Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985
33
Alls staðar fáni í hálfa stöng á dánardsgri Atatiirks. Endurbyggt hús á Heybeli Ada.
Það fannst mér sýna að þau
væru verulega farin að aðlágast
lifnaðarháttum. Raki er rótsterkur
anisdrykkur og ég hafði aldrei lagt
í að bragða hann fyrr en eftir
kvöldmatinn. Tyrkir blanda
drykkinn til hálfs með vatni og
láta þetta renna ljúflega niður með
hádegisverði sem kvöldmat.
Radi og Erden höfðu vakið at-
hygli mína á hversu margir Grikk-
ir búa á Prinsessueyjunum og
töluðu um, að sambúðin væri al-
gerlega áfallalaus og undurgóð.
Þeir bentu á eitt merki þess hve
Tyrkir væru umburðarlyndir — í
senn gagnvart Grikkjum og þó
ekki síður gagnvart trú þeirra. Því
að á Prinsessueyjunum fjórum,
sem eru byggðar, rís grísk kirkja
á hæsta stað eyjanna og blasir
við. „Hvenær myndu Grikkir líða
að við byggðum mosku á grísku
fjalli?“ sögðu þeir og voru góðir
með sig. Það má kannski til sanns
vegar færa, hins vegar voru banda-
rísku hjónin ekki alveg sammála
því að sambúðin væri jafn friðsæl
og þeir félagar vildu vera láta.
Á leiðinni aftur frá Lata steini
var fallegt útsýnið til Asíuhluta
Istanbul sem virtist nánast í seil-
ingarfjarlægð handan sundsins.
Og yfir til þriðju eyjarinnar,
Heybeli Ada, og Teskeiðareyjar-
innar. Teskeiðin ber nafn með
rentu. Mönnum ber hins vegar
ekki saman um, hver eigi hana.
Hún er í einkaeign, svo mikið er
þó víst. Einn sagði að eigandinn
væri ríkur gyðingur, sérvitur
milljónari, sem leyfir engum að
stíga þar á land nema fjölskyldu
sinni. „Derringslegur Arabi sem
veit ekki aura sinna tal,“ sagði
annar. Hestvagnsstjórinn gamli
sagði að eyjan væri í eigu tyrkn-
esks kaupsýslumanns sem byggi í
Istanbul. Hvað sem því líður væri
áreiðanlega gaman að eiga Te-
skeiðina, gróðursæl og friðsæl þó
svo að ferjurnar ösli hjá rétt undan
henni.
Á Burgaz voru bátarnir að koma
að landi þegar örþreyttir hestar
og enn þreyttari gestur komu aftur
niður í þorpið. A eyjunum er auk
akuryrkju töluverð útgerð, öll er
hún stunduð á smábátum. Kattafé-
lagið var líka mætt til að gera að
fiskinum og var handagangur í
öskjunni þegar einn og einn smá-
fiskur datt út úr börunum, sem
fiskurinn var keyrður í af bryggj-
unni. Sumir kattanna voru svo
fífldjarfir, að þeir teygðu sig upp
í börurnar og reyndu að góma fisk
og fisk.
Á Heybeli Ada eru mest umsvif.
Þar eru veitingahúsin litlu á
hverju strái og meira að segja sést
stöku bíll á götunum. Þar er ein
kirkjan enn á fjallstindi og þessi
kirkja getur varla verið lokuð. Svo
að ég skunda eftir krákustígum
upp að kirkjunni. Þar er allt lokað
og læst og tveir illilegir hundar
láta dólgslega við hliðið og ég er
dauðfegin að þeir geta ekki opnað.
Radi og Erden sjá þarna kjörið
tækifæri til að halda enn einn
smáræðustúf yfir mér um þröng-
sýni grískra trúarbragða, sem
leyfa sér að hafa guðshús lokað
og læst, þegar gesti ber að. Þetta
þekkist ekki í þeirra trú.
Eftir að við komum niður aftur
er einmitt að hefjast matmálstími,
klukkan er að ganga þrjú. Við
‘setjumst niður á grískum stað og
étum okkur pakksödd af grilluðum
kjötbollum, grilluðum kótelettum
og kjöti á teini, salati og kartöflum
fyrir þrjú þúsund lírur, það eru
um 250 krónur. Að vísu misstu
þeir Radi og Erden af því að
drekka raki með, því að þetta var
á dánardægri þess góða manns
Kemals Atatiirk og þá heiðra allir
minningu hans með því að láta
ekkert sterkara en te inn fyrir
sínar varir.
