Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986
Fataverksmiðjunni
Heklu á Akureyri
lokað í apríl
Akureyri, 24. janúar.
Fataverksmiðjunni Heklu á
Akureyri verður lokað í byrjun
april á þessu ári. Starfsfólki
verksmiðjunnar var tilkynnt
þessi ákvörðun á fundi i dag og
verður því sagt upp um mánaða-
mótin. SÍS hefur rekið Heklu um
árabil. Mikill urgur er í starfs-
fólki Heklu vegna þessa máls.
„Það er óhætt að segja að yfir-
mennimir hafa ekki vakið mikla
hrifningu er þeir komu á fundinn í
dag. Það var ekki klappað fyrir
þeim,“ sagði ein starfsstúlkna á
Heklu í samtali við Morgunblaðið.
Hún sagði fólk „rosalega svekkt" —
„okkur finnst ekki nóg hafa verið
reynt til að halda starfseminni
áfram."
Hjalti Pálsson, framkvæmda-
stjóri Verslunardeildar SÍS, Jafet
Ólafsson, forstöðumaður fatadeild-
ar, og Snorri Egilsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Verslunardeild-
ar, funduðu með starfsfólki Heklu
síðdegis í dag og færðu þvf tfðindin.
Fólk vissi þó af þessu þar sem
dagblaðið Dagur, málgagn fram-
sóknarmanna, greindi frá því í
morgun að fatadeildin yrði lögð
niður og það yrði tilkjmnt á fundi
í dag. „Fólk var einmitt mjög reitt
vegna þess að tíðindin skyldu leka
til blaðsins áður en okkur var skýrt
frá þessu og yfírmennimir sem
komu á fundinn fengu að heyra
það. Þeir báðust rejmdar afsökunar
á því að svo hefði farið."
Þess má geta að Dagur segir í
frétt sinni að tap á rekstri fatadeild-
ar SÍS hafi á síðasta ári numið 14
milljónum króna en veltan verið um
40 milljónir.
í fréttatilkynningu frá Verslun-
ardeild SÍS f dag segir m.a. að
ástæður fyrir rekstrarörðugleikum
verksmiðjunnar séu fyrst og fremst
að samkeppnisaðstæður hennar séu
orðnar mjög erfiðar. Síðan segir
„Þetta stafar af því, í fyrsta lagi,
að verðlagsþróun undanfarin ár
hefur verið innlendum framleiðend-
um óhagstæð. í öðm lagi gefur
gengisstefna stjómvalda ekki tilefiii
til að um bata verði að ræða á
næstunni. í þriðja lagi stafar þetta
af samkeppni við verksmiðjur í ná-
grannalöndunum sem njóta opin-
berra styrkja til framleiðslu sinnar.
í flórða lagi gerir óheftur innflutn-
ingur frá Asíulöndunum samkeppn-
isstöðuna vonlitla."
í tilkjmningunni segir einnig, að
að auki hafi framleiðsla verksmiðj-
unnar „óneitanlega verið nokkuð
einhæf og em ekki tök á að brejrta
þar til nema með verulegum kostn-
aði. Hefðbundin framleiðsla hefur
samanstaðið af gallabuxum, vinnu-
fatnaði og úlpum. Hluti af erfíðleik-
unum stafar af því að sala á galla-
buxum hefur farið stórminnkandi
síðustu árin hér á landi líkt og í
nágrannalöndunum."
Störf í verksmiðjunni Heklu em
49 talsins en 63 em á launaskrá,
þannig að nokkuð er um að fólk
vinni hlutastörf.
. sv /jf
! ■' \w, i i . . _ .
•», *'/«! ■
Vesturhöfnin í vetrarbúningi.
Morgunblaðið/Ingólfur
Námslán beri 3% vexti
og greiðist að fullu
í drögum að frumvarpi um Lánasjóðinn er lagt til
að lán miðist við ráðstöfunarfé sjóðsins hverju sinni
í FRUMVARPSDRÖGUM að nýj-
um lögum um Lánaajóð íslenskra
námsmanna er gert ráð fjrrir að
námslán beri 3% ársvexti auk
verðtryggingar. Það er nefnd á
vegum menntamálaráðherra sem
0
INNLENT
unnið hefur að samningu frum-
varpsins og samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins, eru lagðar
til miklar breytingar á gildandi
lögum.
I frumvarpinu er gerður skýr
greinarmunur á lánum og styrkjum.
