Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 Ann Turil Lindstad og Unnur Sveinbjörnsdóttir. ekki í fastri vinnu um þessar mundir," sagði Unnur. „Ég er gift Þjóðverja.og hef ekki tæki- færi til að vera langdvölum að heiman en ég hef verið heppin því að ég spila mikið á tónleikum, aðallega á Ítalíu. í Napólíu iék ég nýlega með fiðluleikaranum Accardi og Giurana vióluleikara, sem hefur vérið kennari minn. Þá var ég nýlega í Padova og lék þar með kammerhljómsveitinni I Solisti Veneti. Mér hefur boðizt föst staða hjá I Solisti Veneti en af fjölskylduástæðum hef égekki getað tekið því boði. Hins vegar býðst mér að leika með hljóm- sveitinni reglulega og er ég ánægð með þá lausn,“ sagði Unnur Sveinbjörnsdóttir. Ann Turil Lindstad er norsk en fluttist hingað í sumar ásamt manni sínum, Þresti Eiríkssyni. Þau hjón eru organleikarar við Laugarneskirkju og skipta þar með sér verkum: „Það er ærið starf," segir Ann Turil, „því að við kirkjuna starfa tveir kórar, kirkjukór og barnakór. En starf- Jólatónleikar í Áskirkju Kammersveit Reykjavíkur: AÐ ÞVÍ bezt er vitað eru síðustu tónleikar hér á landi árið 1985 haldnir í Áskirkju í dag, sunnudag. Það er Kammersveit Reykjavíkur sem efnir til þessara hljómleika. Þeir eru í minningu Georgs Friedrichs Hándel sem fæddur var í Þýzkalandi 1685 en fluttist til Englands þar sem hann bjó lengst af starfsævi sinnar. Á árinu sem nú er að Ijúka hafa fleiri mikil tónskáld átt afmæli, þar á meðal Johann Sebastian Bach og Domenico Scarlatti, en þeir og Hándel voru allir fæddir á sama árinu. Af þessu tilefni efndi Evrópuráðið til sérstaks tónlistarárs og hefur mikið verið um dýrðir í tónlistinni hér á landi sem annars staðar. Um tuttugu manns taka þátt í tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur i dag. Konsert- meistari er Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari en einleikarar eru Unnur Sveinbjörnsdóttir víólu- leikari og Ann Toril Lindstad organleikari. Á efnisskránni eru Concerto Grosso op. 6 nr. 5, orgelkonsert op. 4 nr. 6, viólukon- sert sem er útskrift fransks víóluleikara á verki sem upp- runalega er orgelkonsert og loks Vatnasvíta nr. 3 í b-dúr. Öll eru þessi tónverk eftir Hándel. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði tal af einleikurunum er æft var fyrir tónleikana i Áskirkju fyrir helgina. Unnur Svein- björnsdóttir er hér í stuttri heimsókn en hún er búsett í Bamberg í Þýzkalandi: „Ég er ið er skemmtilegt og okkur líður vel hér í Reykjavík, enda er ætlun okkar að vera hér um kyrrt. Ég stundaði nám við Tónlistarskól- ann í Osló. Eftir að hafa lagt stund á kirkjustónlist í fjögur ár tók við tveggja ára nám i orgel- leik og nú í janúar fer ég til Osló til að leika þar á fyrstu einleikstónleikunum mínum þar. Ég hef líka verið við nám í Amsterdam og er reyndar enn nemandi við Sweelinck-kon- servatorium þar. Þar er ég nem- andi í framhaldsnámi og einbeiti mér að barokktónlist." Sem fyrr segir eru jólatónleik- ar Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju og hefjast þeir kl. 17 ídag. Þungfært hefur verið á Egilsstöðum vegna fannfergis. MorgunbiaSia/óiafur Egilsstaðin Fannfergið eykur jólastemmninguna KgilsstöAum, 27. deaember. ÞAÐ VAR sannarlega jólaiegt um að litast hér á Egilsstöðum á að- fangadagskvöld. Snjór yfir öllu, stilli- logn að kalla, hæg skæðadrífa annað veifið og friðarljós logandi við hvers manns dyr. Kirkjusókn var dágóð hér á Egilsstöðum nú á jólum sem endranær. Aftansöngur var kl. 18 á aðfangadagskvöld og náttsöngur kl. 23 og hátíðarmessa annan dag jóla. Umferð hefur verið venju frem- ur lítil hér um slóðir á þessum jólum, og ræður þar færð á vegum að líkum mestu um. Laugardaginn Skólahljómsveit Egilsstaða leikur fyrir viðskiptavini Verslunarfélags Austur lands. Ég vil reyna að efla veg og virðingu skáklistarinnar — segir Sigrún Andrewsdóttir nýkjörin