Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 Furöulegur fugl húsöndin Rœtt við Arna Einarsson líffrœðing sem hefur ritað doktorsritgerð um hætti fuglsins Aflog um sentimetra og stórfelld ungauppskipti Lífríki Mývatns og Laxár í Þingeyjarsýslu er fyrir margra hluta sakir sérstætt og jafnvel einstætt, þar verpa margar fuglategundir sem verpa lítt eöa ekki utan svæðisins, þar eru óvenjulega gróskumikil gróöurlendi og mikið smádýralíf er þar að finna auk hins stórkostlega landslags sem fléttast við allt saman. I»ar synda einnig um einhverjir feitustu silungar sem til eru og segja þeir alla söguna um hve lífsskilyrði eru góð fyrir fiska og fugla á þessum slóðum. Ein af einkennisteg- undum þessa svæðis er andfugl sem heitir húsönd, geysilega tignarleg og falleg önd, sérstæö í háttum að mörgu leyti og merkileg í hinu íslenska lífríki fyrir þær sakir auk annarra, að þetta er amerísk tegund, sem verpir hvergi í Evrópu utan íslands. Nýlega flutti Arni Einarsson líffræðingur erindi um húsöndina á Mývatni og Laxá á fundi hjá Fuglaverndarfélagi Islands. Síðustu 4 árin hefur Arni rannsakað þessa fuglateg- und og er nú nýbúinn að skila doktorsritgerð þar um sem verður dæmd og varin á næstu misserum eftir kúnstarinnar reglum. Morgunblaðið ræddi við Árna um þennan föngulega fugl, húsöndina. Fyrst var að gæta að út á hvað ritgerðin gengi sérstaklega: Árni Einarsson „Ef kvíslunum í Laxá verður ekki raskað og vetrarvökum í suðausturhorni Mývatns og í aust- anverðum Ytri-Flóa, verður hald- ið, sé ég enga ástæðu til að óttast um afdrif húsandanna. Það eina sem gerst hefur er, að ein kvísl var dýpkuð er einhverjar stífluþreif- ingar voru í gangi. Sú kvísl er nú ónýt húsöndinni fyrir vikið, en að öðru leyti er allt í stakasta lagi. Á sjöunda áratugnum voru uppi áform um að veita Laxá úr kvíslun- um í gegnum göng og út í farveginn neðar, svona eins og gert var á sínum tíma við Þingvallavatn og Sogið. Ég sagði það á fundi Fugla- verndarfélagsins um daginn, að ég teldi hættu á því að íslenski hús- andarstofninn hefði liðið undir lok ef af þessu hefði orðið." Vandlátur fugl Hví hefði verið ástæða til að ætla að tegundin hefði horfið héðan, Aðalefni hennar er hvernig hús- öndin hagar sér með tilliti til fæðuframboðs- ins hverju sinni. Tegundin lifir fyrst og fremst á lirfum bitmýsins og áraskipti eru að því hversu mikið er um bitmý. Vegna þessa heldur um 80 prósent stofnsins sig á svo sem 30 hektara svæði þar sem fæðuframboðið er mest, eða efst í Laxá, í kvíslunum við útfallið úr Mývatni. Þar er fæðuframboðið allt að tíu sinnum meira heldur en gengur og gerist er neðar dregur í ánni eða býðst í Mývatni. Það er geysilegt æti þarna og strax í janúar fara húsandarsteggirnir að helga sér „lóðir" á þessu svæði. Þú talar um 80 prósent stofnsins, hversu liðmargar eru húsendur á íslandi? „Það er auðvelt að telja þessa tegund. Stofninn telur að jafnaði 2.000 fugla, þar af eru varppör um 300 talsins og tegundin er geysi- lega áberandi á sínum svæðum. Þá eru steggir mun fleiri heldur en kollur, 1.200 að jafnaði á móti 800.