Upphæð einstakra lána ræðst af
ráðstöfunarfé sjóðsins hveiju sinni
og fjölda umsókna. Ef fjárveitingar-
valdið samþykkir lág framlög til
Lánasfóðsins verður stjóm hans að
draga saman seglin. Með þessu er
verið að rejma að hindra sjálfvirka
hækkun á því fé sem rennur til
þessara mála á ári hveiju án þess
að Alþingi fái við neitt ráðið.
Lánin munu bera eins og áður
segir 3% ársvexti, sem reiknast af
höfuðstól láns eftir að námi lýkur.
Við afgreiðslu láns verður tekið 1%
lántökugjald og er það nýmæli. Lagt
er til að tveimur árum eftir að lán-
þegi lýkur námi falli lánið allt I
gjalddaga og getur hann þá annað
hvort greitt það að fullu eða gefíð
út skuldabréf. Endurgreiðslutími
lánanna verður styttur, nái frum-
varpið fram að ganga, úr 40 árum
í 30 ár. Þess ber að geta að sam-
kvæmt gildandi reglum falla eftir-
stöðvar láns niður að 40 árum liðn-
um. Það er hins vegar gert ráð fyrir
að lánin séu að fullu greidd á 30
árum, með jöfnum afborgunum, þó
verði árleg greiðsla aldrei lægri en
18 þúsund krónur miðað við láns-
kjaravísitöluna 1364. Samtök náms-
manna hafa um árabil barist fyrir
því að endurgreiðslutíminn, eða
fymingartími námslána, verði stytt-
ur. Við endurgreiðslur verður ekki
tekið tillit til tekna skuldara líkt og
nú er, en sjóðsstjóm getur veitt
undanþágur frá árlegri greiðslu ef
sérstaklega stendur á. Þá verður
tekið innheimtugjald.
I Vegna þess að af lánunum verða
reiknaðir 3% vextir er gert ráð fyrir
að tekjur námsmanna, svo sem
sumartekjur, skerði ekki rétt þeirra
til lána. Nú koma tekjur lánþega að
hluta til frádráttar láni. Þannig er
búist við að rekstrarkostnaður sjóðs-
ins lækki, en eftirlit með tekjum
námsmanna hefur verið stór hluti
af starfsemi sjóðsins.
í fyrmefndum drögum er lagt tij
að tekið verði upp styrlqakerfí: í
fyrsta lagi ferðastyrkir, í öðru lagi
námsstyrkir til framhaldsnáms og í
þriðja lagi styrkir til úrvalsnemenda.
Að lokum em nokkrar aðrar
breytingar, s.s. á skipunartíma
sjóðsstjómar. Lagt er til að skipun-
artími fulltrúa Ijármálaráðherra og
menntamálaráðherra sé bundinn við
embættistíma viðkomandi ráðherra.
Með þessu er verið að rejma að
tryggja að sitjandi ráðherra geti
treyst á sjóðsstjóm, en undanfarin
þijú ár hefur fulltrúi flármálaráð-
herra verið Ragnar Ámason, sem
skipaður var af Ragnari Amalds,
fyirum fjármálaráðherra.
Skæð refaveiki
á búi í Skriðdal
Fiskverðshækkunin í Bandaríkjunum:
Eykur tekjur frysting-
ar um 207 milljónir
Koma verður í veg fyrir frekari kostnaðarhækk-
anir innanlands segir sjávarútvegsráðherra
ÁÆTLUÐ tekjuaukning frystihúsa á þessu ári vegna nýákveðinna
verðhækkana Coldwater og Iceland Seafood í Bandarikjunum er
um 207 miLJjónir króna, 3,8 milljónir dala, að mati Þjóðhagsstofnun-
ar. Er þá miðað við sömu framleiðslu og sölu á þessu ári og árið
1985 og gengi f dag. Með þessu telur stofnunin að vinnslan verði
rekin án halla á þessu ári, verði ekki um innlendar kostnaðar-
hækkanir að ræða.
í útreikningum sínum miðar Þjóð-
hagsstofnun annars vegar við gild-
andi verð í desembermánuði og hins
vegar verð þann 16. janúar. Verðið
er cif og leggst því á það einhver
kostnaður. Reiknað er með 56 millj-
óna króna hækkun á þorskafurðir,
42 á ýsu, 27 á karfa, 36 á ufsa og
46 á öðrum tegundum. Hvað þorsk-
inn varðar hefur hækkun á blokkar-
verði úr 1,25 dölum I 1,30 mest
áhrif. Ýsublokk hækkaði úr 1,30 í
1,35, 10 senta hækkun hefur orðið
á 5 punda pakkningum á ýsu, karfa-
og ufsaafurðir hafa hækkað um 5
sent. Eins og fram hefur komið I
Morgunblaðinu eru hækkanimar
vestanhafs fremur komnar fram
vegna aukinnar samkeppni um hrá-
efni en aukinnar fiskneyzlu að mati
Guðjóns B. Ólafssonar, foretjóra
Iceland Seafood.
