Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 5 fyrir jól tepptust vegir á Héraði vegna fannfergis og varð m.a. að fresta útskrift nýstúdenta frá ME um einn dag af þeim sökum. En snjóruðningsmenn voru i önnum laugardaginn þann og raunar næstu daga svo að allir gátu rekið erindi sín og komist til síns heima áður en jólahelgin gekk í garð. Að sögn verslunarmanna var verslun fyrir jól með líflegasta móti nú, þótt ófærð hafi sett þar nokkur strik í reikninginn. Sigurður Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarfélags Austurlands kvað verslun þar mun meiri tvo síðustu mánuðina en söluáætlanir hefðu hljóðað upp á. Sveinn Þorsteinsson, verslunar- stjóri kjörbúðar Kaupfélags Hér- aðsbúa, kvað veslun svipaða og fyrir undangengin jól, en hún hefði þó farið mun síðar af stað þetta árið og sala væri nú mun dræmari í dýrum hlutum, s.s. hljómflutn- ingstækjum o.þ.u.l. Laugardaginn fyrir jól og enn- fremur á Þorláksmessu efndu for- svarsmenn stærstu verslananna hér til hvers konar uppákomu fyrir viðskiptamenn sína, m.e. lék Skólahljómsveit Egilsstaða í versl- unum KHB og VAL þessa daga, og er þetta nýlunda í verslunar- háttum hér um slóðir. Félagasamtök á Egilsstöðum efna til jólatréskemmtunar fyrir yngstu kynslóðina næstkomandi sunnudag í Valaskjálf og aftan- söngur verður í Egilsstaðakirkju á gamlárskvöld, en að honum lokn- um verður kveikt í áramótabrennu á Þverklettum. — Ólafur JNNLEN1T Hluti aðstandenda kvikmyndarinnar Svart og sykurlaust. Frá Pétri til páfa Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Svart og sykurlaust *V4 Leikstjóri: Lutz Konerman. Að- stoðarleikstjóri: Þorgeir Gunnars- son, (Pétur Einarsson). Handrit og klipping Lutz Konerman. Tón- list: Egill Olafsson. Aðalhlutverk: Edda Heiðrún Bachman, Kolbrún Halldórsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Guðjón Pedersen, Guðjón Ketilsson. Svart og sykurlaust/Optisehe Werke 1985. S/h. Enn eykst fjölbreytni ís- lenskra kvikmynda því ef hægt væri að sortéra Svart og sykur- laust undir ákveðinn flokk mynda kæmi „road-movie“ hvað helst til greina, telst þó full mikil einhæfing. Þessi einkennilegi samsetn- ingur hefst eiginlega á veður- börðu andliti Péturs vitaverði á Malarrifi undir Jökli vestur, en þar eru aðalsögupersónurnar, leikflokkurinn SOS á sýningar- ferðalagi. Jökullinn hefur oft gantast og hvíslað mörgu mis- jöfnu að gestum sínum í gegnum tíðina. Að þessu sinni blæs hann Sikileyarferð í brjóst hinna ungu listamanna. Og haldið er til suðurs, með Lóndrangana í púss- inu. Og það þarf ekki að vitna í Tómas til að minna fólk á að hjartalagið er víðast hvar svipað í heimi hér, a.m.k. á meðan fólk kann sig og reynir að hllita leik- reglum umhverfisins. Og hópur- inn kemst til Ítalíu þar sem hann skemmtir á torgum. Á tímabili verður reyndar ein leikkonan (Edda Heiðrún) viðskila við fé- lagana og lendir í slagtogi með þýskum ljósmyndara. Stingur af í Róm og hefur upp á' hópnum en síðar meir hefur þýskarinn upp á hinu ljósa mani. Lítið land Ítalía. Og í lokin eru svo allir í sjöunda heimi niður á Sikiley. Skrítin mynd sem virðist a.m.k. við fyrstu sín, vera það persónuleg að hún