Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 37 * Auglýst eftir ættingjum í sjónvarpinu „Björgunarstarfið þarna var mjög erfitt. Björgunarsveitirnar komust ekki leiðar sinnar vegna drullu og það varð að nota þyrlur en jafnvel með þeim var erfitt að ná nokkru úr leðjunni. Björgunar- aðstoð streymdi til landsins en skipulagsleysi og upplýsingaskort- ur virðist hafa dregið mjög úr gagnsemi hennar. Það var lítið vitað hverju eða hverjum var bjargað og sjónvarpsdagskráin gekk út á að fólk kom í sjónvarps- sal með myndir af ættingjum sín- um og gaf sitt eigið símanúmer fyrir þá sem hugsanlega hefðu einhverjar upplýsingar. Enginn vissi hvað varð um fólk sem bjarg- aðist, fjölskyldur splundruðust og margar eiga líklega aldrei eftir að hittast aftur. Litlir krakkar voru týndir og foreldrar þeirra voru að leita að þeim í örvæntingu en börnin vissu ekki hvað þau hétu og gátu ekkert gert. Við vorum á ríkmannlegum bú- garði inni í skóginum rúmri viku eftir eldgosið þegar ráðsmaðurinn á staðnum kom æðandi inn í stof- una og bað húsbónda sinn um leyfi til að fara. Hann hafði þá heyrt að fjölskylda hans væri einhvers staðar á lífi en hann hafði talið hana af eftir gosið.“ Jón Björgvinsson er rúmlega þrítugur og í góðu formi. Enda eins gott í svona starfi. „Við tókum myndir af eldfjallinu úr lofti en gengum einnig hátt upp í 5000 metra hæð,“ sagði hann. „Fjallið er 5400 metrar og ég hafði aldrei gengið svona hátt fyrr. Ég varð andstuttur en annars hafði súrefn- isleysið ekki svo slæm áhrif á mig. En það var hræðilega kalt að mynda úr lofti. Við urðum að gera það í býtið á morgnana áður en það þykknaði upp yfir eldgígnum. Við höfðum rifið aðra hliðina úr tveggja hreyfla vél til að geta myndað, það var ofboðslega kalt og súrefnisleysið var dálítið slæmt og ég var ekki verið með súrefnis- grímuna á meðan ég tók myndirn- ar.“ um aðstoð, af því að hann heldur að ég tali öll Norðurlandamálin. Ég sem gæti ekki bjargað mér á sænsku þótt lífið lægi við. Ég fór með Svíum til skíðastaðarins Ver- bier og tók myndir fyrir þá af gerð myndarinnar Selskabsreise II. Það er eina skiptið sem ég hef þurft að fara á skíðum í vinnuna. Ég hef lært að hafa alltaf allt til taks ef ég er sendur með stutt- um fyrirvara. Jakkinn minn er orðinn frægur, hann er 10 kíló og þar er allt sem ég þarf til þriggja daga: bókasafn, matur, tannbursti. Það kom sér vel þegar ég fór fyrir Rauða krossinn til landamæra ísrales og Sýrlands og tók myndir af fangaskiptunum þegar ísraels- menn fengu 3 fanga í skiptum fyrir 600. Það var sólarhrings bið og við máttum ekki hreyfa okkur úr flug- vélinni. Annars fer 40% af þessu starfi í bið, 40% í ferðalög, flest þeirra í lyftu og 20% í vinnu. Það þykir gott er maður kemur með 5 mínútur af fullkláruðu efni út úr einu dagsverki." Jón lærði kvikmyndatöku í London eftir að hann lauk stúd- entsprófi úr MH og hafði unnið eitt ár sem blaðamaður á Vísi. Prófverkefni hans, Þriðjudagur fyrir þjóðhátíð, var sýnt í íslenska sjónvarpinu á sínum tíma. Hann vann í þrjú ár hjá íslenska sjónvarpinu eftir námið