
líklegust var til að finna skipalest-
ina. Fyrir kvöldið birtist korvetta,
sem leiðbeindi okkur frekar. Þegar
birti aftur næsta dag fundum við
slitur af hinni upphaflegu skipa-
lest, nokkur skip bættust við
seinna.
Um morguninn, þegar skipper
kom upp í hænsnakofa, eða stýris-
húsið, var veðrið orðið sæmilegt.
Hann fór hinn ánægðasti niður og
rakaði sig og brá sér í betri múnd-
eringuna með borðunum, kom svo
aftur upp að því loknu. Það hafði
varla sést út um gluggana fyrir
seltu, en við höfðum þvegið þá
meðan skipper var að snyrta sig.
Nú voru gluggarnir spegiltærir.
Karlinn kom hress og ánægður,
raulandi og angandi af rakvatni.
„Noohh, drengir mínir, hvað segið
þið þá“, sagði hann og setti sig
sperrtur í stellingar við annan
gluggann. Svo ræskti hann sig
þessi ósköp og skyrpti duglega frá
sér, það átti auðvitað að vaða langt
fram á dekk, en viti menn, þessi
stóra hlussa hékk fyrir framan
nefið á honum, glugginn var óvart
lokaður, en var bara orðinn svona
hreinn.
Svipnum á kapteininum er ekki
hægt að lýsa, en hann laumaðist
niður án þess að segja meira.
Þegar við komum til Halifax
fréttum við að þrjú þeirra skipa,
sem voru með okkur frá Reykjavík
höfðu farist í þessu veðri, með allri
áhöfn, auk þeirra sem voru skotin
niður rétt hjá okkur. Það var gisk-
að á að seglfestan, sem þau höfðu
tekiö á milliþilfar, hefði kastast
til og þeim hvolft.
Við lentum ekki í árásum í
hverri ferö, sem betur fór, en
Bretar voru býsna duglegir að strá
djúpsprengjum og stundum var
ekki hægt að greina milli þeirra
og tundurskeyta. Óveður skullu á
annað slagið, þá miðaði skipalest-
unum hægt. Flestar voru gefnar
uppfyrir7'Á mílu, sem við máttum
fljóta með, en hinar hraðskreiðari
voru 8 Vi og9 mílur. Skip sem höfðu