Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 55 IJC I I IV4I KVIKMYND4NNA Hart deilt um „Kane borgara" Herman J. Mankiewicz, hand- ritshöfundur. Nú aö Orson Welles látnum veröur aldrei upplýst hver raunverulega samdi handritiö að „Kane borgara", einni róm- uöustu kvikmynd sögunnar. Myndin var gerð 1940 og fyrstu árin fékk Welles, sem leik- stýrói, allan heiðurinn. En nokkrum árum síðar hófst mikil deila, þar sem Pauline Kael, virtur kvikmyndagagn- rýnir í Vesturheimi, hélt því fram að Herman J. Mankie- wicz hefði lagt Welles mikið efni í hendur. Mankiewicz stóö á hátindi sem handritahöfundur í Holly- wood á fjóröa áratugnum. En hann var drykkfelldur og tolldi því ekki í starfi. Welles sagöist sjálfur hafa fengiö hugmyndina aö Kane borgara sem ádeilu á blaöakónginn Hearst, en Kael og ekkja Mankiewicz segja aö þaö hafi veriö Herman. Welles sagöist þegar hafa veriö búinn aö skipuleggja handritiö þegar hann fékk Herman sér til aö- stoðar. Sannleikurinn kemur sjálfsagt aldrei í Ijós, en hins vegar deila menn enn harðar um hver hafi fengiö einstakar hugmyndir í myndinni. Vitaö er aö þeir félagar skrifuöu a.m.k. sjö handrit að sömu sögunni. Þeir þurftu sífellt aö breyta, ekki aöeins til aö stand- ast fjárhagsáætlun, heldur einnig vegna Hearst sjálfs, fyr- irmyndarinnar, sem ekki mátti vera of áberandi. (Þegar mynd- in var frumsýnd, beitti Hearst áhrifum sínum og kvikmynda- húsaeigendur neituöu aö taka hanatil sýninga.) Myndin hefði orðið nokkrar klukkustundir aö lengd ef allt efni þeirra fólaga heföi verið notaö, enda var handritiö mörg hundruö síöur. Kvikmyndatak- an taföist, og Welles var farinn aö sinna öðrum verkefnum (ætlaöi meira aö segja aö kvik- mynda „Heart of Darkness" eftir Conrad en ekkert varð úr), því kom þaö í hlut Mankiewicz aö fínpússa handritiö. Hann stytti heilu senurnar niöur í Orson Welles, handritshöf- undur, leikari og leikstjóri. Atriði úr „Kane borgara** sem ekki var notað. Það gerðist í gleðihúsi, en þegar ritskoöarinn fetti fingur út í það, var umgjöröínni breytt í skrifstofu. Orson Welles brosandi með vindil, sést fyrir miðri mynd. einstök skot. Handritið varð siöan aö senda til Hays (hins opinbera ritskoöara). Menn telja aö Welles hafi ætlaö aö skrifa sig einan fyrir handritinu, en hann haröneitaöi því síðar. Flóknar reglur giltu um þaö hverjir voru skrifaöir fyrir handritum, og mun Welles hafa reynt aö notfæra sér þaö, þ.e.a.s aö útskúfa Mankiewicz. Welles starfaöi hjá RKO, sem fjármagnaöi myndina, en Mankiewicz hjá Mercury, þótt þeir ynnu aö sama handritinu. Mankiewicz var kærulaus um slík atriöi, en þegar fór aö spyrjast, löngu áöur en myndin var sýnd, að efni hennar væri stórkostlegt, þá byrjaöi Manki- ewicz aö kvarta og kraföist þess að vera skrifaöur fyrir handritinu líka. Hann fór meö máliö í blööin og á endanum sá Welles sig um hönd og ákv- aö aö þeir báöir yröu skrifaöir fyrir handritinu Citizen Kane vann ein meiri- háttar Óskarsverölaun fyrir áriö 1940: besta frumsamda handritiö. En myndin fékk enga umsögn í pressunni, aö skipun Hearst, og hún „gleymdist“. Orson Welles hélt áfram að vera meö stórar og miklar framtíöaráætlanir, en fæst þeirra rættust. Þegar myndin fékk uppreisn æru fimmtán árum síöar var Welles einn af þessum stóru innan kvikmynd- anna, en Herman Mankiewicz var flestum gleymdur. HJÓ Hetjudáð Fords