Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985
ONÆMISTÆRING
Níðhöggur viö sjálfar
rætur kynlífsins
Hinn kunni bandaríski vísindamaður Robert Gallo uppgötvaði HTLV-3 veiruna
og ræðir íþessu viðtali um þann árangur, sem þegar hefur náðst í rannsóknum á ónæmis-
tæringu og þær vonir, sem bundnar eru við frekari rannsóknir á þessum
óhugnanlega sjúkdómi.
Blm.: Samkvæmt rannsóknar-
skýrslu frá stofnun yðar, sem birt
var nýlega, hafa ónæmistæringar-
veirur fundizt í tárum. Má þá bú-
ast við, að smithættan sé að færast
óhemjulega í vöxt?
Gallo: Nei, ég held nú ekki að
táragöngin verði nein meiriháttar
leið til smitunar. Hitt er svo alveg
ljóst, að við bjuggum alls ekki við
því að finna veirurnar þarna; ég
hefði þorað að veðja um það.
Blm.: Eru tár núna einn smit-
valdurinn í viðbót?
Gallo: Ég held ekki, að menn
dreifi veirunum endilega vítt og
breitt með tárum, en þetta leiðir
hins vegar hugann að vissum skoð-
unaraðferðum, sem augnlæknar
viðhafa til dæmis við glákupróf-
anir, þar sem mælitækið snertir
hornhúðina.
Blm.: Það eru þó prófanir, sem
stöðugt er verið að framkvæma
hjá öllum augnlæknum alla
daga...
Gallo: Já, auðvitað. Við skulum
gera ráð fyrir því, að ég sé næstur
í röðinni hjá augnlækni á eftir
sjúklingi, sem hefur ónæmisveirur
í augunum, og mælitækið snerti
svo augað í mér, þá er það vissu-
lega fræðilegur möguleiki, að til
smits komi. Augnlæknar verða því
hér eftir að gæta þess að dauð-
hreinsa tæki sín með vissum sér-
stökum sótthreinsandi efnum eða
t.d. með aceton. Ég vona að yfir-
menn heilbrigðismála fyrirskipi
það alls staðar.
Blm.: Jafnvel þótt þér gerið ekki
ýkja mikið úr þessari hættu — þá
á þessi uppgötvun samt eftir að
valda feiknalegri ókyrrð meðal alls
almennings. Kom ykkur til hugar
að birta alls ekkert opinberlega
um þetta, þegar veirurnar höfðu
líka fundizt í táravökvanum?
Gallo: Vitanlega
Blm.: Þið gerðuð ykkur ljóst, að
um allan heim mundi fólk fara að
segja sem svo „Drottinn minn dýri,
maður getur ekki einu sinni farið
til augnlæknis lengur."
Gallo: Nú, ég llt einfaldlega
þannig á málið, að sé maður
kominn með einhverjar vísindaleg-
ar staðreyndir upp í hendurnar,
þá sé ekkert hægt að komast áfram
með því að fara að ljúga til um
staðreyndir eða þegjayfir þeim.
Hér áður fyrr lenti ég í leiðinda-
deilum, einkum við kynhvarfa
menn. Þeir vildu alls ekki fallast
á að gangast undir blóðprufur í
sambandi við ónæmistæringar-
veirur; þeir ætluðu ekki að fást til
að trúa þessu. Það er ekkert hægt
að komast áfram í rannsóknum,
ef fólk tekur þá afstöðu að stinga
einfaldlega höfðinu í sandinn —
menn verða að viðurkenna stað-
reyndir.
Blm.: Hafa komið fyrir tilvik,
þar sem þið hafið kosið að þegja
yfir niðurstöðum vísindalegra
rannsókna ykkar á veikinni?
Gallo. Við vissum um ónæmis-
tærmgarveirur í munnvatni löngu
áður en við birtum nokkuð um það
opinberlega.
Blm.: Reynduð þið þá að halda
þessu leyndu?
Gallo: Við reyndum kannski ekki
beinlínis að halda því leyndu ...