og vinnur enn af og til hjá því á sumrin. Það sýndi fyrir þremur árum heimild- armynd um Langanes, sem Jón gerði ásamt Óla Erni Andreassen, og nýlega ákvað það að kaupa til sýningar heimildarmyndina Leyndardómur Vatnajökuls, sem Jón tók með hellakönnuðinum Gerald Favre sumarið 1984. „Þetta er 50 mínútna almenn mynd um Vatnajökul," sagði Jón. „Við fórum tæpa 3 km undir jökul- inn í Kverkfjöllum og tókum myndir af miklum og löngum hell- um sem þar eru, fórum á Hvanna- dalshnjúk og í Grímsvötn og fylgd- umst með rannsóknum vísinda- manna og æfingum hjálparsveita. ísland býður uppá mikla mögu- leika til myndatöku og virðist vera ?óður markaður fyrir vandaðar slandsmyndir." Jón á einni af fáu heillegu götunum {Armero. Veit aldrei hvað ég er að fara að gera Jón starfar hjá svissneskum kvikmyndatökumanni sem leigir út tæknilega aðstoð við kvik- myndagerð. „Hann segir mér helst aldrei neitt," sagði Jón, „og ég veit aldrei hvað ég er að fara að gera næsta dag. Það eru helst sjón- varpsstöðvar, sem leita til hans, og ég lendi í alls konar verkefnum og sé sjaldnast myndirnar sem ég tek. Hann biður mig t.d. alltaf að aðstoða sjónvarpsstöðvar frá Norðurlöndunum, þegar þær biðja Auk þess að vera kvikmynda- tökumaður starfar Jón sem frétta- ritari íslenska Ríkisútvarpsins í Sviss. Hann býr skammt fyrir utan Genf, í 10 metra fjarlægð frá Frakklandi, en af og til bregður hann sér til Ibiza fyrir Úrval og er fararstjóri þar í nokkrar vikur. „Ég var fastur fararstjóri hjá þeim um tíma og var haldið góðum með því að vera látinn taka allar myndir fyrir fyrirtækið. En svo vildi ég breyta til og settist að hér í Sviss. Það á eftir að koma í Ijós hvað ég stansa hér lengi." ab Kristbjörg Eggerts- dóttir — Minning Fædd 16. nóvember 1905 Dáin 19. desember 1985 Fiskur er ég á færi í lífsinshyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína. Djarfleg vörn mín dugir ekki til, dauðinn missir aldrei fiska sína. (Steingrímur Baldvinsson) Við stöndum frammi fyrir þeirri bitru staðreynd að fyrr eða síðar erum við fangin í straumi lífsins og eigum ekki undankomuleið fremur en fiskurinn á færi veiði- mannsins. Jafnvel harðjaxlarnir verða að lúta lögmálinu. Harðjaxl- ar eins og hún Bogga sem bauð erfiðleikunum byrginn og fékk mann til að trúa að með sterkum vilja væri hægt að yfirstíga nær hverja raun. Ekki svo að skilja að hún Bogga væri harðjaxl í þess orðs beinustu merkingu. Óneitan- lega beitti hún sjálfa sig hörðum aga, ekki síst á seinni árum eftir að veikindi ásóttu hana. En mjúk var sú hliðin sem að öðrum sneri. Vil ég aðeins nefna áralanga starf- semi hennar í Vernd því til stað- festingar þar sem hlýtt hjartalag og ósérhlífni einkenndu • störf hennar. En fyrst og fremst vil ég með þessum fátæklegu orðum þakka þá einstöku tryggð og hlý- hug sem ég varð aðnjótandi hjá þeim elskulegu hjónum Krist- björgu og Albert Erlingssyni alla tíð. Ekki síst á heimili þeirra, Grenimel 2, er þau skutu yfir mig skjólshúsi vetrarlangt hér á árum áður. Ég man fyrst eftir þeim sæmd- arhjónum er ég var barn, fyrir 30 árum, og