Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985
7
Úr kvikmyndinni Jón Oddur og Jón Bjarni.
JÚNi JÓN
oDVUZ gJrlZlÝ/
■i íslenska bíó-
qq myndin „Jón
— Oddur og Jón
Bjarni" verður sýnd í sjón-
varpi í dag kl. 17.00.
Myndin var gerð árið 1981
eftir sögum Guðrúnar
Helgadóttur. Leikstjóri er
Þráinn Bertelsson. Með
aðalhlutverk fara Páll J.
Sævarsson, Wilhelm J.
Sævarsson, Steinunn Jó-
hannesdóttir, Egill Ólafs-
son, Herdís Þorvaldsdótt-
ir, Sólrún Yngvadóttir og
Gísli Halldórsson.
Myndin er um tvíbura-
drengina Jón Odd og Jón
Bjarna, foreldra þeirra og
litríka ættingja. Uppátæki
tvíburanna og ævintýri
reyna æði oft á þolrif
annarra á heimilinu.
Blikur á lofti
Bandarískur framhaldsmyndaflokkur
22
■■ Fyrsti þáttur
bandarísks
— framhalds-
myndaflokks í níu þáttum
verður sýndur í sjónvarpi
í kvöld kl. 22.15, og er heití
hans „Blikur á lofti“.
Hann er gerður eftir bók-
inni „Winds of War“ eftir
Herman Wouk. Bókin
hefur komið út á íslensku
undir nafninu „Stríðs-
vindar".
Með aðalhlutverk fara:
Robert Mitchum, Ali
McGraw, Jan-Michael
Vincent, Polly Bergen og
Lisa Eilbacher. Leikstjóri
er Dan Curtis.
í myndaflokknum er
lýst aðdraganda heims-
styrjaldarinnar síðari og
ganga hennar fram til
þess að Bandaríkjamenn
verða þátttakendur í hild-
arleiknum eftir árás Jap-
ana á Perluhöfn. Atburða-
rásin speglast í áhrifum
stríðsins á líf bandarísks
sjóliðsforingja og fjöl-
skyldu hans. Hann er
sendur til starfa við
bandaríska sendiráðið í
Berlín árið 1939 og sér
fljótt að hverju stefnir.
Síðar kynnist hann
einnig aðstæðum á Ítalíu
og í Sovétríkjunum. Þjóð-
arleiðtogar þessa tíma
koma einnig mjög við
sögu, Roosevelt, Hitler,
Churchill, Stalín og Muss-
olini, auk nánustu sam-
starfsmanna þeirra.
Robert Mitchum og Ali McGraw.
Kork-o-Plast
Gólf-Gljái
Fyrir PVC-filmur, Lin-
oleum, gúmmí, parket
og steinflísar. CC-Floor
Polish 2000 gefur end-
ingargóða gljáhúð.
Notkun: Þvoið gólfið.
Berið CC-Floor Polish
2000 óþynnt á gólfið
með svampi eða rakri
tusku.
Notið efnið sparlega en
jafnt.
Látið þorna í 30 mín.
Á illa farið gólf þarf að
bera 2—3svar á gólfið.
Til að viðhalda gljáan-
umer nóg að setjaí
tappafylli af CC-Floor
Polish 2000 í venjulega
vatnsfötu af volgu
vatni.
Til að fjarlægja gljáann
er best að nota R-1000
þvottaefni frá sama
framleiðanda.
Notið aldrei salmíak
eða önnur sterk sápu-
efni á Kork-o-Plast.
Einkaumboð á íslandi:
Þ. Þorgrímsson & Co.,
Ármúla 16, Reykjavík, s. 38640.
V ^
Átt þú eftir
að sækja
peninga til okkar ?
I febrúar sl. sendum við þúsundum viðskiptavina okkar bréf eins og
þetta hér við hliðina. Ef þú ert einn þeirra, og hefur bréfið ennþá í
fórum þínum, þá biðjum við þig endilega að koma fyrir áramótin og
taka viö þeirri endurgreiðslu sem þú átt rétt á. Hún gæti hugsanlega
komið sér vel I jólainnkaupunum!
Nú þegar hafa flestir viðtakenda bréfsins notfært sér rétt sinn og
fengið endurgreitt i ferðaúttekt eða reiðufé. Ennþá eru samt nokkrir
eftir. Viö minnum á að fresturinn rennur út 31. desember, og að
bréfið er ávísun á peningana. Mundu því eftir að hafa það meðferðisl
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREVRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 « 23727