Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 MorgunblaðiA/Úirar ÁgúsUson Hafþór lenti í mjög vondu veðri á leiðinni heim og urðu skipverjar að brjóta ís af hluta skipsins í ísingar- belti milli Grænlands og íslands. Mettúr hjá rækjutogaranum Hafþóri: Hásetahluturinn 254 þúsund eftir 18 daga veiðiferð Jón Steingrímsson sem var skipstjóri f þessari ferð kominn heim að halda jól með fjölskyldu sinni eftir fengsælan túr. Með honum á myndinni er eiginkona hans Hugljúf Ólafsdóttir og yngsti sonurinn Steingrímur. fnflrtL RÆKJUTOGARINN Hafþór kom úr sinni síðustu veiðiferð á árinu fyrir jól með 59 lestir af rækju sem hann fékk á Dhornbanka. 51 lest af aflanum er svokölluð Jap- ansrækja, þ.e. sérflokkuð rækja af stærstu gerð, sem fer óskelflctt beint á markað í Japan. Aflaverð- mætið er u.þ.b. 17 milljónir króna, og er það verðmætasti farmur sem íslenskt skip hefur landaö hér á ísafirði. Túrinn tók 18 daga, en á skip- inu er 14 manna áhöfn. Háseta- hlutur úr túrnum er 254 þúsund krónur. Þótt forsjónin hafi gefið skip- verjunum á Hafþóri rausnarlega jólagjöf, má segja að þeir hafi verið minntir á ýmsar þær köidu staðreyndir sem sjómannslífinu fylgir. Á meðan þeir voru að veiðum missti einn grænlenski togarinn sem var að veiða skammt frá þeim vestan miðlín- unnar út mann. Þótt þeir sem þarna voru vissu, að enginn lifir lengur en örfáar mínútur í ís- köldum heimskautasjónum voru skip frá þrem löndum þar með talinn Hafþór komin á staðinn innan stundar og tóku þátt í skipulagðri leit að manninum, en án árangurs. Á heimleiðinni hrepptu þeir aftaka veður og í kaldsjávarbelti sem þeir þurftu að fara um hlóðst gífurlegur ís á skipið og urðu skipverjar að fara út og brjóta ís af yfirbyggingu þess. Vegna veðurofsans og tafarinnar við ísbrotið tók heimferðin sólar- hring, sem venjulega tekur 12 tíma. Skipstjóri í þessari ferð var Jón Steingrímsson. Úlfar Möl og sandur hf. á Akureyri: Kaupir tæki Glerár sf. og leigir námu ofan bæjarins í 5 ár Akureyri, 27. desember. MÖL OG SANDUR hf. á Akureyri hefur keypt megnið af tækjum Glerár sf. — tvær gröfur, eina jarðýtu og tvo vörubfla. Glerá sf. er nú hætt þeirri starfsemi sem fyrirtækið hefur verið með undanfarin ár — námurekstri í landi Glerár og vegagerð, og Möl og sandur hefur leigt námuna til fimm ára. „Þetta er töluvert land og tölu- vert efni eftir í námunni. Hún er hér rétt ofan við bæinn þannig að hagkvæmt er að ná í efni í hana,“ sagði Hólmsteinn Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi, í samtali við Morgunblaðið á Akureyri í dag. Eigendur námunnar sem Möl og sandur hefur tekið á leigu eru Magnús Oddsson og María Sigurð- ardóttir. Hólmsteinn sagði Möl og sand hf. hafa vantað ýtuna sem fyrir- tækið hefði keypt, „en hin tækin keyptum við með er við yfirtókum námuna". Möl og sandur hefur tekið mikið af fyllingarefni úr nefndri námu í gegnum árin en steypuefni tekur fyrirtækið hins vegar úti í firði — frá Glæsibæ. Hólmsteinn sagði að náman í landi Glerár yrði rekin með sama sniði og verið hefur undanfarin þó að Möl og sandur hefði hana á leigu — hver sem vildi gæti keypt úr henni efni. Starfsemi Hagtrygg ingar flyst til Sjóvá STARFSEMI Hagtryggingar hf. flyst um áramótin í húsakynni Sjó- vátryggingarfélags íslands hf. á Suðurlandsbraut 4 í samræmi við þjónustusamning, sem fyrirtækin hafa gert. Samkvæmt þeim samn- ingi tekur Sjóvá að sér almennt skrifstofuhald fyrir Hagtryggingu, daglega afgreiðslu, útgáfu og end- urnýjun trygginga, innheimtu, bók- hald, reikningsuppgjör, tölvu- vinnslu, tjónauppgjör og annað, sem fylgir daglegum rekstri. Allir starfs- menn Hagtryggingar, sem óskað hafa, verða framvegis í starfi hjá Sjóvá, sem í sumar keypti 51 % hlutafjár í Hagtryggingu. Hagtrygging starfar eftir sem áður sem sjálfstætt vátryggingar- félag og umboðsmenn félagsins halda áfram sem slíkir. Um 20 þúsund ökutæki eru nú tryggð hjá Sjóvá, en um 6 þúsund hjá Hag- tryggingu. Samanlagt eru því 26 þúsund ökutæki tryggð hjá