En lengi vel vorum við á báðum
áttum, hvað gera skyldi. Við vorum
með einn sjúkling, sem á sjötugs-
aldri hafði gengist undir hjartaað-
gerð. Við blóðgjöf hafði hann óvart
smitazt af ónæmistæringarveir-
um. Maðurinn hafði verið getulaus
í sjö ár, hann hafði ekki samræði
við konu sína, það einasta sem þau
aðhöfðust af því taginu var að
kyssast. Við fundum veiruna í
munnvatni mannsins, áður en
sjúkdómseinkennin tóku að koma
berlega í ljós hjá honum. Konan
hans reyndist einnig hafa veirurn-
ar í munnvatni sínu, en þó hefur
hún ekki sýkzt sjálf af ónæmistær-
ingu, og við vitum ekki hvernig á
þvi stendur. En þetta er samt
greinilegt smittilfelli.
Blm.: Það er þegar farið að gæta
móðursýkiskenndrar hræðslu hjá
fólki við ónæmistæringu. Alveg
nýlega fór sú frétt eins og eldur í
sinu um alla Lundúnaborg, að
starfsmanni nokkrum í nætur-
klúbbi í borginni hefði verið sagt
upp störfum vegna þess að hann
er kynhvarfur og hafði viðurkennt
að ganga með ónæmistæringu.
Stjórnendur fyrirtækisins rök-
studdu uppsögn hans með því að
hann handléki þúsundir glasa,
mörg þeirra brotnuðu og hann
væri heilsu manna hættulegur. Fer
það nú líka að verða hættulegt að
drekka eitt glas af bjór á ein-
hverjum bar af þessu taginu?
Gallo: Ég held ekki, að neinn
hafi svo sem verið I hættu í þessu
tilviki. Þetta hefur verið óþörf
hræðsla og óþarfi að koma af stað
Robert Gallo prófessor er tal-
inn einn færasti sérfræöingur
á sviöi rannsókna á ónæmis-
tæringu. Hann varö fyrstur til
aö láta sér koma til hugar, aö
sýkilsins kynni aö vera aö leita
í hópi hinna svonefndu retro-
veira, og áriö 1984 tókst hon-
um svo aö hafa upp á og ein-
angra ónæmistæringar-veir-
una HTLV-3, þremur árum
eftir aö sjúkdómsins varö fyrst
vart í Bandaríkjunum. 48 ára
aö aidri er prófessor Gallo
yfirmaöur sérstakrar rann-
sóknastöövar fyrir líffræöileg-
ar rannsóknir á æxlisfrumum
viö Krabbameinsstofnun
Bandaríkjanna í borginni Bet-
hesda í Marylandfylki.
slíku skelfingarfári meðal fólks.
Blm.: Hafið þér sjálfur samband
við fólk sem er með ónæmistær-
ingu?
Gallo: Auðvitað. Kynhvarfir
koma oft á minn fund. Við borðum
kvöld verð saman og eitt sinn drakk
ég meira að segja úr sama glasi
og einn þessara manna og hann
reyndist svo hafa veiruna.
Blm.: Sáuð þér eftir því?
Gallo: Nei. Ég held að ónæmis-
tæringarveirurnar nái yfirleitt
ekki að smita heilbrigða, þótt þeir
komist í snertingu við lítið magn
af hinu smitberandi efni. Það ætti
ekki að espa frekar upp þá ofsa-
hræðslu, sem almenningur er þeg-
ar haldinn i sambandi við smit-
hættuna.
Blm.: Gangizt þið, sem vinnið við
þessar rannsóknir, sjálfir undir
ónæmistæringarblóðprufur?
Gallo: Á hálfs árs fresti, það er
föst regla fyrir alla sem vinna í
rannsóknarstöðinni okkar.
Blm.: Einnig í Evrópu eru menn
farnir að óttast æ meir að veiran
kunni að breiðast fljótt út meðal
vændiskvenna, og þær eru farnar
að krefjast þess að viðskiptavinir
þeirra noti aftur smokka. Á þessi
hræðsla rétt á sér og eru smokk-
arnir örugg vörn?
Gallo: Eg er náttúruvísindamað-
ur en ekki neinn kynlífssérfræð-
ingur.
Blm.: En þér gætuð þó til dæmis
sagt til um hvort veirurnar séu
minni heldur en þau örfínu milli-
bil, sem alltaf er að finna I móla-
samsetningu gúmmísins.
Gallo: Þeir eru víst örugg vörn.