“ Er ekki svona litlum stofni hætt ef eitthvað bregður út af í náttúr- unni? „Við fengum af því smjörþef árið 1978, er leirlosið hvarf úr Mývatni af einhverjum ástæðum sem eng- um eru kunnar. Leirlosið minnir helst á grænmetissúpu, en það er ákveðin tegund af svifþörungum, sem er í vatninu á sumrin og það sem gefur vatninu og ánni hinn sérkennilega græna lit þegar allt Húsendur, blikar og kollur. er með felldu. Bitmýið þrífst á þessu leirlosi eins og Mývetningar kalla fyrirbærið. Ér það hvarf, hvarf um leið um fjórðungur af húsandarstofninum og er það býsna nærri gengið ekki stærri stofni. Þetta ástand varði allt til ársins 1983, er leirlosið kom aftur og húsandarstofninn hefur verið að rétta við síðan. Hvarf leirloss- ins hafði ýmis önnur áhrif á lífrík- ið, t.d. veslaðist urriðinn í ánni upp og drapst í stórum stíl en honum hefur fjölgað aftur eins og húsönd- inni.“ Er þá húsandastofninn öruggur? Ljósm. Arnþór Garóarsson hefði ekki Laxárstofninn hreinlega fært sig annaé? „Svona spurningum verður aldr- ei svarað nema með reynslunni, en yfirgnæfandi líkur benda þó til þess að svarið yrði neitandi. Þann- ig er nefnilega mál með vexti, að húsöndin er ákaflega vandlát á híbýli sín. Hún vill eingöngu verpa við mjög nærringarrík vötn, til dæmis í Klettafjöllum Bandaríkj- anna og Kanada. Og við Mývatn sem er einstakt hvað það er nær- ingarríkt. Þá eru varpstaðirnir sérkennilegir, húsöndin vill verpa í holum. í Bandaríkjunum og Kanada finna þær þessar holur í trjám og eru það gjarnan holur eftir spætur. Við Laxá og Mývatn verpa þær hins vegar í holum í hrauninu og útihúsum, m.a. er eitt hreiður í hænsnakofa, eða í hreið- urkössum sem farið var að koma fyrir upp úr 1950. Húsendur sækja talsvert í slíka hreiðurkassa og nokkrir hafa verið settir upp í Svartárkoti í Bárðardal, en nokkuð af húsöndum hefur jafnan vetur- setu á Svartárvatni. Með þessu móti hefur verið komið upp dálitlu húsandarvarpi á þessum stað, en lífsskilyrðin verða jafnan að vera fyrir hendi og það eru þau þarna, því Svartárvatn og Svartá eru afar næringarrík. Hreiðurkassar eru einnig víða við Mývatn. „Talsvert af húsöndum eru á veturna á Soginu og Brúará og fyrir kemur að einstaka fuglar ^jást þar er komið er fram í júní. Eg hef verið að gæla við þá hug- mynd hvort ekki væri hægt að lokka einhverjar húsendur til að verpa við þessar ár með því að setja upp hreiðurkassa. Samt er ég ekki sannfærður um að það myndi ganga upp, því svo virðist sem þessar ár hafi ekki mikið aðdrátt- arafl fyrir aðrar endur á sumrin og gæti það bent til þess að þær séu ekki heppilegar. Nú, þess má einnig geta að húsandaregg hafa nokkrum sinnum verið sett undir æðarkollur á Reykjavíkurtjörn og stundum gleðja fallegir húsandar- steggir augu borgarbúa. Síðasta sumar reyndi þannig aðflutt par varp við Tjörnina, en það mis- fórst." Kolla með 110 unga... Segðu okkur sitthvað um varp- hætti húsandarinnar... „Það byrjar allt á haustin, er þær para sig og gengur þá mikið á, enda biðilslætin mikil. Húsend- ur eru víða á vetrum og eingöngu þar sem vakir eru, til dæmis á fyrrgreindum stöðum á Mývatni og í upptökum Laxár, á Svartár- kotsvatni, Soginu, Apavatni, Laug- arvatni og Brúará. Þær sem skrimta veturinn á varpstöðvunum byrja að helga sér vatnsskika strax í janúar og eftir því sem húsöndum fjölgar á varpstöðvunum, þeim mun meira gengur á, því allar vilja þær hreiðra um sig þar sem mest er um fæðuna. Það eru steggirnir Aarflatrr...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.