Morgunblaðið - 12.01.1986, Page 64

Morgunblaðið - 12.01.1986, Page 64
E EUROCARO *TADFEST lÁHSmAUST TJöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! SUNNUDAGUR12. JANÚAR 1986 VERÐ LAUSASÖLU 40 KR. Sleöaferð í snjóleysi Morgunbl»*i3/Bjami Snjórinn hefur ekki verið hliðhollur þeim, sem hafa viljað renna I sér á sleða í höfuðborginni á þessum vetri. Ljósmyndari Morgun- blaðsins náði þó þessari mynd við Hlíðaskóla i Reykjavík á dögnn- um, þar sem nokkrir nemendur voru að renna sér á hól við skól- ann, Hlíðaskólahólnum. Kennurum hugnaðist ekki, að nemendur | hópuðust á hólinn, því að einhveijir meiddust í atganginum. Kom upp sú hugmynd að setja salt eða sand á svellið. Þá tóku nemendur í 7 ára bekk til sinna ráða og þrir mótmælastjórar stóðu fyrir þvi, að allir hrópuðu: Ekki setja salt á hólinn! Ríkið hætti að greiða vaxta- og geymslukostnað Kindakjötið verði í staðinn niðurgreitt á framleiðslustigi NEFND um afurðagreiðslur til bænda leggur til að gerðar verði breytingar á niðurgreiðslum sauðfjárafurða. Nefndin leggur tíl að rikissjóður hætti að niður- greiða kjötið við sölu og að greiða vaxta- og geymslukostnað þess og noti þá fjárhæð í staðinn til að niðurgreiða kjötið strax við framleiðslu. Yrði staðgreiðsla afurðanna til bænda fjármögnuð raeð þvi móti. Við þetta myndi útsöluverð kindakjöts verða lægst að hausti, rúmlega 20% lægra en er með núverandi fyrir- komulagi, en það hækka eftir því sem vaxta- og geymslukostn- aður kemur tii. Matthías Á. Mathiesen, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, skipaði nefndina í byijun apríl sl. í henni voru Davíð Ólafsson seðlabanka- stjóri, formaður, Helgi Bachmann framkvæmdastjóri í Landsbanka Islands, Ketill A. Hannesson hag- fræðiráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands, Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda og Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbank- ans. Nefndin gerði í sumar tillögur um greiðslur vegna mjólkurinn- leggs og bráðabirgðatillögur varð- andi sauðfjárframleiðsluna og fyrir skömmu skilaði nefndin lokaskýrslu ginni til Matthíasar' Bjamasonar viðskiptaráðherra sem kynnti hana í ríkisstjóminni í vikunni. Kindakjöt er í ár niðurgreitt um 160 milljónir kr. við sölu og ríkið greiðir einnig 300 milljónir kr. vaxta- og geymslukostnað kjötsins eftir því sem hann fellur til. Til að gera staðgreiðslu sauðflárafurða mögulega í haust greiddi ríkissjóður þessar niðurgreiðslur fyrirfram í formi láns sem ekki verður endur- greitt en mun lækka eftir því sem geymslu- og vaxtakostnaður fellur á kjötið og niðurgreiðslur koma til á selt kjöt. Ketill A. Hannesson lagði til í nefndinni að fyrirkomulagi niðurgreiðslnanna yrði breytt þann- ig að allri fjárhæðinni, 460 milljón- um kr., yrði varið til niðurgreiðslna á kjötinu strax við slátmn og vaxta- og geymslukostnaður legðist síðan mánaðarlega á verð hins óselda kjöts. Nefndin gerði þessa tillögu að sinni nema hvað Ingi Tryggva- son skilaði séráliti þar sem hann lagðist gegn þessari breytingu. Ef þessi kerfísbreyting yrði gerð myndi kindakjöt verða 20% lægra að hausti en nú er, niðurgreitt heild- söluverð yrði 151 kr. að meðaltali í stað 183 kr. kflóið. Ef þetta kerfi væri komið á myndi meðalverðið í dag vera 12% lægra en nú er. það myndi aftur á móti hækka örar en nú og í sumar yrði verðið sam- kvæmt nýja fyrirkomulaginu orðið hærra en verið hefði að óbreyttu. í haust kæmi á markaðinn nýtt kjöt á lægra verði en gamla Iqötið. Búast nefndarmenn við að salan muni aukast á haustin á meðan kjötið er á hagstæðu verði og að í heild verði kindakjötsverð til neytenda lægra en nú er. Þeir telja einnig að nýtt fyrirkomulag hvetji til hagkvæmi og lægri framleiðslu- kostnaðar og að afurðalán út á kindakjöt muni lækka. Akureyri Ung kona féll fram af bryggju UNG KONA féU í sjóinn af bryggju Eimskipafélagsins, „Sig- öldu“, á Akureyri aðfaranótt laug- ardagsins sl. Konan, sem er háseti á loðnuskipi, var að koma til skips af skemmtistað síðla nætur. Sjómaður á öðru loðnuskipi sá konuna falla milli skips og bryggju og stakk sér þegar í sjóinn. Tilkynn- ing barst lögreglunni klukkan 04.20 og þegar hún kom á staðinn skömmu síðar hélt maðurinn konunni uppi við bryggjuna. Greiðlega gekk að ná þeim upp og voru þau flutt á slysadeild. Mun þeim ekki hafa orðið meint af volkinu. 