eigi takmark- að erindi á almennar sýningar. Handritið er heldur flatt hvers- dagsrabb, ferðalagið draumur nokkurra félaga sem fá hann rættann. Tóku með sér mynd- bandstökuvélina, skemmtu sér hið besta og festu allt á filmu. Ég vil þó ekki meina að mynd- in sé komin á tjaldið fyrir ein- tóman misgáning. Það má ýmis- legt laglegt finna í þessari Iitlu filmu. Þrátt fyrir grámóskulegt yfirbragð (sem er hvorttveggja fráfælandi og hæfir tæpast umhverfi myndarinnar — ef undan er skilin nafngiftin — eftir að suður er komið), er myndatakan og lýsingin útsjón- arsöm og nostursleg, listrænt samspil Ijóss og skugga. Þá er hljóðupptakan og setningin eins og hún best hefur verið í ís- lenskri kvikmynd. Þá telst lífleg tónlist og óþvinguð framkoma leikaranna myndinni til hróss. Samt vaknar spurningin aft- ur: Þrátt fyrir góða hluti og nokkur frumlegheit er SOS samt ekki sniðinn full þröngur stakk- ur og einhæfur til að hægt sé að álíta hana fullskapað kvik- myndagerk. Hins vegar er hún skemmtilegt hliðarskref. Ólafsvík: Miklar endur- bætur á kirkju- garðinum Ólafsvík, 27. desember. VEÐUR hefur veriö gott þaö sem af er jólum, norðaustanátt og hreinviðri. Jörð má heita auð. Slysa og óhappa- laust var hér, það best er vitað. Fjölmenni var við messur. Mikið er um skreytingar, en mest þó í kirkjugarðinum, sem að venju er mikið ljósum skreyttur. í sumar voru miklar endurbætur gerðar á kirkjugarðinum. Stór hluti hans var sléttaður og þökur lagðar að nýju, svo að umhirða verður nú öll auðveldari. Þá var skrúðgarður kvenfélagsins lagður af, en bætt við kirkjugarðinn. Sá reitur rúmar um 70 grafir og eru þar þegar komnir malbornir stígir auk hellulagningar frá nýju sáluhliði. Um þennan reit er grjóthleðsla vel unnin og fyrir- hugað síðar að verði umhverfis allan garðinn. Framtíðarviðbót er svo fyrirhuguð og þegar teiknuð. Þá verður svonefndu Norðurtúni aukið við. Verk þetta tók að sér Einar Þorgeirsson skrúðgarðaarki- tekt og var það unnið af hans starfsliði með ágætum. Teikningar að verkinu gerði Pétur Jónsson, arkitekt, í samráði við verkfræðing Ólafsvíkurbæjar. Vígsla garðauk- ans verður gerð þegar tekin verður fyrsta gröf, sem ekki er nú þegar ákvarðaður staður. Kirkjugarður- inn er að þessum endurbótum gerð- um mjög til sóma öllum þeim sem að stóðu. Kostnaður er á bilinu 1V4 til 2 milljónir króna og er allur greiddur. Auk þessa verks lét svo safnaðarstjórn setja nýjar útihurð- ir í kirkjuna og safnaðarheimilið auk fleiri endurbóta. Formaður safnaðarstjórnar er Hrefna Bjarnadóttir. — Helgi w ísland — Danmörk í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20.00 NÚ LIGGJA DANIR í ÞVÍ Stuðningsklúbbur HSÍ v/HM ’86: Verslunarbankinn/ Austurbakki/ Háaleitis apótek/ Pylsuvagninn í Austurstræti/ Anpro/ OLÍS/ Pólar/ Jöfur/ Visa/ IBM/ Stefán Thorarensen/ Sölusamband ísl. fiskframleiöenda/ Almennar tryggingar/ Sjóvá/ Sölumiðstöð hraöfrystihú- sanna/ Síldarvinnslan Neskaupstað/ Skrifstofuvélar/ Nesco/ Hagkaup/ E.Th. Mathiesen/ Nói — Síríus/ Sól/ Alþýðubankinn/ Eimskip. Miðasala hefst kl. 18.00 Styðjum handknattleikslandsliðiö — Mætum í höllina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.