Og síðan úr kyrrðinni á Prins-
essueyjum inn í yndislegt öng-
þveiti Istanbul á ný.
Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
Þá er komið að síðustu Dyngju þessa árs, og tilheyrir hun eld-
húsinu — og sérstaklega sýrða rjómanum — því varla eru margir
að dútla við föndur þessa dagana.
Nú býð ég ykkur fljótlegan en ljúffengan forrétt, ávaxtasalat og
með því tvær tegundir af sósum, ábætisrétt, og frábæra ídýfu.
Rækjuglaðningur
(Forréttur)
'k dós sýrður rjómi, 1 tsk. sítrónusafi, '/s tesk. salt, Vs tesk. rifinn
laukur, 2 matsk. tómatsósa, 'k matsk. HP-sósa, \ dl. rjómi, þeyttur,
60 gr. salatblöð, 150 gr. rækj ur.
Blandið öllum efnunum saman í skál, nema rækjunum og salatinu.
Setjið salatstrimla og rækjur til skiptis í litlar forréttarskálar.
Setjið sósuna ofan á og skreytið með salatblaði og rækjum. Berið
)etta fram kalt með ristuðu brauði.
Ávulanlat
Lítil dós ananas,
lítil dós perur,
2 bananar,
1—2 kívíávextir,
2 mangóávextir,
1 flaska engiferöl.
Látið safann renna af dósaávöxtunum, skerið síðan alla ávextina
í litla bita. Blandið öllu varlega saman í skál og hellið engiferölinu
yfir. Geymið í kæli þar til það er vel kalt. Nægir 6—8 manns.
Appelsínusósa
2 dósir sýrður rjómi,
1 xk tesk. vanillusykur,
3 matsk. flórsykur,
rifinn börkur af 1 appelsínu,
safi úr 1 appelsínu (% dl)
Hrærið öllu vel saman og
kælið sósuna.
Þessi sósa er sérstaklega ljúffeng með ávaxtasalati úr ferskum
ávöxtum, til dæmis appelsínum, eplum og banönum, eða með salatinu
hér að ofan.
Hnetusósa með makrónukökum
2egg,
3 matsk. flórsykur,
1 tesk. vanillusykur,
2 dósir sýrður rjómi,
10 makrónukökur, muldar,
30 gr saxaðar valhnetur
Þeytið saman egg, flórsykur og vanillusykur. Blandið sýrða rjóman-
um út í eggjahræruna og bætið makrónunum og hnetunum í rétt
áður en þið berið sósuna fram. Berið hana fram kalda með ávaxtasal-
ati.
Bananaábætir
4 bananar, 1 lítil dós ananas, 2 matsk. sykur, 3 matsk. brauðmylsna
(ósæt, úr bakaríi), smjör eða smjörlíki, 2 dl. ananassafi, saxaðar
valhnetur, 2‘A dl. þeyttur rjómi.
Eldfast fat smurt vel og ananas- og bananabitar settir í botninn.
Sykri og brauðmylsnu blandað saman og stráð yfir ávextina. Setjið
nokkra smjörklatta ofan á.
Hellið ananassafanum yfir. Gott að láta aðeins koniak, sherry eða
romm út í safann, en ekki nauðsynlegt.
Bakið í 180°—200° í 15 mínútur. Söxuðum valhnetum síðan stráð
yfir. Þetta er borðað heitt með ískældum þeyttum rjóma.
Kplaídýfa með grænmeti
Tilvalið í áramóta-„partíið“.
1 dós sýrður rjomi,
2 matsk. smátt saxaður lauk-
ur,
2 tesk. sykur,
2 matsk. dill,
1 epli.
Blandið saman sýrðum
rjóma, lauk, sykri og dilli.
Rífið eplið á rifjárni og bland-
ið saman við sýrða rjómann.
Berið fram með gulrótar-
stilkum, selleristilkum, ag-
úrkustilkum, eplabátum og
osti.
Dyngjan þakkar svo öllum sem hafa skrifað og
hringt, og óskar lesendum gleðilegs árs með þökk
fyrir samstarfið á árinu 1985.
Beztu kveðjur,
Jórunn.
i«Érti.áTVr