Ef Óskarsverðlaun verða einhverntíma veitt leikurum fyrir afburöagóöa frammi- stöðu í raunveruleikanum yrði bandaríski leikarinn Glenn Ford sjálfsagt útnefndur til þeirra. Um hann er til saga, sem nýlega kom fram í dags- Ijósið, frá því hann var land- gönguliði í her Bandaríkja- manna í seinni heimsstyrjöld- inni, er segir frá því þegar hann bjargaöi þúsundum mannslífa. Strax eftir uppgjöf Þjóöverja komst Ford aö því, að á meðan öil athygli beindist aö útrým- ingabúöunum Dachau, þar sem svo margir gyöingar og aörir voru myrtir, voru 150.000 væntanleg fórnarlömb nær dauöa en lífi í nálægum búöum er Fernwald hótu og voru rótt utan viö Munchen. Ford neitaöi aö hlýöa skip- unum um að matarforöa her- mannanna mætti ekki dreifa til annarra og fékk birgöaforingja til að líta undan á meöan hann hlóð vörubíl sinn af mat og lyfjum handa sveltandi og sár- þjáöu fólkinu. Þessum matar- flutningum hélt hann gangandi í sjö vikur samfleytt. Er sagt aö hann hafi bjargaö upp á eigin spýtur a.m.k. fimm eöa sex þúsund manns í Fernwald með matarsendingum sínum. Konur í búöunum nefndu börn sín eftir honum. Þaö er stutt síðan þessi hetjudáð Glenn Fords úr stríð- inu varð kunn en hann var ný- lega heiöraöur fyrir afrek sitt af Simon Wiesenthal-stofnun- inni í Los Angelse. Ford, sem er 69 ára, er hlédrægur þegar hann minnist matarflutning- anna. „Þaö er langt síöan þetta var og viö ættum aö gleyma þessu," sagöi hann. Ben Kingsley og Glende Jackson í myndinni Turtte Diary. Glenn Ford Nýlega var frumsýnd í Bret- landi myndin Turtle Diary (Dagbók skjaldböku) meö þeim Ben Kingsley og Glendu Jack- son í aöalhlutverkum. Leikrita- skáldiö Harold Pinter skrifaöi handritiö upp úr skáldsögu eftir Russel Hoban. Myndin segir sögu tveggja borgarbúa sem upphugsa og framkvæma áætlun um aö gefa skjaldböku nokkurri, sem lifir í glertanki á sædýrasafni, frelsi og flytja til sjávar. Hann (Ben Kingsley) er sölumaöur í bókabúö en hún (Glenda Jackson) er höfundur barnabóka. Myndin hefur hlot- ió góöa dóma í Bretlandi. Fyrir stuttu birtist heilsíöu- auglýsing í blaöinu Variety úti í Bandaríkjunum, sem var ein- faldlega svona: „Kæri Sid Sheinberg, hvenær ætlar þú aö setja mynd mina Brazil í dreifingu? — Terry Gilliam.* Sheinberg er forstjóri MCA, dótturfyrirtækis Universal- kvikmyndaversins, en Gilliam er eini bandaríkjamaöurinní Monty Python-genginu og leik- stjóri Brazil. Ástæöan fyrir því aö hann auglýsti á þennan hátt í Variety er sú að Universal hefur ekki enn þá dreift mynd- inni hans um Bandarikin þótt búið sé aö sýna hana í Bret- landi og víöar fyrir ári síöan. Gagnrýnendur hafa líkt Brazil viö mynd Stanley Kubricks, Dr. Strangelove og hún var sæmilega sótt a.m.k. í Bretlandi. Universal vildi stytta Brazil en hún tekur tvo tíma og 22 mínútur í sýningu, áöur en Ameríkönum yröi gef- inn kostur á aö sjá hana. Gilli- am, tregur mjög, stytti hana um nákvæmlega ellefu mínútur og taldi sig ekki geta gert betur. Og núna er bara aö biöa og sjá hvaö Universal gerir. Gilliam er reiöur og reiöin beinist m.a. aö þeirri fullvissu Hollywood-fólksins að áhorf- endur hafi ekki þolinmæöi til aö sitja lengur en í tvo tíma undir kvikmynd. Hann sagöi: „Þeir hafa þaó aö leiöarljósi aö Ameríkanar séu ekki eins vand- aö fólk og Evrópubúar, sem er baraþvæla." — ai.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.