formaður Taflfélags Reykjavíkur Sigrún Andrewsdóttir formaður Tafl- félags Reykja- < víkur. ^ p Morgunblaðið/ Bjarni a. Einar Bragi Ljóð Einars Braga koma út á ensku NÝLEGA er komin út hjá bókafor- laginu Advent Books í Southamp- ton Ijóðabókin „Night Eyes and other poems“ eftir Einar Braga. Louis A. Muinzer háskólakennari í Belfast hefur séð um útgáfuna, þýtt sum Ijóðanna og ritað formála um höfundinn og Ijóðagerð hans. Aðrir þýðendur eru Patricia Aylett og Sigurður A. Magnússon. í bók- inni eru 30 Ijóð. Áður hafa komið út ljóðabækur eftir Einar Braga á frönsku (Ét- angs Clairs, þýðandi Régis Boy- er), sænsku (Pilar av ljus, þýð- andi Inge Knutsson) og norsku (Regn i mai, þýðandi Knut 0de- gard), en alls hafa ljóð hans verið þýdd á 13 tungumál. SIGRÚN Andrewsdóttir var kjörin formaður Taflfélags Reykjavikur á aðalfundi félagsins þann 18. des- ember sl. Þetta er í fyrsta skipti í 85 ára sögu félagsins sem kona situr í formannssæti. Rætt var við Sigrúnu og var hún spurð hvort hún tefldi sjálf. „Nei ég tefli ekki sjálf," sagði Sigrún, „en ég kann þó mann- ganginn." -Hver voru tildrög þess að þú varst kjörin formaður Taflfélags Reykjavíkur? „Þannig var að John V. Collins sem kenndi Fischer á sínum tíma kom i fyrsta sinn hingað til lands þegar einvígi Fischers og Spas- skys var háð hér 1972. Þá komst á samband milli hans og félaga í Taflfélagi Reykjavíkur. Um ára- mótin 1977/1978 kom hann með hóp af ungmennum hingað til að tefla við íslenska unglinga og síðan hafa ungmenni frá þessum löndum heimsótt hvort annað til skiptis. Dóttir mín Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, nýbakaður ls- landsmeistari kvenna í skák, hef- ur teflt hjá Taflfélaginu og árið 1984 var hún í liðinu sem fór til Bandaríkjanna og keppti á móti Collins-börnunum. Þetta var í fyrsta sinn sem stúlka keppti með þessu liði. Sonur minn keppti einnig með liðinu, en ég á fjögur börn og hafa þau öll teflt hjá Taflfélaginu. Það var ákveðið að ég færi með f þessa ferð og þannig komst ég í kynni við forystumenn skákhreyfingarinnar. Collins-börnin komu svo aftur hingað síðastliðið sumar og þá tókum við konurnar þátt í að undirbúa komu þeirra. Eftir það var leitað til mín og ég beðin að taka að mér formennsku í félag- inu. Fyrst fannst mér þetta vera alveg fáránleg hugmynd, en að athuguðu máli sá ég að þarna fer fram mikið unglingastarf og mér finnst að foreldrar eigi að leggja eitthvað af mörkum ef þeir mögu- lega geta til að sinna því starfi. Eftir langan umhugsunarfrest lét ég þvi til leiðast. Með mér í stjórninni er valið lið reyndra manna. í aðalstjórn eru ellefu manns, þar af þrjár konur, og í varastjórn eru fimm karlar og ein kona. Það verður að sjálfsögðu vandasamt fyrir mig að taka við þessu starfi þar sem ég er algerlega ókunnug. En ég fylgi þeirri stefnu sem þegar hefur verið mótuð því ég held að hún sé bæði skynsamleg og far- sæl.“ -A hvað munt þú helst leggja áhcrslu í starfi þínu? „Mig langar að leggja áherslu á að efla ungiingastarf sem ég held að gefi gott af sér. Margir stórmeistarar okkar hafa vaxið upp í félaginu. Einnig vil ég hvetja stúlkur til að taka meiri þátt í skákmótum. Ég vildi gjarnan fá fleiri áhugamenn inn í félagið og yfirleitt fjölga félögum. Þá þarf að styðja enn betur við bakið á okkar bestu skákmönnum svo þeir geti náð enn lengra. Blaðaútgáfa félagsins hefur legið niðri í ár og ég hef áhuga á að endurvekja hana. Næsta verkefni hjá okkur er Skákþing Reykjavíkur sem hefst 5. janúar. í febrúar er síðan Reykjavíkurskákmótið sem hald- ið er í samvinnu við Skáksamband íslands. Ég lít á það sem mikinn heiður að hafa verið kjörin formaður Taflfélags Reykjavíkur. Ég vil reyna að efla veg og virðingu skáklistarinnar sem mest því hún er þroskandi fyrir alla, unga og gamla,“ sagði Sigrún Andrews- dóttir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.