félög- unum tveimur, sem þýðir um fjórð- ung ökutækja í tryggingu og eru þau því næststærsti bílatryggjandi í landinu, að því er segir í frétt frá Sjóvátryggingafélagi fslands. Þar kemur einnig fram, að rekst- ur Hagtryggingar hefði verið erf- iður að undanförnu og rekstrar- kostnaður um 40% af iðgjöldum. Hjá Sjává hefði rekstrarkostnaður hins vegar verið aðeins rösklega 16% af iðgjöldum. Seyðisfjörðun Vindur snerist og olíuna rak ut fjorðinn REYNT var að dæla upp olíuleðju úr smábátalæginu á Seyðisfirði fram eftir kvöldi á föstudag, en þrátt fyrir að vel liti út í upphafi náðist ekki mikil olía upp. Hafist var handa um fjögurleytið í björtu veðri og hægri austanátt, en klukkan níu um kvöld- ið hvessti snögglega og snerist í vestanátt, með þeim afleiðingum að olían braut sér leið í gegn um flot- griðinguna og rak út á fjörðinn. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Þorvald Jóhannsson bæjarstjóra lceland Seafood Corporation: Stærsti seljandi flskrétta til stofnana í Bandaríkjunum LJÓST er, að Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki SÍS í Banda- ríkjunum, verður á þessu árí stærsti framleiðandi og seljandi á flskrétt- um fyrir stofnanamarkað í Bandaríkjunum. Þegar níu mánuðir voru liðnir af árinu var fyrirtækið orðið t festi Guðjón B. Olafsson, forstjóri, er staðið í árslok. Að sögn Guðjóns B. ólafssonar var sala fyrirtækisins á fram- leiddum fiskréttum hinn 23. des- ember orðin 61.7 milljónir punda. í fyrra var talið að heildarstærð þessa markaðar hefði verið um 420 milljónir punda, þar með talið tærsti aðilinn á þessu sviði, og stað- að sá árangur stæði, nú þegar upp bæði smásala og stofnanamark- aður. Guðjón sagði að almennt væri talið að 60% af magninu færi á stofnanamarkaðinn, eða Sendibflar hf.: um 250 milljónir punda. Hann sagðist reikna með að heildartala Iceland Seafood Corporation yrði 62.5 milljónir 1 árslok og ef reikn- að væri með að markaðurinn væri svipaður nú og í fyrra þá þýddi það um 25% af heildinni á stofnanamarkaði. Guðjón sagði að bæði íslensku fyrirtækin til samans, Iceland INNLENTV Ekki framlenging á leyfinu MISSKILNINGS gætti í frétt Morgunblaðsins í gær um sam- þykkt borgarráðs varðandi rekstur Sendibíla hf., Hafnarstræti 2 Reykjavík. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það rétta væri, að borgarráð hefði hafnað umsókn fyrirtækisins um ársframlengingu á rekstrar- leyfinu, en hins vegar veitt því ársfrest til að finna nýjan stað undir starfsemi sína. Seafood og Coldwater, hefðu því upp undir 50% af stofnanamark- aðinum, en Coldwater hefði fram til þessa verið stærst á þessum markaði, þar til á þessu ári að Iceland Seafood fór heldur upp fyrir það. Guðjón sagði að þessi góði árangur íslensku fyrirtækj- anna á stofnanamarkaðinum væri fyrst og fremst að þakka auglýs- ingum, vörugæðum, góðri þjón- ustu og áreiðanleika í afgreiðslu. Guðjón kvaðst reikna með að í framleiddu vörunni yrði aukning- in á milli ára um 8% í magni og um 8.5% í verðmæti. Heildarsal- an í fyrra var um 120 milljónir dollara, en myndi sennilega verða um 136 milljónir á þessu ári, eða rúmlega 13% aukning. Magn- aukningin yrði líklega um 10% og gætu menn því vel við unað, þar sem ekki væri reiknað með að markaðurinn hefði aukist eða stækkað á þessu ári. Morgunblaðið/RAX Dælt upp úr smábátahöfninni á Seyðisflrði. skömmu eftir hádegi í gær var olíu- brákin við Hafnargötuna og Austur- veg að mestu farin. „Við erum að reyna að átta okkur á hvert olíuna hefur rekið, en sem stendur höfum við engar fregnir haft af henni. Það er logn núna og ágætt veður, en hann spáir austanátt og ef sú spá reynist rétt er hætt við að olíuna reki hér aftur á fjörur í kvöld,“ sagði Þorvaldur Jóhannsson. Þorvaldur sagðist hafa svipast lauslega um í fjörum, en ekki orðið var við dauðan fugl. Hann sagðist hafa fylgst með tveimur selum í fjörunni í gærmorgun, en ekki séð nein merki þess að þeir hefðu fengið olíu í sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.