„Því er ekkert að lejma að þær
verðhækkanir, sem hafa orðið á físki
að undanfömu auka bjartsýni á það,
að hagur vinnslunnar geti skánað.
Aðalatriðið á þessu stigi er að engar
frekari kostnaðarhækkanir falli á
sjávarútveginn á næstunni. Þeim
verðhækkunum, sem nú hafa orðið,
þarf hann á að halda til að laga
hina lélegu stöðu, sem hann var
kominn í,“ sagði Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra, f samtali
við Morgunblaðið.
„Það skiptir mestu að mínu mati
að komið verði í veg fyrir frekari
kostnaðarhækkanir og því held ég
að það sé mjög mikilvægt að halda
stöðugu gengi á næstunni og það
á að vera hægt. Eins og þetta leit
út f haust var ástaða til mikillar
svartsýni, en nú eru miklu meiri
möguleikar á þvf að halda stöðugu
gengi og ég tel að eigi að stefna
að því,“ sagði Halldór.
ÖLLUM refum í refabúi í Skrið-
dal hefur verið ejdt vegna skæðr-
ar veiki sem kom upp í refunum
í sumar. Þessi veiki, sem kölluð
er nosematose, er mjög smitandi
og ólæknandi en hún hefur ekki
iur komið upp f refabúum hér
landi.
í ágústmánuði fóru að drepast
háifstálpaðir yrðlingar á búinu.
Yrðlingar voru sendir til krufningar
á Keldnaholti og sagði Eggert Gunn-
arsson dýralæknir að í þeim hefðu
verið mjög greinilegar líffærabrejd-
ingar sem bentu til nosematose.
Eggert sagði að veikin væri ólækn-
andi og ekkert bóluefni til við henni.
Hún getur valdið fósturláti og
hvolpadauða og sagði Eggert að hún
hefði valdið miklu tjóni á hveiju ári
á hinum Norðurlöndunum. Á um-
ræddu búi f Skriðdal drápust 30
yrðlingar og fleiri voru með greinileg
einkenni veikinnar. Á búinu voru
alls 50 tófur og 400 yrðlingar og
var öllu lógað á dögunum að tillögu
jEggerts og loðdýrabænda.
Eggert sagði að flestar dýrateg-
undir gætu smitast af þessu sníkju-
dýri en veiktust sjaldan. Talið er að
íslenski villirefurinn sé með þessa
veiki. Eggert sagði að smit bærist
yfirleitt með fóðri í loðdýrabúin eftir
að mýs eða rottur hefðu komist í
fóðrið. Erlendis kæmu oft upp far-
aldrar út frá fóðurstöðvum. I þessu
tilviki væri talið líklegast að rottur
hefðu borið smitið í búið því rottufar-
aldur hefði farið um sveitina sumarið
1984. Eggert sagði að loðdýrabúin
á starfssvæði fóðurstöðvarinnar
iefðu verið könnuð og virtist veikin
‘ ins vera í þessu eina búi.
fslendingarnir
frá Suður-Jemen:
Heim í gegn-
um Kaup-
mannahöfn
ÍSLENDINGARNIR, sem yfirgáfu
Suður-Jemen aðfaranótt föstudags-
ins voru væntanlegir til íslands um
klukkan sjö í gærkvöldi, laugardag.
Þeir flugu frá Djibouti til Kairo á
föstudagskvöldið, og þaðan
snemma í gærmorgun til Kaup-
mannahafnar. Reiknað var með að
þeir kæmu í tæka tíð til Kaup-
mannahafnar til að ná Flugleiðavél-
inni heim._
Einar fékk
sex atkvæði
í útvarpsráði
Á fundi útvarpsráðs á föstudaginn
voru lögð fram nöfn nfu umsækjenda
um stöðu sjónvarpsfréttamanns, eins
og Morgunblaðið skýrði frá í gær.
Þar var einnig lögð fram tillaga um
að mæla með Einari Emi Stefáns-
syni í starfið og var hún samþykkt
með sex atkvæðum gegn einu.