Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 12
12
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985
-t-
ómi HLtm&POR WÁ MMRkLdmiUM
íyrsta beina
áætlunarflugid
tíl Horida F
Ovfil í St.Petersburg vlö Mexlcúflöann
Við í Kanaríklúbbnum ætlum að færa út kvíarnar á nýju ári og tökum
þátt í fyrsta beina áætlunarfluginu frá íslandi til Flórída 17. janúar nk.
Þetta einstaka tækifæri nýtum við okkur til að bjóða sérstakt
kynningarverð á lúxusdvöl í einni vinsælustu ferðamannaparadís
veraldar. Þessi fyrsta Flórídaferð Kanaríklúbbsins er áreiðanlega
farsælt hliðarspor - sannarlega efnileg byrjun á nýju ári!
Flórída
Við fljúgum beint frá Keflavik til Orlando, en þaðan er um 2 klst. akstur til St. Petersburg
á vesturströnd Flórídaskagans, við Mexíkóflóann. Á þessum árstíma er hitinn á Flórída
um 22-26°C og sjávarhiti er 22°C - einstaklega þægilegt loftslag.
Flórída - ævintýraland ferðamannsins
övíða í heiminum er að finna annan eins aragrúa stórbrotinna skemmtigarða, þar
sem fólk á öllum aldri nýtur ógleymanlegra stunda. Við nefnum heimsfræg dæmi:
Disney World - vinsælasti ferðamannastaður veraldar, Future World, World
Showcase, Sea World, Sircus World, Masterpeace Gardens, Wet ’n Wild - að
ógleymdum Everglades þjóðgarðinum.
Gistingin
Við gistum á Sandpiper Resort Hotel, 150 herbergja lúxushóteli alveg við ströndina.
I þessu frábæra hóteli eru fjölmargir veitingastaðir, inni- og útisundlaug, nuddpottar,
æfingasalur, íþróttavellir, leiktækjasalur og seglbrettasiglingar við ströndina.
15 mínútna fjarlægð er keppnisgolfvöllur og sjálfsagt er að reyna stórfiskaveiði úti á
flóanum. Stúdíóíbúðir.
Hagstætt kynningarverð!
I tilefni af þessu fyrsta beina áætlunarflugi bjóðum við upp á sérlega hagstætt
kynningarverð á fyrstu ferðinni:
Kr. 39.500
(Innifalið: Flug: Keflavík - Orlando - New York - Keflavlk, ferðir til og frá flugvelli
erlendis, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjóm.)
Flórída - lifandi dvalarstaður
Það er sama hvert litið er - fjölbreytnin er ótrúleg:
• Seglbrettasiglingar
• köfun
• hraðbátar
• seglbátar
• stórfiskaveiðar
• hundaveðhlaup
• kappakstur
• mótorhjólakappakstur
• verslun með allt milli himins og jarðar
• næturllf I öllum myndum
• skemmtistaðir eins og þeir gerast bestir
• kvikmyndahús með því nýjasta og besta á hvlta tjaldinu
• diskótek
+