Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
293. tbl. 72. árg.
SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaósins
Brimaldan brotnar á Álftanesi á Mýrum
Morpinblaðið/RAX
Viðbrögðin við atburðunum í Róm og Vín:
Baráttan við hryðju-
verkamenn verði efid
Vestur-Afríka:
Vopnahlé
á miðnætti
London, 28. desember. AP.
Utanríkisráðherra Nígeríu, Bolaji
Akinyemi, átti fund með Thomas
Sankara, forseta Burkina Faso, f
gærkvöldi í því skyni að reyna að
binda endi á landamæraátökin milli
Burkina Faso og nágrannaríkisins,
Mali.
Landamærastríðið milli rikjanna
braust út á miðvikudag, en i fréttatil-
kynningu, sem lesin var i útvarpinu
í Senegal i gærkvöldi og sögð vera
frá Einingarsamtökum Afríku, OAU,
sagði, að stjórnir hinna stríðandi
ríkja hefðu fallist á að verða við
tilmælum nokkurra þjóðarleiðtoga í
Vestur-Afríku um að gera vopnahlé.
Samkvæmt fréttatilkynningunni átti
vopnahléið að ganga i gildi á mið-
nætti.
Líbanon:
Er friður á
næsta leiti?
Damaskus, Sýrlandi, 28. deHember. AP.
STRÍÐSHERRARNIR í Líbanon,
kristnir jafnt sem múhameðstrúar,
komu í dag til Damaskus í Sýrlandi
til að undjrrita vopnahléssáttmála,
sem sýrlenska stjórnin hefur sett
saman. Með honum á að binda
enda á borgarastyrjöldina í Líban-
on, sem staðið hefur í áratug.
Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, og
Nabih Berri, leiðtogi shíta, komu til
Damaskus snemma í morgun en Elie
Hobeika, leiðtogi kristinna manna,
kom ekki fyrr en að áliðnum degi
og hafði tafist vegna mikilia snjóa
og ófærðar í Líbanonsfjöllum. Hafa
þessir menn ekki fyrr hist allir þrír.
Ekki hefur verið greint nákvæm-
lega frá efni samningsins en þó er
vitað, að Sýrlendingar munu sjá um,
að vopnahléið verði virt og ný stjórn
í Líbanon á að vinna að pólitískum
umbótum. Eru þær helstar, að mú-
hameðstrúarmenn hafi jafn mikil
völd og kristnir í ríkisstjórn, her og
dómsmálakerfinu, en kristnir menn
hafa jafnan ráðið meiru síðan landið
fékk sjálfstæði frá Frökkum árið
1943.
í Beirút er nú allt með kyrrum
kjörum og hefur verið í þrjá daga.
Róm, Vín, 28. desember. AP.
EMBÆTTISMENN á ÍUlíu I
sögðu í dag, að ástæða væri til að
óttast fleiri hryðjuverk í kjölfar
atburðanna í Róm og Vín í gær |
þegar 18 manns féllu í árás I
hermdarverkamanna á flugstöðv-
arnar í borgunum og a.m.k. 117
slösuðust. Þjóðarleiðtogar og rík- I
isstjórnir víða um heim hafa enn
einu sinni harmað, að saklausu
fólki skuli hvergi óhætt fyrir of-
beldismönnum og hafa margir á
orði, að ekki megi lengur dragast,
að spyrnt sé við fótum af alefli.
„Enn einu sinni hefur blóðugt
ofbeldið sett svip sinn á jólahátíð-
ina,“ sagði Bettino Craxi, forsæt-
isráðherra Ítalíu, þegar hann var
á leið til fundar með ráðherrum
og embættismönnum ríkisstjórn-
arinnar en þar átti að ræða um
ráðstafanir gegn hryðjuverka-
mönnum. Er búist við, að eftirlit
verði aukið með útlendingum og
einkum þeim, sem eru af arabísk-
um uppruna. Fólk frá Arabalönd-
um er vegabi éfsskylt á Ítalíu að
undanteknum Marokkómönnum
og hefur það oft komið fyrir, að
hryðjuverkamenn komast til
landsins með falsað marokkanskt
vegabréf.
