Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1985 Sunnudagurá PRINSESSUEYJUM Ég sit á útikaffihúsi á Heybeli Ada og sötra te og horfi á eyjarskeggja í sunnudagsgöngu eftir hafnargarðinum. í hvert sinn sem ferjurnar koma öslandi frá Istanbul eða hinum Prinsessueyjun um fer kliður um hópinn og allir streyma út að bryggjustúfnum til að horfa á. Hver ætli sé að koma og hver ætli sé að fara? Og hvers vegna? Kettirnir biðu á Burgaz eftir að bátar kæmu að landi. Sunnudagsganga á Heybeli Ada. Það virðist æði forvitni legt rannsóknarefni. Á næsta borði sitja eldri hjón og tala bæði í einu, en konan hefur vinning inn enda grísk, hún talar með þessum skræka raddblæ sem smýgur nánast í gegnum merg og bein. Og má auðvitað venjast eins og öðru. Prinsessueyjar eru tyrkneskar smáeyjar og ferjurnar fara frá Galatabrúnni í Istan- bul og siglingin til eyjanna tekur varla klukkutíma. Mér skilst að eyjarnar séu sam- tals níu, en fjórar eru byggðar. Þetta eru ljúfar og litlar eyjar, sjávarloftið sem leikur um þær er tært og hressandi og maður kann enn betur að meta það eftir að hafa verið nokkra daga í Istanbul. Istanbul er menguð, óskipulögð og ruglingsleg, umferðin ólýsanleg og mannmergðin þvílík að varla verð- ur til neins jafnað. Og Istanbul er sömuleiðis heillandi borg, sem kallar á mann aftur hvað eftir annað hafi þar verið gert meira en tylla niður tá. Mér er farið að ganga betur að rata um Istanbul nú orðið, að minnsta kosti svona þau hverfi sem eru næst mið- borginni. Fyrsta Prinsessueyjan er Kinali Ada. Hún er sýnu frumstæðust, enda leggja ekki margir ferða- menn leið sina þangað. Þó er nokkuð um það að Istanbular leigi sér hús hér yfir sumartímann, en langtum meira á hinum eyjunum. Eftir að hafa ráðgazt við vin- gjarnlegan lögregluþjón um, hvað, væri helzt að skoða á Kinali Ada, lagði ég af stað upp snarbrattan stíg, þar til komið er hæst á eyj- una. Þar stendur lítil grískorþó- doks kirkja, sem mig langar að skoða. Því miður var allt lokað. í garðinum voru hestar og geitur á beit. Gróðurinn er ekki tilkomu- mikill en hlýr og mjúkur og í fjarskanum sér í vínekrur. Lífið var allt í hálfgildings hægagangi hér, en þó fann ég te-búð og fékk mér hressingu. Þar var allt fullt af skeggjuðum og dökkbrýndum karlmönnum. Þeir spiluðu eða lásu blöð sumir. Flestir horfðu í gaupn- ir sér. Konur sáust hvergi, þær hafa sjálfsagt verið að undirbúa sunnudagsmatinn. Yfir Burgaz er meiri heims- borgarablær, enda sótt meira af ferðamönnum. Þar veitti ég at- hygli að mörg hús eru í endur- byggingu, en fleiri þó að hruni komin. Þessi hús eru komin til ára sinna og vernduð með stjórnarlög- um, en svo verður kannski undir hælinn lagt hvenær verður ráðizt í framkvæmdir. Á bryggjunni voru nokkrir aldurhnignir menn með ennþá eldri hross, beitt fyrir virðu- legar kerrur til að fara með gesti í skoðunarferð. Skoðunarferðin stóð í klukku- tíma og kostaði 280 krónur. Ekki var þó víða farið yfir en ferðin gekk hægt. Þegar út úr þorpinu kom voru vegleysur slíkar að ég hafði mestar áhyggjur af því að hestar og vagn yltu á hliðina. Ferðafélagar mínir, þeir Radi og Erden, sögðu að áður en ferða- menn kæmu að vori myndu þessir vegir verða lagfærðir og ekki vanþörf á. Á leiðinni til Kalapazan Kaya nyrst á eynni „ókum“ við fram á bandarísk hjón sem voru úti að skokka í blíðunni. „Við erum að fara í búðina," sögðu þau og hlógu dátt svo að ég slóst í för með þeim í búðina. Krambúð á íslandi á síðustu öld hefur sjálfsagt verið eins og stórmarkaður hjá litlu búðinni þeirra á Burgaz. En þau léku á als oddi og sögðu að þau hefðu komið hingað fyrir tveimur mánuðum. „Við ætluðum að vera í viku á Kinali Ada,“ sögðu þau. Tóku sér fcrð á hendur yfir til Burgaz og ákváðu að setjast þar að um stund. Leigðu sér lítið hús með miklum þægindum, bæði elda- vél og rennandi vatni og borga 20 dollara fyrir á mánuði. Verðlag yfir sumarið er miklu hærra. „Kannski verðum við hér til vors,“ sögðu þau og bættu við að þau vildu fara áður en allt fylltist af ferðamönnum. „Við höfum ekki borðað hamborgara nema fyrstu dagana og við erum meira að segja farin að drekka raki með hádegis- matnum." Beðið eftir farþegum á Burgaz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.