Veirurnar komast ekki í gegnum
gúmmíið; og þó vita menn nú líka
að smokkar geta rifnað. En gott
og vel, úr því að þið eruð að spyrja
mig að þessu — þá get ég sagt að
það verður að teljast skynsamlegt
að nota slíka vörn. Eins og þið
vitið breiðist ónæmistæringar-
smitið út meðal Áfrikubúa við
kynmök milli karla og kvenna. Við
erum nýbúnir að ljúka vísindaleg-
um athugunum í samvinnu við
belgíska vísindamenn á útbreiðslu
veikinnar i Afriku. Það tíðkast
ekki anal-kynmök í Afríku, þau eru
mönnum óhugsandi viðurstyggð
og algjör óhæfa þar í álfu. 98 pró-
sent smittilfella þar á sér stað
meðal fólks í yfirstétt, miðstétt og
æðri miðstétt. þ.e. hjá fólki af
okkar tagi. I mörgum löndum
Afríku er mönnum eins tamt að
eiga kynmök við margar vændis-
konur í einu eins og (tölum finnst
sjálfsögð hressing að fá sér einn
bolla af expressokaffi eða Þjóð-
verjum að fá sér eitt glas af öli.
Þess háttar iðkun vændis á rætur
sínar að rekja til hins hefðbundna
fjölkvænis afrískra ættbálkahöfð-
ingja.
- Blm.: Eigið þið þá von á að út-
breiðsla veikinnar verði jafn mikil
og ör hér á Vesturlöndum, enda
þótt hegðunarmynstrið á kynlífs-
sviðinu sé öðruvísi meðal Vestur-
landabúa?
Gallo: Nei. Ég held að útbreiðsl-
an hér á Vesturlöndum eigi eftir
að bera meiri keim af rússneskri
rúllettu; lauslæti eykur smithætt-
una gífurlega. Flest fólk með eðli-
lega kynhneigð er ekki neitt óskap-
lega lauslátt. Enn sem komið er
eru sýkingartilfelli tiltölulega
mjög fá meðal Vesturlandabúa
með eðlilega kynhneigð. í Banda-
ríkjunum og í Evrópu eru það
einkum kynvilltir menn sem eru í
hættu vegna þess hve útbreiddur
sýkillinn er meðal þeirra. Hættan
á að veikin breiðist út meðal fólks
með eðlilega kynhneigð fer þó
stöðugt vaxandi, en samt er ég
bjartsýnn á, að vísindunum takist
að stemma stigu við þessari plágu
og held að við eigum eftir að finna
ráð gegn henni, þannig að veikin
verði ekki jafn útbreidd og hún er
orðin í Afríku.
Blm.: Má búast við því að menn
sem ferðast milli landa í viðskipta-
erindum og svo ferðamenn al-
mennt eigi eftir að breiða sýkilinn
útumallan heim?
Gallo: Auðvitað. Hvernig hefði
sýkillinn annars átt að berast
hingað. Þessi sýkill er nýr í Evrópu
og í Bandaríkjunum, hann er nýr
í löndunum í Karabíahafi og i
Asíulöndum. Hins vegar er sýkill-
inn ekkert nýtt fyrirbrigði í vissum
hlutum Mið-Afríku.
Blm.: Hafið þið sannanir fyrir
því?
Gallo: Þegar farið var að rann-
saka blóðsýni frá árinu 1975 hér í
Bandaríkjunum, kom í ljós að
ekkert einasta þeirra innihélt
ónæmistæringarsýkilinn.
Blm.: Eigið þið ennþá til blóðsýni
frá árinu 1975?
Gallo: Auðvitað, og við eigum
líka miklu eldri sýni. Þegar árið
1970 var hins vegar farið að verða
vart við ónæmistæringarsýkilinn
í blóðsýnum í sumum hlutum
Mið-Afríku en hvergi annars stað-
ar í heiminum. Það er ýmislegt
sem bendir til þess að engin sýking
hafi átt sér stað meðal fólks í
Mið-Afríku 1960 og 1965, og því
er almennt álitið að HTLV-sýkill-
inn hafi einhvern tfma á milli 1965
og 1970 borizt frá grænu apakött-
unum, sem menn veiða sér til
matar þar um slóðir, og náð að
sýkja menn af ónæmistæringu i
fyrsta sinn.
Blm.: Hvernig gerðist það?
Gallo: Vísindamenn, sem ný-
komnir eru frá Kinshasa, hafa
skýrt mér frá því að það úi og
grúi af þessum grænu apaköttum
á útimörkuðunum í Kinshasa.
Menn eru sífellt á apaveiðum þar
syðra, því að kjötið þykir hið mesta
lostæti, og þá verður ekki hjá því