Sjö eða átta hryðjuverkamenn
tóku þátt í árásunum á flugstöðv-
arnar, þrír í Vín og fjórir eða
fimm í Róm. Lögreglumenn felldu
fjóra en vafi leikur á um einn
þeirra, sem eru í haldi lögregiunn-
ar. Er hann frá Arabalöndum en
eins líklegt þykir, að hann hafi
aðeins átt leið um flugstöðina í
Róm. Meðal hinna föllnu í Róm að
öðru leyti eru þrír eða fjórir
Bandaríkjamenn, þrír Grikkir,
tveir Mexíkanar, einn Itali og
einn Alsírmaður. í Vín létu tveir
menn lífið, Austurríkismaður og
annar, sem ekki hafði tekist að
bera kennsl á þegar síðast fréttist.
Jóhannes Páll páfi og De Cuell-
ar, framkvæmdastjóri SÞ, hafa
fordæmt hryðjuverkin og svo hafa
einnig gert þjóðarleiðtogar og
ríkisstjórnir víða um heim. PLO,
Frelsissamtök Palestínumanna,
leggja mikla áherslu á, að þau
hafi hvergi komið nærri þessum
glæpaverkum og segir í yfirlýs-
ingu frá þeim, að hryðjuverkin
séu tilræði við málstað palest-
ínsku þjóðarinnar. Horst Ehmke,
einn af leiðtogum v-þýskra jafn-
aðarmanna, hvatti í dag allar
ríkisstjórnir til að sameinast gegn
hryðjuverkamönnum og að komið
yrði í veg fyrir, að nokkur ríkis-
stjórn skyti yfir þá skjólshúsi.
Kvikmyndin
London. 28. desember. AP.
LUNDUNABLAÐIÐ The Times
minnist í dag, laugardag, 90 ára
afmælis kvikmyndarinnar.
„Jafnvel þótt hart sé um það
deilt enn þann dag í dag, hverjir
hafi verið frumherjarnir á þessu
sviði, er viðurkennt, að kvikmynd-
in hafi fyrst orðið almenningseign
í París hinn 28. desember árið
1895,“ segir blaðið.
Þann dag, sem var laugardagur,
kom kvikmyndavélin, sem var
uppfinning bræðranna Auguste
og Louis Lumiere, í fyrsta sinn
fyrir almenningssjónir — gegn
greiðslu — og fóru kvikmynda-
sýningarnar fram í kjallara stórs
veitingahúss við Capucines-
stræti.
„Dagarnir milli jóla og nýárs
voru venjulega langvænlegasti
tíminn til kynningar á nýjungum,
því að þá voru göturnar iðandi
af fólki í leit að afþreyingu," segir
kvikmyndagagnrýnandi The Tim-
es, David Robinson.
Fyrsta daginn seldust aðeins
33 miðar. En fiskisagan flaug
hratt og innan þriggja vikna
mátti sjá langar biðraðir fólks
fyrir utan veitingahúsið. Sýning-
artíminn var 20 mínútur og fjöll-
uðu myndirnar um barnunga
níræð
dóttur Auguste Lumiere; verka-
menn sem voru að brjóta niður
vegg; og járnbrautarlest.
Hreyfimyndir höfðu verið sýnd-
ar í svonefndum „gægjukössum“
allt frá þvi á fjórða áratug aldar-
innar, en Lumiere-bræðrunum,
sem framleiddu ljósmyndavörur,
tókst fyrstum að gera slíkar
myndir til sýningar á tjaldi.
Louis Lumiere lést árið 1948 og
bróðir hans 1954. „Báðum auðnað-
ist þeim að sjá hið frumstæða
tækniundur sitt umbreytast í
gífurlegan iðnað og verða að list,“
segir Robinson.