þau komu sem veiðimenn að Laxá. Strax þá tók ég sérstak- lega eftir þeim. Líklega var það bæði vegna þess að þau tóku eftir Blómastofa Fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöid til ki. 22,- einnig um helgar, Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. r ** O.w okkur krökkunum, gáfu sér tíma til að tala ögn við okkur og taka eftir því hvað við höfðum stækkað frá í fyrra, það er ekki svo lítils virði þegar ung hjörtu eru annars vegar. Og svo vegna þess að alltaf voru þau tvö saman, virtust óað- skiljanleg, og Bogga var líka að veiða sem var fremur sjaldgæft um konur þá. Alla tíð síðan hafa þau Bogga og Albert komið á sumrin í Árnes að veiða. En þau komu ekki bara að veiða. Koma þeirra var líka heimsókn og enn mundu þau eftir smáfólkinu. Síð- ustu tíu árin hafa þau komið fær- andi hendi, alltaf með „eitthvað smávegis" handa börnunum mín- um. „Bogga hefur svo gaman af þessu," sagði Albert. Áreiðanlega hafa þau aldrei vitað hvílíkt til- hlökkunarefni þetta var. Og ekki heldur hve mikið tilhlökkunarefni koma þeirra norður hefur verið öllum fullorðnum líka, slíkt hefur þeirra viðmót verið, en hlýja og glettni hafa alltaf fylgt þeim hvar sem þau hafa farið. Þegar kær vinur er kvaddur verður manni ósjálfrátt hugsað til baka og minn- ingarnar sópast að. í fersku minni er mér veturinn sem ég dvaldi á Grenimel 2 og þyngdist um 10 kíló, en það segir raunar allt sem segja þarf um atlætið hjá Boggu. Mér eru líka í fersku minni margar stundir sem við Bogga sátum og spjölluðum um hin margvíslegustu mál, nú síðast fyrir fáum dögum er við ráðgerðum jólahald og reiknuðum með að sjást bráðum aftur. En „guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól“. Áður en hátíð- in gekk í garð var hún Bogga öll og er hún hér kvödd með kæru þakklæti fyrir áratuga kynni. Ég leyfi mér að gera brot úr kvæði eftir Steingrím Baldvinsson í Nesi að lokaorðum mínum og fjölskyldu minnar til Boggu um leið og ég votta Aibert og fjölskyldu hennar mína innilegustu samúð: Ég henni kæra kveðju ber fráhvammi,eyoghlíð og ánni, sem hún undi við ogunnifyrrátíð. (S.B.) Hildur Hermóósdóttir Heimilistölyur Námskeiðið er ætlað þeim sem eiga Sinclair, BBC, Commodore 64 o.fl. heimilistölvur og vilja læra aö nota hina ótrúlegu möguleika sem heimilistölvur bjóða upp á. Tónlist og tölvur. Ritvinnsla. Töflureiknar. Forrit á heimilistölvur. Fyrirspurnir. Dagskrá: * Uppbygging tölva. * Helstu jaöartæki. * Forritunarmál. * Forritunarmáliö BASIC. * ÆfingaríBASIC. * Teiknimöguleikar heimilistölva. Tími: 7., 9., 14. og 16. janúar. Ungling- ar kl. 17.00—20.00. Fullorönir kl. 20.00—23.00. Innritun í símum 687590 og 686790. Gleðilegt nýtt ár 0 --------------- Tölvufræðslan Ármúla 36, fíaykjavík. BALLETTSKOLI EDDU SCHEYING Skúiatúni 4 Kennsla hefst mánudaginn 6. janúar. Allir aldurs- hópar frá 5 ára. Innritun nýrra nemenda í síma 25620 kl. 16—18 daglega: Framhaldsnemendur mæta á sömu tímum og áður. Afhending og end- urnýjun skírteina sunnudaginn 5. janúar kl. 14—16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.