Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985
19
Litlu jólin í Stykkishólmi
Stykkishólmi, 20. desember.
LITLU jólin í Stykkishólmi voru í
vikunni fyrir jól og var mikid um
dýröir, enda haldið í nýja skólanum.
Var gleði og gaman frá kl. 15 og
fram á miðnætti og lögðu allir sitt
af mörkum til að gera þau eftirminni-
leg, bæði nemendur og kennarar.
Nemendur höfðu skreytt skólann og
var það mjög smekklega gert.
Undanfarin ár hefir það verið
venja að veita verðlaun í öllum
bekkjum fyrir kunnáttu í umferð,
en lögregluþjónninn hér, Sveinn
Ingi, hefir fylgst með umferðinni
og nemendum. Barnastúkan Björk
hefir jafnan veitt þessi verðlaun
sem kennarar hafa áritað og af-
hent ásamt lögreglunni. Þykir
þetta hafa gefist mjög vel, enda
starfar barnastúkan í sambandi
við skólann og hafa skólastjóri og
kennarar veitt sitt liðsinni af góð-
um hug og er það mikilsvert. Þá
voru einnig litlu jólin í barnaheim-
ili St. Fransiskussystra en þær
hafa um mörg ár haft barnaheim-
ili fyrir börn 'sem ekki enn eru
skólaskyld. Var virkilega gaman
að fylgjast þar með og sjá hina
minnstu borgara okkar, hvað þeir
gátu gert til að skemmta bæði sér
og öðrum.
Árni
Við höfum
skipt um nafn!
Samtök járnsmiðja, sem hingað til hafa borið nafnið Meistarafé- *
lag járniðnaðarmanna heita nú FÉLAG MÁLMIÐNAÐARFYRIR-
TÆKJA.
Félagið er samtök 126 málmiðnaðarfyrirtækja, sem dreifast um allt land, og
gætir hagsmuna þeirra gagnvart opinberum aðilum og öðrum þeim, sem greinin
þarf að skipta við. Það - ásamt heildarsamtökum, sem félagið er aðili að -
veitir aðildarfyrirtækjum sínum ýmiss konar aðstoð og þjónustu.
.1.% FÉLAC MÁLMlÐNAÐARFYRIfiT/EKJA
Hverfisgötu 105-101 Reykjavík s. 91 -621755.