Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 36 „Barnshönd stóð upp úr leðjunni“ Islenskur kvikmyndatökumaður var í Kólombíu eftir hamfarirnar miklu „Flesta kvikmyndatökumenn dreymir um að taka langa, meiriháttar kvik- mynd. Eg er laus við þann draum. Fréttamaðurinn er of sterkur í mér. Ég hef mest gaman af að taka fréttamyndir og vinna að góðum heimildarmynd- um,“ sagði Jón Björgvinsson, kvikmyndatökumaður. Hann var nýkominn aftur til Sviss, þar sem hann býr og starfar, frá Colombíu. Þangað fór hann þremur dögum eftir að eldfjallið Nevado del Ruiz gaus og tugþúsundir manna fórust í eðjuflóðum. „Það var hrikalegt um að litast á flóðasvæðunum en annars staðar í landinu varð maður lítið var við að eitthvað hefði komið fyrir." Jón fór til Colombíu fyrir franska rann- sóknarstofu sem ger- ir heimildarmyndir um öll eldgos í heim- inum. Þau fóru fjögur saman, hann sem kvikmyndatökumaður, hljóð- tæknimaður, framleiðandinn og aðstoðarmaður. „Við vorum þarna í tvær vikur," sagði hann. „Fyrri vikuna tókum við myndir af eyði- leggingunni sem gosið olli og seinni vikuna af eldfjallinu sjálfu oggígnum. Ég hafði verið í undirbúnings- vinnu fyrir leiðtogafundinn í Genf í tvær vikur áður en ég fór, var reyndar kallaður úr verkefni þar og þurfti að útvega mann í minn stað svo að ég kæmist til Colombíu. Það var álíka erfitt að finna lausan kvikmyndatökumann í Genf á þessum tíma og heilaskurðlækni í Hrísey, en það tókst samt. Við vildum komast til Armero, sem var algjörlega einangraður bær eftir eldgosið og var ekki beint í alfaraleið áður. Fyrst ætluðum við með colombískri þyrlu en þurftum að hætta við það eftir að ný aðvörun við eldgosi var gefin út. Þá var meiningin að fá þyrlu hjá bandaríska hernum en þær reyndust allar uppteknar af því að Jimmy nokkur Carter var mættur á staðinn. Við leigðum því jeppa á endanum og keyrðum í gegnum frumskóginn yfir ár og fljót þangað til að jeppinn komst ekki lengra og við fórum síðasta spölinn fótgangandi." Hundarnir orönir aó villidýrum „Ferðin til Armero tók um 12 tírna," sagði Jon. „Við sáum fyrst yfir svæðið sem hörmungarnar höfðu skollið yfir af hæð sem fólk hafði augsýnilega flúið til, þar voru matarleifar, teppi og fleira dót. Fyrir augum blasti eitt alls- herjar drullusvað. Það var ekkert eftir af því sem áður hafði staðið á þessu svæði og skepnur í dauða- teygjunum voru eini lífsvotturinn. Leðjan var gráleit, einna líkust blautri steypu. Maður gat séð fyrir sér aflið í eðjunni þegar hún kom flæðandi niður hlíðarnar og ímyndað sér hávaðann þegar skóg- ar og mannabyggðir voru hrifin með og heilu trukkarnir bundnir í hnút Aðeins tvær húsaþyrpingar stóðu eftir að Armero, sem var 30.000 manna bær. Þær höfðu staðiö nokkru hærra en flest hús bæjarins og voru nú á litlum eyjum úti í drulluhafinu. Kirkjugarður bæjarins var á annarri hæðinni og hann slapp alveg heill. Á hinni hittum við fyrir tvo lögregluþjóna, sem voru í því að láta okkur mynda sig en annars voru allir íbúar bæjarins látnir eða farnir á brott. Plankar höfðu verið lagðir yfir drulluna svo að maður komst leið- ar sinnar. Ég steig eitt sinn út fyrir planka með annan fótinn og fann hvernig maður sökk í þetta án þess að geta nokkra björg sér veitt. Það voru lík út um allt. Sum voru sundurtætt, það vantaði á þau út- limi og hausa. Dýr voru einnig föst í leðjunni og sum voru enn að gefa upp öndina, viku eftir að eldgosið og flóðin urðu. Það kom mér á óvart að ekkert hafði verið gert til að hylja lík eða fella skepn- ur, sem ekki var hægt að bjarga. Það ríkri dauðaþögn á þessu svæði. Það var hitamolla og 35 stiga hiti. Það voru ekki nema tvær til þrjár götur eftir á annarri „eyjunni". Húsdýr voru ráfandi um göturnar og hundarnir orðnir að villidýrum. Það er ógeðslegt að segja frá því en þeir lifðu á líkun- um, rifu þau í sig. Ég hef aldrei verið hræddur við hunda en ég var alveg lafhræddur við þessa og passaði að hreyfa mig nógu mikið þegar þeir nálguðust svo að þeir tækju mig ekki í misgripum fyrir lík. Maður verður ótrúlega fljótt samdauna umhverfi sínu. Þetta var ömurleg sjón, mannslíkin voru óhugnanleg, en fólkið var látið og ekkert sem maður gat gert til að hjálpa því. Það hefði verið verra er það hefði verið að gefa upp öndina eins og sum dýrin. Ég tók myndir af nokkrum líkum og þá var komið nóg af því. En einu atviki man ég sérstaklega eftir. Við vorum að ganga yfir drulluna á plönkunum og framleiðandinn stoppaði til að taka myndir. Hún lagði myndavélatöskuna sína frá sér, tók myndirnar en rak svo upp lágt óp þegar hún tók töskuna aftur upp. Við Jitum við, Iítil barnshendi stóð upp úr eðjunni við plankann þar sem konan hafði langt töskuna án þess að hún hefði tekið eftir því. Það var sorgleg sjón.“ 12 kók á klukkutíma „Við vorum allan daginn í Armero og það var farið að dimma þegar við snerum aftur að jeppan- um,“ sagði Jón. „Það hefði ekki átt að vera nema um tveggja tíma ganga en myrkrið skall á, við villt- umst og vorum því tæpa fimm tíma á leiðinni í gegnum frum- skóginn. Við höfðum sagt bílstjór- anum að bíða, hversu lengi sem það tæki okkur að komast til baka. Við vorum þreytt og þyrst og hlökkuðum mikið til að komast í kælikassann í bílnum. En hann var farinn þegar við komum loks þang- að, sem við höfðum skilið við hann. Það er mikil hjátrú þarna og bíl- stjórinn hefur verið hræddur við myrkrið og kannski haldið að það væru afturgöngur á sveimi. Okkur leist heldur ekki vel á að bíða þarna hjálparlaus yfir nótt- ina. Það voru mikil óhljóð í skógin- um og sterk lykt af líkunum. Við ákváðum að fylgja jeppaslóðinni út úr skóginum og höfðum gengið í tvo tíma þegar við heyrðum mannamál. Það stóðu tvö hús þarna inni í skóginum og við bönk- uðum uppá. Fyrst kom kona til dyra og spurði, án þess að opna, hver væri þar. Eftir að við sögðum henni það kallaði hún á mann sinn og hann opnaði en miðaði á okkur skammbyssu til vonar og vara. Þegar hann sá að við vorum sak- lausir ferðalangar bauð hann okkur inn og upp á mat og drykk. En við, sem vorum alveg að drep- ast úr þreytu og þorsta og orðin ansi svöng, þorðum ekki að þiggja neitt. Við höfðum ekki verið sprautuð gegn neinni af þeim pestum sem „grasseruðu" á svæð- inu og þorðum ekki að hætta á neitt. Svo við sögðum manninn að við værum öll pakksödd og hann fylgdi okkur yfir í hitt húsið þar sem við fengum að sofa. Það var fullt af fólki, ættingjum sem höfðu þurft að flýja heimili sitt og höfðu fengið þarna inni. En það var fundið pláss fyrir okkur og mig dreymdi Kóka kóla og íslenskt bland alla nóttina. Daginn eftir var spurning um hvernig við gætum komist leiðar okkar. Það var fimm tima gangur í næsta þorp í gegnum skóginn en tveggja og hálfs tíma reiðtúr yfir heiðina. Kúabóndinn í skóginum lánaði okkur hesta og fylgdarmenn og við komumst í rigningu til þorpsins. Þar settumst við inn á fyrsta bar og ég þambaði tólf kók- flöskur á klukkutíma, ég hef aldrei verið eins þyrstur á ævi minni og sló þarna eigið kókmet. Björgunar- sveitir héldu til þarna í þorpinu og við fengum ferð með banda- rískri þyrlu til mannabyggða. Þetta er eina skiptið sem ég hef ferðast á hestum og í þyrlu sama daginn. „Það var ólíft í bænum án andlitsgrímu vegna rotnunarlyktar.“ Björgunarmenn urðu að leggja planka yfir ófæran aurinn til að koma fólki til aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.