20—30 millj. hagnaður hjá Kísiliðjunni REKSTUR Kísiliðjunnar hf. við Mývatn gekk nyög vel á árinu 1985. Framleidd voru 29.388 tonn af kísilgúr, sem er nýtt fram- leiðslumet hjá verksmiðjunni, og 20-30 mil\jóna kr. hagnaður varð af rekstrinum, að sögn Róberts B. Agnarssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Róbert sagði að þrennt hefði eink- um valdið góðri afkomu. Tekist hefði að hagræða og lækka stóra kostnað- arliði, gengisþróunin hefði verið fyrirtækinu hagstæð og framleiðslan meiri en áður. Hann sagði að hag- ræðingin fælist f nýrri pökkunarvél sem tekin hefði verið í notkun og gámavæðingu útflutningsins. Kísil- iðjan selur alla framleiðslu sfna á Evrópumarkað og sagði Róbert að hún hefði hagnast mjög á gengis- þróuninni undanfama mánuði. Loks sagði hann um ástæður góðrar af- komu að framleiðsluaukning verk- smiðjunnar um rúm 2.000 tonn hefði verið hagkvæm. Árið 1984 var 10,4 milljóna kr. hagnaður af reksti Kísil- iðjunnar og sagði Róbert að á sfðasta ári hefði hagnaðurinn verið tvö- til þrefalt meiri. Raf magns veitur ríkisins: Stefnir í 150—160 millj. kr. halla á árinu 1986 50 millj. kr. halli á síðastliðnu ári AÆTLAÐ er að um 50 milljóna króna halli hafi verið á rekstri Rafmagnsveitna ríkisins á síðastliðnu ári, en á árinu 1984 var 69 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Kristján Jónsson rafmagn- sveitustjóri ríkisins sagði í gær að á nýbyrjuðu ári stefndi í enn meiri halla, eða 150-160 milljónir ef ekkert yrði að gert. Kristján sagði að verðjöfnunar- gjald hefði verið lækkað í byijun síðasta árs úr 19 í 16% og væri það ástæða þessa 50 milljóna kr. rekstr- artaps. Hann sagði að reksturinn hefði að öðru leyti gengið vel og lítið um áföll í kerfinu. RARIK velti um 1,8 milljarði í fyrra. Heildarskuldir fyrirtækisins um áramótin voru um 3,2 milljarðar kr. Á árinu var 181 milljón kr. varið til almennra framkvæmda að sögn Kristjáns. Lokið var við áfanga í línu á milli Stykkishólms og Grundar- Qarðar og Eskifjarðar og Norðfjarð- ar og lokið við línuna á milli Akur- eyrar og Dalvíkur. Allt eru þetta nýjar stofnlínur. Byggð var aðveitu- stöð á Prestbakka á Síðu og lína þaðan til Kirkjubæjarklausturs. Þá var lokið uppbyggingu þriggja svæð- isskrifstofa, í Stykkishólmi fyrir Vesturland, á Egilsstöðum fyrir Austurland og á Hvolsvelli fyrir Suðurland. Kristján sagði að rekstrarhorfur væru slæmar fyrir nýbyijað ár og stefndi í halla upp á 150-160 milljón- ir kr. vegna ónógra gjaldskrár- hækkana nú um áramótin. Hann sagði að gjaldskráin hefði verið hækkuð um 15% að meðaltali en til að ná jöfnuði hefði þurft 26-27% hækkun. Sagði Kristján að ekki hefði þótt fært að auka það bil sem væri á milli gjaldskrár RARIK og raf- veitna sveitarfélaga og gjaldskrá RARIK þvf ekki hækkuð meira en aðrar. Munurinn væri nú um 30% á almennum töxtum. Kristján Jónsson sagði að þeim tekjum sem upp á vantaði yrði að ná annarsstaðar og hefði RARIK lagt til að ríkissjóður yfirtæki hluta skulda RARIK til að brúa þetta bil þar sem stofnunin hefði undanfarin ár þurft að fjár- magna allar framkvæmdir með lán- tökum og eiginijármögnun verið engin eða jafnvel neikvæð í sumum tilvikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.