Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 7 Úr kvikmyndinni Jón Oddur og Jón Bjarni. JÚNi JÓN oDVUZ gJrlZlÝ/ ■i íslenska bíó- qq myndin „Jón — Oddur og Jón Bjarni" verður sýnd í sjón- varpi í dag kl. 17.00. Myndin var gerð árið 1981 eftir sögum Guðrúnar Helgadóttur. Leikstjóri er Þráinn Bertelsson. Með aðalhlutverk fara Páll J. Sævarsson, Wilhelm J. Sævarsson, Steinunn Jó- hannesdóttir, Egill Ólafs- son, Herdís Þorvaldsdótt- ir, Sólrún Yngvadóttir og Gísli Halldórsson. Myndin er um tvíbura- drengina Jón Odd og Jón Bjarna, foreldra þeirra og litríka ættingja. Uppátæki tvíburanna og ævintýri reyna æði oft á þolrif annarra á heimilinu. Blikur á lofti Bandarískur framhaldsmyndaflokkur 22 ■■ Fyrsti þáttur bandarísks — framhalds- myndaflokks í níu þáttum verður sýndur í sjónvarpi í kvöld kl. 22.15, og er heití hans „Blikur á lofti“. Hann er gerður eftir bók- inni „Winds of War“ eftir Herman Wouk. Bókin hefur komið út á íslensku undir nafninu „Stríðs- vindar". Með aðalhlutverk fara: Robert Mitchum, Ali McGraw, Jan-Michael Vincent, Polly Bergen og Lisa Eilbacher. Leikstjóri er Dan Curtis. í myndaflokknum er lýst aðdraganda heims- styrjaldarinnar síðari og ganga hennar fram til þess að Bandaríkjamenn verða þátttakendur í hild- arleiknum eftir árás Jap- ana á Perluhöfn. Atburða- rásin speglast í áhrifum stríðsins á líf bandarísks sjóliðsforingja og fjöl- skyldu hans. Hann er sendur til starfa við bandaríska sendiráðið í Berlín árið 1939 og sér fljótt að hverju stefnir. Síðar kynnist hann einnig aðstæðum á Ítalíu og í Sovétríkjunum. Þjóð- arleiðtogar þessa tíma koma einnig mjög við sögu, Roosevelt, Hitler, Churchill, Stalín og Muss- olini, auk nánustu sam- starfsmanna þeirra. Robert Mitchum og Ali McGraw. Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, Lin- oleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur end- ingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farið gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáan- umer nóg að setjaí tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venjulega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvottaefni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önnur sterk sápu- efni á Kork-o-Plast. Einkaumboð á íslandi: Þ. Þorgrímsson & Co., Ármúla 16, Reykjavík, s. 38640. V ^ Átt þú eftir að sækja peninga til okkar ? I febrúar sl. sendum við þúsundum viðskiptavina okkar bréf eins og þetta hér við hliðina. Ef þú ert einn þeirra, og hefur bréfið ennþá í fórum þínum, þá biðjum við þig endilega að koma fyrir áramótin og taka viö þeirri endurgreiðslu sem þú átt rétt á. Hún gæti hugsanlega komið sér vel I jólainnkaupunum! Nú þegar hafa flestir viðtakenda bréfsins notfært sér rétt sinn og fengið endurgreitt i ferðaúttekt eða reiðufé. Ennþá eru samt nokkrir eftir. Viö minnum á að fresturinn rennur út 31. desember, og að bréfið er ávísun á peningana. Mundu því eftir að hafa það meðferðisl Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREVRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 « 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.